Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 11

Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 11 FRÉTTIR Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 ERÐ500.000KR.V LÆKKUN! Nissan Patrol Elegance sjálfskiptur Verð aðeins 4.790.000 kr. Verð áður 5.290.000 kr. Aukahlutir á mynd: 35" breyting krómgrind með kösturum og toppbogar. BORGAÐU MINNA FYRIR MEIRI LÚXUS KOMDU OG REYNSLUAKTU EINTAK STRAX! JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að verði haldið fast við 25% veiðihlutfall þorsks eins og að var stefnt, sé ekki loku fyrir það skotið að aflinn gæti minnkað smá- vægilega á næstu árum. „Það þarf að fara vel niður fyrir þetta til þess að þetta fari að skila okkur ár- angri innan fimm ára. Kjarni málsins er sá að stjórnvöld ákveða þetta en ekki við. Ef stjórnvöld vilja halda áfram á því stigi sem við er- um núna þurfa þau ekki að gera mikið. Ef þau hins vegar telja það eftirsókn- arvert að ná meiri arði út úr þessum fiskistofni eins og við höfum bent á og var hér á árum áður þarf að grípa til aðgerða. Við erum að leggja til að það verði mótuð uppbyggingarstefna og hún gangi eins langt og stjórnvöld treysta sér til,“ segir Jóhann og bendir á að það hafi ekki verið tillaga stofn- unarinnar að fara niður í 16% veiðihlut- fall. „Með því var einungis verið að benda á það hvað væri í stöðunni og hvaða af- leiðingar það hefði.“ Pólitísk spurning – ekki líffræðileg „Þorskstofninn er ekki í útrýming- arhættu hjá okkur sem betur fer. Fyrr á árum hafa menn hins vegar verið að veiða töluvert meira magn en verið er að veiða núna. Það sem við erum að segja er að ef menn vilja auka líkurnar á því að afli aukist þarf nýliðun í stofn- inum að aukast. Það verður vænt- anlega ekki gert öðruvísi en að stækka hrygningarstofninn og breyta sam- setningu hans. Til þess að útskýra þetta var sagt sem svo að það væru 90% líkur samkvæmt okkar gögnum nú að hrygningarstofninn myndi nást upp í um 300 þúsund tonn á næstu fjórum árum ef veiðihlutfallið yrði lækkað nið- ur í 16%. […] Ef það er ekki farið svo skarpt í þetta gerist þetta hægar og það er pólitísk spurning en ekki líf- fræðileg.“ Aðspurður segist Jóhann ekki túlka viðbrögð sjávarútvegsráðherra á ann- an veg en svo að hann vilji ekki fara svo skarpt í þetta. „Það hefur komið fram að ráðherra tekur þessar tillögur alvar- lega og ætlar sér að fara yfir þetta. Það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að verði ekkert gert verður staðan ekki betri eftir fimm ár. Alger- lega nauðsynlegur þáttur er að endur- skoða aflaregluna og svo hugsanlega að grípa til aðgerða til styttri tíma til þess að ná þessu upp.“ Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er lagt til að nokkur samdráttur verði í veiðum á ýsu þrátt fyrir að ýsuveiði hafi aldrei verið meiri en á síðasta ári. „Við hefðum getað haft aflamarkið hærra á ýsu og lagt það til. Það sem við erum að gera er hins vegar að reyna að nýta árgangana enn betur og dreifa þessu yfir fleiri ár.“ Nauðsynlegur þátt- ur að endurskoða aflaregluna Jóhann Sigurjónsson „ÞAÐ eru auðvitað vonbrigði að veiðistofn þorsksins skuli mælast minni núna en reiknað var með,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, þegar hann var inntur eftir við- brögðum við skýrslu Haf- rannsókna- stofnunar. „Þetta eru vonbrigði varð- andi þorskinn vegna þess að í úttekt stofnun- arinnar í fyrra var reiknað með að veiðistofninn yrði 823 þúsund tonn á þessu ári miðað við gefnar forsendur. Miðað við óbreytta aflareglu hefði það gefið yfir 200 þúsund tonna aflamark. Nú meta þeir þetta hins vegar þannig að veiðistofninn sé 753 þúsund tonn,“ segir Friðrik og bendir á að þetta sé ekki ná- kvæm mæling og ekkert segi að mælingin í ár sé réttari en mæl- ingin í fyrra. Friðrik segir jafnframt ljóst að stofninn sé of lítill. Þannig sé hrygningarstofninn of lítill og að auki sé of lítið af stórum fiski. Miðað við nýliðun undanfarinna ára sé ljóst að það mun taka tíma að byggja stofninn upp. „Það lítur út fyrir að við verð- um í þessu fari áfram en það eru engin ný tíðindi. Skekkjan í þess- um mælingum er hins vegar slík að það þarf ekki að koma á óvart hvort að þetta sé tíu eða tuttugu þúsund tonnum minna eða meira.“ Friðrik segir að það skipti einnig verulegu máli að meðal- þyngd þorsksins sé í sögulegu lágmarki samkvæmt skýrslunni. „Aðgengi hans að fæðu skiptir verulegu máli og það hefur verið slakt væntanlega vegna hlýnunar sjávar en loðnan hefur flutt sig á aðrar slóðir.“ Stjórnvöld bera ábyrgð „Við viljum að það verði látið reyna á veiðihlutföll nálægt 25% af veiðistofninum en veiðin hefur verið nær 30% frá því að aflaregl- an var sett fyrir rúmum tíu árum. Þar bera stjórnvöld og fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra ábyrgð að stórum hluta með því að láta veiði umfram aflamark viðgangast. Það gerðu menn með opin augun þrátt fyrir að þeim hafi ítrekað verið bent á að taka þyrfti á umframveiði smábáta. Staðan nú er því ekki síst afleið- ing af því.“ Færeyingar veiða umfram heimildir Friðrik segir að Færeyingar hafi verið taldir veiða 4 til 5.000 tonn umfram heimildir sam- kvæmt samningi á árunum 2003 til 2005. Til þessa sé nú í fyrsta sinn tekið tillit í ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar en það leiði til þess að veiðiálag sé metið hærra en áður var talið. „Við erum að takmarka veiðar og byggja upp stofninn á meðan þeir veiða eins og þeir mögulega geta. Síðan er það alveg ljóst að þeir hafa einnig veitt ólöglega í íslenskri lögsögu. Það er auðvitað verkefni að reyna að koma bönd- um á það með aukinni gæslu á þessu svæði. Eins þarf að fá þá ofan af því að veiða eins og þeir mögulega geta úr þessum ís- lenska þorskstofni á meðan við erum að byggja hann upp.“ Glórulaust að innheimta veiðigjald Friðrik segir að við þær að- stæður sem nú eru uppi blasi það við að fella eigi niður veiðigjaldið. Erfiðir tímar séu að baki þar sem gengi krónunnar hafi verið mjög sterkt og við það bætist skerðing á aflaheimildum fjórða árið í röð. „Það er alveg glórulaust að innheimta þetta sértæka gjald af sjávarútveginum. Að auki eiga stjórnvöld að hætta að mismuna útgerðum með öðrum sértækum aðgerðum eins og línuívilnun.“ Friðrik segir þó jákvæða punkta að finna í skýrslunni og bendir í því sambandi á að ýsustofninn hafi ekki verið svo stór í rúm fjörutíu ár. Þá sé ufs- inn í mjög góðu lagi sem og síld- in. „Síðan erum við með stofna sem eru í slæmu ástandi eins og úthafsrækju og hörpudisk.“ Vilja láta reyna á veiði- hlutföll nálægt 25% Friðrik J. Arngrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.