Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Mallorka 8. eða 15. júní frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og ís- lensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Verð kr.34.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/ íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Síðustu sætin Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Mallorka í júní. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. „ÞETTA eru mjög alvarleg brot sem við verðum að stöðva og það var mjög sláandi að sjá hvernig þarna hafði verið staðið að verki,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, sem skoðaði gróðurskemmdir af völdum utan- vegaaksturs við Djúpavatn í gær- dag. Hún segir nauðsyn að taka á þessum málum af fullri hörku enda um að ræða ótrúlegt virðingarleysi vélhjólamanna. Aðspurð um hvaða úrræði um- hverfisráðherra hafi í slíkum mál- um segist Sigríður Anna m.a. vera í góðu sambandi við Björn Bjarna- son, dómsmálaráðherra, um akstur utan vega. „Þetta mál snýr að mörgum ráðuneytum og við höfum rætt þetta sérstaklega við dóms- málaráðherra, m.a. að nota þyrl- urnar meira,“ segir Sigríður en um helgina voru átta menn stöðv- aðir við akstur utan vega með hjálp stærri þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Fleira kemur til greina að mati Sigríðar Önnu og finnst henni t.d. kominn tími til að herða viðurlög og skoða það af fullri alvöru að gera ökutæki upp- tæk sem notuð eru með þessum hætti. „Við verðum að ná tökum á þessu máli einhvern veginn og svo virðist vera að það verði ekki gert á annan hátt en að taka þetta mjög föstum tökum. Við getum ekki ætl- ast til þess að ferðamenn og aðrir sem hingað koma gangi almenni- lega um landið ef þeir sjá að Íslend- ingar sjálfir haga sér á þennan hátt.“ Með umhverfisráðherra í för við Djúpavatn í gær voru m.a. Andrés Arnalds frá Landgræðslunni og Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverf- isstofnunar. Skoðuðu þau bæði skemmdir eftir vélhjól og fjórhjól og segir Sigríður Anna skemmd- irnar sláandi. „Þetta er ótrúlegt virðingarleysi og skeytingarleysi um náttúruna, þarna er um að ræða óskaplega ljót sár sem sum hver ná að gróa aftur, en önnur ekki.“ Taka þarf mun harðar á utanvegaakstri að mati ráðherra „Verðum að ná tökum á þessu máli“ Sigríður Anna Þórðardóttir KARLMANNI á fimmtugs- aldri, sem grunaður er um ölv- un við akstur, tókst aðfaranótt sunnudags að stinga lögregl- una á Hvolsvelli af eftir æsilega eftirför. Maðurinn var að koma frá Hellu á dráttarvél sinni þegar hann mætti lögreglubifreið á Oddavegi. Eftir að hafa verið beðinn um að nema staðar tók maðurinn á rás undan lögreglu yfir mýrar og móa. Þegar hann kom að Ytri-Rangá, til móts við bæinn Bjólu, óð hann út í og synti niður eftir ánni en lög- regluþjónarnir, sem óðu á eftir, misstu sjónar á honum. Var kallað eftir björgunarsveit til að leita að manninum, en hún bar engan árangur. Hann gaf sig svo fram á sveitabæ um einn kílómetra frá ánni síðar um nóttina og var í kjölfarið tekin úr honum blóðprufa. Komst und- an lögreglu á sundi STJÓRNIR Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði og Árnessýslu auk framsóknar- félaganna í Árborg og Rangárvallasýslu sam- þykktu í gær samhljóðandi ályktun þar sem skorað var á Guðna Ágústsson landbúnaðar- ráðherra að taka við formennsku Framsókn- arflokksins. Yfirlýsingin var send áður en Halldór Ásgrímsson tilkynnti um afsögn sína. Ályktunin er svohljóðandi, frá Framsókn- arfélaginu í Árborg: „Stjórn Framsóknarfélags Árborgar álykt- ar að mikilvægt sé að forysta Framsókn- arflokksins njóti trausts almennra flokks- manna. Stjórnin áréttar að samkvæmt flokkslögum skal varaformaður taka við ef formaður hverfur frá störfum áður en kjör- tímabili lýkur. Stjórnin skorar á Guðna Ágústsson að taka að sér forystu Framsóknarflokksins fram að flokksþingi og bjóða sig þar fram til for- mennsku flokksins. Hann hefur sýnt það með störfum sínum og framkomu að honum er treystandi fyrir því mikilvæga starfi sem for- mennska flokksins er.