Morgunblaðið - 06.06.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 06.06.2006, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SJÓÐUR 1 – ÖRUGG LANGTÍMAÁVÖXTUN Hentar þeim sem vilja spara í eitt ár eða lengur. Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 1 er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir. *Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. 9,3% Nafnávöxtun síðustu 3 ár, 9,3% á ári.* H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 20 8 Prag. AP, AFP. | Vaclav Klaus, forseti Tékklands, fól í gær Mirek Topol- anek, leiðtoga Borgaralega lýðræð- isflokksins (ODS), að hefja stjórnar- myndunarviðræður, eftir afar naum- an sigur stjórnarandstöðuflokkanna í þingkosningunum á laugardag. Flest bendir því til að stjórn jafn- aðarmanna í Tékklandi sé fallin eftir átta ár á valdastóli. „Þessi stjórn hefur glatað rétt- mæti sínu,“ sagði Topolanek í gær. Þá minnti hann blaðamenn á að Frelsisbandalagið náði ekki inn manni, en það var hluti af stjórninni. Alls hlaut ODS 35,38 prósent at- kvæða, eða 81 af 200 þingsætum í neðri deild þingsins, en flokkur jafn- aðarmanna (CSSD) 32,32 prósent eða 74 sæti. Þá náðu þrír minni flokkar fimm prósenta lágmarkinu, sem þurfi til að fá menn kjörna í neðri deild þings- ins. Flest atkvæði þessara flokka hlaut Kommún- istaflokkurinn, eða 12,81 prósent, sem skilar 26 sæt- um. Næst kom Flokkur kristi- legra demókrata með 7,22 prósent, eða 13 sæti, og restina rak svo Flokkur græningja, sem hlaut 6,29 prósent, eða 6 sæti. Topolanek hefur lýst því yfir að hann muni ekki ræða við kommún- ista en þess í stað leggja áherslu á viðræður við hina flokkana þrjá, með megináherslu á samstarf með kristi- legum demókrötum og græningjum. Standa vonir til að tilkynnt verði um nýja stjórn landsins í næstu viku. Nái Topolanek stuðningi kristi- legri demókrata og græningja mun hann hins vegar aðeins hafa helming þingsæta, eða 100. Því er ekki úti- lokað að útkoman verði einskonar þjóðstjórn tveggja stærstu flokk- anna. Slík niðurstaða þykir þó ólík- leg. Jiri Paroubek, fráfarandi for- sætisráðherra, hefur hins vegar neitað að viðurkenna ósigur og ekki útilokað að hann muni kæra úrslitin. Forsetinn harðorður Kosningaúrslitin voru þau naum- ustu síðan að Tékkland braust undan kommúnistum árið 1989 og hefur Klaus forseti gagnrýnt Paroubek fyrir að viðurkenna ekki úrslitin. „Ég mun ekki láta það viðgangast að það verði traðkað á lýðræðinu og úrslitum kosninganna,“ sagði Klaus þegar úrslitin lágu fyrir. Topolanek í vanda Óvissa í Tékklandi eftir kosningarnar um helgina Mirek Topolanek BANDARÍSK ungmenni mót- mæltu í gær fyrir utan þinghúsið í Washington nýrri áherslu George W. Bush Bandaríkja- forseta á að stjórnarskrá landsins verði breytt, en breytingarnar, sem eiga eftir að fá umfjöllun þingsins, hafa það að markmiði að koma í veg fyrir giftingar samkynhneigðra. Fylgi Bush hef- ur mælst í sögulegu lágmarki að undanförnu og er talið að þetta skref sé stigið til að ná í atkvæði íhaldsmanna nú þegar um fimm mánuðir eru til þingkosninga í landinu. AP Standa með samkynhneigðum ALAN Garcia varð á sunnudag for- seti Perú í annað sinn þegar hann bar sigurorð af Ollanta Humala í kosning- um sem þykja undirstrika djúpstæð- an klofning þjóðarinnar. Þegar 91% atkvæða hafði verið talið í gær hafði Garcia hlotið 53,53% atkvæða en Humala 46,47% sem er of stórt bil til að Humala geti brúað