Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 73
MINNINGAR
Það voru dýrmætar stundir sem
við Kolli áttum með þeim hjónum sl.
sumar á heimili okkar í Lúxemborg.
Fyrir þær erum við afar þakklát.
Ég á eftir að sakna hennar vinkonu
minnar mikið og bið Guð um að leiða
hana á nýjum vegum. „Rósin“ hans
Þórs, eins og hann nefndi hana svo
fallega einhverju sinni, hefur drúpt
höfði – harmur fjölskyldunnar er
mikill. Ljósið er minningin um kæra
eiginkonu og yndislega móður.
Við Kolli vottum fjölskyldunni okk-
ar dýpstu samúð – Guð gefi þeim
styrk í sorginni og blessi minningu
Þyríar.
Aðalheiður Ingvadóttir.
Alltaf mætt áður en klukkan sló til
starfs að morgni vinnudags, ávallt
fjallhress og glöð. Þannig man ég og
mun minnast Ágústu.
Hún kom til starfa með okkur í
landbúnaðarráðuneytinu árið 1986 og
var þannig í hópi þeirra kvenna sem
komu aftur á vinnumarkað eftir að
hafa komið börnum sínum á legg. Syn-
irnir eru þrír, allt öflugir og vel mennt-
aðir menn sem áttu alla tíð ást og um-
hyggju Ágústu óskipta.
Ágústa reyndist ráðuneytinu af-
burða starfskraftur. Hún annaðist
símavörslu og móttöku þeirra sem
áttu erindi við ráðuneytið, einnig dreif-
ingu skjala og undirbúning starfs-
funda auk fjölda annarra viðfangsefna.
Ágústa var mjög félagslynd og hún
var mikill drifkraftur í að starfssystkin
ráðuneytisins ættu sameiginlegar
gleðistundir. Sjálf var hún glöðust og
hressust allra á slíkum stundum. Hún
lifði einstaklega reglusömu og heil-
brigðu lífi og saga hennar með eig-
inmanni sínum, Þór, og afkomendum
og tengdafólki er vörðuð fögrum
minningum.
Samstarf okkar Ágústu stóð í 10 ár
hvern starfsdag, þar til ég lét af störf-
um vegna aldurs, en áfram héldust
nokkur samskipti allt til þess að ógn-
andi sjúkdómur felldi hana að velli,
þá hafði hún staðið vöku sína í ráðu-
neytinu af mikilli reisn í 20 ár.
Ég kveð Ágústu með virðingu og
þakklæti, og votta ástvinum hennar
samúð mína.
Sveinbjörn Dagfinnsson,
fyrrverandi ráðuneytisstjóri.
Elsku Ágústa.
Ég vil þakka þér fyrir samveruna í
gegnum samstarf okkar hjá landbún-
aðarráðuneytinu. Þú varst traust,
ósérhlífin og fylgin þér, með sterkar
og ákveðnar skoðanir og tókst hlut-
ina ekki sem sjálfsagða. Því var það
afar skemmtilegt á okkar litla en
góða vinnustað að setjast niður og
ræða hin ýmsu málefni við þig. Sam-
skipti okkar höfðu aukist á síðustu
mánuðunum sem við störfuðum sam-
an og er ég í dag afar þakklát fyrir
þær stundir. Maður kom aldrei að
tómum kofanum hjá þér. Ekki grun-
aði mig að kveðjustund okkar í byrj-
un janúar yrði sú síðasta. Missir allra
sem kynntust þér er mikill. Við
geymum minningarnar um þig í
hjörtum okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Mínar innilegustu samúðarkveðjur
til Þórs, Willum Þórs, Vals og Arnars,
tengdadætra, barnabarna og annarra
ættingja og vina.
Ingibjörg Ólöf
Vilhjálmsdóttir (Inga Lóa).
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
(Davíð Stefánsson.)
Skammdegið leið hjá, dagarnir
lengdust og sólin tók að hækka á lofti.
