Morgunblaðið - 06.06.2006, Page 29

Morgunblaðið - 06.06.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 29 UMRÆÐAN Su›urlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 • www.falkinn.is LEGUR í bíla og tæki • Kúlulegur • Keflalegur • Keilulegur • Nála- og línulegur • Flans- og búkkalegur E in n t v e ir o g þ r ír 31 .2 94 Kristinn Pétursson: „Endur- vinna gagnagrunn ICES og Hafró“ Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MIG langar að segja litla sögu af syni mínum sem er öryrki og þau kjör sem hann lifir við frá TR. Hann fæddist með svokallað „vascular syndromes of brain in cerebrovascular diseases“ sem mun vera væg helftarlömun hægra megin. Á unglingsárum leidd- ist hann út í óreglu efna sem eitur- lyfjasalar halda gjarnan að óhörðn- uðum unglingum. Eftir nokkurra ára neyslu fór að bera á geðsjúkdómi sem hann ber nú í ofanálag við þá fötlun sem fyrir er. Hann er í dag 22 ára, óreglan að baki en búinn að vera á stofnunum frá 18 ára aldri. Hann dvaldi um tveggja ára skeið á Klepp- spítala og var þar í stöðugu pró- grammi og fór einnig í sjúkraþjálfun, sem hann virkilega þurfti á að halda. Það er engum hollt að vera inni á sjúkrastofnun til lengdar, sem sýnir einhverjar framfarir og að lokum fékk hann inni á hlýlegu og vel reknu sambýli í vesturbænum þar sem starfa yndislegustu „ömmur“ í heimi sem sýna skjólstæðingum sínum mik- inn skilning og vilja allt gera til að honum líði sem best. Alltaf hafa þær von um að hann komist út í lífið aftur. Syni mínum hefur farið aðeins fram hvað félagsfærni varðar en hef- ur staðnað í þroska eða er á við 12–13 ára pilt í dag. Hann hefur lítið sem ekkert fyrir stafni á þessu góða sam- býli, engin sjúkraþjálfun engin iðju- þjálfun, ekkert! Hann hefur þyngst mikið af lyfjum og aðgerðaleysi og þyrfti þess meira á að halda einhvers konar iðjuþjálfun eða einhverju öðru en aðgerðaleysi. Hann heimsækir ömmu sína á hverjum degi, sem er dágóður göngutúr. Ég, móðir hans tek hann um hverja helgi og hef alltaf gert til að létta honum lífið. Það sem vefst einnig fyrir mér er hversu litla dagpeninga drengnum er ætlað til af- nota. Óskertar örorkubætur eru fyrir skatt um 140.000, af þeim fara um 120.000 í dvalarkostnað á sambýlinu og eftir eru 22.000 kr. til eigin nota. Hann fékk „endurreiknaðan“ skatt uppá 32.000 kr. í fyrra frá TR eins og fjölmargir aðrir öryrkjar og greiðir því af dagpeningunum 3.800 kr. á mánuði til að standa skil af því og eft- ir standa rúmar 18.000 kr. til eigin nota. Þetta er ungur maður, sem þarf að fata sig upp reglulega eins og aðr- ir, finnst gaman að hlusta á tónlist og horfa á bíómyndir, fá sér pítsu tvisvar í mánuði o.sv.frv. enda lítið við að vera eins og staðan er í dag. Þetta hljómar kannski eins og lúxuslíf mið- að við marga aðra en pilturinn gagnast því miður ekki hinum al- menna vinnumarkaði eins og ástatt er. Tryggingastofnun reiknar því meira en 80% örorkubótanna til sam- býlisins. Ég fór með hann í sumarleyfi til útlanda í fyrra eins og ég reyni að gera á hverju sumri til að hann fái ein- hverja tilbreytingu og sótti því um dagpeninga utan stofnunar til ferðar- innar. TR reiknaði honum rúmar 13.000 kr. fyrir 10 daga utan stofnun- ar. Ekki veit ég hvaða „hag“fræðing- ar reikna þessa formúlu út. Ellilífeyrisþegarnir sem byggðu upp landið hörðum höndum virðast sitja við sama stall, bæði þeir sem enn geta búið í eigin húsnæði og hafa ekki feita sjóði. Þeim hefur verið reiknuð ofangreind „hag“fræðiformúla til að lifa af. HARPA KARLSDÓTTIR, Hrauntungu 71, Kópavogi. Öreigar á vegum „Velferðar- stofnunar“ ríkisins Frá Hörpu Karlsdóttur Norræn hönnunun • www.bergis.is COPENHAGEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.