Morgunblaðið - 06.06.2006, Page 20

Morgunblaðið - 06.06.2006, Page 20
Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska BÖRN í Svíþjóð og Noregi horfa minnst á sjónvarp af evrópskum börnum, að því er ný rannsókn bendir til. Á vef Aftenposten kemur fram að norrænu börnin velji frekar að leika sér eða stunda íþróttir. Rannsóknin tók til nokkurra Evrópulanda, þ.á m. Svíþjóðar og Noregs og þátttak- endur voru börn á aldrinum 7–14 ára. Á Spáni er sjónvarpsáhorf vin- sælast í frítímanum en yfir 40% spænskra barna nefndu það sem fyrsta val í frítímanum en minna en 18% norskra barna. 15% norskra barna setja samveru með vinum í fyrsta sæti. Sænsk og norsk börn velja íþróttir oftast af öllum börnunum. Norsk Gallup-könnun bendir til að norsk börn horfi að meðaltali á sjónvarp í 103 mínútur á dag. Stig Ryland hjá BarneVakten í Noregi er nokkuð ánægður með þessa tölu. Hann segir að for- eldrar beri ábyrgð og eigi góða möguleika á að örva börn til að gera fleira en að horfa á sjónvarp í frítímanum. Reglur frá svokallaðri barna- vakt í Noregi:  Ekki segja alltaf nei. Börnin mega ekki fá á tilfinninguna að fjölmiðlanotkun sé eitt- hvað „ólögleg“.  Látið góðar myndir vera að- gengilegar. Fjölbreytni er hollari en að horfa alltaf á sama.  Segðu þína skoðun á ýmsum þáttum.  Börnin erfa þínar sjónvarps- venjur. Kennið þeim að slökkva á sjónvarpinu.  Ekki nota samningaleiðina of oft.  Gefðu skýr skilaboð og þá verða börnn örugg.  Vertu skapandi og gerðu eitthvað með börnunum þín- um. Margt er jafnskemmti- legt og að horfa á sjón- varpið.  Börn geta orðið mjög hrædd þegar þau sjá ofbeldi í frétt- unum, hræddari en við of- beldi í teiknimyndum. Ekki láta börnin horfa ein á frétt- ir. Sumar fréttir ættu börn ekki að sjá. Börnin eiga að fá innsýn inn í stóra viðburði sem eru á hvers manns vörum. Horfðu á fréttatíma með börnunum og útskýrðu hvað er að gerast. Sænsk og norsk börn horfa minnst á sjónvarp  BÖRN Morgunblaðið/Arnaldur Börnin erfa sjónvarpsvenjur foreldranna. Kennið þeim að slökkva á sjónvarpinu. A llt sem ég kaupi inn til heimilisins er lífrænt. Ég hef valið það sem lífsstíl og ég kann því vel. En ég ákvað í upp- hafi að vera ekki fanatísk í þessum efnum og þess vegna fer ég til dæm- is út að borða og í matarboð hjá öðr- um, án þess að velta því fyrir mér hvort hráefnið í matnum sé lífrænt ræktað eða ekki. Ef maður verður alveg heilagur í þessu þá er ekkert gaman lengur,“ segir Anna Karen Kristinsdóttir sem breytti um lífsstíl fyrir tíu árum þegar hún kynntist lífrænum mat og snyrtivörum hjá vinafólki sínu í Bandaríkjunum. Sojakerti og reykelsi úr sedrusviði Lífsstíll Önnu Karenar er áhuga- mál, þar sem hún horfir á umhverfið í heild. „Mér finnst svo gaman að vasast í þessu. Ég endurvinn allt sem ég get endurunnið og ég nota sjampó og snyrtivörur án rotvarnar- efna. Ég lita á mér hárið með nátt- úrulegum hennalit sem er án allra eiturefna. Ég nota sojakerti og nátt- úruleg reykelsi úr sedrusviði. Ég rækta allar mínar kryddjurtir sjálf og salat á sumrin. Ef hér væri versl- un með fatnað úr lífrænni bómull, þá væri ég fastakúnni. Ef ég væri ekki svona mikið malbiksbarn, þá væri ég sennilega flutt upp í sveit með sólarrafhlöðu.“ Hugsað vel um mig í Yggdrasil Anna Karen segir að vissulega séu þær vörur dýrar sem hún velur að kaupa, en samt sem áður hafi matarreikningurinn lækkað. „Vegna þess að ég kaupi allt öðru vísi í mat- inn nú en áður fyrr. Ég fer til dæmis alltaf á þriðjudögum í Yggdrasil þegar grænmetissendingin kemur og svo aftur á fimmtudögum þegar ávaxtasendingin kemur, og þá kaupi ég inn fyrir alla vikuna. Í Yggdrasil er hugsað svo vel um mig, þær taka frá fyrir mig ef ég kemst ekki sjálf á staðinn og þar fæ ég líka rotvarnar- frítt þvottaefni og fleira. Úrvalið hér heima af lífrænum vörum er svo miklu meira en það var þegar ég byrjaði í þessu.“ Brúneggin miklu betri Anna Karen er ekki grænmetis- æta, en þó er rautt kjöt ekki oft á hennar borðum. „Ég borða mjög sjaldan nautakjöt og aldrei svína- kjöt, en íslenska lambakjötið finnst mér frábært, það er besta kjöt sem hægt er að fá. Kjúklingur er oft á mínum borðum og ég vildi óska að eins vel færi um hann og hænurnar sem vistvænu brúneggin koma úr, sem eru nýkomin á markað hér. Þau eru æðislega góð og ég er svo ánægð með þetta framtak. Ég vona að það styttist í að hægt verði að kaupa líf- rænan kjúkling á Íslandi, því hann er svo miklu betri, því hef ég kynnst erlendis.“ Hún segist finna mikinn mun á grænmeti sem er lífrænt ræktað og því sem er ekki lífrænt ræktað. „Líf- rænt ræktaða grænmetið er svo miklu bragðmeira og maður fær auk þess miklu meiri næringu úr því. Til dæmis hefur það epli tapað næring- arefnum, sem hefur verið vaxað og geislað til að það geymist í óhugn- anlega langan tíma.“ Bakar öll brauð sjálf Matarvenjur hafa breyst mikið hjá Önnu Karen eftir að hún fór að tileinka sér lífræna stílinn. „Nú baka ég öll mín brauð sjálf og þau eru án gers. Ég borða miklu meira af baunum en ég gerði og mjólk- urvörur borða ég ekki, nema osta. Hádegismaturinn minn saman- stendur af kjarngóðum gulrótar- safa.“ Anna Karen segir að eftir að hafa lesið allskonar greinar og kynnt sér þessi mál geti hún ekki, samvisku sinnar vegna, snúið við. „Enda líður mér miklu betur. Mér líður líka vel í sálinni að vita að ég forðast allt það eitur sem getur verið í matvöru og húðvörum. Um leið og maður veit hvað maður er að setja ofan í sig líð- ur manni betur.“  HEILSA | Anna Karen Kristinsdóttir valdi lífrænan lífsstíl fyrir tíu árum Mér líður miklu betur Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Lífræna gnægtarborðið heima hjá Önnu Karen er sannarlega girnilegt. Daglegtlíf júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.