Morgunblaðið - 29.05.2006, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 F 53
STEKKJARHVAMMUR. Vorum að
fá í einkasölu gott raðhús í Hvömm-
unum. Húsið er alls 203 fm auk 30
fm rislofts og sólskála. Hús í mjög
góðu standi og vel við haldið. Hægt
að hafa 5 svefnherbergi. Verð 39,3
millj.
Hæðir
ÖLDUSLÓÐ, HF. Nýkomin í einkas.
góð hæð með sérinngangi og 20 fm
bílskúr á þessum vinsæla stað í
Hafnarfirði. Hús í góðu standi, mjög
rúmgóð stofa og sjónvarpsstofa.
Rúmgóðar L svalir. Stutt í skóla og
alla þjónustu. Verð kr. 26,9 millj.
MÝRARGATA, HF. Nýkomin í
einkasölu mjög falleg og mikið end-
urnýjuð sérhæð ásamt sérstæðum
bílskúr á góðum stað miðsvæðis í
Hafnarfirði. Nýtt parket á gólfum,
eldhúsið allt nýendurnýjað og einnig
baðherbergi. 3 svefnherbergi. Verð
kr. 27,9 millj.
HOLTSGATA, HF.-LAUS STRAX.
Vorum að fá í einkasölu skemmtilega
eldri sérhæð á frábærum og rólegum
stað í Suðurbænum. Eignin er með
sérinngangi, 155 fm og að hluta til á
2 hæðum. 4 svefnherbergi og stórt
baðherbergi. Suðursvalir og skjól-
góður suðurgarður. Verð 25,8 millj.
4ra-5 herbergja
MIÐVANGUR. Í sölu mjög falleg og
mikið endurnýjuð íbúð á 2. hæð í
góðu fjölbýli. Fjölbýlið allt klætt að
utan með áli, yfirbyggðar svalir.
Parket og flísar á gólfum, rúmgott
eldhús. Gott sjónvarpshol og þvotta-
herbergi í íbúð. Verð kr. 23,9 millj.
ENGJAVELLIR, HF. Í einkasölu fal-
leg íbúð á 2. hæð (efstu) í nýju, litlu
fjölbýli á Völlunum í Hafnarfirði. Að-
eins 5 íbúðir í stigagangi. Stórt eld-
hús með mahogny innréttingu og
AEG tækjum. Glæsilegt baðherbergi.
Eignin er alls 125 fm með geymslu í
kjallara. Verð 28,5 millj.
ÁSBÚÐARTRÖÐ - LAUS
FLJÓTLEGA. Vorum að fá í
einkasölu góða hæð með sérinn-
gangi í tvíbýli. Hæðin er 126 fm
auk geymslu og þvottahúss í kjall-
ara. Hægt að hafa 4 svefnher-
bergi. Góður, afgirtur garður. Verð
26,5 millj.
ENGJAVELLIR. Í sölu glæsilegt
fjölbýli á Völlunum. Alls sex rúmgóð-
ar íbúðir, fjórar 137 fm 4ra herb.
íbúðir og tvær 150 fm 5 herb. íbúðir,
allar með sérinngangi og mjög rúm-
góðum svölum. Fjölbýlið er allt hið
glæsilegasta að utan, klætt með áli
að stærstum hluta og einnig falleg
timburklæðning og múrklæðning. Að
innan eru eignirnar fullbúnar. Íbúð-
irnar eru tilbúnar til afhendingar.
AKURVELLIR. Nýkomið í sölu fal-
legt 6 íbúða fjölbýli á Völlunum með
einni 3ja herb. íbúð, einni 4ra herb.
íbúð og fjórum 5 herb. íbúðum. Allar
íbúðir eru með sérinngangi. Íbúð-
irnar skilast fullbúnar án gólfefna,
vandaðar innréttingar og fullbúið að
utan. Mjög rúmgóðar íbúðir, frá 109
fm - 152 fm. Verð frá kr. 23,8 millj.
FLÉTTUVELLIR. Í smíðum mjög
fallegt og vel hannað einlyft einbýli á
Völlunum. Húsið er ca 230 fm með
innb. 40 fm bílskúr. Húsinu verður
skilað fullbúnu að utan en fokheldu
að innan. Verð kr. 33,9 millj.
Sérbýli
FÍFUVELLIR. Einstaklega glæsilegt
einlyft einbýlishús á góðum stað á
Völlunum. Glæsilegar sérsmíðaðar
innréttingar og glæsileg gólfefni.
Fjögur svefnherbergi eru í húsinu.
Myndir á www.fasteignastofan.is
BLÓMVANGUR. Í sölu mjög gott
og vel við haldið einlyft einbýli á
einstaklega góðum og rólegum stað
í Norðurbænum, Hf. Húsið er alls
200 fm, þ.m.t. innb. 38 fm bílskúr.
