Morgunblaðið - 06.06.2006, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
10,3%
Nafnávöxtun síðustu 3 ár, 10,3% á ári.*
SJÓÐUR 11 – GÓÐIR
ÁVÖXTUNARMÖGULEIKAR
Hentar þeim vel sem vilja fjárfesta
eða spara til langs tíma og eiga
öruggan sparnað fyrir.
Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir
staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is
og kláraðu málið.
Sjóður 11 er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði
og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf.
Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum
Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir.
*Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
20
8
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
„ÉG tel ekki rétt að fara þá leið að
setja lög um skyldu fyrirtækja til að
hafa hvort kyn í a.m.k. 40% hlutfalli í
stjórnum,“ segir Valgerður Sverris-
dóttir viðskiptaráðherra um efni
ályktunar ráðstefnunnar Tengslanet
kvenna 2006 sem lauk á föstudag.
Hún segist hins vegar hafa beitt sér
varðandi hlut kynja í stjórnum. Nefnd
sem hún skipaði um hlut kynja í
stjórnum fyrirtækja og Árni Sigfús-
son leiddi, hafi ekki mælt með laga-
setningarleið heldur haft aðrar hug-
myndir varðandi ástandið sem sé
vissulega mjög slæmt hérlendis. „Í
framhaldinu fór ráðuneytið í samstarf
við Viðskiptaháskólann á Bifröst,
Samtök atvinnulífsins og Jafnréttis-
stofu um gerð svk. jafnréttiskennitölu
og fyrsta útspilið kom frá skólanum
núna nýlega.“
Um lagasetningu segir Valgerður:
„Það er eitthvað sem Norðmenn hafa
gert en eru satt að segja í hálfgerðu
basli með. Atvinnulífið þar efast um
að ákvæði í lögum standist ákvæði
stjórnarskrár. Ég hef viljað fara
mýkri leið að þessu og vona enn að
það geti skilað árangri og ekki síst hef
ég mikla trú á þessu starfi sem nú er
nýhafið þótt ekki sé hægt að fullyrða
fyrir alla framtíð,“ segir Valgerður.
Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlög-
maður, flutti erindi á Tengslaneti
2006 um hlut kvenna í stjórnum fyr-
irtækja. Hún segir það sérstakan
hugsunarhátt að það séu íþyngjandi
álögur á fyrirtæki að hafa tvö kyn í
stjórnum. „Jöfn kynjahlutföll leiða til
heilbrigðari stjórnunarhátta og í
Bretlandi hefur verið sýnt fram á að
þau auka á hagnað. Kerfið sem þessi
hlutafélög hrærast í er hins vegar
þannig uppbyggt að það viðheldur
einhvern veginn alltaf sjálfu sér og
allt er þetta í gegnum tengsl. Viðleitn-
in hingað til hefur engu skilað,“ segir
Sif og bendir á að umræða og þrýst-
ingur hafi verið mikill. „Þessi skoðun
myndast hjá mér þegar ég horfi á
staðreyndirnar. Við erum búin að tala
mikið í mörg ár og það gerist ná-
kvæmlega ekkert. Þau vopn sem hef-
ur verið beitt hafa ekki virkað,“ segir
Sif og bendir á að við stjórnum flestu í
okkar samfélagi með lögum og af
hverju þá ekki þessu mikilvæga at-
riði. „Stjórnvöld þurfa að sýna skýra
afstöðu.“
Hundruð kvenna báðu um aðgerðir vegna hlutfalls kynja í stjórnum fyrirtækja
Ráðherra vill ekki setja
lög um hlutfall kynja
Mikil eindrægni ríkti á ráðstefnunni Tengslanet kvenna á Bifröst. Myndin
er tekin þegar konur voru að hita upp áður en þær lögðu á Grábrók.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
DANSPARIÐ Ásta Sigvaldadóttir
og Stephen McCann höfnuðu í
þriðja sæti á alþjóðlegri dans-
keppni sem
haldin var í
Blackpool í Eng-
landi í lok maí.
Parið sem
keppir fyrir
hönd Englands
tók þátt í tveim-
ur flokkum
áhugamanna, í
suður-amer-
ískum dönsum
og flokki upp-
rennandi
stjarna (e. rising
star) í sömu dönsum. Náðu þau
þriðja sæti í flokki upprennandi
stjarna af 479 pörum sem hófu
keppni og komust í 24 para úrslit af
315 í suður-amerískum dönsum.
Átta íslensk pör tóku þátt í
keppninni, sex í flokki 16 ára og
eldri áhugamanna og tvö í flokki 35
ára og eldri. Baldur Kári Eyjólfsson
og Anna Kristín Vilbergsdóttir
náðu bestum árangri yngri par-
anna, komust í aðra umferð í flokki
upprennandi stjarna í suður-
amerískum dönsum.
Hlutu brons-
verðlaun í
Blackpool
Ásta Sigvaldadóttir
og Stephen McCann.
„ÞETTA hefur náttúrlega slæm
áhrif og framlengir það óvissuástand
sem er búið að vera um rekstrarfor-
sendur RÚV í langan tíma,“ segir
Páll Magnússon útvarpsstjóri um þá
staðreynd að afgreiðslu frumvarps
menntamálaráðherra um hluta-
félagavæðingu RÚV var frestað til
haustþingsins.
Páll rifjar upp að annað frumvarp
um RÚV var lagt fram á síðasta
þingi en hlaut heldur ekki afgreiðslu.
„Misserum og jafnvel árum saman
er Ríkisútvarpið búið að vera í þeirri
stöðu að vita ekki hvað við tekur en
vita þó að það eigi að breyta. Það er
auðvitað mjög vont fyrir stofnunina
að vera svona í óvissu.“ Hann segir
að þetta geri það að verkum að
grundvallarákvörðunum varðandi
Ríkisútvarpið hafi verið frestað.