“ Í ályktun félags framsóknarmanna í Rang- árvallasýslu var því hnýtt við í lokin að öðru myndu Rangæingar ekki una. Mikilvægt að farið verði að flokkslögum Stjórn Framsóknarfélags Dalasýslu sendi einnig frá sér ályktun þar sem skorað er á Guðna Ágústsson að taka við forystu Fram- sóknarflokksins fram að næsta flokksþingi. „Stjórnin telur mikilvægt að farið verði að flokkslögum en samkvæmt þeim ber varafor- manni að taka við formanni, hverfi hann frá störfum áður en kjörtímabili lýkur. Stjórnin áréttar þann skýlausa rétt flokksmanna að velja eigin forystu og krefst þess að sá réttur verði virtur í hvívetna með því að kjör nýrrar forystu flokksins fari fram á flokksþingi en ekki miðstjórnarfundi,“ segir í ályktun stjórn- ar félagsins. Þá sendi stjórn Félags ungra framsókn- armanna í Reykjavíkurkjördæmi suður frá sér yfirlýsingu í gærdag þar sem lýst var yfir fullum stuðningi við forystu flokksins og skor- ar á hana að sitja í embættum sínum til næsta flokksþings. Lýsa yfir stuðningi við Guðna Ágústsson Morgunblaðið/ÞÖK Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti afsögn sína. Við hlið hans er Guðni Ágústsson varaformaður, Kristinn H. Gunnarsson og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra. TÖKUM á Mýrinni, nýrri íslenskri kvikmynd eftir samnefndri skáld- sögu Arnalds Indriðasonar, lauk á laugardaginn þegar Lögreglukór- inn kom saman og söng í Alþingis- garðinum. Með kórnum var að þessu sinni nýr félagi, Erlendur, sem er að- alpersónan í kvikmyndinni, en Ingvar E. Sigurðsson fer með hlut- verk hans. Ekki bar á öðru en að Erlendur félli vel í hópinn, en kórinn söng tvö lög. Stefnt er að því að frumsýna Mýrina í haust, en Baltasar Kor- mákur leikstýrir myndinni. Mýrin hefur verið gefin út víða erlendis og notið vinsælda. Bókin hefur meðal annars komið út bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi og víst að margir dyggir lesendur Arnalds bíða spenntir eftir því að sjá ævintýri Erlends og félaga á hvíta tjaldinu. Auk Ingvars fara þau Björn Hlynur Haraldsson, Ágústa Eva Er- lendsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir með stór hlutverk í myndinni. Lögreglukórinn á hvíta tjaldið Morgunblaðið/Kristinn Ingvar E. Sigurðsson leikari í gervi Erlends, aðalsöguhetjunnar í Mýrinni, tók lagið með Lögreglukórnum. MORGUNBLAÐINU barst í gærkvöldi eft- irfarandi yfirlýsing frá Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og varaformanni Framsóknarflokksins. „Vegna orða Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra fyrr í kvöld vil ég taka eftir- farandi fram. Ég hafði á fundi með forsætisráðherra og hans nánustu samstarfsmönnum fallist á ákveðnar tillögur sem miðuðu að því að ný forysta tæki við flokknum strax í sumar, sem alger samstaða væri um meðal miðstjórnar, landsstjórnar og þingflokks. Þá var gert ráð fyrir að við Halldór segðum báðir af okkur sem formaður og varaformaður. Í dag, annan dag hvítasunnu, var ljóst að ekkert yrði af þessum fyrirætlunum og ekki sú samstaða í flokknum sem áður var talið. Þess vegna vil ég taka fram að ekkert ligg- ur fyrir um afsögn mína sem varaformaður enda ekkert samkomulag miðað við þessa niðurstöðu. Ég vil á þessum tímamótum þakka Halldóri Ásgrímssyni langt samstarf um leið og ég virði þá ákvörðun hans að standa upp nú. Guðni Ágústsson“ Yfirlýsing frá vara- formanni Fram- sóknarflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.