Mjög fallegur garður með nýlegum
palli. Toppeign á góðum stað. Verð
kr. 48 millj.
LANGEYRARVEGUR. Erum
með í einkasölu mjög fallegt,
gamalt einbýli í Vesturbænum í
Hafnarfirði, „eitt af þessum gömlu
góðu“. Húsið er 102 fm, hæð og
kjallari. Hæðin hefur verið endur-
nýjuð talsvert og húsið er allt í
góðu standi og var málað sl. sum-
ar. Verð 25 millj.
Í smíðum
DREKAVELLIR. Erum með í sölu
stórglæsilegt fjórbýli á Völlunum.
Stærð íbúða frá 107-155 fm. Bílskúr
með stóru íbúðunum. Þessar íbúðir
verða standsettar á einstaklega
vandaðan og glæsilegan hátt. Inn-
réttingar frá Brúnás, flísar frá Flísa-
búðinni, hornbaðkar með nuddi o.fl.,
o.fl. Stórar hornsvalir.
Nánari upplýsingar og teikningar hjá
Fasteignastofunni, s. 565 5522.
KIRKJUVELLIR 3. Í smíðum
glæsilegt 7 hæða lyftufjölbýli með
27 íbúðum á góðum stað á Völlun-
um. Íbúðirnar skilast fullbúnar skv.
skilalýsingu. Mjög góð hönnun á
íbúðunum, einungis fjórar íbúðir á
palli og því allar íbúðir horníbúðir
og því mjög bjartar. Rúmgóðar L
svalir með öllum íbúðum. Allar
nánari upplýsingar, teikningar og
skilalýsingar á skrifstofu Fasteigna-
stofunnar.
ESKIVELLIR 7. Erum með í sölu
stórglæsilegt lyftufjölbýli á Völlunum
í Hafnarfirði. Alls 37 íbúðir ásamt 26
stæðum í bílakjallara. Afar vandaður
frágangur, m.a. opnanlegt öryggis-
gler fyrir svölum. Sérinngangur af
svölum.
2ja-3ja herb. verð frá kr. 16,1 millj.
4ra herb. verð frá kr. 19,4 millj.
Traustir verktakar, ER-verktakar.
Nánari upplýsingar og teikningar á
skrifstofu okkar.
KIRKJUVELLIR. Í smíðum mjög
gott 6 hæða lyftufjölbýli á góðum
stað á Völlunum, Hafnarfirði. 4 íbúðir
á hæð, 3ja-4ra herb. íbúðir. Mjög
bjartar og vel skipulagðar íbúðir.
Íbúðirnar skilast fullbúnar að utan og
einnig að innan fyrir utan gólfefni.
Vandaðar innréttingar og tæki. Mjög
traustur verktaki. Afhending sept. -
okt. 2006. Allar nánari uppl. og
teikningar á skrifstofu Fasteignastof-
unnar. Verð frá 16,7 millj.
EYRARHOLT. Vorum að fá í einka-
sölu afar fallega og vandaða íbúð á
2. hæð ásamt bílskúr á jarðhæð í litlu
fjölbýli á Holtinu. Íbúðin er búin fal-
legum, hvítlökkuðum innréttingum
og skápum og er parket og flísar á
öllum gólfum. Frábært útsýni.
Tvennar svalir. Verð 26,3 millj.
SUÐURVANGUR. Nýkomin í einka-
sölu falleg og nokkuð endurnýjuð
4ra herbergja íbúð á 2. hæð í góðu
og vel staðsettu fjölbýli í Norður-
bænum. Góð gólfefni, nýleg eldhús-
innrétting og baðinnrétting. Verð kr.
20,9 millj.
KLUKKUBERG. Nýkomin í einka-
sölu mjög falleg 106 fm hæð með
sérinngangi á fallegum útsýnisstað í
Hafnarfirði. Mjög góð gólfefni og inn-
réttingar. Barnvænn staður og stutt í
skóla. Verð kr. 24,9 millj.
GRÆNAKINN. Vorum að fá í
einkasölu fallega risíbúð (mjög lítið
undir súð) á þessum sívinsæla stað í
Hafnarfirði. Búið að endurnýja eld-
hús og flest gólfefni. Íbúðin er ca 90
fm og í dag með 3 svefnherbergjum.
Falleg íbúð. Verð 18 millj.
MJÓSUND. Nýkomið í sölu falleg
og mikið endurnýjuð hæð í tvíbýli við
miðbæ Hf. Íbúðin er á tveim hæðum,
falleg eldhúsinnrétting og góð gólf-
efni. Fallegur hraungarður með timb-
urpalli. Verð kr. 23,9 millj.
3ja herbergja
KRÍUÁS. Í einkas. glæsileg 3ja
herb. íbúð með sérinngangi og sér-
palli á góðum stað í Áslandinu, Hf.
