Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 89
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 89
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
BASIC INSTINCT 2 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
BASIC INSTINCT 2 VIP kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30
EIGHT BELOW kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30
V FOR VENDETTA kl. 5:15 - 8 - 10:45 B.i. 16.ára.
THE MATADOR kl. 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára.
LASSIE kl. 1:40 - 3:50 - 6
AEON FLUX kl. 6 - 10:30 B.i. 16 ára.
BLÓÐBÖND kl. 8
BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 2 - 4
Litli Kjúllinn m/Ísl. tali kl. 2
BASIC INSTINCT 2 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16.ára
EIGHT BELOW kl. 12 - 2:30 - 5:30 - 8 - 10:30
V FOR VENDETTA kl. 8 - 10:30 B.i. 16.ára.
LASSIE kl. 12 - 2:30 - 6
BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 12 - 1:30
Allt
áhugavert,
hefst í
huganum
BYGGÐ Á ÓTRÚLEGUM SÖNNUM ATBURÐUM
Frábær ævintýrarík og heillandi fjölskyldumynd frá Disney
sem hefur allstaðar slegið í gegn.
Með Paul Walker (Fast and the Furious myndirnar) og Jason Biggs (American Pie myndirnar)
Sýnd með íslensku tali.
Magnaður framtíðartryllir
með skutlunni Charlize Theron.
Hefndin er á leiðinni eee
- VJV topp5.is
eee
- SV mbl
eeee
- S.K. - DV
Sýnd Laugardag
& sunnudag
Framhaldsmyndin sem
allir hafa beðið spenntir
eftir, er komin.
Sjáið Sharon Stone í banastuði
eins og hún var í fyrri myndinni.
FRUMSÝND SAMTÍMIS UM ALLAN HEIM
Ó G N A R E Ð L I
eee
V.J.V. topp5.is
MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
HIN breska Kaiser Chiefs, Wolf
Parade frá Kanada, Brazilian Girls
og hin sænska All is Love eru á með-
al þeirra 19 hljómsveita og lista-
manna sem staðfest hafa komu sína
á Iceland Airwaves-hátíðina 18.–22.
október næstkomandi.
Fjölmargir innlendir listamenn
hafa einnig verið bókaðir á hátíðina
og má þar nefna Benna Hemm
Hemm sem var valin bjartasta vonin
á Íslensku tónlistarverðlaununum,
Jakobínarínu og Mammút sem báð-
ar hlutu verðskuldaða athygli hjá
Rolling Stone – og fleiri erlendum
blaðamönnum á Airwaves í fyrra –
Mugison, Leaves, Hjálmar og Sign.
Alls munu um 120 listamenn og
hljómsveitir koma fram á Iceland
Airwaves 2006.
Miðasala á hátíðina er þegar hafin
gegnum söluskrifstofur Icelandair
víða um heim. Enn er óákveðið hve-
nær miðasala hefst hérlendis. Fram-
kvæmd Iceland Airwaves er í hönd-
um Hr. Örlygs í samstarfi við
Icelandair og Reykjarvíkurborg.
Kaiser Chiefs
Sveitin sló við böndum á borð við
Coldplay, Gorillaz og Franz Ferdin-
and á Brit Awards þar sem þeir tóku
heim verðlaun fyrir bestu bresku
hljómsveitina, besta rokkbandið og
bestu tónleikasveitina. Sveitin mun
kynna efni af nýrri breiðskífu á
Airwaves 2006. Sveitin á að baki
smelli á borð við „I Predict A Riot“,
„Modern Way“ og „Everyday I
Love You Less and Less“ sem allir
eru af fyrstu breiðskífu hennar,
Employment sem kom út í fyrra og
var víða valin með bestu breiðskífum
síðasta árs.
Wolf Parade
Þessi sveit er frá Montreal í Kan-
ada og spilaði sína fyrstu tónleika
sem upphitun fyrir Arcade Fire sem
kemur einmitt frá sömu borg. Árið
eftir fékk bandið plötusamning hjá
Sub Pop – sem í gegnum tíðina hefur
gefið út merkisbönd á borð við Nirv-
ana, Soundgarden, Mudhoney, Hot
Hot Heat og The Shins. Wolf Parade
sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu í
fullri lengd í fyrra, Apologies to the
Queen Mary, sem fékk mikið lof í
tónlistarpressunni.
Brazilian Girls
Þrátt fyrir nafnið er enginn með-
lima Brazilian Girls frá Brasilíu
heldur er aðalsprauta sveitarinnar,
Sabina Sciubba, fædd í Róm en upp-
alin í Munchen og Nice. Hún er jafn-
framt eina konan í bandinu. Reggí,
electronica, djass, bossa nova og
fleiri stefnur og straumar renna
saman í tónsmíðum Brazilian Girls.
Sveitin gaf út tvær fyrirtaks breið-
skífur í fyrra, stúdíóplötu sam-
nefnda sveitinni, tónleikaskífuna
Live In NYC. Alræmd fyrir óheflaða
sviðsframkomu og djarfa texta.
All is Love
Er frá Gautaborg og hefur til
þessa aðeins spilað á nokkrum tón-
leikum utan Svíþjóðar. Sveitin gerði
mikla lukku á SXSW-hátíðinni í síð-
asta mánuði og segir sagan að út-
gáfusamningar berist nú nær dag-
lega í gegnum netið til þeirra. Eftir
að hafa gefið sjálf út nokkrar skífur
hefur sveitin nú tekið saman efnið af
þeim og sett á eina geislaplötu, Nine
Times That Same Song, sem er ný-
komin út í Svíþjóð og kemur út vest-
anhafs hjá hinni agnarsmáu plötuút-
gáfu What’s Your Rupture?
Tónlist | Nítján hljómsveitir hafa staðfest komu sína á Iceland Airwaves í ár
Stefnir í frábæra hátíð
www.icelandairwaves.com
www.kaiserchiefs.co.uk
www.myspace.com/wolfparade
www.braziliangirls.info
www.myspace.com/loveisall8
Kaiser Chiefs er bjartasta von Bretaveldis um þessar mundir.
Wolf Parade er á mála hjá Sub Pop-útgáfunni
frægu.Hinni sænsku Love is All er spáð miklum frama.
Brazilian Girls á ekkert skylt við Brasilíu svo
vitað sé.