Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 21 ERLENT q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. M IX A • fí t • 6 0 3 2 9 Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal List og saga „Andlit Þjórsdæla – mannlíf fyrr og nú“. Málverkasýning Hlífars Snæbjörnssonar. Athyglisverð sölusýning á landslags- málverkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Með krafta í kögglum! Sýning á myndum Halldórs Péturssonar listmálara við Grettissögu. Kynnið ykkur orkumannvirki sem kemur á óvart. Blöndustöð, Húnaþingi Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjöl- skylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Ísland í augum innflytjenda Hvaða sýn hafa innflytjendur á land og þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda. Skemmtidagskrá margar helgar í sumar. Ljósafossstöð við Sog JAPANIR eru einkum þekktir fyrir þrennt; vinnusemi, virðingu fyrir menningararfinum og langlífi. Þessi atriði japansks samfélags eru flestum kunn og gjarnan talin því til hróss. Nú bendir hins vegar margt til að síðastnefnda at- riðið sé að snúast upp í mikið efnahagslegt vandamál og byrði á komandi kynslóðir. Þetta má lesa úr tölum nýs manntals í Japan sem birtar voru í gær en þar kemur fram að hlutfall Japana sem eru 65 ára og eldri er kom- ið upp í 21 prósent og er nú það hæsta í veröld- inni. Samkvæmt manntalinu voru 127,76 millj- ónir manna búsettar í Japan í fyrra og er því um 26,82 milljónir eldri borgara að ræða. Til samanburðar koma Ítalir næstir með um 20 prósenta hlutfall eldri borgara en Þjóð- verjar eru í þriðja sæti með 18,8 prósent. Að sögn talsmanna Hagstofu Íslands er hlutfallið á Íslandi hins vegar 11,7 prósent. Vandinn er engu minni á hinum enda aldursstigans því að hlutfall barna í Japan sem eru yngri en 14 ára er nú það lægsta í heiminum, eða 13,6 pró- sent. Til samanburðar er þetta hlutfall 14 prósent á Ítalíu, 14,3 prósent í Þýskalandi og 21,8 prósent á Íslandi. Þetta lága hlutfall ungmenna í sam- félaginu á sér margvíslegar orsakir, efnahagslegar og félagslegar, sem um margt endurspegla breytta lífshætti í þróuðum iðnaðarsamfélögum þar sem jafn- vægi er að skapast í atvinnuþátttöku kynjanna. Þannig eru 59,9 prósent kvenna í Japan, sem eru á aldrinum 25 til 29 ára, ókvænt sem er 5,9 prósenta aukning frá síðasta manntali frá árinu 2000. Þá er hlutfall ókvæntra kvenna á aldrinum 30 til 34 ára 32,6 prósent og hefur það aukist um 6 prósent frá síðasta manntali. Hlutfall ógiftra karla hefur einnig hækkað og er nú 47,7 prósent fyrir aldurshópinn 30 til 34 ára og hefur aukist um 4,8 prósent frá síðasta manntali. Færri fæðingar á hverja konu og færri hjónabönd en áður þýða að jap- önsku þjóðinni fækkar smátt og smátt. Þetta þýðir að æ færri launamenn greiða skatta sem geta nýst til að standa straum af kostn- aðarsamri velferðarþjónustu við eldri borgara í þessu næststærsta hagkerfi heims. Þá hefur fækkun ungmenna í för með sér lakari nýtingu á ýmsum innviðum samfélags- ins, auk þess að leiða til óhagkvæmari sam- félagsþjónustu í mörgum tilvikum. Einnig get- ur slík þróun haft félagslegar afleiðingar með því að leiða til aukins innflutnings erlends vinnuafls í framtíðinni til að vega upp á móti skorti á vinnuafli. Fjórði hver Japani 65 ára eða eldri árið 2015 Stjórnvöld hafa hins vegar ekki staðið að- gerðalaus andspænis þessu vandamáli og hafa meðal annars farið af stað með verkefni sem felur í sér aukna barnagæslu og aðgerðir sem eiga að hvetja karla til að fara í feðraorlof. Þá hafa borgaryfirvöld víða jafnvel stigið það skref að stofna stefnumótaþjónustur til að að- stoða fólk við að finna maka, að sögn vefsíðu dagblaðsins Mainichi. Þar segir einnig að jap- önsk stjórnvöld áætli að árið 2015 muni fjórði hver Japani verða eldri en 65 ára en þriðji hver íbúi landsins árið 2050. Japanir þjóða elstirEftir Baldur Arnarsonbaldura@mbl.is Japanir lifa lengi. París. AFP. | Osama bin Laden, leið- togi al-Qaeda hryðjuverkasamtak- anna, varaði við því í nýrri hljóðupp- töku sem birt var í gær að samtökin myndu halda áfram árásum í Írak þrátt fyrir dauða Abu Musab al- Zarqawi, leiðtoga samtakanna al- Qaeda í Írak, fyrr í mánuðinum. Enn á þó eftir að staðfesta að upp- takan sé ósvikin þótt slíkt sé talið afar líklegt. Í upptökunni, sem birtist á íslamskri vefsíðu, fór bin Laden fögrum orðum um al-Zar- qawi og sagði hann „ljón íslam og heilags stríðs sem heiðraði ekki að- eins fjölskyldu sína og þjóðflokk sinn heldur einnig allt mannkyn“. Þá hvatti hann jórdönsk stjórnvöld til að heimila greftrun „hetjunnar“ al- Zarqawi. „Við munum halda baráttunni áfram og þannig þurrausa sjóði ykk- ar, myrða menn ykkar svo að her- sveitir ykkar þurfi að snúa sigraðar til heimkynna sinna, líkt og við gerð- um í Sómalíu,“ sagði bin Laden og beindi orðum sínum því næst að George W. Bush Bandaríkjaforseta. „Ekki eyða of miklum tíma í fagn- aðarlæti. Merki heilags stríðs hefur ekki fallið. Því verður haldið á lofti af öðru ljóni íslam. Við munum halda baráttunni gegn þér áfram í Írak, Afganistan, í Sómalíu og í Súdan.“ Ný upptaka frá Osama bin Laden Bin Laden Haag. AFP. | Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, lagði í gær fram formlega afsögn stjórnar sinnar á fundi með Beatrix Wilhelm- ina Armgard drottningu, deginum eftir að formenn flokksins Demó- kratar 66 tilkynntu að þeir hefðu ekki áhuga á að halda stjórnarsam- starfinu áfram. Talið er að rekja megi ástæður formanna Demókrata 66 fyrir að slíta stjórnarsamstarfinu fyrst og fremst til framgöngu Rita Verdonk, ráðherra innflytjendamála, í máli þingkonunnar Ayaan Hirsi Ali, sem Verdonk, eða „Járn Rita“ eins og hún er kölluð, svipti ríkisborgara- rétti eftir að hún viðurkenndi að hafa sagt ósatt við umsókn um landvist- arleyfi fyrir fjórtán árum. Mál Ali, sem er af sómölsku bergi brotin og heimskunn fyrir andstöðu sína við íslamska öfgamenn, var afar umdeilt og leiddi það til þess að Ver- donk dró ákvörðun sína til baka. Beatrix drottning mun nú ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokka um hvort efna eigi þegar í stað til nýrra kosninga, ellegar leita leiða til að mynda minnihlutastjórn Kristilega demókrataflokksins, flokks Balken- ende, og fyrrverandi samstarfs- flokks hans, Frjálslynda flokksins. Stjórnin í Hollandi fallin ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.