Íbúðin er einstaklega falleg og hefur
ekkert verið til sparað, gegnheilt
parket og nátttúruflísar á gólfum,
mjög fallegar innréttingar. Húsið er
klætt að utan með áli. Verð kr. 20,9
millj.
ÁLFHOLT.Nýkomin í einkasölu vel
skipulögð 93 fm íbúð á 3. hæð í
góðu fjölbýli á nýja Holtinu. Íbúðin er
mjög björt og rúmgóð. Herb. eru stór
og þvottahús er í íbúð. Suðursvalir
með frábæru útsýni. Verð 17,9 millj.
ÞRASTARÁS. Nýkomin í einkasölu
glæsileg 95 fm íbúð á 2. hæð í við-
haldslitlu fjölbýli. Fallegt parket og
flísar á gólfum. Glæsilegt eldhús og
afar vandað rafmagn í íbúð. Magnað
útsýni úr íbúðinni. Verð 21,5 millj.
SÓLHEIMAR - GLÆSILEGT
ÚTSÝNI. Íbúð á efstu hæð á
þessum frábæra stað í Reykjavík.
Parket og flísar á öllum gólfum.
Íbúðin er 85,2 fm og henni fylgja
tvær geymslur. Nýlegt baðher-
bergi. Húsvörður er í húsinu.
Íbúðin er laus við kaupsamning.
Verð kr. 21,5 millj.
ÖLDUSLÓÐ. Vorum að fá í einka-
sölu skemmtilega eldri sérhæð á
þessum frábæra stað. Íbúðin er á
jarðhæð, 91 fm og með sérinngangi.
Þak, gler, rafmagn og pípulagnir
endurnýjað. Parket og flísar á gólf-
um. Verð 18,6 millj.
2ja herbergja
FURUGERÐI. R.VÍK. Nýkomin í
einkas. mjög falleg 2ja herb. íbúð á
jarðhæð með sérgarði á þessum vin-
sæla stað í Gerðunum. Nýtt parket á
gólfum. Björt og rúmgóð stofa. Verð
kr. 16,2 millj.
FRAMNESVEGUR. Nýkomin í
einkasölu falleg og íbúð á 2. hæð á
þessum frábæra stað. Íbúð endur-
nýjuð frá grunni fyrir nokkrum árum.
Stutt í miðbæinn og Háskólann. Verð
15,9 millj.
Atvinnuhúsnæði
EYRARTRÖÐ, HF. Til sölu/leigu
mjög gott ca 1200 fm atvinnuhús-
næði á góðum stað í nálægð við
höfnina. Mikil lofthæð og 3 góðar
innkeyrsludyr. Lítið mál að skipta
niður í fleiri einingar. Nánari upp-
lýsingar á Fasteignastofunni.
Sumarbústaður
KLAUSTURHÓLAR, GRÍMSNESI.
Vorum að fá í einkasölu fallegan ca
50 fm sumarbústað í landi Klaustur-
hóla í Grímsnesi. Afar vel búinn bú-
staður, m.a. húsgögn, ísskápur og
þvottavél. Stór verönd, alls 70 fm og
að hluta til ný og nýr 5-6 manna heit-
ur pottur. Eignalóð. Verð 14,8 millj.
BÚSTAÐUR TIL FLUTNINGS.
Höfum í sölu fallegan 77 fm sum-
arbústað til flutnings. Staðsettur í
Ölfusi. Bústaðurinn var byggður
1997 og er í góðu ástandi. Nánari
upplýsingar veitir Fasteignastof-
an, Fjarðargötu 19, Hf., s. 565
5522.
STAÐARHVAMMUR. Í einka-
sölu mjög falleg og björt íbúð á 2.
hæð í litlu og afar vinsælu fjölbýli í
Hvömmunum. Innangengt í rúm-
góðan innbyggðan bílskúr í kjall-
ara. Frábært útsýni. Rúmgóðar og
yfirbyggðar L laga svalir í suður-
og vesturátt. Íbúð í toppstandi.
Verð kr. 20,9 millj.
HRAUNBRÚN
Nýkomið í sölu mjög gott og vel
skipulagt tvílyft 170 fm einbýli auk
sérstæðs 33 fm bílskúr á góðum
stað í Hf. Húsið er töluvert endur-
nýjað, nýlegt eldhús og baðher-
bergi. Húsið er klætt að utan og því
viðhaldslítið. Möguleiki á leiguíbúð
á jarðhæð. Verð kr. 39,9 millj.
Fjarðargata 19
MIÐVANGUR
Nýkomið í einkasölu glæsilegt tvílyft
raðhús á einstaklega góðum og
skjólgóðum stað í norðurbænum.
Húsið er alls 226 fm, þ.m.t. innb. 25
fm bílskúr. Mjög góð gólfefni og
innréttingar, suðurgarður. Þetta er
eign sem búið er að endurnýja að
mjög miklu leyti.