Eftirvænting ríkti og tilhlökkun – því
við Þór, sundfélagar í Kópavogi í ára-
tugi, höfðum sammælst með konum
okkar um ferð til suðrænna landa í
lok janúar til að njóta sólar og sund-
iðkunar á fjarlægum slóðum. Þór og
Ágústa höfðu valið frábæran dvalar-
stað sem uppfyllti allar okkar vænt-
ingar og nú átti að njóta saman
ánægjustunda eins og við höfðum svo
oft gert síðustu árin. En gamalt mál-
tæki segir: Mennirnir álykta en Guð
ræður. Svo fór í þetta skipti því örfá-
um dögum fyrir brottför hringdi Þór
og sagði að af ferð þeirra hjóna gæti
ekki orðið vegna alvarlegra veikinda
Ágústu.
Hluti af daglegu lífi Ágústu og
Þórs síðustu áratugi var að koma
flest síðdegi í Sundlaug Kópavogs og
njóta þar sundiðkunar og ánægju-
legra samverustunda með völdum
hópi gamansamra félaga. Þar voru
þau hrókar alls fagnaðar í þeim vina-
hópi. Ágústa setti þar sérstakan svip
með sinni mildi og gamansemi. Og
þegar kom að árlegri Aðventuhátíð
sundfélaganna þá stjórnaði hún liðinu
í eldhúsinu og kom með sínar ljúf-
fengu stórtertur sem við sem nutum
minnumst sérstaklega og þökkum
innilega fyrir.
Við fráfall Ágústu söknum við Sæ-
unn vinar í stað og ég veit að ég mæli
fyrir munn vina og sundfélaga í
Sundlaug Kópavogs er henni eru
þakkaðar allar ljúfar samverustundir
á liðnum árum. Samúðarhugur er hjá
vini okkar Þór og við sendum sonum
þeirra og öðrum í fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Ágústu Andersen.
Ásgeir Jóhannesson.
„Ég átti að segja þér, að þú mættir
fá skýrsluna, ef þú læsir hana og tæk-
ir hana til eftirbreytni,“ sagði hressi-
leg kona í afgreiðslu landbúnaðar-
ráðuneytisins og hló glaðlega. Þetta
voru fyrstu kynni mín af Ágústu And-
ersen fyrir tæpum tuttugu árum,
þegar ég hafði þurft að leita í ráðu-
neytið eftir einhverri skýrslunni sem
í raun var ekki orðin opinber. Fáein-
um árum seinna urðum við sam-
starfsfólk þegar ég kom til starfa á
skrifstofu yfirdýralæknis, sem þá var
til húsa í landbúnaðarráðuneytinu,
því Ágústa annaðist einnig símsvörun
og ýmsa afgreiðslu fyrir embætti yf-
irdýralæknis. Ágústa var að eðlisfari
glaðlynd, broshýr og jákvæð og hafði
hlýja og góða nærveru. Ég hygg að
samstarfsfólki hennar, jafnt sem
þeim er oft leituðu afgreiðslu á marg-
víslegum erindum hjá landbúnaðar-
ráðuneyti og yfirdýralækni, hafi þótt
vænt um hana. Ágústa var ætíð
fremst í flokki í öllu sem gert var til
að lífga upp á hversdagsleikann á
vinnustaðnum og átti sannarlega sinn
þátt í að skapa góðan starfsanda og
gera landbúnaðarráðuneytið að þeim
góða og skemmtilega vinnustað sem
það hefur lengstum verið. Oftar en
ekki bryddaði hún upp á einhverju til
tilbreytingar og skemmtunar í dag-
legum önnum í ráðuneytinu og
ógleymanleg er sumarferðin á heima-
slóðir hennar í Vestmannaeyjum fyr-
ir fáum árum.
Ágústa var, ásamt Þór manni sín-
um, jafnan reiðubúin til að dytta að
orlofshúsi starfsmanna í Litla-
Skarði. Ég trúi að þau hafi nær ár-
lega séð um vorhreingerningu á því
og jafnframt, með margvíslegum
hætti, lagt mikið af mörkum til að
gera það jafn vistlegt og hlýlegt og
raun ber vitni.
Samstarf og samvera við Ágústu
Andersen var ríkt og gefandi og með
henni er genginn góður vinnufélagi
sem ég mun sakna og minnast með
hlýjum hug.