það. Úrslitin marka endurkomu Garcias í stjórnmálum, en niðurstöðurnar komu mörgum á óvart í ljósi takmark- aðs árangurs hans sem forseti 1985 til 1990, þegar stjórn hans var sökuð um spillingu og kennt um yfir 7.500% verðbólgu í landinu. „Ég vil að flokkur minn sýni í þetta sinn íbúum landsins, sem hafa falið honum mikla ábyrgð, að hann muni ekki líta á ríkið sem ránsfeng,“ sagði Garcia við þúsundir stuðningsmanna sinna á sunnudagskvöld. Þá sagði Garcia úrslitin áfall fyrir hinn umdeilda Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem ákaft studdi við bakið á Humala í kosningunum. Sama kvöld voru margir stuðnings- manna Humalas hins vegar ekki til- búnir til að viðurkenna ósigur, þótt frambjóðandi þeirra væri þegar bú- inn að óska Garcia til hamingju, en kosningabaráttan þótti einkar per- sónuleg, rætin og óvægin. „Á morgun munum við hefja mikla umbreytingu á Perú, endurheimta sjálfsvirðingu okkar sem tengist björgun á náttúrulegum auðæfum okkar þannig að efnahagur landsins þjóni fólkinu,“ sagði Humala við blaðamenn á sunnudag. Fjölmiðlar fylgdust náið með kosn- ingunum, enda var talið að Humala myndi fara að fordæmi Chavez og Evo Morales, forseta Bólivíu, og þjóð- nýta náttúruauðæfi landsins. Humala vinsæll inn til landsins Óhætt er að segja að þjóðin sé klof- in, en mikil stéttaátök og deilur á milli kynþátta hafa verið í brennidepli að undanförnu. Þessi klofningur kom glöggt fram í dreifingu atkvæða. Þannig hlaut Garcia, sem er jafn- aðarmaður, meirihluta atkvæða í höf- uðborginni Lima, þar sem þriðjungur um 16 milljóna íbúa Perú býr, og í kjördæmum á norðurströnd landsins. Á sama tíma fékk Humala meirihluta atkvæða í flestum kjördæmum í suð- ur- og miðhluta Perú. Þar búa einkum fátækir indíánar, sem telja sig hlunnfarna af stjórnar- elítunni í Lima. Humala reyndi að höfða til þessa hóps með herskáum yfirlýsingum, sem taldar voru hafa fælt frá mikilvægan hóp kjósenda. Staða Humalas er engu að síður sterk eftir kosningarnar í apríl, þar sem flokkur hans Bandalag fyrir Perú, UPP, fékk 45 þingsæti af 120, en APRA, flokkur Garcia, 36. Hinn nýkjörni forseti á því erfitt verk fyrir höndum, ekki síst við að sannfæra kjósendur um að honum sé alvara með að draga úr spillingu. Garcia forseti Perú á ný Niðurstaðan skýr en þjóðin klofin á milli tveggja andstæðra fylkinga Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reuters Garcia var sigurreifur á sunnudag. rétti í Bagdad fyrir að hafa aðstoðað við ránið á hjálparstarfsmanninum Margaret Hassan í október 2004. Hassan féll fyrir hendi ræningja sinna mánuði síðar, en málið vakti heimsathygli á sínum tíma. Ættingjar Hassans voru afar von- sviknir og sögðust „niðurbrotnir“ vegna dómsins. Þá sögðu ættingj- arnir að ódæðismennirnir hefðu ekki „sýnt það velsæmi að skila líki Hass- ans til fjölskyldu hennar svo hún gæti grafið hana með þeirri reisn sem hún átti skilið“. Hassan hafði starfað í um 30 ár fyrir hjálparsamtökin Care Inter- national þegar henni var rænt 19. október 2004. Fjölskylda hennar er afar reið í garð breskra stjórnvalda. Þannig sagði Deidre Fitzsimons, systir Hassans og talsmaður ætt- ingja hennar, í samtali við breska út- varpið, BBC, í gær að mannræningj- arnir hefðu hringt fjórum sinnum í íraskan eiginmann hennar, en að breska sendiráðið hafi neitað að ræða við þá. „Við teljum að ákvörðun breska sendiráðsins um að eiga ekki í sam- skiptum við mannræningjana hafi