Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 12

Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÉLAGAR í JCI Íslandi völdu Steingrím J. Sigfússon, formann VG, ræðumann Alþingis, en þetta val byggist á frammistöðu þingmanna sem þátt tóku í eldhúsdags- umræðum sem fram fóru á laug- ardag. Þetta er í annað sinn sem JCI velur Stein- grím ræðumann Alþingis. Tilgangur dóm- anna er að finna besta ræðumann eldhúsdagsumræðna og vekja þann- ig athygli á mikilvægi þess að geta komið máli sínu á framfæri svo vel sé. Alvanir ræðumenn úr röðum JCI félaga dæmdu samkvæmt venjuleg- um dómarablöðum sem notuð eru í ræðukeppnum hér á Íslandi og er- lendis. Að mati JCI var daufara yfir eld- húsdagsumræðum í ár en sl. tvö ár og var keppnin um ræðumann al- þingis jafnari nú en oft áður. Stjórn- arandstaðan kom þó betur út í þetta sinn en ríksstjórnarflokkarnir en all- ir þingmenn stjórnarandstöðu náðu 200 stigum eða meira. Í efstu 5 sæt- unum urðu eftirfarandi þingmenn: 1. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum 2. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum 3. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfylkingunni 4. Magnús Þór Hafsteinsson, Frjáls- lynda flokknum 5. Sigurjón Þórð- arson, Frjálslynda flokknum. Steingrímur valinn ræðu- maður Alþingis Steingrímur J. Sigfússon LAXVEIÐIN fór vel af stað í Blöndu í gær; átta laxar veiddust strax á fyrstu vaktinni. „Þetta voru fínir fiskar,“ sagði Stefán Sigurðsson sölustjóri hjá Lax-á, sem var einn veiðimannanna. „Flestir 12 til 14 pund en þó einn og einn smálax innan um. Sjö þeirra tóku flugu og einn maðkinn. Við fengum flesta á Breiðunni, báðum megin. Það virðist vera talsvert af laxi þar.“ Stefán sagði frekar mikið vatn vera í Blöndu og það skolað að ekk- ert væri hægt að skyggna helstu veiðistaðina. Það hefði mátt merkja síðustu daga að laxar væru að ganga, því mikið af sel hefði verið við ós árinnar og þar fyrir utan háhyrn- ingavaða; „þetta var heil lífkeðja, selur að elta laxinn og hvalurinn sel- inn.“ Veiðimennirnir eru fyrstir til að nota nýtt og glæsilegt 700 fermetra veiðihús, sem vígt var við Blöndu í fyrrakvöld. Stefán sagði húsið bylt- ingu hvað varðaði aðbúnað veiði- manna við ána. „Við eigum eftir að veiða í tvo daga og erum þegar alsælir,“ sagði Stefán. „Og ekki er verra að við er- um þegar búnir að toppa opn- unarhollið í Norðurá.“ Mikið af eldislaxi í norsku ánum Norskir fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um mikla og góða lax- veiði í helstu ám Noregs, en veiði hefur verið að hefjast þar í landi. Mokveiði er til að mynda sögð í Þrándheimsfirði. Þann skugga hefur þó borið á, að vart hefur orðið við mikið magn af eldislaxi í mörgum ánna og sérstaklega er talað um Namsen í því sambandi. Yngve Svarte, sem stýrir Náttúruvernd- arráði Noregs, tilkynnti á fimmtu- daginn var að ráðið muni íhuga að stöðva alveg eða draga úr veiðum í ám og fjörðum þar sem hlutfall eld- islax í aflanum er hátt. Ekki kemur fram hversu hátt hlutfall eldisfisks þarf að vera í aflanum til að ráðist verði í slíkar aðgerðir, en talið er að ef hann fer yfir 20% af hrygningar- stofninum verði veiðitíminn í það minnsta styttur. Á síðustu árum hef- ur hlutfall eldislax í hrygningarfisk- inum í Namsen náð 50%. Náttúruverndarráð telur að í þeim ám þar sem náttúrulegi stofn- inn er sterkur og fjölmennur, nái stofninn sjálfur að halda eldisfisk- inum í skefjum. Þessar hugmyndir hafa verið gagnrýndar og þær hugmyndir komið fram að best væri að veiða í ánum sem fyrr og drepa allan eld- islax en sleppa náttúrulegum laxi. Það stangast þó á við það, að í Nor- egi eru sleppingar á laxi ekki heim- ilaðar af dýraverndarsjónarmiðum. STANGVEIÐI Átta laxar úr Blöndu í gærmorgun veidar@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Góð veiði var í Blöndu í gær. Hér er glíma veiðimanns við 13 punda lax í fyrrasumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.