Morgunblaðið - 06.06.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 37
DAGBÓK
HESTHÁLS 14 - TIL SÖLU
Höfum fengið í sölu alla eignina nr. 14 við Hestháls í Reykjavík. Um er að ræða vel stað-
setta eign á 32.000 fm lóð í Reykjavík í nánd við Vesturlandsveginn. Hið selda skiptist m.a.
í u.þ.b. 3.300 fm skrifstofu og iðnaðarhúsnæði. Eignin skiptist m.a. í skrifstofuálmu með
15-20 herbergjum, opin vinnurými og vinnslusali, lagerpláss, vörugeymslur, búningsklefa,
snyrtingar, kaffistofur og fundarsali. Búið er að endurnýja skrifstofuhluta eignarinnar ný-
lega. Fimm innkeyrsludyr eru inn í húsið og er lofthæð í vinnslusölum allt að 12 metrar.
Húsið er byggt úr límtré. Lóðin er 31.872 fm og er almennt nýtingarhlutfall á svæðinu 0,7.
Því er ljóst að hugsanlega má byggja allt 19.010 fm til viðbótar núverandi húsbyggingu.
Eignin býður upp á mikla möguleika fyrir framsækin fyrirtæki sem þurfa að tryggja sér höf-
uðstöðvar eða hafa þörf fyrir mikið athafnarými á lóð. 5863
Allar nánari upplýsingar veita Sverrir og Óskar.
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Árnaðheilla
ritstjórn@mbl.is
Einkaleyfastofa heldur alþjóðlega ráð-stefnu um hugverkaréttindi í Há-skólabíói á miðvikudag. Yfirskrift ráð-stefnunnar er „Hugverkaréttur:
grunnur að hagvexti“ (e. „Intellectual Property: A
Platform for Prosperity“). Ásta Valdimarsdóttir
er forstjóri Einkaleyfastofu:
„Við fáum fjölda erlendra fyrirlesara og gesta,“
segir Ásta sem reiknast til að hingað til lands
komi fulltrúar yfir 20 evrópuþjóða til að taka þátt í
ráðstefnunni. „Meginmarkmiðið er að efla vitund
um hugverkaréttindi hér á landi og efla tengsl
milli viðskiptalífs, iðnaðar og hugverkaréttinda.
Íslensk fyrirtæki hafa verið ágætlega meðvituð
um mikilvægi hugverkaréttinda en enn má gera
betur,“ segir Ásta.
„Auka verður tengsl viðskiptalífs, iðnaðar og
hugverka ef byggja á upp þekkingarþjóðfélag, þar
sem nýsköpun og hugvit leika lykilhlutverk. Við
höfum hér á landi dæmi um árangursrík fyrirtæki
sem byggja starfsemi sína á hugverkum, og má
þar nefna Latabæ, Össur, DeCode, Marel, og
Lyfjaþróun, svo nokkur séu nefnd,“ segir Ásta.
„Við þurfum að fá fleiri slík fyrirtæki hér á
landi, og veita góðum hugmyndum möguleika á að
verða að veruleika. Mikilvægt er að fjárfestar og
viðskiptalíf hafi trú á nýjum hugmyndum og hafi
um leið þolinmæði, og skilning á því að fjárhags-
legur ávinningur af hugverkum kemur ekki fyrr
en að lokinni rannsóknar- og þróunarvinnu, sem
oft er tímafrek.“
Margt góðra fyrirlesara verða á ráðstefnunni:
„Meðal þeirra sem halda erindi er Magnús Schev-
ing, forstjóri Latabæjar, sem er gott dæmi um
frumkvöðul sem náð hefur góðum árangri á al-
þjóðamarkaði,“ segir Ásta. „Við erum með tvo
fulltrúa stórfyrirtækja: Annars vegar á sviði fjar-
skipta: Craig Thompson, framkvæmdastjóra og
umsjónarmann nytjaleyfissamninga hjá Nokia.
