Morgunblaðið - 06.06.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.06.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 45 NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA „AMERCAN PIE“ & „ABOUT A BOY“ FRÁ FRAMLEIÐENDUM „BRIDGET JONE’S DIARY“ OG „LOVE ACTUALLY“ FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eee JÞP blaðið S.U.S. XFM eee H.J. mbl M EÐ HI NU M E INA SANNA HUGH GRANT SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI POSEIDON ADVENTURE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16.ára. POSEIDON... VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 X-MEN 3 kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.I. 12 ára AMERICAN DREAMZ kl. 3:30 - 5:45 - 10:20 SHAGGY DOG kl. 3:40 - 5:50 MI : 3 kl.3:40 - 6 - 8 - 10:30 B.I. 14 ára FAILURE TO LAUNCH kl. 8 SCARY MOVIE 4 kl.8:15 - 10:10 B.I. 10 ára SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? eee L.I.B.Topp5.is Sumum karlmönnum þarf að ýta út úr hreiðrinu VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! eee V.J.V.Topp5.is eee S.V. MBL. ÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI eee B.J. BLAÐIÐ POSEIDON ADVENTURE kl. 6 - 8 - 10:10 B.I. 14 ára MI : 3 kl. 8 - 10:30 B.I. 14 ára AMERICAN DREAMZ kl. 8 - 10:10 SHAGGY DOG kl. 6 SCARY MOVIE 4 kl. 6 B.I. 10 ára SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ BÍÓDIGITAL MIKIÐ hefur verið rætt um að hljómleikamarkaðurinn íslenski sé á niðurleið. Illa gengur að selja miða á tónleika sem alla jafna hefðu selst upp á nokkrum dögum og tónleikar sem áttu upphaflega að fara fram í stórum íþróttamannvirkjum, enda æ oftar í meðalstórum samkomuhúsum niðri í miðbæ. Sumir hafa varpað þeirri hugmynd fram að slæmt gengi tónleika sé einfaldlega vegna þess að Íslendingar (eða ætti maður að segja Reykvíkingar) séu hættir að láta bjóða sér hvað sem er og því sé markaðurinn loksins orðinn eðlilegur – þar sem gæði (eða vinsældir) þeirra erlendu listamanna sem hingað koma séu farin að skipta meira máli en sú staðreynd að þeir séu erlendir. Margir hafa í þessu sambandi bent á afmælistónleika Bubba Morthens sem fara fram í kvöld og er fyrir löngu uppselt á. Þar hljóta vinsældir og gæði að vega þjóðerninu þyngra. Hvað sem þessum vangaveltum líður, fór tónlistarhátíðin Reykjavík Trópík fram nú um hvítasunnuhelg- ina. Mér er ekki kunnugt um það hvorum megin tónleikahaldarar eru nú við núllið en af því sem sjá mátti í Kastljósi og Íslandi í dag á föstudag- inn, var aðsóknin undir væntingum. Undirritaður mætti laust fyrir hálf- tíu þegar Jeff Who? steig á svið. Sveitin hefur vaxið mikið á und- anförnum tveimur árum og spila- gleðin sem er einkennismerki hennar virðist aukast með hverjum tón- leikum. Leaves tróð upp þar á eftir og sýndi að þar er á ferð hljómsveit á heimsklassa þó hún mætti kannski taka sér skapgerð Jeff Who? og Supergrass til fyrirmyndar – maður varð fyrirvaralaust svolítið dapur við flutninginn. Ég hef verið aðdáandi Supergrass í mörg ár en hafði aldrei séð þá á tón- leikum áður. Því var eftirvæntingin töluverð fyrir tónleikum þeirrra, ekki síst í ljósi þess að af henni fer mikið og gott hljómleikorðspor. Og sveitin brást þeim væntingum ekki á Reykjavík Trópík. Þeir Gaz, Danny, Mick og Rob eru eins og hugur hver annars – sveitin er afburðaþétt og vel leikandi og kaflaskiptingar voru áreynslulausar. Lög á borð við „Caught by the Fuzz“, „Richard III“, „Strange Ones“ og „Pumping on your Stereo“ hljómuðu frábærlega og í þeim var að finna sama ungæð- islega kraftinn og einkennir breið- skífur sveitarinnar. Gaz Coombes er afburðagóður gítarleikari og jafnvel enn betri söngvari og það er sama hvort um er að ræða rokklög eins og „Sitting up Straigt“ eða róleg lög á borð við „Moving“; hann skilar þeim frá sér fullkomlega. Bassaleikarinn Mick plokkaði bassann af mikilli ein- beitingu svo að unun var að fylgjast með honum en auk þess söng hann bakraddir af miklum myndugleik. Hljómborðsleikarinn Rob Coombes lék að mestu gallalaust og sama verð- ur sagt um trommarann Danny Goff- ey sem knúði sveitina áfram. Tón- leikagestir voru vel með á nótunum á tónleikunum, sungu með, dönsuðu og hoppuðu þegar svo bar undir en eins og ég voru þeir svolítið skúffaðir yfir því að Supergrass léki ekki fleiri uppklappslög. Ef til vill var þó ekki við þá að sakast þar sem hátíðinni var gert að enda kl. 01. Aðstand- endur Reykjavíkur Trópík eiga hrós skilið fyrir frábæra hátíð og það er vonandi að hún verði að árlegum við- burði – tilbreytingin frá tónleikum í Laugardalshöll og Egilshöll er nauð- synleg og tónleikagestir sýndu fram á að svona hátíð getur vel farið fram áfallalaust. Morgunblaðið/Árni Torfason Gagnrýnandi lætur vel af frammistöðu Supergrass á Reykjavík Trópík. TÓNLIST Reykjavík Trópík Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Supergrass á tónlistarhátíðinni Reykja- vík Trópík í Vatnsmýrinni, laugardaginn 3. júní. Supergrass  Höskuldur Ólafsson Gallalaust Faxafen 10 108 Reykjavík Sími: 517-5040 Fax: 517-5041 Netfang: postur@hradbraut.is Veffang: www.hradbraut.is T V E I M U R Á R U M Á U N D A N Opið hús! Opið hús verður í dag á milli kl. 14:00 og 16:00. Allir sem vilja kynna sér skólann eru velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.