Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÁKVÖRÐUN HALLDÓRS
ÁSGRÍMSSONAR
Ákvörðun Halldórs Ásgrímsson-ar um að segja af sér sem for-sætisráðherra, láta af for-
mennsku í Framsóknarflokknum í
haust og hverfa af vettvangi stjórn-
málanna, kemur óneitanlega töluvert
á óvart, þótt fréttir hafi borizt af því í
síðustu viku, að ráðherrann væri að
hugleiða slíkt. Þegar Halldór tók við
embætti forsætisráðherra haustið
2004 var frekar gert ráð fyrir að hann
mundi sitja til loka kjörtímabils og
undanfarna mánuði hefur hann frek-
ar gefið til kynna, að hann hygðist
leiða Framsóknarflokkinn fram yfir
næstu þingkosningar. Ein af ástæð-
unum fyrir því hefur verið sú, að frá-
farandi forsætisráðherra hefur ekki
talið augljóst hver gæti tekið við af
honum, sem formaður Framsóknar-
flokksins.
Ekki fer á milli mála, að erfið staða
Framsóknarflokksins í skoðanakönn-
unum á undanförnum mánuðum og
úrslit sveitarstjórnarkosninganna
fyrir skömmu hafa gengið nærri
Halldóri og hann hefur talið eðlilegt
að hann tæki sjálfur afleiðingunum.
Enginn getur gagnrýnt hann fyrir
það. Í samræmi við fyrra samkomu-
lag stjórnarflokkanna tekur Geir H.
Haarde við embætti forsætisráð-
herra nú á næstunni, sem vafalaust
mun styrkja stöðu Sjálfstæðisflokks-
ins í næstu kosningum. Þessum
breytingum fylgja augljóslega aðrar
mannabreytingar í ríkisstjórninni og
reyndar augljóst, að hér gefst gott
tækifæri fyrir báða stjórnarflokkana
til að stokka upp spilin og stilla liðinu
upp á nýjan leik í aðdraganda kosn-
inga.
En jafnframt fer ekki á milli mála,
að búast má við töluverðum átökum í
Framsóknarflokknum í aðdraganda
flokksþings sem haldið verður
snemma í haust. Í þeim átökum mun
Halldór Ásgrímsson gegna lykilhlut-
verki við að leiða menn saman og
skapa jarðveg fyrir kjör nýrrar for-
ystu á flokksþingi Framsóknar-
manna í haust.
TILLÖGUR HAFRÓ
Hafrannsóknastofnun hefur lagttil að hámarksafli á þorski á
næsta fiskveiðiári verði 187 þúsund
tonn en tillögur stofnunarinnar fyrir
ári námu 198 þúsund tonnum. Til-
lögur Hafró nálgast nú óðum það lág-
mark, sem var í tillögugerð stofnun-
arinnar snemma á tíunda áratugnum.
Í samtali við Morgunblaðið í fyrra-
dag sagði Jóhann Sigurjónsson m.a.:
„Ef veiðiheimildir eiga að aukast
verður uppbygging að hefjast, draga
þarf úr afla og stjórnvöld að móta
uppbyggingarstefnu. Það þarf að
grípa til aðgerða ef menn vilja auka
líkurnar á að ná meiri afla en verið
hefur undanfarið. Það helgast af því,
að nýliðunin er töluvert fyrir neðan
langtímameðaltal undanfarin ár. Á
meðan meðalfjöldinn er ekki í meiri
hæðum, sem við teljum fyrst og síð-
ast tengjast stærð hrygningarstofns-
ins og samsetningu hans, eigum við
ekki von á því, að þetta breytist á
næstu árum.“
Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar
kemur fram að rannsóknir bendi til
þess, að verði veiðihlutfallið lækkað
tímabundið niður í 16% séu yfirgnæf-
andi líkur á að hrygningarstofninn
stækki. Þá eru tillögur nefndar sjáv-
arútvegsráðherra frá árinu 2004 rifj-
aðar upp en þar kemur fram að hag-
kvæmasta veiðihlutfall þorsksins sé á
bilinu 18–23% og ef framleiðsla
hrygningarstofnsins verði með sama
hætti og verið hefur á undanförnum
áratugum sé hagkvæmara að veiði-
álagið sé í neðri mörkum þessa bils.
Í samtali við Ríkisútvarpið sl.
sunnudag sagði Einar K. Guðfinns-
son, sjávarútvegsráðherra, að ekki
komi til greina að verða við tilmælum
Hafró um að þorskkvótinn verði 16%
af veiðistofni í stað 25%. Skýrsla
Hafró hafi komið á óvart í ljósi góðra
aflabragða að undanförnu.
Hafrannsóknastofnun lagði til 155
þúsund tonna þorskkvóta um miðjan
tíunda áratuginn. Frá þeim tíma hef-
ur veiðin smátt og smátt verið að
aukast en minnka aftur allra síðustu
árin. Það varð ljóst í ræðu Árna M.