Hins vegar á sviði stoðtækja: dr. Hilmar B. Janus-
son framkvæmdastjóra rannsóknar- og þróunar-
sviðs Össurar hf., en bæði fyrirtækin eru með
þeim stærstu á sínu sviði í heiminum og hafa notað
hugverkarétt á markvissan hátt í starfsemi sinni.
Ron Marchant, forstjóri bresku Einkaleyfastof-
unnar segir frá reynslu Breta við að efla vitund og
notkun hugverkaréttinda og Erik Nooteboom yf-
irmaður hugverkasviðs hjá framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins fjallar um áherslur á þessu
sviði innan ESB.“
Fundarstjóri er Rán Tryggvadóttir, dósent í
hugverkarétti við lagadeild HR.
Heiðursgestur ráðstefnunnar er Alain
Pompidou, forstjóri Evrópsku einkaleyfastof-
unnar. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra setur ráðstefnuna.
Dagskrá málþingsins er opin öllum, og má finna
nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu á
www.Els.is.
Ráðstefna | „Hugverkaréttur: grunnur að hagvexti“, alþjóðleg ráðstefna Einkaleyfastofu
Hugverkaréttur og hagvöxtur
Ásta Valdimarsdóttir
fæddist í Reykjavík
1964. Hún lauk stúd-
entsprófi frá MR 1984
og embættisprófi í lög-
fræði frá lagadeild HÍ
1990. Ásta hefur starf-
að á sviði hugverka-
réttinda frá árinu 1990,
hjá Iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu og
hjá Einkaleyfastofu.
Hún var skipuð forstjóri Einkaleyfastofu árið
2002. Ásta hefur tekið þátt í alþjóða-
samstarfi á sviði WTO, WIPO, EFTA og ESB og
hefur verið stundakennari í einkaleyfarétti við
HÍ. Maki Ástu er Kristján Gunnar Valdimars-
son lögfræðingur og eiga þau tvö börn.
85 ÁRA afmæli. Í dag, 6. júní, er85 ára Elías Guðbjartarson,
sjómaður frá Kroppstöðum í Skálavík,
Hólshreppi, síðar búsettur í Bolung-
arvík. Elías dvelur nú á Hrafnistu-
heimilinu í Reykjavík.
50 ára afmæli. Í dag 6. júní erfimmtug Guðrún St. Krist-
insdóttir, yfirlandvörður í þjóðgarð-
inum á Þingvöllum. Af því tilefni bjóða
hún og maður hennar Halldór Krist-
jánsson bóndi til fagnaðar heima í
Stíflisdal næstkomandi laugardag 10.
júní kl. 18. Hlýlegur klæðnaður og
traustar bomsur viðeigandi.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Handfrjálsan búnað
fyrir strætóbílstjóra
ÉG var að lesa grein í Velvakanda
sem hafði fyrirsögnina: „Með síma
undir stýri“ og ég verð að segja að
það er frekar ósanngjarnt að segja
svona af því að ég veit fyrir víst að
a.m.k. sumir bílstjórar hafna símtöl-
um, segja eitthvað eins og: Ég er að
keyra, má ég hringja á eftir? og
skella svo á. En stundum þurfa þeir
kannski að svara, t.d. ef barn bíl-
stjórans væri læst úti og væri að
hringja úr síma nágrannans þá
þyrfti nú foreldrið (sem væri þá bíl-
stjórinn) að segja barninu hvenær
það (foreldrið/bílstjórinn) kæmi
heim.
Ef farþegar eru svona á móti
þessu finnst mér sjálfsagt að Strætó
bs. láti bílstjórana bara fá hand-
frjálsan búnað, þá gætu þeir talað og
keyrt og allir yrðu ánægðir. Ef
Strætó bs. finnst of dýrt að gefa bíl-
stjórum svona handfrjálsan búnað
er það eins og fyrirtækinu sé sama
um hvað farþegum finnst og það er
ekki gott.
Jóhanna M.S.
