Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 25

Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 25 Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefurendurskoðað mat sitt á horfum umlánshæfismat ríkissjóðs Íslands ogbreytt þeim í neikvæðar úr stöðug- um. Fyrirtækið greindi frá þessu í gær en gefin ástæða er aukin hætta á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Á sama tíma staðfesti S&P þó óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar í bæði erlendri mynt og íslenskum krónum. Í tilkynningu frá Standard & Poor’s segir einn- ig, lauslega þýtt: „Standard & Poor’s breytti einn- ig mati sínu á horfum á lánshæfismati fyrir lang- tímaskuldbindingar í erlendri mynt hjá Íbúðalánasjóði í neikvætt úr stöðugu og staðfesti lánshæfiseinkunnir hans fyrir langtímaskuld- bindingar og fyrir skammtímaskuldbindingar í er- lendri mynt.“ Gæti komið til lækkunar á lánshæfismatinu Breytingin á horfum er sögð endurspegla aukn- ar líkur á harðri lendingu þeirrar útlána- og fjár- festingaþenslu sem hófst árið 2004, þegar dregur úr því þjóðhagslega ójafnvægi sem skapast hefur. „Auknar launahækkanir og annar verðbólgu- þrýstingur munu kalla á frekari stýrivaxtahækk- anir frá núverandi stigi sem er 12,25%.“ Sagt er að ekki sé búist við að stefnan í ríkisfjár- málum í aðdraganda þingkosninganna 2007 styðji viðleitni Seðlabankans til að draga úr verðbólgu. S&P tiltekur að skuldabyrði hins opinbera sé lítil en að hins vegar muni mjög mikil erlend skuld- setning bankanna og mikil markaðsfjármögnun vera áhyggjuefni. Að auki sé erlend fjármögnun- arþörf hagkerfisins ein sú mesta sem um getur meðal ríkja sem hafa lánshæfiseinkunn. Neikvæðar horfur eru sagðar endurspegla þá áhættu sem stafi af vaxandi ójafnvægi í hagkerf- inu. Verði ekki gripið til aðgerða til þess að halda innlendri eftirspurn og verðbólgu í skefjum, og ef komi til mikils samdráttar og versnandi efnahags, gæti það leitt til lækkunar á lánshæfismatinu. Ef takist með samspili í efnahagsstjórn að draga úr ójafnvæginu og tengdum áhættuþáttum gætu horfur um lánshæfismatið orðið stöðugar á ný. Hætta á harðri lendingu breytti lánshæfismatinu Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur og Þóri Júlíusson Þessar breytingar á horfumkoma í sjálfu sér ekkimikið á óvart og sömu-leiðis breyting á horfum lánshæfismats Íbúðalánasjóðs,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, um breytingu mats á horf- um um lánshæf- ismat ríkissjóðs og Íbúðalána- sjóðs úr stöðugu í neikvætt. „Hagstjórnin sem ríkisstjórn- in hefur staðið fyrir að und- anförnu, eins og að hækka há- markslán Íbúða- lánasjóðs, breytingar á lögum sem heimila hærri veðhlutföll lífeyr- issjóða til íbúðafjármögnunar og aðgerðaleysi í framtíðarmálefnum sjóðsins miða auðvitað ekki að því að draga úr þenslu í samfélaginu og vinna þannig með Seðlabanka að því að draga úr verðbólgu.“ Hann segir ljóst að ríkisstjórnin þurfi að taka alvarlega t.a.m. til- lögur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem birtust um miðjan maí, um kerfisbreytingar í þessum efnum. „Menn hafa ekki sinnt því sem ítrekað hefur verið bent á sem þensluhvetjandi. Erlendar fram- kvæmdir í orkumálum og áliðnaði annars vegar og kerfisbreytingar í íbúðamálum hins vegar hafa hvatt til aukinnar einkaneyslu. Í dag er það þannig að Íbúðalánasjóður er með hæstu veðhlutföllin og lægstu vextina. Það er eitthvað annað en markaðslögmálin sem þar eru að baki.“ Hjálpar ekki til við endur- fjármögnun bankanna Varðandi áhrif hins breytta mats á endurfjármögnun bankanna, segir Bjarni að á sama tíma sé mjög ánægjulegt að sjá að Standard & Poor’s hafi sent frá sér tilkynningu um staðfestingu á lánshæfismati Glitnis og stöðugum horfum láns- hæfismatsins. Glitnir eigi að geta sýnt vel viðunandi arðsemi jafnvel þótt efnahagskerfið sveiflist. „Það er á hinn bóginn ljóst að þessi breyting á framtíðarhorfum rík- isins og Íbúðalánasjóðs hjálpar ekki til við endurfjármögnun bank- anna en að mínu mati hefur þetta ekki nein úrslitaáhrif þar um.“ Hann segir hins vegar að gerist það að við lendum í harkalegum samdrætti á næstu misserum, þrengist að sjálfsögðu staðan á al- þjóðlegum lánamörkuðum. „Ég met það hins vegar svo að Ísland eigi að hafa alla burði til að nýta þau stjórntæki sem við höfum til þess að ná burt þeirri spennu sem ríkir í hagkerfinu í dag, án þess að lenda í harkalegri lendingu. Þetta er viðvörun sem ríkisvaldið hlýtur að taka alvarlega,“ segir Bjarni. Viðvörun sem ríkisvaldið hlýtur að taka alvarlega Bjarni Ármannsson Líkt og allar neikvæðarfréttir er þetta ekki tilþess að hjálpa okkur,“segir Sigurjón Þ. Árna- son, bankastjóri Landsbanka Ís- lands. Hann á hins vegar von á því að þessar fréttir hafi mun minni áhrif en þegar matsfyrirtækið Fitch færði horf- ur í lánshæfis- einkunn sinni niður í febrúar síðastliðnum. „Þetta er í ein- hverjum skiln- ingi staðfesting á því sem Fitch var að segja. Þá var þetta breyting. Nú er hins vegar verið að staðfesta það sem aðrir hafa þegar sagt.“ Allir verða að taka höndum saman Sigurjón segir það lykilatriði fyr- ir trúverðugleika íslensks fjármála- kerfis að verðbólgan fari ekki úr böndunum en Standards & Poor’s leggi mikla áherslu á að það séu tekin þau skref í hagstjórn á Ís- landi, sem virki til þess að slá á verðbólguna. „Til þess að það gerist verða allir að taka höndum saman og gera það sem þarf að gera til þess að hægja á kerfinu. Það er búið að taka mörg skref en betur má ef duga skal. Þá benda þeir sérstaklega á að þeir hafa áhyggjur af því að það verði ekki nægilega mikið aðhald í tilefni kosninga. Við höfum haft áhyggjur af því að menn virðast ekki vera að ganga í takt. Þannig voru fáir að tala um að draga saman í aðdrag- anda sveitarstjórnarkosninga en það er ekki vænlegt til þess að draga úr þenslunni.“ Sigurjón segir að það, að Seðla- bankinn einn og sér hækki í sífellu vextina, leysi ekki vandamálið. Allir verði að taka höndum saman. „Það er ákall hjá Standards & Poor’s um að ríkisvaldið og fleiri komi að málum og reyni að gera allt sem hægt er til þess að draga úr þenslunni en ekki láta Seðlabank- ann vera einan á vaktinni.“ Í frétt Standard & Poor’s segir að mjög mikil erlend skuldsetning bankanna, mikil markaðsfjármögn- un auk hættu á versnandi lánagæð- um á Íslandi sé áhyggjuefni. Sigurjón segir að íslenska banka- kerfið sé að stórum hluta fjármagn- að með lántökum erlendis. Það hafi ætíð verið þannig og hafi ekki breyst mikið nýlega. „Það er ákveðin áhætta fólgin í því. Í því felst að það er lífsnauðsyn- legt fyrir okkur að hafa gott að- gengi að fjármálamörkuðum. Það breyttist með ákveðnum hætti með yfirlýsingu Fitch – aðgengið varð erfiðara og kjörin dýrari. Það er það sem menn hafa verið að glíma við og ná ákveðnum árangri með en fjármögnun hefur orðið dýrari.“ Óheppileg tilviljun Sigurjón segir það óheppilega til- viljun að Halldór Ásgrímsson, for- sætisráðherra, hafi sama dag og fréttin kom ákveðið að draga sig í hlé. „Ég hef áhyggjur af því að menn fari að tengja þetta tvennt saman en þetta eru ótengd atriði. Ég er hins vegar viss um að einhverjar fréttir muni tengja þetta saman.“ Hækkun vaxta leysir ekki vandann Sigurjón Þ. Árnason Guðni Aðalsteinsson, fram-kvæmdastjóri Fjárstýr-ingar Kaupþings banka,segir að tilkynning Standards & Poor’s virðist ekki skipta neinu máli fyrir bankana. Einn banki á Íslandi sé með láns- hæfismat frá Standards & Poor’s og það sé Glitnir en lánshæfismat bankans hafi verið staðfest í kjöl- far tilkynningarinnar. „Fyrir bankana og sérstaklega Glitni virðist þetta því ekki skipta neinu máli. […] Þetta segir manni það að þeir meta það þannig að þetta hafi ekkert með lánshæfismat eða greiðslu- getu bankanna að gera. Í heild- ina tekið eru þetta samt ekki jákvæðar fréttir hvernig menn horfa á íslensk efnahagsmál, en menn verða hins vegar að greina á milli ríkisins og bankanna,“ segir Guðni. Aðspurður segir hann að þetta ætti ekki að hafa áhrif á endur- fjármögnun bankanna. „Það gæti komið inn smá tímabil eins og gerist þegar neikvæðar fréttir koma inn á markað. Þegar Fitch breytti sínu þá hafði það einnig áhrif. Ég efast hins vegar um að þetta hafi eins mikil áhrif.“ Morgunblaðið/Ómar „Menn verða að greina á milli ríkisins og bankanna“ Guðni Aðalsteinsson voru aldri og f ára. verða að gang- r sem mnir hverfa á síðustu stundu,“ segir Árni og hrósar fararstjórunum í hástert. „Haraldur fór fyrstur og passaði upp á gönguhraðann en hann fór ekki hraðar en það að allir gætu fylgt eftir. Það er ekki vandalaust að fara með svona stóran hóp þessa leið en þetta var afar vel leyst úr hendi. Ég dáðist að því hvernig fararstjórarnir hjá hverju teymi tóku á því þegar einhver sýndi þreytu- merki,“ segir Árni sem kleif hnúkinn síðast fyrir átján árum. „Þetta var miklu auðveldara núna, þrátt fyrir að vera orðinn þetta gamall.“ Morgunblaðið/RAX jum hóp sem stjórnaði gönguhraðanum. helgina í blíðskaparveðri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.