Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Í kvöld kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 23 Má 12/6 kl. 20 Þri 13/6 kl. 20 GRÍMAN 2006 Íslensku leiklistarverðlaunin 16/6 kl. 19 Grímuballið 16/6 kl. 22 Allir velkomnir VILTU FINNA MILLJÓN Fi 8/6 kl. 20 Fö 9/6 kl. 20 Lau 10/6 kl. 20 UPPS. Su 11/6 kl. 20 Fi 15/6 kl. 20 Su 18/6 kl. 20 25 TÍMAR Dansleikhússamkeppnin 2006 Fi 8/6 kl. 20 MIÐAVERÐ 2.500 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is MIÐASALA OPIN ALLAN SÓLAR- HRINGINN Á NETINU. Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september! Vegnar mikillar aðsóknar: Aukasýningar í september! Lau 2/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus Sun 3/9 kl. 20 AUKASÝNING – nokkur sæti laus Fös 8/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus Lau 9/9 kl. 19 AUKASÝNING – nokkur sæti laus Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Sýningar í fullum gangi. Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sýningar í fullum gangi. Leiklistarnámskeið á Akureyri í júní. rauð tónleikaröð í háskólabíói SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Sigrún Eðvaldsdóttir FIMMTUDAGINN 8. JÚNÍ KL. 19.30 Áskell Másson ::: Fiðlukonsert Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 11 FL Group er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands Panic Productions í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið kynnir tvö dans/leikhús verk: Forsýning 9. Júní kl. 20 Frumsýning 10. Júní kl. 20 Síðasta sýning 11. Júní kl. 20 RAUÐAR LILJUR No, he wAs whIte AÐeINs 3 sýNINgAR MIÐASALA: Sími 555 2222 midi.is www.hhh.is                                      !   " #   $$$     %                              !"#$ !% &'  ' ( ) * ' + , -**& . & / 0' 1' ( ) * ' + , & . & ' ' ( ) * ' + , & . / 0' ' ( ) * ' + , & . & ' 1' ( ) * ' + , & . /2' 3' ( ) * ' + , & . Sálrænt öryggi. Norður ♠92 ♥ÁD86 N/AV ♦K4 ♣DG953 Suður ♠K6 ♥K9732 ♦10765 ♣Á10 Suður spilar fjögur hjörtu eftir lát- lausar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Út kemur spaði upp á ás austurs, sem spilar aftur spaða. Hvernig er áætlunin? Miðað við skikkanlega tromplegu byggist geimið á því að annað af tveimur lykilspilum liggi til sagnhafa – laufkóng- ur í austur eða tígulás í vestur. Svo útlit- ið er gott. En það er svo sem auðvitað – allt liggur í hel: Norður ♠92 ♥ÁD86 ♦K4 ♣DG953 Vestur Austur ♠D10854 ♠ÁG73 ♥5 ♥G104 ♦D93 ♦ÁG82 ♣K872 ♣64 Suður ♠K6 ♥K9732 ♦10765 ♣Á10 Ef sagnhafi spilar beint af augum: tekur trompin og svínar í laufi, mun vestur að sjálfsögðu skipta yfir í tígul. Og þá fer spilið einn niður. Ekki mikið um það að segja, svo sem? Og þó. Sagn- hafi á kost á sálfræðilegri öryggisspila- mennsku, sem tryggir í reynd vinning, hvernig sem landið liggur. Hann spilar einfaldlega lauftíu að heiman í þriðja slag! Vissulega getur vestur stungið upp kóng og spilað tígli, en þá vörn finn- ur hann aldrei. Vestur gerir ráð fyrir að lauftían sé blönk eða önnur og dúkkar auðvitað til að valda litinn sem best. Þetta er örugg leið, því austur getur ekki sótt að tíglinum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjórn@mbl.is SUMARÓPERAN vakti mikla at- hygli þegar hún leit fyrst dagsins ljós fyrir fjórum árum síðan. Mark- mið óperunnar var að leyfa ungum söngvurum að spreyta sig í óperu- uppfærslu og færa óperuformið nær almenningi og má segja að það hafi tekist strax í byrjun. Fyrsta sýning Sumaróperunnar var Dido og Eneas eftir Purcell og var leikstjórn Magn- úsar Geirs Þórðarsonar svo snjöll og fyndin að það mun aldrei líða mér úr minni. Ég hika ekki við að fullyrða að það hafi verið ein skemmtilegasta óperusýning sem hér hefur verið sett á laggirnar. Því miður var húmorinn oftast langt undan í uppfærslu Sumaróper- unnar á Galdraskyttunni eftir Carl Maria von Weber (1786-1826), sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöldið. Melódramað var allsráðandi, hvergi var reynt að setja þessa gömlu sögu í nútímalegt sam- hengi líkt og í Dido og Eneas, eða þegar Davíð Þór Jónsson þýddi forna textana á tónleikum I Fagiolini hópsins í Íslensku óperunni fyrir skemmstu, svo einhver dæmi séu nefnd. Örlítið háð hér og þar hefði lyft uppfærslunni upp á annað plan. Án húmorsins gekk sýningin ein- faldlega ekki upp. Ástæðan er ein- föld. Að miklu leyti var flutningurinn í höndum áhugamanna og nemenda og þótt vitaskuld sé virðingarvert að leyfa þeim að spreyta sig í stórri uppfærslu, þá er engu að síður þreytandi að hlusta á langa