Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
FYRSTA ákæruliðnum í endur-
ákæru í Baugsmálinu var í gær vísað
frá Héraðsdómi Reykjavíkur þar
sem Arngrími Ísberg héraðsdómara
þótti ekki koma nægjanlega skýrt
fram hvernig sú atburðarás sem þar
er lýst brjóti gegn lögum.
Dómurinn hafnaði hins vegar
kröfu verjenda um að ákærunni
verði vísað frá í heild. Verjendur sak-
borninga eiga, lögum samkvæmt,
ekki kost á að kæra þann úrskurð til
Hæstaréttar. Sigurður Tómas
Magnússon, settur ríkissaksóknari í
málinu, hefur þó þann kost sem
fulltrúi ákæruvaldsins að kæra nið-
urstöðuna, innan þriggja sólar-
hringa, og sagði hann í gær að hann
teldi miklar líkur á að það yrði gert.
Í fyrsta ákæruliðnum, sem er viða-
mikill, er Jón Ásgeir Jóhannesson,
forstjóri Baugs Group, sakaður um
fjárdrátt, en til vara umboðssvik, í
þeirri atburðarás sem endaði með
því að Baugur eignaðist Vöruvelt-
una, félag sem átti og rak 10–11-
verslanirnar.
Í ákærunni segir að Jón Ásgeir
hafi beitt stjórn Baugs blekkingum
og setið beggja vegna borðsins þegar
Baugur keypti Vöruveltuna, þar sem
hann var bæði forstjóri Baugs og eig-
andi Vöruveltunnar. Þar segir að
Baugur hafi greitt 325 milljónum
meira fyrir hlutafé Jóns Ásgeirs í
Vöruveltunni en hann hafði greitt
fyrir það, og teljist það tap Baugs.
Jón Ásgeir hafi þó ekki hagnast um
nema 200 milljónir þar sem hann hafi
haft af þessum viðskiptum talsverð-
an kostnað.
Óhagstæð viðskipti
Í rökstuðningi dómara kemur
fram að verknaðarlýsingin í fyrsta
ákæruliðnum sé alls ekki lýsing á
fjársvikum, heldur verði ekki betur
séð en ákært sé fyrir að stunda við-
skipti sem vera kunni að hafi verið
óhagstæð fyrir Baug hf., en mögu-
lega hagstæð fyrir Jón Ásgeir og
aðra. Þar sem ekki komi skýrt fram
hvernig verknaðurinn sem lýst er
eigi að falla undir skilgreiningu á
fjárdrætti sé óhjákvæmilegt að vísa
þessum ákærulið frá, með vísan í lög
um meðferð opinberra mála.
Í úrskurðinum segir einnig að
skrifleg greinargerð upp á 2½ blað-
síðu, eins og fylgir fyrsta ákæruliðn-
um, eigi ekki heima í ákæruskjali,
skýrt sé í lögum hvað eigi að koma
fram í ákæru, og annað eigi þar ekki
heima.
Tveir af verjendum, þeir Gestur
Jónsson og Jakob Möller, kröfðust
þess að málinu yrði vísað frá í heild
sinni hvað varðar umbjóðendur
þeirra, Jón Ásgeir og Tryggva Jóns-
son, þar sem alvarlegir ágallar hafi
verið á rannsókn málsins. Þessu
hafnaði dómarinn, og segir í úr-
skurðinum að meðferð málsins hing-
að til hafi ekki leitt í ljós neina þá
meinbaugi á rannsókn lögreglu sem
gætu varðað frávísun. Þó er tekið
fram að þessi úrskurður girði ekki
fyrir að til frávísunar geti komið á
síðari stigum, komi eitthvað fram við
meðferð málsins fyrir dómi sem ekki
verði bætt úr.
