Morgunblaðið - 06.06.2006, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 13
MINNSTAÐUR
Borgarnes | Torfi Lárus Karlsson er
ungur Borgnesingur sem í dag legg-
ur af stað til Boston ásamt foreldrum
sínum Karli Torfasyni og Sigur-
björgu Ólafsdóttur. Þar á að fram-
kvæma stóra aðgerð á hægri hendi,
en Torfi fæddist með afar sjaldgæfan
sjúkdóm sem veldur ofvexti í sog-
æðakerfi. Torfi hefur áður farið í að-
gerðir vegna sjúkdómsins og er orð-
inn ýmsu vanur. Þegar fréttaritari
heimsótti Torfa, sagðist hann vera
þreyttur og var ekkert á því að taka
þátt í blaðaviðtali.
Höndin í forgangi
Sigurbjörg staðfestir að Torfi sé
þreyttur, höndin er afar íþyngjandi
og hann finnur fyrir andþrengslum
vegna ofvaxtar innvortis í brjóst-
kassa. ,,Það er mikill munur á honum
núna, hann fer nánast ekkert út fyrir
dyr án þess að vera í hjólastól, ef
hann gengur bara hér á milli húsa
þarf hann að stoppa og hvíla sig.
Þrýstingurinn að innan er að aukast
en ekkert er hægt að gera við því.
Sem betur fer hefur hann verið nokk-
uð frískur í vetur, og ekki þurft að
fara á spítala nema tvisvar, þrisvar
sinnum.“ Torfi hefur fengið göngu-
grind til að létta sér þyngslin, og er
með rafknúinn stól í skólanum.
Torfi fer á spítalann í Boston þann
7. júní í viðtöl og rannsóknir en
leggst inn að morgni 9. júní og þá á að
framkvæma aðgerðina. Sigurbjörg
segir að taka eigi framan af hendinni
við úlnlið eða olnboga, hreinsa hönd-
ina að innan og létta. Ennfremur eigi
að setja nýtt járn í bakið á honum, en
það verður þó ekki gert fyrr en eftir
aðgerðina á hendinni. ,,Hann getur
ekki komið heim með brotið járn í
bakinu, það er hallærislegt,“ segir
Sigurbjörg ,,en hann fór út í nóv-
ember sl. í bakaðgerð þar sem bakið
var spengt, en járnið brotnaði strax,
dugði ekki í mánuð út af þyngslunum.
Höndin er í forgangi, það þýðir ekk-
ert að setja nýtt járn í bakið á meðan
hún er svona þung.“
Hundar á spítalanum
Í þessum töluðum orðum er Torfi
tilbúinn að taka þátt í viðtalinu. Hann
segist spenntur að fljúga því það sé
skemmtilegt. ,,Flugið tekur fimm
tíma, en seinast þegar ég fór út var
flugstjórinn svo fljótur að ferðin tók
fjóra tíma.“ Í flugvélinni segist Torfi
leika sér, borða og stríða mömmu
sinni ,,hún er nefnilega svo lofthrædd
þegar flugvélin hefur sig á loft.“
Í fyrra í maí fóru Torfi og fjöl-
skylda til Flórída í 10 daga ferð á
vegum Vildarbarna. ,,Næst þegar við
förum, þá ætlum við í fjóra skemmti-
garða, og ég ætla að setja mömmu í
rússibana,“ segir Torfi og horfir
stríðnislega til mömmu sinnar. ,,Ann-
ars er ég að hugsa um að verða eftir
hjá honum Hauki, sem við gistum hjá
í Boston, ég get hjálpað honum.“
Foreldrarnir eru eitthvað efins, en
Torfi bætir við að hann sé ,,enginn
mömmustrákur“ og er enn að stríða
mömmu sinni.
Torfi Lárus segist hvorki kvíða
ferðinni né eiga eftir að sakna hand-
arinnar. Frekar hlakkar hann til
ferðarinnar. ,,Ég ætla að glápa á
sjónvarpið, borða litlu morgunverð-
arpylsurnar og grilluð svínarif sem
eru í uppáhaldi. Því miður eru
sjúkrahúsfötin stelpuföt svo ég er
eins og stelpa þegar ég er kominn í
þau. En eitt er mjög merkilegt á spít-
alanum, að þar eru leyfðir hundar.
Það eru sérþjálfaðir sjúkrahundar og
haldin er sýning einu sinni í mánuði
þar sem hundarnir dansa og sýna
listir sínar. Ég fékk kort með nöfn-
unum á öllum hundunum.“
Hlustar á Góða dátann Sveik
Eina vandamálið sem Torfi sér fyr-
ir sér er að geta ekki hlustað á Góða
dátann Svejk. ,,Ég var búin að segja
mömmu að rafmagnið í Ameríku
væri öfugt við okkar og ég gæti ekki
sett segulbandstækið í samband
þar.“
Torfi hefur hlustað á þessa sögu á
segulbandsspólum undanfarin tvö ár
á hverju kvöldi og hefur lært heil-
mikið af óvenjulegum orðum. Torfi
tekur undir þetta ,,stundum koma út
úr mér orð sem enginn skilur og ég
þarf að útskýra fyrir fólki.“
Sigurbjörg segist binda vonir við
að Torfi fari að vaxa meira þegar
bakið réttist og höndin hættir að toga
í. ,,Eins höfum við skoðað gervihönd,
en við vitum auðvitað ekki hvernig
stúfurinn verður, hvort hann verður
viðkvæmur fyrir núningi eða hversu
mikið verður tekið. Torfi kemur ekki
til með að geta notað rafknúna hönd
vegna þyngsla, en við höfum séð
gervihönd sem er mjög eðlileg og
hann gæti fengið ef allt gengur vel.“
Torfi Lárus Karlsson er á leið til Boston í stóra aðgerð á hægri hendi
Á ekki eftir að sakna handarinnar
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Liðugur drengur Torfi Lárus er býsna liðugur og getur léttilega klórað sér
í höfðinu með tánum. Hér er hann í smáútilegu úti í garði.
BÆNDAMARKAÐUR Bún-
aðarsamtaka Vesturlands á
Hvanneyri verður haldinn nk.
sunnudag, 11. júní, milli kl. 13
og 17. Þetta er fyrsti markað-
urinn af þremur sem haldnir
verða í sumar. Stefnt er að því
að halda hina markaðina 8. júlí
og 12. ágúst.
Bændamarkaðurinn á
Hvanneyri verður settur upp
þannig að þeir sem ala, rækta,
tína, baka eða á einhvern hátt
framleiða gæðavörur heima á
býli eiga möguleika á því að
koma á markaðinn og selja sína
vöru. Markaður sem þessi gerir
framleiðendum á starfssvæði
samtakanna tækifæri á að
koma framleiðsluvöru sinni
milliliðalaust til neytenda.
Þarna gefst neytendum færi á
að kynnast því sem framleitt er
í sveitum á Vesturlandi og um
leið þeirri matarmenningu sem
Vestlendingar búa yfir. Boðið
verður upp á fjölbreytt vöruúr-
val og má þar nefna vörur eins
og sauðaost, geitaost, plöntur,
grænmeti, fiskmeti.
Unnið er að þessu í samstarfi
við heilbrigðisyfirvöld á Vest-
urlandi.
Dagana 9.–11. júní stendur
yfir Borgfirðingahátíð. Auk
bændamarkaðs verður boðið
upp á fjölbreytta dagskrá á
Hvanneyri þennan dag.
Bænda-
markaður á
Hvanneyri
um helgina
VESTURLAND