Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 20
Kjóllinn ræður lögum og lofum í sumartískunni umþessar mundir. Hann ber fyrir augu í alls kyns mynd-um, allt frá sléttu skyrtusniði út í hlýralaus túlípana- form og fínlegan undirkjólasvip. Litirnir eru jafn margir og tónar regnbogans; okkurgult, blákvars, kóboltblátt og fag- urrautt, svo dæmi séu nefnd. Reyndar flóðu tískusýning- arpallarnir líka í fleiri blæbrigðum af hvítu en sést hafa um langt skeið; frá heimskautahvítu út í rjómalitað, mjólkurstein og fölasta tóninn af drapplitu. Stemmningin er létt og loft- kennd og mótvægi við drunga vetrarins, þótt sumir hönnuðir noti reyndar líka svart og grátt í sumar. Blúndur, þráðaraugu og bómullarefni með gatasaumi eru algeng sjón og líka satínáferð, silkiorgansa og gljáð hör. Efni af þessu tagi gefur hönnuðinum meira svigrúm til þess að skapa ákveðnari og stífari form og halda áfram að gera til- raunir með rými og vídd. Kjólar sem byrja að víkka út við brjóstið og ná niður á hné eru mjög áberandi í seinni tíð, sem og klumpaskór og fylltir hælar. Sixtís áhrifin eru yfirgnæfandi hjá mörgum hönnuð- um, en í stað „mini“ og „midi“ síddar er faldurinn nú rétt fyr- ir ofan hné og ermarnar rétt fyrir ofan úlnliðinn, svokallaðar armbandaermar. TÍSKA | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR KJÓLASUMAR OG SÓL Stemmningin er létt og loftkennd og mótvægi við drunga vetrarins Sævar Karl MIU MIU Kjóll, 49.700 Skór, 29.500 L jó sm yn di r: Þ Ö K Sævar Karl MIU MIU Kjóll, 45.400 Taska, 49.800 Skór, 31.600 Sævar Karl MIU MIU Kápa, 52.900 Taska, stærri, 45.700 Taska, minni 45.700 Belti, 15.400 Spútnik Kimono-kjóll, 4.700 Korselett, 3.500 Skór, 6.500 Sokkar, 900 L jó sm yn di r: B ry nj ar G au ti  20 | 21.5.2006

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.