Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI Götuleikhús| NOVU 2006 er yf- irskrift vinabæjamóts sem staðið hefur yfir á Akureyri undanfarna daga, en 82 ungmenni hafa unnið að ýmsum verkefnum. Í dag, laugardag, munu leikhópur og tónlistarhópur sem hafa samein- ast í götuleikhúshóp, undir stjórn Bernd Ogrodnik og hjónanna Önnu Richardsdóttur og Wolfgangs Frosta Sahr, sýna afurð vikunnar í Gilinu kl. 16. Verkið ber nafnið „Stóri ferkantaði heimurinn okkar“. Hægt er að fylgjast með á vefsíðu mótsins, www.novu.2006.com. Bláar myndir | Hallgrímur Ingólfs- son innanhússarkitekt opnar sýn- ingu á bláum myndum í Jónas Viðar Gallery í Listagili, í dag, laugardag- inn 1. júlí kl. 16. Þetta er þriðja einkasýning Hall- gríms en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 9. júlí BYKO hf. mun opna nýja verslun við Óðinsnes á Akureyri í dag, laugar- daginn 1. júlí kl. 10 en þar verður öll þjónusta fyrirtækisins undir einu þaki. Fram til þessa var reksturinn á tveimur stöðum, verslun á Glerár- torgi og timbursala á Furuvöllum. Eftir sem áður mun BYKO þjóna í senn iðnaðarmönnum sem handlögn- um heimilisfeðrum og mæðrum, sem kjósa að gera hlutina upp á eigin spýt- ur. Þá verður stór heimilisdeild í versl- uninni auk heimilistækjadeildar sem mun bjóða upp á vörur frá ELKO á hagstæðu verði. Vegleg árstíðadeild verður í versluninni þar sem vöruúr- valið kemur til með að fylgja árstíðum og hátíðum. Efnt verður til hátíðar í tilefni af opnuninni, boðið upp á veitingar og skemmtun auk þess sem ýmis tilboð og happdrætti verða í gangi alla helgina. Timburverslunin verður byggð upp sem hlaðbraut þar sem hægt er að aka bílum inn, fólk sækir vörur sínar og ekur að því búnu út aftur. Er þetta með sama sniði og í verslunum BYKO í Breiddinni og á Selfossi. Þetta fyrir- komulag hefur gefið góða raun og auð- veldar söluferlið bæði fyrir viðskipta- vini og starfsfólk. BYKO hf. er stærsta byggingavöru- verslun landsins og rekur átta bygg- ingavöruverslanir ásamt timburversl- unum, leigumörkuðum og lagnadeildum á Reykjavíkursvæðinu, Akureyri, Selfossi, Reyðarfirði, Suður- nesjum og Akranesi. BYKO var stofn- að árið 1962 og er nú hluti af Norvík- ursamstæðunni. BYKO hf. rekur einnig sérvöruverslanirnar ELKO, Intersport og Húsgagnahöllina. Byko opnar nýja verslun BYKO-verslun opnuð Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, og Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, opna nýja verslun við hátíðlega athöfn í dag. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa trú á áframhaldandi vexti á svæðinu og voru því stórhuga þegar ráðist var í byggingu verslunarinnar. ÁRBORG Flóahreppur | „Ég vil fá Listasafn Íslands til að koma með listina þaðan hingað út á lands- byggðina. Það hafa komið fulltrúar frá safninu og skoðað aðstöðuna hérna. Þeim leist vel á en það hefur ekkert orðið af þessu, stjórn safnsins sér ekki tækifærin í því. En mér finnst bara ekkert að því að sýna verk Listasafnsins hérna í skólanum, alveg eins og listaverk annarra listamanna,“ sagði Valdimar Össurarson, verð- andi ferðamálafulltrúi hins nýja Flóahrepps og umsjónarmaður félagsheimilisins Þjórsárvers í Villingaholtshreppi til sjö ára. Hann hefur unnið ötullega að uppbyggingu ferðaþjónustu í austanverðum Flóa ásamt heimafólki og ungmennafélaginu Vöku. Í Flóa- skóla er nú starfræktur listsýningarsalur og kaffihús ásamt nýstofnaðri