Ástvinum hennar öllum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Ágústu And-
ersen.
Sigurður Örn Hansson.
Í dag þegar við kveðjum vinkonu
okkar og samstarfskonu til margra
ára, viljum við með fáeinum orðum
minnast hennar.
Ég sagði stundum við Ágústu að
hún væri lykilmanneskja á fjórðu
hæðinni á Sölvhólsgötu 7 þar sem
landbúnaðarráðuneytið er til húsa og
embætti yfirdýralæknis hafði sína
aðstöðu til skamms tíma. Hún var sú
sem sá um símaafgreiðsluna og mót-
tökuna og hélt að öðrum ólöstuðum
daglegum rekstri starfseminnar
gangandi.
Hún var mjög bóngóð við úrlausn
mála en á sama tíma mjög ákveðin
um að aðrir stæðu við sinn hluta
þeirra úrlausna.
Hún kom snemma til vinnu á
morgnana og hugsaði um að koma
kaffinu af stað og væri maður kominn
á þeim tíma, var gott að spjalla um
heima og geima og var aldrei komið
að tómum kofunum þar.
Við hjá embætti yfirdýralæknis
fluttum flest frá Sölvhólsgötunni í
byrjun árs og ekki áttum við von á
öðru en að Ágústa myndi taka á móti
okkur brosandi í móttökunni fram-
vegis þó svo að við vissum að hún
gekk ekki heil til skógar.
Fyrir hönd starfsmanna embættis
yfirdýralæknis vil ég þakka Ágústu
samfylgdina og við sendum fjöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Halldór Runólfsson,
yfirdýralæknir
Í dag kveðjum við góða vinkonu
okkar. Kynni okkar Þyríar hófust
fyrir hartnær hálfri öld í Húsmæðra-
skólanum. Svo höguðu örlögin því svo
til, að við tengdumst órjúfanlegum
böndum. Fyrst sem nýgiftar mæður
sem bjuggum ásamt eiginmönnum
okkar í sama stigagangi á Hring-
brautinni. Mennirnir okkar úti á sjó
og við báðar með frumburðina okkar
á svipuðum aldri, studdum við hvor
aðra og hafa vináttubönd okkar síðan
verið órofin og trúnaðarsambandið
gagnkvæmt. Það er af mörgu að taka
í minningunum, þar má fyrst nefna
hvað hún Þyrí hafði góða og jákvæða
lund, sem smitaði út frá sér og upp-
lífgaði mig á svo marga góða vegu. Á
þessum árum voru auraráðin aldrei
mikil og því saumuðum við á dreng-
ina og okkur sjálfar það sem okkur
vanhagaði um í frístundunum. Vin-
kona mín var stórkostleg hannyrða-
manneskja, sem aldrei féll verk úr
hendi og eru þeir ófáir hlutirnir sem
bera þess merki. Árin liðu og við
höfðum úr meiru að spila, eignuð-
umst stærri og nýrri íbúðir, menn-
irnir hættir til sjós en áfram héldu
vináttuböndin og tengslin milli fjöl-
skyldna okkar að eflast og dafna. Þið
Þór voruð mjög samhent og ástrík
hjón með mörg sameiginleg áhuga-
mál, og af ykkur er svo margs að
minnast. Svo sem fjölda margra
ferðalaga jafnt innanlands sem utan
og allra samverustunda okkar Þyríar
í saumaklúbbnum okkar. Þegar ég
kvaddi þig áður en ég fór í fyrirfram
ákveðna ferð okkar hjóna kom mér
ekki til hugar að ég myndi aldrei sjá
þig aftur, þótt ég vissi um alvarleika
veikinda þinna hugsaði ég mér alltaf
að ég myndi sjá þig á ný þegar ég
kæmi til baka.
Elsku Þyrí, við hjónin þökkum þér
allar samverustundirnar og vinátt-
una. Minning þín mun lifa hjá okkur
um ókomna tíð.
Elsku Þór, Willum, Örn, Valur og
fjölskyldur, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Guðrún og Hjalti.