„Alls konar ákvarðanir smáar og
stórar hafa verið settar á klaka
vegna þess að
þær gætu verið
teknar með mis-
munandi hætti
eftir því hvort um
væri að ræða
stofnun eða
hlutafélag.“
Páll bendir þó
á að stjórnar-
flokkarnir hafi
lofað því að frumvarpið verði afgreitt
strax í byrjun þings. „Þetta óvissu-
ástand framlengist þá enn um fimm
til sex mánuði. Þá verður bara að
bíta á jaxlinn og bíða enn“
Kosið sterkari fjárhagsstöðu
Hann segist í öllum aðalatriðum
hafa verið sáttur við frumvarpið eins
og það lá orðið fyrir. „Það hefði
skýrt stöðu Ríkisútvarpsins og gert
að verkum að hægt verður að reka
það með skilvirkari og markvissari
hætti.“ Aðspurður um pólitísk af-
skipti af rekstrinum segir hann: „Ég
held að meðan Ríkið á Ríkisútvarpið,
verði ekki undan pólitískri stjórn
vikist. Stjórnin hlýtur alltaf að enda
hjá eigandanum, sem er almenning-
ur og Alþingi og ríkisstjórnin fyrir
hans hönd. En gert var ráð fyrir að
útvarpsráð í núverandi mynd yrði
lagt niður og fyrir hið nýja hluta-
félag yrði kosin stjórn með áþekkt
hlutverk og stjórn í hlutafélögum
hefur.“
Um önnur atriði frumvarpsins
segir Páll liggja fyrir að Ríkisút-
varpið hafi átt að verða betur sett
fjárhagslega eftir samþykkt nýrra
laga. „Ég hefði auðvitað kosið að hið
nýja hlutafélag hefði haft sterkari
upphafsstöðu fjárhagslega en gert
var ráð í frumvarpinu fyrir en þetta
er niðurstaðan.“
Óvissuástandið hefur
slæm áhrif á RÚV
Útvarpsstjóri í aðalatriðum sáttur við frumvarp um RÚV
Páll Magnússon
NÍU manns voru fluttir á slysadeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss
eftir fjögurra bíla árekstur í Hval-
fjarðargöngunum á fimmta tím-
anum á sunnudag. Fór betur en á
horfðist og voru meiðsli í öllum til-
vikum minniháttar.
Áreksturinn var nokkuð harður
en samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík er talið að
ökumaður jeppabifreiðar hafi sofn-
að undir stýri, við það lent á öfug-
um vegarhelmingi og hafnað fram-
an á fólksbíl sem kom á móti.
Göngunum varð að loka á meðan
bílarnir, sem voru mikið skemmdir,
voru fjarlægðir og hreinsað var til
eftir áreksturinn.
Morgunblaðið/Kristinn
Harður árekstur í
Hvalfjarðargöngunum
MAGNÚS Ingvason, forstöðumaður
Sumarskólans í FB, segir tímabært
að fram fari umræða um samræmd
próf í grunnskólum og fyrirkomulag
þeirra, sem hann telur að sé nánast
hættulegt ungu fólki.
„Í starfi mínu sé ég svo marga ör-
væntingarfulla nemendur og for-
eldra sem hringja í mig nánast allan
sólarhringinn að það er eiginlega allt
í fári. Þetta eru 15 ára gömul börn.
Ég hef talað við námsráðgjafa og
kennara og fylgst sjálfur með þessu.
Sú pressa sem er lögð á krakkana er
ósanngjörn og mörg þeirra eru það
ung að þau standa ekki undir þessu,“
segir Magnús sem hefur starfað við
Sumarskólann í 5–6 ár en skólann
sækja nemendur úr 10. bekk sem
náðu ekki samræmdu prófunum.
Magnús kennir stærðfræði og sem
dæmi um áhrif pressunnar af sam-
ræmdu prófunum nefnir hann að
nemendur hans taki próf sem er
jafnerfitt og samræmda prófið og fái
oft allt aðrar og betri einkunnir en úr
samræmdu prófunum. Þarna spili
inn í aðstæður og álag vegna próf-
anna.
Telja framtíðina í húfi
„Það er þessi hugsun hjá þeim að
þau eigi sér enga framtíð ef þau nái
ekki þessum prófum,“ segir Magnús.
Þá hafi einnig áhrif að einkunnir úr
samræmdu prófunum séu lykillinn
að inngöngu í framhaldsskóla og oft
komi það upp að vinahópar skiptist
upp þannig að t.d. allir nema einn úr
hópnum fari í sama skólann, þar sem
þessi eini náði ekki tilskildum ein-
kunnum. „Vissulega þarf að prófa á
einhvern hátt en það má benda á að í
framhaldsskólunum stóð til að taka
upp samræmd próf, en öllum leist
illa á þá hugmynd og vildu hætta við
hana,“ segir Magnús.
Hann segist ekki hafa lausnir á
reiðum höndum en telur að náms-
einkunnir krakkanna úr grunnskól-
um ættu að hafa meira vægi. Eins
þurfi að skoða hvort sumir grunn-
skólanna einblíni um of á það náms-
efni sem lagt er upp með fyrir sam-
ræmdu prófin og þar kunni að spila
inn í hræðsla við að koma illa út úr
prófunum í samanburði við aðra
skóla. Fyrst og fremst telur Magnús
þó mikilvægt að fram fari umræða
um samræmdu prófin.
Hættulegt álag vegna
samræmdra prófa
Forstöðumaður Sumarskólans í FB hefur fengið mörg
símtöl frá örvæntingarfullum nemendum og foreldrum