Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 43 LANDSMÓT HESTAMANNA DAGSKRÁIN á landsmótinu á Vindheimamelum var ósvikin vara. Sannkölluð stóðhestaveisla beið gesta í morgunsárið en fjögurra vetra hestar riðu á vaðið í yfirlits- sýningu. Kraftur frá Efri-Þverá stóð þar efstur með einkunnina 8,35 og skaust þar með fram fyrir Krák frá Blesastöðum sem er ein- ungis kommu á eftir, með 8,34 í að- aleinkunn. Trostan frá Auðs- holtshjáleigu er síðan þriðji í flokknum með 8,28. Segja má að Otur frá Sauðár- króki komi sterkur inn í fimm vetra flokknum því Þeyr frá Akra- nesi, sem er annar í röðinni, er undan Otri og efsti hestur, Vil- mundur frá Feti, er undan Orra Oturssyni. Aðaleinkunn Vilmundar er 8,56 og Þeys 8,55. Gaumur frá Auðsholtshjáleigu er næstur með 8,53. Kúvending varð í sex vetra flokknum frá forsýningunni en Eldjárn frá Tjaldhólum hækkaði stórum upp í fyrri einkunnir, með aðaleinkunnina 8,53, m.a. fékk hann tíu fyrir vilja og geðslag. Fursti frá Stóra-Hofi kemur næst- ur með 8,51 og þá Gígjar frá Auðs- holtshjáleigu. Mestu tíðindin urðu þó í elsta flokknum, sjö vetra og eldri, en þar var heimsmet slegið, hvorki meira né minna. Stáli frá Kjarri hlaut hæfileikaeinkunnina 9,09, aðalein- kunn 8,76, og er þar með hæst dæmdi stóðhestur í heimi. Næstur er Þokki frá Kýrholti með 8,64 og Aðall frá Nýjabæ þriðji með 8,64. B-flokksgæðingar reyndu með sér í milliriðli og sem fyrr er Rökkvi frá Hárlaugsstöðum efstur, kemur inn í úrslitin með ein- kunnina 8,57. Annar er Muggur frá Hafsteinsstöðum með 8,57 og þriðji Röðull frá Kálfholti, 8,54. Í A- flokknum er Geisli frá Sælukoti enn efstur með 8,74, Þóroddur frá Þóroddsstöðum er næstur með 8,64 og Skugga-Baldur frá Litla-Dal á hæla honum með 8,63. B-úrslit verða riðin í dag í A- og B-flokkum og getur einn úr hvorum flokki unnið sér þátttökurétt í A-úrslit- unum á morgun. Í úrslitunum er feti og stökki sleppt og því von á breytingum á ný á efstu hestum – fyrir vikið ríkir spenna fram á síð- ustu stundu. Í B-úrslitunum í töltinu í gær- kvöldi varð efstur Skúmur frá Neðri-Svertingsstöðum, knapi Hin- rik Bragason, og fékk þar með far- seðil í A-úrslitin í kvöld sem verða án efa þrælskemmtileg. Stáli frá Kjarri með heimsmet Morgunblaðið/Eyþór Stáli frá Kjarri setti heimsmet í kynbótadómi stóðhesta í gær. Knapinn er Daníel Jónsson. Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur og Ingveldi Geirsdóttur HINRIK Ólafsson leikari lét fara vel um sig í brekkunni ásamt fjölskyldunni þegar yfirlitssýning stóðhesta fór fram. „Ég kom á miðvikudaginn og þetta er stórkostlegt mót, svæðið hérna er miklu betra en ég hafði gert mér grein fyrir að það gæti orðið.“ Aðspurður hvernig honum lítist á mannlífið segir Hinrik að hann sé nú lítið að fylgjast með því, heldur séu það hestarnir sem hann horfi á. Hann dæsir þegar hann er spurður hvaða hest honum lítist best á og segir að erfitt sé að gera upp á milli. „Vil- mundur frá Feti, Eldjárn frá Tjaldhól- um, Blíða frá Flögu eru nokkur sem má nefna og það sem mér finnst athygl- isverðast við þetta er hvað ungu kyn- bótahrossin skila miklu hérna. Þau koma nánast fullsköpuð fram,“ segir Hinrik og er greinilega hamingjusamur með landsmótið í ár. Kom til að horfa á hestana Hinrik, Drífa, Blær, Þóra, Máni, Elísabet, Ísak og hundurinn Stalíon láta fara vel um sig í brekkunni. Morgunblaðið/Eyþór BRITTA Larsen sat í brekk- unni og smurði sér samloku með hangikjöti og baunasal- ati. Britta er frá Danmörku en talar íslensku þar sem hún vann í sveit á Íslandi fyr- ir hátt í tuttugu árum. „Eftir að ég varð stúdent kom ég hingað til að vinna með hesta og fór á landsmót í fyrsta skipti árið 1986 og þetta er fjórða mótið mitt. Mér líst vel á og hef mjög gaman af. Þetta landsmót er betra en árið 2000, en ég fór síðast þá, og hestarnir eru frábærir. Ég sjálf er með sex íslenska hesta í Danmörku og er að rækta svolítið.“ Britta kom á þriðjudaginn með vinkonu sinni og hefur hitt mikið af Dönum á svæð- inu. Aðspurð hvort henni finnist svona íslensk hangi- kjötssamloka góð segir hún svo vera en að hún borði hana aðeins þegar hún sé stödd hér á landi, hún sé ekk- ert að smyrja svona samloku úti í Danmörku. Britta Larsen smyr sér samloku með hangikjöti og salati í landsmótsbrekkunni í góða veðrinu á Vindheimamelum í gær. Smyr samloku í brekkunniGUÐMAR Þór Pétursson tamn-ingamaður og reiðkennari hefurfylgst með keppninni allan tímann en er einnig búinn að vera með kennslu við Hólaskóla þessa viku. Hann býr nú úti í Ameríku og er því ekki að keppa á þessu landsmóti. „Ég kom til landsins með hóp af Ameríkönum í kennslu-, landsmóts- og hestaferð í bland, þeim líst vel á þetta og eru ánægðir með hrossin.“ Guðmar er á því að hestarnir í ár séu magnaðir og batni með hverju árinu. „Þetta hefur aldrei verið betra. Mér finnst mótið fara vel af stað, svæðið lítur vel út og mannlífið er gott og ég vona að þetta haldi áfram svona fram á sunnudag.“ Guðmar vill ekkert segja til um hver sé uppáhalds hestur hans á mótinu. „Þeir eru svo margir að það er ómögulegt að gera upp á milli þeirra, það er frábær hestakostur hérna og ansi margir sem maður vildi taka með sér heim.“ Guðmar keppti síðast á landsmóti fyrir fjórum árum á Vindheimamelum og þótt hann keppi ekki í ár mega Íslendingar eiga von á að sjá hann á landsmótsvellinum aft- ur að einhverjum tíma liðnum. Með hóp af Ameríkönum Guðmar Þór segir hestakostinn á landsmótinu í ár vera frábæran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.