óperu- sýningu sem þannig er ástatt um. Smá grín hefði bjargað miklu. Nú finnst kannski einhverjum að ég sé miskunnarlaus að skrifa á þann hátt um nemendur og áhugafólk. En málið er bara það að þetta var ekki venjuleg nemendasýning; nei, hér var um að ræða einn stærsta við- burðinn á Listahátíð í Reykjavík; sýningu sem yfir hundrað manns tóku þátt í og það í sjálfu Þjóðleik- húsinu. Á Listahátíð gerir maður meiri kröfur en venjulega, það er há- tíð þar sem fólk á að fá að njóta þess besta og áhugaverðasta á alþjóð- legum mælikvarða. Eins og nafnið ber með sér er Galdraskyttan ævintýri og fjallar um skyttu, Max, og unnustu hans, Agöthu, sem er dóttir skógarmeist- ara furstans. Önnur lykilpersóna er Kaspar, en hann hefur gert samning við Myrkraveru nokkra og hefur það ægilegar afleiðingar. Óperan endar þó vel. Segja má að óhreinn hornablástur og ósamtaka strengjaleikur í upphafi sýningarinnar hafi verið í hrópandi mótsögn við þennan farsæla endi. Nú er ég viss um að nemendurnir eru í sjálfu sér efnilegir – og auðvitað stóðu þeir sig vel sem slíkir – en það var einfaldlega ekki nóg. Samkvæmt þeim stöðlum sem fólk á að venjast á Listahátíð var spilamennskan engan veginn fullnægjandi, hvorki forleik- urinn né það sem á eftir kom. Samspil hljómsveitarinnar og kórsins var auk þess bjagað. Sem betur fer átti kórinn þó sína góðu spretti á sýningunni í sjálfu sér og söng oft ágætlega. Og Veiði- mannakórinn svonefndi, sem er eitt frægasta atriði óperunnar, var í höndum nokkurra félaga úr karla- kórnum Fóstbræðrum, og voru þeir prýðilegir. Kolbeinn Ketilsson tenór var líka pottþéttur í hlutverki sínu sem Max og Hrólfur Sæmundsson bariton, í hlutverki Kaspars, sýndi sömuleiðis glæsileg tilþrif. Ánægju- legt er að geta þess að hann hefur tekið gríðarlegum framförum síðan ég heyrði í honum síðast fyrir um tveimur árum. Óneitanlega voru því ljósir punktar í uppfærslunni. Ég var hinsvegar ekki ánægður með hina ungu Elísu Vilbergsdóttur sópran, víbratóið í söng hennar var of mikið en þar sem rödd hennar er að öðru leyti sérlega falleg og söngur hennar í sjálfu sér öruggur, ætti ekki að vera tiltökumál fyrir hana að laga þetta atriði. Frammistaða annarra einsöngv- ara var síður markverð þótt allir kynnu hlutverk sín; ýmist var um að ræða söng sem var svo hvass að hann var beinlínis óþægilegur áheyrnar eða þá að raddbeitingin var of loðin til að túlkunin skapaði teljandi áhrif. Og talað mál var stundum ekki nægilega skýrt; sem gerði að verkum að erfitt var að skilja hvað var að gerast í verkinu. Þrátt fyrir að óperan væri í íslenskri þýðingu hefði verið töluverð brag- arbót að hafa textaskjá fyrir ofan sviðið. Nokkrir dansarar komu mjög við sögu á sýningunni og var dansinn augnayndi, auk þess sem hann féll ágætlega að heildarsvipnum. Ein- stöku sinnum örlaði þó á tilgerð. Búningarnir voru hinsvegar ekki sérlega sannfærandi; mest stakk í augun grænröndótt pils margra kvennanna í kórnum, sem kom út eins og kórinn væri að auglýsa 10-11 búðirnar. Og leikmyndin minnti á kvikmyndina um Dick Tracy og meginuppistaðan í henni, allskonar kassar auk fjölnota kúlu er hékk í loftinu, varð meira og meira þreyt- andi áhorfs eftir því sem á leið. Skipti þá engu máli hugvitsamleg lýsing Jóns Þorgeirs Kristjánssonar. Í það heila er ekki hægt að gefa þessari sýningu góða einkunn. Og það að um hafi verið að ræða loka- hnykkinn á Listahátíð í Reykjavík var beinlínis dapurlegt; það hlýtur að vera hægt að gera betur en þetta. TÓNLIST Þjóðleikhúsið Listahátíð í Reykjavík eftir Carl Maria von Weber í þýðingu Gunnsteins Ólafssonar. Aðalhlutverk: Kolbeinn Ketilsson, Hlín Pétursdóttir, Hrólfur Sæmundsson, Elísa Vilbergs- dóttir, Guðmundur Jónsson, Herbjörn Þórðarson, Hafsteinn Þórólfsson og Stef- án Arngrímsson. Einnig komu fram söngvarar úr karlakórnum Fóstbræðrum, Kór Sumaróperunnar og dansarar frá Dansleikhúsinu. Hljómsveit: Sinfóníu- hljómsveit unga fólksins. Leikmynda- og búningahönnuður: Agnes Treplin. Danshöfundur: Irma Gunnarsdóttir. Ljósahönnuður: Jón Þorgeir Kristjánsson. Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson. Hljóm- sveitarstjóri: Gunnsteinn Ólafsson. Föstudagur 2. júní. Galdraskyttan Jónas Sen Morgunblaðið/Eggert „Kolbeinn Ketilsson tenór var líka pottþéttur í hlutverki sínu sem Max ogHrólfur Sæmundsson bariton, í hlutverki Kaspars, sýndi sömuleiðis glæsileg tilþrif,“ segir í umsögn um Galdraskyttuna. Galdraskyttan missti marks smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.