Alltaf yfirheyrður sem vitni
Brynjar Níelsson, verjandi Jóns
Geralds Sullenbergers, krafðist
einnig frávísunar fyrir hönd skjól-
stæðings síns, með þeim rökum að
tekin hafi verið ákvörðun um það við
rannsókn málsins að ákæra ekki Jón
Gerald, og það gangi gegn rétti hans
að breyta þeirri ákvörðun. Í úrskurð-
inum fellst dómari ekki á þessi rök,
og vísar til þess að við yfirheyrslur
hafi Jón Gerald ávallt haft réttar-
stöðu vitnis, ekki sakbornings. Hann
hafi því ekki verið sakaður um ólög-
legt athæfi, og því ekki hægt að taka
ákvörðun um að kæra hann ekki.
Fyrsta ákærulið endurákæru í Baugsmálinu vísað frá dómi en kröfum verjenda um frávísun hafnað
Ekki fjárdráttur
heldur viðskipti
Morgunblaðið/Eggert
Ákæruvaldið hefur þrjá sólarhringa til að kæra úrskurð héraðsdóms.
„MARKMIÐIÐ með útgáfu ákæru er vissulega að fá
dómstólana til að kveða upp efnisdóm í málinu, um sak-
fellingu eða sýknu. Þessi úrskurður er auðvitað ekki
skref í þá átt hvað þennan ákærulið varðar,“ sagði Sig-
urður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í
Baugsmálinu, eftir að hafa kynnt sér úrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur í gær.
Við meðferð málsins fyrir dómstólum sagði Sigurður
Tómas málið viðamesta efnahagsbrotamál sem upp hafi
komið hér á landi. Hann sagði það ekki sitt að meta
hvort þessi skilgreining standist eftir að fyrsta ákæruliðnum hafi verið vís-
að frá. Skilgreiningar á efnahagsbrotum séu mjög víð og ljóst að þetta mál
sé afar mikið að umfangi. Hvaða orð sé viðeigandi að nota í því samhengi
verði aðrir að dæma um.
„Þetta er mjög viðamikið mál og það eru mörg brýn úrlausnarefni sem
eru í þessum ákæruliðum sem ákæruvaldið hefur talið nauðsynlegt að fá
skorið úr um af dómstólum,“ sagði Sigurður.
Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari
Brýn úrlausnarefni fyrir
dómstóla í ákæruliðnum
„ÞETTA kemur ekki á óvart, þetta er niðurstaða sem ég
átti von á varðandi fyrsta ákæruliðinn,“ sagði Gestur
Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eftir að
úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur féll í gær.
„Þetta er sá liður ákærunnar sem er lang alvarleg-
astur gagnvart Jóni Ásgeiri. Í þessum ákærulið er hann
sakaður um fjársvik, auðgunarbrot þar sem hann átti að
hafa auðgast sjálfur á kostnað Baugs. Það eru auðvitað
mjög alvarlegar ásakanir. Hinir ákæruliðirnir eru ekki
þess eðlis, þótt alvarlegir séu, að þeir séu á nokkurn hátt
sambærilegir við hinn fyrsta,“ sagði Gestur.
Spurður hvað eftir standi af Baugsmálinu sagði hann fyrst og fremst um
að ræða formbrot; hvernig bókhald hafi verið fært, hvort peningum, sem
allir komu til baka, hafi verið ráðstafað með réttum hætti og hvort risna
forstjóra og aðstoðarforstjóra hafi verið hæfileg. Einnig sitji eftir spurn-
ingar um hvort Baugur hafi verið látinn greiða kostnað umfram það sem
eðlilegt sé af svokölluðum skemmtibát í Flórída.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs
Niðurstaða sem búist var
við í alvarlegasta liðnum
NIÐURSTAÐA Héraðsdóms Reykjavíkur að hafna kröfu
Jóns Geralds um frávísun á hans þætti málsins kom verj-
anda Jóns, Brynjari Níelssyni, á óvart. Verjendur eiga
þó ekki rétt á því að kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar.
„Ég er mjög ósáttur við þetta,“ sagði Brynjar. Hann
sagði afar erfitt að taka því að umbjóðandi sinn þurfi að
ganga í gegnum alla aðalmeðferðina í málinu áður en
Hæstiréttur fái að taka afstöðu til þess hvort frávís-
unarkrafan hafi verið réttmæt. Ef dæmt verði í málinu í
héraðsdómi, og þeim dómi skotið til Hæstaréttar, geti
rétturinn vísað ákærunni frá á grundvelli þeirrar kröfu sem nú hafi verið
hafnað í héraðsdómi, og sleppt því að taka efnislega á þætti Jóns Geralds.
Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds
Ósáttur við að geta ekki
kært niðurstöðuna
ÁHÖFNIN á frönsku keppn-
isskútunni Les Vedettes de Bre-
hat í siglingakeppninni Skippers
d’Islande milli Frakklands og Ís-
lands kom langfyrst í mark í
Reykjavík á fyrsta legg keppn-
innar í gær. Í gærmorgun var
skútan nærri 200 mílum á undan
næsta keppanda. Frá Reykjavík
verður siglt til Grundarfjarðar og
þaðan verður ræst að nýju til
Frakklands. Keppnin hófst á Pa-
impol á Bretaníuskaga 24. júní og
náði Vedettes forskoti á keppi-
nautana 18 með þeim árangri sem
varð ljós í gær. Auk þess má
nefna að skútan var nálægt því að
slá eigið hraðamet.
Skipstjóri Les Vedettes de Bre-
hat er 24 ára frönsk kona, Serv-
ane Escoffiure og sagði hún við
komuna í gær að ferðin hefði
gengið ágætlega. „Það var ekki
svo hvasst þegar við sigldum frá
Frakklandi og þegar við fórum
framhjá Írlandi var ennþá stillt
veður,“ sagði hún. „En síðustu
þrjá dagana höfum við fengið tals-
verðan vind og náðum góðri stefnu
og hraða. Við fórum upp í 350 míl-
ur á sólarhring, eða um 15,5 hnúta
á klukkustund.“
Skútan er 50 fet að lengd og
sérsmíðuð fyrir kappsiglingu um
hnöttinn. Hún er gerð til að ná
góðum hraða á lensinu og einnig
til að haga sér vel þegar henni er
stýrt upp í ölduna. Skrokkurinn er
ávalur, úr karbonefnum, og húsið
lágt og straumlínulagað.
Sarvane sagði mestu máli skipta
á siglingunni að passa upp á
áhöfnina og brjóta ekki bátinn.
Vindur og sjávargangur getur
ógnað áhöfninni og því mikilvægt
að fylgjast vel með veðurspám á
leiðinni. Af keppnisskútunum 19
eru tvær konur skipstjórar að
Sarvane meðtalinni. Með henni í
áhöfn eru Loise Duc, Francois Gu-
illou og Liz Argley. Áhöfnin hefur
nú lokið við um 1.200 sjómílur af
heildarvegalengdinni sem er um
2.600 mílur.
„Fengum talsverðan vind
og náðum góðum hraða“
Morgunblaið/RAX
Sarvane í broddi fylkingar ásamt áhöfninni og lukkudýrinu Fröken Mörgæs.
LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja-
vík mun fella niður kærur á hendur
tveimur útlendingum og Íslendingi út
af meintu skjalafalsi þremenninganna
gagnvart Íslandsbanka.
Í janúar voru þremenningarnir
handteknir eftir að hafa reynt að
stofna til viðskipta við Íslandsbanka
en skjöl sem þeir lögðu fram voru tal-
in vafasöm. Málið snerist að mestu
um bankaábyrgð frá belgískum
banka upp á 60 milljónir evra og lagði
lögregla hald á skjalið. Hefur málið
verið í rannsókn síðan.
Í bréfi frá embætti lögreglustjóra
til eins hinna grunuðu og lögfræði-
deildar bankans er sagt að mennirnir
hafi verið yfirheyrðir en ekki liggi fyr-
ir gögn í málinu sem sýni að þre-
menningarnir hafi haft vitneskju um
að skjalið væri falsað. Komið hafi
fram að skjalið sé frá erlendum að-
ilum og leitað hafi verið til Interpol
um aðstoð við rannsókn. Málið sé enn
óupplýst og ekki þyki vera næg efni
til að halda rannsókn þess áfram.
Hætt við
rannsókn á
meintu
skjalafalsi