ÞAÐ er ólympíumótsár í skák og
íslensku liðin í opnum flokki og í
kvennaflokki hafa verið valin. Mótið
verður haldið í Tórínó á Ítalíu dag-
ana 19. maí til 5. júní næstkomandi
og má búast við að keppendur njóti
góðs af því að vetrarólympíuleikarn-
ir fóru þar fram fyrir skömmu.
Hugsanlega hefur mótsstaðurinn
haft þau áhrif að stigahæsti íslenski
skákmaðurinn, stórmeistarinn Jó-
hann Hjartarson (2.619), gaf kost á
sér í landsliðið eftir tíu ára fjarveru.
Það eru átta ár síðan Jóhann hætti
atvinnumennsku í skák og sneri sér
að lögfræðistörfum fyrir Íslenska
erfðagreiningu ehf. Hann hefur tek-
ið þátt í at- og hraðskákmótum og að
jafnaði sýnt fram á að hann hefur fáu
gleymt. Reynsla hans á meðal þeirra
bestu í heimi mun án efa nýtast vel í
Tórínó og er það mikið fagnaðarefni
fyrir skákhreyfinguna að hann skuli
snúa aftur til leiks í íslenska landslið-
inu.
Annars er íslenska liðið í opnum
flokki skipað neðangreindum skák-
mönnum:
1. Hannes Hlífar Stefánsson (2.585)
2. Jóhann Hjartarson (2.619)
3. Helgi Ólafsson (2.521)
4. Henrik Danielsen (2.520)
1. vm. Stefán Kristjánsson (2.476)
2. vm. Þröstur Þórhallsson (2.455)
Það er skynsamlegt að láta Hann-
es tefla á fyrsta borði þó svo að Jó-
hann sé stigahærri þar eð Hannes er
í góðri æfingu og hefur staðið sig vel
á fyrsta borði í undanförnum liða-
keppnum fyrir Ísland. Það er vel að
Helgi Ólafsson gaf kost á sér að
þessu sinni en hann hefur aðallega
sinnt skákkennslu undanfarin miss-
eri. Einnig er það ánægjulegt að
Henrik Danielsen teflir nú í fyrsta
skipti fyrir Íslands hönd síðan hann
varð íslenskur ríkisborgari í desem-
ber síðastliðnum. Þetta þýðir að að-
alliðið er eingöngu skipað stórmeist-
urum en sú var einnig raunin í Bled
árið 2002. Varamennirnir Stefán og
Þröstur munu sjálfsagt tefla mikið
enda báðir í ágætisformi og hafa þeir
að jafnaði staðið sig prýðilega fyrir
íslenska landsliðið. Björn Þorfinns-
son verður liðsstjóri sveitarinnar en
það verður frumraun hans á því
sviði.
Fátt kom á óvart við val íslenska
liðsins í kvennaflokki en neðan-
greindar skákkonur munu væntan-
lega tefla fyrir Íslands hönd:
1. Lenka Ptácníková
2. Guðlaug Þorsteinsdóttir
3. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
4. Sigurlaug Friðþjófsdóttir
Það verður athyglisvert að fylgj-
ast með gengi kvennanna en þetta er
í fjórða skipti í röð sem Ísland sendir
lið í kvennaflokk eftir að sá siður var
endurvakinn árið 2000 en þá hafði Ís-
land ekki tekið þátt síðan árið 1984.
Bragi Kristjánsson verður liðsstjóri
eins og síðast þegar liðið keppti.
Anand og Morozevich jafnir
og efstir á Amber-mótinu
Sumir milljarðamæringar úti í
heimi fá þá flugu í höfuðið að það sé
þess virði að ausa fé í skáklistina.
Það væri frábært fyrir skákina ef
enn fleiri fengju slíkar hugdettur og
að þeir væru tilbúnir að gera þetta ár
eftir ár. Einn slíkur, Hollendingur-
inn J. Van Oosterom, hefur fjár-
magnað mót í Mónakó í fimmtán ár í
röð þar sem margir af bestu skák-
mönnum heims eru fengnir til að
taka þátt og tefla ellefu atskákir og
ellefu blindskákir. Mótið hefur alltaf
borið nafnið Amber en það er í höf-
uðið á elstu dóttur hollenska vel-
gjörðarmannsins.
Í ár mættu tólf fílefldir skákmenn
til leiks og eins og oft áður varð ind-
verska stórstirnið Viswanathan An-
and (2.792) sigursæll. Hann varð
efstur ásamt rússneskum kollega
sínum Alexander Morozevich (2.721)
með 14½ vinning af 22 mögulegum
en lokastaða mótsins varð þessi:
1.–2. Alexander Morozevich (2.721) og Visw-
anathan Anand (2.792) 14½ v.
3. Francisco Pons Vallejo (2.650) 12 v.
4. Alexander Grischuk (2.717) 11½ v.
5.–6. Veselin Topalov (2.801) og Peter Leko
(2.740) 11 v.
7.–8. Levon Aronjan (2.752) og Boris Gelf-
and (2.723) 10½ v.
9. Loek Van Wely (2.647) 10 v.
10. Peter Svidler (2.765) 9½ v.
11. Vassily Ivansjúk (2.729) 9 v.
12. Peter Heine Nielsen (2.644) 8 v.
Rússneski sigurvegarinn var
óstöðvandi í blindskákunum en í
þeim fékk hann 9½ vinning af ellefu
mögulegum. Það er fróðlegt að
renna yfir blindskákirnar hans en
svo virðist sem hann hafi færni í að
meta rétt mjög flóknar stöður þó svo
að hann sjái ekki stöðuna á borðinu.
Hérna má benda á tvö dæmi og það
fyrra er skák hans gegn armenska
stórmeistaranum Levon Aronjan en
sá vann nýlega sigur á Linares-of-
urmótinu. Morozevich hafði svart í
stöðunni og fórnaði skiptamun til að
koma frípeði sínu af stað.
Sjá stöðumynd 1
33. … Hxd2! 34. Hxd2 Rxf4+ 35.
Kh1 e3 36. Hdd7 Re6!
Frábær leikur sem tryggir svört-
um hartnær unnið tafl. Riddarinn er
friðhelgur vegna þess að þá myndi e-
peð svarts renna upp í borð. Hvítur
barðist áfram með því að leika 37.
Hd1 en eftir 37. … e2 38. He1 Rd4
39. e6 h5! 40. Hxa7 Be5 41. e7 He8
42. c3 Bg3 var svartur kominn með
pálmann í hendurnar sem hann nýtti
sér til sigurs.
Í lokaumferðinni tefldi Moroze-
vich við Loek Van Wely og þurfti
nauðsynlega á sigri að halda til að ná
Anand að vinningum. Hollendingur-
inn er sérfróður í b4-afbrigðinu í
kóngsindverskri vörn og hafði yfir-
burðatafl þar til Rússinn fór að
hræra upp í stöðunni.
Sjá stöðumynd 2
23. … Bxe4!
Snjöll skiptamunarfórn sem
tryggir að svartur fái umtalsvert
spil.
24. Rxa5 Bxg2! 25. Kxg2 b6 26.
Hfe1 Dxd5+ 27. Be4 Dg5+ 28. Kh1
bxc5 29. Rc6 Dh4 30. f3 Bf4 31. He2
Rh5 32. Kg1
Hvítur hefur í sjálfu sér ekki gert
nein alvarleg mistök hingað til og
metur t.d. tölvuheili stöðuna þannig
að hann getur varist svörtu sókninni.
Eigi að síður er erfitt fyrir manns-
heilann að finna slíka lausn, ekki síst
ef hann sér ekki borðið!
Sjá stöðumynd 3
32. … g5! 33. Dxc5?
Tapleikurinn. 33. Hg2 hefði haldið
taflinu gangandi.
33. … g4! 34. Df2 gxf3+ og hvítur
gafst upp.
Anand vann atskákhlutann örugg-
lega en nánari upplýsingar um mótið
er m.a. að finna á heimasíðu mótsins,
http://www.alldata.nl/amber/.
SKÁK
Skáksamband Íslands
19. maí til 5. júní 2006.
Stöðumynd 1.
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
Stöðumynd 3.
Jóhann Hjartarson
snýr aftur!
Stöðumynd 2.
ÓLYMPÍUMÓTIÐ Í SKÁK