kostað systur okkar lífið,“ sagði í yf- irlýsingu fjögurra systkina Hassans um helgina. Bagdad. AFP. | Vígamenn tóku 50 manns höndum í Bagdad í gær og er talið að flestir þeirra hafi verið starfsmenn og viðskiptavinir sam- göngufyrirtækja í götunni þar sem atvikið átti sér stað. Flest bendir til að um mannrán hafi verið að ræða. Rashid Fulayah, majór og yfirmaður herlögreglunnar í Bagdad, staðfesti í gær að hans menn hefðu hvergi kom- ið nálægt atvikinu, þvert á það sem fyrst var talið. „Innanríkisráðuneyt- ið hafði ekkert með þessa handtöku að gera og sérstaklega ekki hersveit- ir og sveitir lögreglunnar sem hafa ekki heimild til að grípa til slíkra að- gerða,“ sagði Fulayah í gær. Óljóst er hvaða markmið handtök- urnar höfðu en tveir hinna hand- teknu voru frá Sýrlandi. „Þeir námu fólk á brott með tilviljanakenndum hætti,“ sagði verslunarrekandi við Salhiya-stræti, þar sem atvikið átti sér stað. Að sögn vitna komu víga- mennirnir aðvífandi á tveimur far- artækjum sem voru máluð í litum íraskra hersveita. Í fylgd þeirra voru 10 ómerktir pallbílar sem lokuðu fyr- ir umferð í nærliggjandi götum. Gagnrýna bresk stjórnvöld Mustafa Mohammed Jubouri var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi af Tóku 50 manns höndum í Bagdad Bresk stjórnvöld gagnrýnd fyrir aðkomu sína að gíslatökumáli Haag. AFP. | Samtök evangelista í Hollandi hafa hvatt kristna trú- bræður sína í 21 landi til að halda 24 stunda bænasamkomur gegn myrkum öflum Satans vegna svo- kallaðs „dags djöfulsins“ þann sjötta júní 2006, eða dagsins í dag. Þannig óttast margir evangelist- ar að dagsetningin sjötti júní 2006 tákni merki djöfulsins, 666, og að dagurinn sé undanfari hörmunga, jafnvel heimsendis. Því vonast sam- tökin, sem heita Ambassadors Min- istries, að um 2.000 kristnir Hol- lendingar muni sækja samkomuna í dag. „Öfl hins illa hyggjast nota þennan dag,“ sagði Mathijs Piet, talsmaður samtakanna. „Með að- gerðum okkar viljum við koma í veg fyrir að ráðagerðir þess verði að veruleika.“ Sjötti júní dagur djöfulsins Mogadishu. AFP. | Íslamistar í Sómal- íu tóku í gær yfir höfuðborgina Mogadishu eftir fjögurra mánaða blóðug átök við Bandalag um frið og baráttu gegn hryðjuverkum, banda- lag stríðsherra sem nýtur stuðnings stjórnvalda í Washington. Samtök íslamista, Íslamska dóm- stólabandalagið, sem tók yfir Mog- adishu, berst m.a. fyrir útbreiðslu sharia-laga og er reiknað með að slík lög verði tekin upp í borginni. Sjeikinn Sharif Ahmed, sem fer fyrir Íslamska dómstólabandalaginu í Mogadishu, sagði í tilkynningu í gær að 15 ára yfirráð stríðsherra væri á enda og hvatti íbúa borgar- innar til að samþykkja nýja valdhafa. „Íslamska dómstólabandalagið hefur ekki áhuga á að halda átök- unum áfram og mun að fullu fylgja eftir friði og öryggi eftir að breyting- arnar ganga í gegn, nú að loknum sigri fólksins með stuðningi Allah,“ sagði hann í gær. Bandalag um frið og baráttu gegn hryðjuverkum var stofnað með stuðningi Bandaríkjastjórnar, með það að markmiði að draga úr vaxandi áhrifum íslamista í Mogadishu. Talið er að Íslamska dómstóla- bandalagið hafi skotið skjólshúsi yfir meinta liðsmenn al-Qaeda hryðju- verkasamtakanna, en það hefur lýst því yfir að Bandaríkin séu „óvinur íslams“. Það er m.a. af þessum sök- um sem bandalaginu er oft líkt við talibana-hreyfinguna í Afganistan. Íslamistar taka yfir Mogadishu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.