Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 41

Morgunblaðið - 06.06.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 41 MENNING VORUM BEÐNIR AÐ AUGLÝSA EFTIR EFTIRFARANDI ATVINNUHÚSNÆÐI Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali ● Fyrir ákveðinn aðila óskum við eftir 300-400 fm verslunarhúsnæði til kaups á svæði 108. Óska staðsetning er í Síðumúla, Ármúla eða Skeifunni. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu eignina. Afhending samkomulag. Nánari uppl. veita Óskar eða Sverrir. ● Óskum eftir 800-1.000 fm iðnaðarhúsnæði á svæði 104 og 108 til kaups. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu eignina. Afhending samkomulag. Nánari uppl. veita Óskar og Sverrir. ● Óskum eftir 2.000 fm skrifstofuhúsnæði. Eignin má vera á tveimur hæðum. Staðgreiðsla eins og venjulega. Nánari upplýsingar veitir Sverrir. ● Óskum eftir 1.200 fm skrifstofuhúsnæði, gjarnan á einni hæð. Nánari upplýsingar veitir Sverrir. ● Leitum eftir 500-800 fm vönduðu skrifstofuhúsnæði til kaups eða leigu. Eingöngu fyrsta flokks húsnæði kemur til greina. Nánari uppl. veitir Óskar. ● Óskum eftir 300 fm húsnæði á götuhæð (jarðhæð). Þessi svæði koma til greina: Árbær, Mjódd, Múlar, Borgartún og nágrenni og fleiri staðir. Nánari upplýsingar veitir Sverrir. ● Vantar 1,5-2,0 hektara lóð undir iðnaðarstarfsemi í Reykjavík eða nágrenni. Fjársterkur aðili. Nánari upplýsingar veitir Óskar. ● Höfum fjölmarga kaupendur á skrá að 100-200 fm iðnaðarkeyrslubilum. Nú er rétti tíminn til að selja. ● Þarftu að leigja atvinnuhúsnæði þitt? Hafðu þá samband og við aðstoðum þig við að finna rétta leigutakann. ● Óskum eftir atvinnuhúsnæði af öllum stærðum og gerðum á skrá til kaups á verðbilinu 25 milljónir til 2.500.000 milljónir. Mikil sala. Nánari upplýsingar veita Óskar og Sverrir. ÞAÐ VAR svolítið undarlegt að sjá viðbrögð áhorfenda að lokinni sýn- ingu á dansverkinu Hélium. Dans- ararnir voru búnir að hneigja sig eft- ir nokkuð hógvært lófatak áhorfenda, ljósin voru komin upp í salnum en flestir sátu kyrrir. Það var eins og fólk væri eitthvað eftir sig eftir sýninguna eða að menn tryðu því ekki að henni væri lokið. Þetta var annað verkið sem sýnt var á Danshátíð á Listahátíð og nú var það Compagnie Mossoux-Bronté frá Brussel sem sýndi verk höfundanna sem flokkurinn er kenndur við. Þetta verk er mjög sérstakt, það ögrar áhorfendum og hreyfir við þeim. Það var geysivel unnið og flutt af mikilli fagmennsku. Leikmyndin samanstendur af þremur stórum gluggum sem hægt er að draga lokur fyrir, innan þeirra fer allt verkið fram. Hélium er í fjórum köflum, fyrst kemur 0 sem er kynning eða forleikur og er nafnið tilkynnt (á ensku) með stórum stöfum á lok- urnar fyrir gluggunum. Þegar sá í miðjunni opnast sjáum við konu sitj- andi á píanói, klædda í glamúrkjól, hún hlýtur að eiga að vera eins konar kyntákn, enda hreyfir hún sig hægt og seiðandi sitjandi á lokinu yfir hljómborðinu. Í hinum gluggunum koma í ljós tvær konur annars vegar og tveir karlmenn hins vegar. Öll klædd í einstaklega kauðskan fatnað. Karlarnir upphefja einhvern fárán- leikadans sem er skrýtinn og myndi vera hlægilegur ef dansararnir og andrúmsloftið í verkinu héldu honum ekki í skefjum. Konurnar nota aftur á móti snöggar og harðar hreyfingar og snúast hvor um aðra á háu hæl- unum sínum. Það er innangengt á milli glugga og dansararnir fara á milli og hafa samskipti sitt á hvað. Næsti kafli heiti 1. Kynlíf er gott fyrir þig. Þá er fólkið orðið heldur léttklæddara og hreyfingar sam- anstanda af rykkjum og skrykkjum. Þetta er þó engan veginn erótískt eða „sexí“, því síður klám, bara skrýtið. Því næst kemur 2. Guð er góður fyrir þig. Þar birtist maður í biskupsskrúða, síðan sest hann á móti manni í íslömskum klerkaklæð- um en kona í búrka stendur á stól yfir þeim. Eitt atriði, um gyðinga, er flutt með hálfdregnar lokur fyr- ir glugganum svo við sjáum aðeins höfuð, hatta og hárlokka ásamt höndum. Eig- inlega kemur guð ekki málinu við, en eitthvað er hér verið að fjalla um trúar- brögð. Síðasti kaflinn heitir 3. Skemmtun er góð fyrir þig. Þá eru konurnar komnar í samkvæmiskjóla frá einhverju óræðu tímabili og karlarnir eru hvítklæddir með mikið grátt hár og berja bumbur. Hvers konar skemmtun það er sem er góð fyrir okkur er ekki auðvelt að sjá, en stóru trommurnar og auð blöðin í bókum sem dansararnir hafa í höndum segja kannski sögu um innihaldsleysi margs þess sem ætlað er sem skemmtun. Í leikskrá segir frá súrrealísku andrúmslofti með kröftugu mynd- máli verksins, sem er vissulega rétt og tjáningarformið er sambland lík- amstjáningar og leikrænnar tján- ingar, sem flytjendur fara mjög vel með. Bæði leikmynd og lýsing eru vel unnin verk. Þetta er dans/ leikverk sem heldur áhorfendum föngnum, í það minnsta vel framan af því myndmálið er svo sterkt, en um innihald og boðskap er best að fara sem fæstum orðum. Kannski mætti leiða hugann að nafni verksins, Hélium, sem mun vera loftkennt frumefni og hver veit nema í því fel- ist einmitt boðskapur höfunda þess. Gægst á glugga DANS Borgarleikhúsið La Compagnie Mossoux-Bonté sýndi verkið Hélium. Danshöf- undur: Patrick Bronté í sam- vinnu við Nicole Mossoux. Dansarar: Sébastien Jacobs, Maxence Rey, Candy Saulnier, Jordi L. Vidal og Erika Zueneli. Borgarleikhúsið, Stóra sviðið, laugardaginn 27. maí kl. 20. Listahátíð í Reykjavík Trans Danse Europe 2006 „Þetta er dans/leikverk sem heldur áhorfendum föngnum.“ Ingibjörg Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.