Mathiesen, þáverandi sjávarútvegs-
ráðherra, í ræðu á sjómannadegi á
síðasta ári, að traust á ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar fór þverrandi í
sjávarútvegsráðuneytinu. Stofnunin
hefur hins vegar staðið fast á sínu og
telur, að ástæðan fyrir því, að stofn-
inn hafi ekki náð sér á strik sé sú, að
sjávarútvegsráðherrar, hverju nafni,
sem þeir nefnast, hafi ekki fylgt ráð-
gjöf hennar.
Hafrannsóknastofnun hefur líka
legið undir gagnrýni frá öðrum sér-
fræðingum, sem hafa haft uppi allt
önnur sjónarmið og telja, að stefna
Hafró leiði til glötunar. Ummæli Ein-
ars K. Guðfinnssonar benda til þess
að traustið hafi ekki aukizt til stofn-
unarinnar í sjávarútvegsráðuneyt-
inu.
Yfirleitt þurfa sjávarútvegsráð-
herrar að gæta pólitískra hagsmuna í
þessum ákvörðunum. Einar K. Guð-
finnsson sækir fylgi sitt í kjördæmi,
þar sem sjávarútvegshagsmunir eru
miklir. Það átti líka við um Árna M.
Mathiesen og það átti líka við um
Þorstein Pálsson á sínum tíma. Að
hve miklu leyti hafa þröngir kjör-
dæmahagsmunir ráðherra áhrif á
ákvarðanir þeirra í þessum málum,
sem varða grundvallarhagsmuni ís-
lenzku þjóðarinnar?
Það er erfitt fyrir leikmenn að
gera upp á milli ólíkra skoðana í
þessum efnum. En það er líka erfitt
að sjá að meiri þekking sé til annars
staðar á stöðu þorskstofnsins en hjá
Hafrannsóknastofnun. Hvaða áhættu
er verið að taka með því að hunsa
ráðgjöf stofnunarinnar ár eftir ár?
Það liggur við að það sé ekki hægt að
finna svar við þessari spurningu. En
það er óhugnanlegt að ráðgjöf Hafró
skuli stöðugt færast nær þeim
punkti, sem lægstur var á síðasta
áratug.
Þetta var góður dagur, frábært veður ogvið vorum með gríðarlega stóran enjafnframt einstaklega góðan hóp,“ seg-ir Haraldur Örn Ólafsson sem fór ásamt
um 130 einstaklingum upp á Hvannadalshnúk um
hvítasunnuhelgina. „Þetta gekk raunar vonum
framar. Fólk var vel undirbúið þannig að gangan
gekk alveg vandræðalaust og hefði vart getað
verið betra.“
Metþátttaka var í gönguna en alls lagði 121
einstaklingur af stað með ellefu fararstjórum og
segir Haraldur að líklega hafi aldrei fleiri gengið
á hnúkinn á einum degi. Fyrsti hluti hópsins náði
toppnum eftir átta klukkutíma og tíu mínútna
göngu en sá síðasti á um níu klukkutímum –
þannig að hópurinn í heild var nokkuð þéttur.
Spurður um hvort búist hafi verið við slíkum
fjölda segir Haraldur að allt hafi stefnt í það.
„Við vorum búnir að sjá gríðarlega aukningu í
vor og það var nokkurn veginn ljóst að það yrði
sett met þessa helgi ef veður yrði gott, sem varð
svo raunin.“
Haraldur segir að smágjóla og kuldi hafi verið
á toppnum en ekki sé hægt að tala um að hafi
verið kalt. Mestan hluta göngunnar hafi verið
nánast logn og glampandi sól þann-
ig að það hafi í raun verið mjög
hlýtt.
Auðveldara núna en
fyrir átján árum
Fjallgöngur eru ekki á allra færi
en í göngunni um helgina v
tveir karlmenn á áttræðisa
sá yngsti sem gekk var tólf
Haraldur segir menn samt
að gera sér grein fyrir því a
an er löng og ströng. „Allir
æfa sig og eru vel á sig kom
geta farið í þessa ferð, en það þarf að undirbúa
sig og það er mikilvægt að undirstrika það. Í
göngunni núna var undantekningalítið fólk í
góðri æfingu, fólk sem búið var að ganga oft á
Esjuna og þjálfa sig vel.“
Árni Sigurbergsson er einn þeirra sem gekk á
hnúkinn en hann er 74 ára. Hann bjó sig vel und-
ir gönguna með því að hjóla og ganga á Esjuna.
Hann segir gönguna hafa gengið vel. „Þetta var
eiginlega alveg frábært. Ég var búinn að hugsa
lengi um þetta og ætlaði í fyrra en varð frá að
h
f
o
e
e
þ
d
t
m
á
þ
Líklega
aldrei fleiri
gengið á
hnúkinn á
einum degi
Göngumönnum var skipt niður í hópa áður en haldið var af stað á hnúkinn og var fararstjóri með hverj
Á annað hundrað manns gekk á Hvannadalshnúk um h