Gjörsamlega
misboðið
ÉG lagði leið mína í verslun 10/11
hér í Langarima í Grafarvoginum
22. maí sl. og þegar ég var á kass-
anum komu 3 ungar stúlkur inn og
þá kallaði kassadaman á þær og
sagði þeim að stoppa og þær mættu
ekki koma inn nema ein í einu. Ég
spurði hana hvers vegna hún segði
þetta og hún sagði þetta vera reglur
verslunarinnar og ættu við alla
krakka á skólatíma. Þegar ég sagði
henni að þetta gæti nú varla staðist
og stúlkurnar stóðu þarna undrandi
og sögðust hafa verið í prófum og því
enginn skóli en kassadaman ítrekaði
og bannaði þeim inngöngu og svo
bættust við tveir drengir og sama
sagan, út með þá. Þeir skildu ekki
upp né niður í neinu og ég sagði við
hana að þetta væri nú ótrúlegur
dónaskapur og fyrirlitning að banna
börnum að versla við þá og þá sagð-
ist henni standa á sama. Hún spurði
mig hvort ég myndi vilja líta eftir
þessum skríl þegar hann verslaði og
það þyrfti marga til að fylgjast með
þeim.
Mér finnst með ólíkindum svona
hegðun starfsmanna fyrir framan
ungmenni sem þurfa að þola það að
vera stimpluð þjófar og standa í röð,
þvílík framkoma!
Í kringum þessa verslun er grunn-
skóli og vitað er að krakkarnir eru
margir góðir viðskiptavinir sem
kaupa sér drykk og nesti þarna dag-
lega og hafa góð áhrif á reksturinn.
Það getur aldrei verið rétt að
stimpla öll börn sem þjófa og skríl
og mjög svo ótrúlegt fyrir börnin að
þurfa að þola það að svona sé komið
fram við þau því þau séu bara ótínd-
ur skríll. Mjög svo fínt fordæmi út í
lífið eða þannig!
Sjálf á ég fjögur börn sem ég mun
banna að versla við þessa verslun í
framtíðinni og sjálf ætla ég ekki að
gera það aftur því verslun sem hefur
þetta viðhorf á unga viðskiptavini
sína og kemur fram við börn með
þessum hætti er stórlega ábótavant.
Mér er gjörsamlega misboðið að
börnin mín séu stimplaðir þjófar
daglega ef þau ákveða að versla við
10/11 á skólatíma.
Ef það er svona mikill þjófnaður í
þessari verslun væri nær að þeir
myndu koma sér upp öðru kerfi og
reglum svo börn geti fengið að halda
mannvirðingu sinni ef þau ákveða að
versla við 10/11.
Móðir í Grafarvogi.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. h3 Bb7
9. d3 d6 10. a3 Rb8 11. Rbd2 Rbd7 12.
Rf1 He8 13. Re3 h6 14. Rf5 Bf8 15. Rh2
Rc5 16. Ba2 Bc8 17. Rg4 Be6 18. Df3
Rxg4 19. hxg4 Bxa2 20. Hxa2 c6 21. Ha1
d5 22. Dg3 f6 23. Be3 Re6 24. Had1 Hc8
25. d4 exd4 26. Rxd4 Rxd4 27. Hxd4
Hxe4 28. Hxe4 dxe4 29. Bf4 Dd5 30. De3
g5 31. Bg3 He8 32. De2
Staðan kom upp í opnum flokki á
Ólympíuskákmótinu í Tórínó á Ítalíu
sem er nýlokið. Ofurstórmeistarinn frá
Úkraínu, Vassily Ivansjúk (2.731) hafði
svart gegn Niccolo Roncetti (2.419) frá
Ítalíu. 32. … e3! 33. f3 svartur hefði
einnig verið illa beygður eftir 33. fxe3
Hxe3!. 33. … Bc5 34. Hd1? Dxd1+! og
hvítur gafst upp enda verður hann
miklu liði undir eftir 35. Dxd1 e2+.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjórn@mbl.is
Svartur á leik.
50 ÁRA afmæli. Í dag, 6. júní, er J.Aðalheiður Vilhjálmsdóttir
leikskólakennari, fimmtug. Hún býður
vinum og vandamönnum að fagna með
sér í samkomusal Orkuveitunnar við
Rafveituveg föstudaginn 9. júní kl. 20.