Upplýsingamiðstöð Flóahrepps. Sýning Siggu á Grund Sýning stendur nú yfir á verkum Sigríðar Kristjánsdóttur listakonu frá Grund í Villinga- holtshreppi. Um er að ræða útskornar styttur og skúlptúra sem eiga engan sinn líka enda hefur Sigga verið nefnd drottning útskurðar- listarinnar. Margir sem skoða gripina hennar Siggu segja þá hreint náttúruundur og svo sannarlega eru þeir það, enda áferð gripanna með hreinum ólíkindum. Sýning Siggu var opnuð 17. júní í Flóaskóla og hafa um 800 manns komið og skoðað sýninguna og allir dáðst að gripunum sem þar eru til sýnis. Gest- irnir sem komu höfðu frumkvæði að því að koma á fót undirskriftalista sem liggur frammi í sýningarsalnum, en með honum eru yfirvöld menningarmála í landinu hvött til þess að veita Siggu á Grund listamannalaun svo hún geti helgað sig list sinni. Það er vel tekið á móti gestum sem koma á sýninguna og listakonan er alltaf nærtæk. Ásamt Valdimar sér Guð- björg Sigurðardóttir kona hans um starf- rækslu á „Listakaffi Þjórsárvers“ í sumar. Byggt á hugviti og hagleik „Við tókum strax þá stefnu að efla ferða- þjónustuna hérna og byggja Þjórsárver upp með það í huga. Við náðum samstarfi við hina hreppana hér í nágrenninu, Hraungerðishrepp og Gaulverjabæjarhrepp. Þetta samstarf hér í austanverðum Flóa hefur gengið mjög vel. Við unnum stefnumótun fram til ársins 2010 og höfum gert kort af svæðinu með gönguleiðum, merktum sögustöðum og leiðarlýsingum,“ sagði Valdimar en hann hefur verið mjög ötull talsmaður uppbyggingar í ferðamálum í Ár- nessýslu og á Suðurlandi öllu. „Við erum hér á mjög góðu svæði, byggðin er að lenda í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og hingað kemur fólk úr Reykjavík til að komast út úr skarkalanum, fá sér kaffi og kynnast menningunni á þessu svæði. Við leggjum áherslu á sérstöðu okkar sem felst í náttúru- farinu og menningunni og við bendum á það sem við höfum en aðrir ekki. Hérna er t.d. hug- vits- og hagleiksmenning ríkjandi í ættum sem hér hafa búið og búa ennþá. Það kemst engin byggð til jafns við þetta svæði á þessu sviði. Við höfum sett upp sýningu á þessum þáttum und- ir heitinu Hugvit og hagleikur þar sem þessir þættir voru dregnir fram,“ segir Valdimar og honum svellur móður þegar hann lýsir þeim fjársjóði sem felst í þessum menningarþáttum. Í kringum þetta hefur verið gert myndband og bók var gefin út sem heitir Hugvit og hagleikur þar sem sagt er frá hagleiksfólki og uppgötv- unum. Vilja stofna Tæknisafn Íslands „Við þessar áherslur fór ýmislegt af stað og farið var að líta til eldri muna sem til voru hér á svæðinu og hafa gildi sem merkilegar uppfinn- ingar eða hönnun. Sumir þessara muna hafa verið teknir í geymslu og farið er að huga að safni um þetta. Ferðamálanefnd Austur-Flóa hefur unnið að stofnun Tæknisafns Íslands og höfum við lagt mikla vinnu og fjármuni í þá hugmynd. Við erum bjartsýn og vonumst eftir góðri niðurstöðu í þeim efnum og teljum að hér sé rétti staðurinn fyrir slíkt safn,“ segir Valdi- mar og leggur áherslu á orð sín. Hann segir og að Þjórsárver hafi áunnið sér sess sem góður staður til ættarmóta og er vel bókaður í allt sumar sem slíkur. Félagsheimilin eru hjarta byggðarinnar Með sameiningu hreppanna þriggja í Flóa- hreppi standa hreppsbúar frammi fyrir miklu verkefni sem er að nýta félagsheimilin til menningarlegrar uppbyggingar í hinum nýja hreppi og finna þeim