Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 27
UMRÆÐAN
Hér með hvetur undirritaður hinn
þögla meirihluta til að fylkja liði og
styðja málstað séra Pálma og skera
upp herör gegn öllum þeim sem
valta ótæpilega yfir siðferðisleg tak-
mörk sem eru arfleifð forfeðra okk-
ar. Hendið ekki virðingu þjóðar-
innar á haugana fyrir vindinn og
stundargróðann. Það er kúnst að
vera sveigjanlegur í siðferðislegum
efnum og ekki nema eðlilegt, að svo
sé, en það er engin ástæða að líða
allt og segja ,,þetta er bara grín“.
Foreldrar, opnið augun fyrir þessari
blótsvá sem ríður yfir landið því hún
er augljóslega undirrót illra verka.
Enginn vill að börnin sín né sam-
landar verði fótboltabullur framtíð-
arinnar eins og ýjað er að í áður-
nefndri auglýsingu.
Forráðamenn Landsbankans,
brettið upp ermarnar, skolið svert-
una af tungu ykkar og verið með í
baráttunni fyrir fallegra málfari er
leiðir af sér betra mannlíf – það er
ykkar hagur. Takið MS Reykjavík
ykkur til fyrirmyndar í þessum efn-
um. Það dýrmætasta í lífinu fæst
aldrei keypt fyrir peninga.
’… tekur banki allralandsmanna uppá þeim
ósið að nota blótsyrði í
annars vel gerðri fót-
boltaauglýsingu …‘
Höfundur er vinjettuhöfundur.
HEILDSTÆÐ forvarnastefna
fyrir Reykjavíkurborg sem nær til
barna frá fæðingu til tvítugs var ný-
lega gefin út. Í forvarnastefnunni er
lögð rík áhersla á heilbrigðan lífsstíl
og möguleika barna og unglinga til
þátttöku í íþróttum og upp-
byggilegum tómstundum. Rann-
sóknir hafa sýnt fram á að þau ung-
menni sem eru þátttakendur í slíku
starfi eru síður líkleg til að leiðast út
í neyslu vímuefna eða aðrar sjálfs-
eyðileggjandi athafnir. Þegar talað
er um forvarnir má ekki gleyma því
að mestu áhrifavaldar barna og ung-
linga eru foreldrar og fjölskylda
þeirra.
Nú þegar sól hækkar á lofti er
vert að hafa í huga að foreldrar bera
ábyrgð á börnum sínum til a.m.k. 18
ára aldurs. Vorið, prófalok, Hvíta-
sunnan, fyrsta útborgunin í Vinnu-
skólanum, 17. júní, verslunarmanna-
helgin og Menningarnótt eru þeir
atburðir sem foreldrar þurfa að vera
sérstaklega vakandi fyrir. Rann-
sóknir hafa sýnt fram á að stór hóp-
ur unglinga stígur sín fyrstu skref
út í neyslu í kringum atburði sem
þessa og því er mikilvægt að for-
eldrar séu vakandi fyrir því að
senda börnin sín ekki eftirlitslaus á
útihátíðir og fylgist vel með því sem
krakkarnir eru að gera. Sumarið er
oft sá tími sem hve mest lausung er
á hlutunum hjá krökkunum. Þá er
enginn skóli, félagsmiðstöðvarnar
eru lokaðar og tími krakkanna því
minna skipulagður. Þá hafa rann-
sóknir sýnt fram á að sumarið milli
loka 10. bekkjar og fyrsta árs í
framhaldsskóla sé sá tími sem stór
hluti unglinga stígi sín fyrstu skref í
áfengis- og vímuefnaneyslu.
Með tilkomu GSM-síma hafa boð-
leiðir milli barna og unglinga breyst
verulega og fréttir af samkvæmum
berast nú með leifturhraða, t.d. með
SMS-skilaboðum. Dæmi eru um að
allt að 100 unglingar hafi mætt í slík
samkvæmi og gestgjafarnir misst
tökin á ástandinu. Með því að leyfa
eftirlitslaus partí er verið að leggja
þunga ábyrgð á herðar unglinga,
ábyrgð sem þau hafa sjaldnast getu
til að axla. Stærsti hluti þeirra ung-
linga sem neyta áfengis neytir þess
heima hjá öðrum og á sú neysla sér
oftast stað í eftirlitslausum partíum
og fer sá hópur sem slíkt á við
stækkandi.
Foreldrar eru einnig
hvattir til að taka þátt í
foreldrarölti í hverfinu
og að standa saman að
því að útivistarreglur
séu virtar.
Margar rannsóknir
hafa verið gerðar sem
sýna fram á að þau
ungmenni sem eru í
góðum tengslum við
foreldra sína og fjöl-
skyldu eru mun ólík-
legri til að hefja vímu-
efnaneyslu, beita aðra
ofbeldi eða leiðast út í annars konar
frávikshegðun en þau sem eru í
litlum tengslum við foreldra sína og
fjölskyldu. Gæðatíminn
svokallaði, sem margir
foreldrar hafa í gegn-
um tíðina skýlt sér á
bakvið og fólst einkum
í því að samverustund-
irnar voru ekki svo
ýkja margar en þeim
mun meira gert þegar
fjölskyldan var saman,
er ekki að skila sama
árangri, a.m.k. hvað
forvarnir varðar. Hefð-
bundnar og jafnvel
innihaldslitlar sam-
verustundir skila meiru en foreldrar
halda. Einfaldir hlutir líkt og að
horfa saman á sjónvarpið vega mun
þyngra en „gæðatíminn“ þegar for-
varnir almennt eru skoðaðar. Þá er
veigamikill þáttur í samskiptum for-
eldra og barna það aðhald og eftirlit
sem foreldrar veita börnum sínum
en rannsóknir hafa sýnt fram á að
þeir unglingar sem neyta vímuefna
eiga frekar foreldra sem hafa lítið
eftirlit með þeim og veita þeim lítið
aðhald. Því viljum við hvetja for-
eldra til að eyða tíma með börn-
unum sínum og veita þeim gott að-
hald – það er besta forvörnin.
Að lokum viljum við beina því til
foreldra að kaupa hvorki áfengi né
tóbak fyrir börnin sín því með því er
um leið verið að samþykkja að börn-
in reyki og neyti áfengis. Eins vilj-
um við beina því að afgreiðslufólki
verslana að fara að lögum og selja
ekki börnum undir 18 ára aldri
tóbak.
Hera Hallbera Björnsdóttir
skrifar um forvarnir fyrir börn
og unglinga
Hera Hallbera
Björnsdóttir
’Vorið, prófalok, Hvíta-sunnan, fyrsta útborgun-
in í Vinnuskólanum, 17.
júní, verslunarmanna-
helgin og Menningarnótt
eru þeir atburðir sem for-
eldrar þurfa að vera sér-
staklega vakandi fyrir.‘
Höfundur er frístundaráðgjafi í
Miðgarði, þjónustumiðstöð
Grafarvogs og Kjalarness.
Vökult auga á ungmennum á sumrin