verkefni. „Félagsheimilin eiga góða framtíð fyrir sér og mikla möguleika sem hægt er að vinna úr. Með góðu skipulagi má nýta sérstöðu þeirra hvers um sig og ná fram góðri markaðssetningu þeirra. Hérna í byggðinni slær sterkt félagslegt hjarta. Ung- mennafélögin standa þétt á bak við félagsheim- ilin og þau hafa unnið mikið verk í uppbygging- unni hérna hvert í sínum hreppi. Það þarf ekki annað en benda á að við erum á góðri siglingu í menningarmálum, höfum hér í Þjórsárveri haldið Tónahátíð, staðið fyrir leiksýningum með góðri aðsókn og núna er myndlistin komin á kreik hjá okkur og við verðum með myndlist- arsýningar í sumar. Jón Ingi Sigurmundsson sýnir hér á eftir Siggu á Grund, eða frá 15. júlí til mánaðamót- anna júlí-ágúst. Hér hefur komið toppfólk í tónlistinni og það er því ekkert því til fyrir- stöðu að hingað geti komið listaverk í fremstu röð frá Listasafni Íslands,“ sagði Valdimar sem býr í næsta nágrenni við Flóaskóla og gef- ur starfinu mikið af tíma sínum. Hann segist lesa mikið í frítímanum sem gefst. Áður var hann vanur að síga í bjarg á Vestfjörðum enda ættaður þaðan, frá Kollsvík við Patreksfjörð. „Bjargsigið hef ég stundað frá unga aldri en nú orðið fer maður hægar í þetta og fuglinn er líka að hverfa vegna ætisleysis á þessum slóðum. Þetta fer saman með tímaskorti hjá mér svo það er sjálfgefið að hægja á í bjargferðum,“ segir Valdimar Össurarson ferðamálafulltrúi í Flóahreppi. Valdimar Össurarson ferðamálafulltrúi vill að sem flestir fái notið listar á landsbyggðinni Listasafn Íslands komi með listaverk sín út á land Morgunblaðið/Sverrir Öflugur Seig áður í björg en einbeitir sér nú að uppbyggingarstarfi. ÞAÐ verður líf og fjör í Hrísey um helgina, fyrsta Avion- mótið í siglingum á kænum fer þar fram í dag og einnig verður hin árlega Skeljahátíð haldin í fimmta sinn. Nú í vikunni hafa allir bestu siglingamenn landsins verið í æfingabúðum í eynni undir stjórn Hafsteins Ægis Geirssonar Ólympíufara, en siglingamennirnir eru frá Akureyri, Hafnarfirði og Reykjavík. Ljómandi aðstaða er fyrir æfingabúðir af þessu tagi í Hrísey, að sögn Rúnars Þórs Björnssonar, formanns Siglingaklúbbsins Nökkva á Akureyri, enda yfirleitt nægur vindur til staðar á þessum slóðum. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til Avion-móts í sigl- ingum á kænum, en Avion Group er nýr bakhjarl Sigl- ingasambands Íslands. Þá má gera ráð fyrir að margir leggi leið sína í Hrísey til að fylgjast með árlegri Skeljahátíð, en mikið verður um dýrðir í kringum hana. Gestum mun m.a. gefast kost- ur á að bragða á bláskel, kynnast framleiðsluferlinu og fræðast um bláskelina. Að auki ætla skútueigendur á Eyjafjarðarsvæðinu að sigla seglum þöndum að Hrísey og koma þar saman um helgina og munu þeir án efa setja sinn svip á hátíðahöldin sem fyrir eru. Líf og fjör, siglingar og skeljar í Hrísey um helgina Ljósmynd/Rúnar Þór Seglum þöndum Siglingamenn hafa verið í æfingabúðum við Hrísey í vik- unni og í dag hefst keppni á fyrsta Avion-mótinu sem þar verður haldið. Sigling Hafsteinn Ægir Geirsson, ólympíufari og sigl- ingakappi, á siglingu. Með honum í för var Ásdís, 11 ára gömul systir hans, sem greinilega hafði gaman af.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 176. tölublað (01.07.2006)
https://timarit.is/issue/284573

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

176. tölublað (01.07.2006)

Aðgerðir: