Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TVEIR fyrrverandi kaupmenn sem voru við veiðar í Leirvogsá í fyrra- dag, þeir Júlíus Jónsson og Eiríkur Sigurðsson, veiddu að sögn Júlíusar tvo af þeim þremur löxum sem þeir fundu í ánni. „Það hefur verið mjög rólegt í Leirvogsá fyrstu dagana,“ sagði Júlíus. „En kannski er að ræt- ast úr þessu núna, veiðivörðurinn í Korpu sagði að 50 laxar hefðu geng- ið í ána í gærmorgun, kannski hefur komið ganga í Leirvogsá um leið.“ Leirvogsá hefur síðustu ár verið með bestu meðalveiði á laxi á stöng yfir landið. Kropp hefur verið í Stóru-Laxá, einn og einn fiskur að nást á land, en veiðimenn hafa séð til fiska á göngu síðustu daga. Veiðimenn sem veiddu á svæði 3 í fyrradag náðu einum á spún við Stapa, en sáu fiska á tveim- ur eða þremur öðrum stöðum. Fréttir berast af einum og einum stórum laxi, nálægt tuttugu pund- unum. Einn slíkur veiddist á dög- unum á maðk í Efri-Kistu í Miðfjarð- ará. Veiðin hefur heldur betur glæðst í Gljúfurá í Borgarfirði; eftir að hafa gefið níu laxa fyrstu vikurnar var hollið sem lauk veiðum í gær komið með tíu laxa og veiddust þeir víða í ánni. Veiðin á Seglbúðasvæðinu í Gren- læk var mjög góð fyrstu dagana. Um 70 fiskar komu á land, aðallega væn- ar bleikjur. Þá berast þær fregnir einnig frá Strengjum, sem fara þar með veiðina, að sjóbleikja sé að gefa sig í Breiðdalnum. Þar eru um 300 komnar á land og slangur af urriða. 12 punda urriði í Aðaldal Lesandi sendi okkur frásögn af Jóni Gunnari Benjamínssyni, sem var við veiðar í Mjósundi ofan Æð- arfossa í Laxá í Aðaldal. Hann setti í vænan urriða á Dimmbláar- keilutúpu, sem heyrir ekki til tíðinda í sjálfu sér á þessu gjöfula veiði- svæði, heldur hitt að þegar farið var að gera að fiskinum kom í ljós að í maga þessa sex punda silungs var fleira en mýpúpur og hornsíli, nefni- lega tveir æðarungar. Annar hálf- meltur en hinn hafði nýlega orðið ránfiskinum að bráð. Og meira af stórurriða í Laxá. Hannes Reynisson veiddi einn tólf punda urriða við Heiðarenda fyrir helgina. Fiskurinn tók mjög vel í og héldu menn að hér væri um lax að ræða. Oft veiðast töluvert stórir urriðar í Laxá, en þá oftast sex til átta pund. Tólf pund er mjög sjaldgæft, að sögn Atla Vigfússonar á Laxamýri. Í dag hefst veiði í mörgum lax- veiðiám, einkum norðanlands og austan. Æðarungar í maga urriðans Eiríkur Sigurðsson og Júlíus Jónsson með laxana sem komu úr Leirvogsá. Hannes með 12 punda urriðann sem hann veiddi í Laxá í Aðaldal. veidar@mbl.is STANGVEIÐI SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands- björg stendur fyrir verkefni nú í sumar sem gengur út á að fjórar björgunarsveitir verða staðsettar á hálendinu í sjö vikur, eða frá 30. júní til 18. ágúst. Þar munu sveit- irnar aðstoða ferðamenn og veita þeim upplýsingar í þeim tilgangi að fækka slysum en á hverju ári verða nokkur slík á hálendinu. Einnig munu björgunarsveitirnar, í sam- vinnu við Vegagerðina, merkja vöð og aðrar hættur. „Það hefur orðið mikil aukning á útköllum björgunarsveita yfir sum- artímann og við viljum gera okkar besta til að geta brugðist við því,“ segir Jón Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Landsbjargar um verkefnið. „Það munu á hverjum tíma verða fjórar björgunarsveitir á mismunandi stöðum á hálendinu, á Kjalvegi og nágrenni, Sprengi- sandsleið, Fjallabaksleiðum og á svæðinu norðan Vatnajökuls.“ Jón segir að björgunarsveitirnar séu að vanda skipaðar sjálfboðaliðum en fleiri hafi boðið fram krafta sína en nauðsyn var á og því hafi ekki skapast vandamál við að manna þær. Mikill ávinningur Markmið verkefnisins verður fjórþætt. Að hafa björgunarsveitir til reiðu á hálendinu, að merkja vöð og aðrar hættur á hálendinu, að fækka slysum og að veita ferða- mönnum aðstoð og upplýsingar. Þannig munu björgunarsveitirnar, til dæmis, verða í betri stöðu til að koma þeim ferðamönnum til hjálpar sem fest hafa bíl sinn í miðri á og veita þeim upplýsingar um hvernig best sé að fara yfir til að koma í veg fyrir slík mistök í framtíðinni. Að sögn Landsbjargar er mikill ávinningur í því að hafa björgunar- sveitir staðsettar uppi á hálendinu. Þá er hægt að hefja rannsóknar- vinnu, skipuleggja fyrstu leit og koma á tengslum við síðasta þekkta stað á mun skemmri tíma en ella. Mikilvægt er því að björgunarsveit- irnar verði í góðu sambandi við skála- og landverði að minnsta kosti einu sinni í viku. Neyðarlínan mun svo verða upplýst um stöðu og stað- setningu björgunarsveitanna sem taka þátt í verkefninu. Það mun að hluta til verða gert í gegnum nýtt ferilvöktunarforrit sem Landsbjörg er að þróa í samvinnu við Símann og fleiri aðila. Verkefnið mun að sögn ekki hafa kostnað í för með sér fyrir Lands- björg. Björgunarsveitirnar eru mannaðar sjálfboðaliðum og gert er ráð fyrir að olíukostnaður bílanna verði greiddum með styrkjum frá Flugleiðum, Alcan og Pokasjóði. Ferðafélag Íslands og Útivist bjóða upp á gistinu í skálum sínum fyrir björgunarsveitarmenn og að auki er verkefnið unnið í samvinnu við Neyðarlínuna og lögregluna. Björgunarsveitir aðstoða ferðamenn á hálendinu í sumar Morgunblaðið/Eggert Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, við höfuðstöðvarnar. Samkvæmt talningum Ferða- málastofu í Leifsstöð heimsóttu rúmlega 31 þúsund erlendir ferða- menn Íslands í maí síðastliðnum. Er þetta aukning um 12,5% miðað við maí í fyrra og hafa þar með 104.500 erlendir ferðamenn komið hingað til lands frá áramótum sem er 7,6% meira en í fyrra. Ársæll Harðarson, forstöðumað- ur markaðssviðs Ferðamálastofu bendir á að á síðastliðnum 4 árum hafi orðið næstum 70% aukning ferðamanna í maí. Þetta sé í sam- ræmi við þá stefnu sem unnið hafi verið eftir, að lengja ferðamanna- tímann og fjölga ferðamönnum ut- an mesta háannatímans. Það sem af er ári fjölgar ferða- mönnum frá öllum aðal-markaðs- svæðum en mest frá Norður- Ameríku. Einnig hefur gestum fjölgað frá löndum utan hinna hefðbundnu markaðssvæða Ís- lands. Ferðamönnum í maí fjölgaði um 12,5% AUSTANSTORMUR og úrhelli setti allt úr skorðum hjá fólki á tjaldstæðinu á Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum í gærmorgun og var lögreglan kölluð til aðstoðar ásamt starfsmönnum áhaldahúss bæj- arins. Taka þurfti niður tjöld og fellihýsi og var fólki leiðbeint með tjaldstæði í skjóli í miðbænum. Var hjálparliðið að sinna málum frá klukkan 9 til hádegis en skömmu síðar skánaði veðrið. Talsverð vos- búð hrjáði fólkið en mikill fjöldi gesta er í Eyjum vegna Shellmóts- ins í knattspyrnu. Stormur og úrhelli í Eyjum PERSÓNUVERND hefur kveðið upp úrskurð vegna rafrænnar vöktunar á veitingastað en kvört- un þess efnis hafði borist frá stéttarfélagi starfsmanns sem hafði verið sagt upp störfum. Kom uppsögnin í kjölfar þess að tiltekin brot hans náðust á mynd- band. Persónuvernd taldi að vöktunin færi fram í þágu öryggis- og eignavörslu og væri eðlileg enda yrðu veitingastaðir að uppfylla margvíslegar kröfur um holl- ustuhætti. Hins vegar taldi stofn- unin að brotið hefði verið gegn lögum um persónuvernd þar sem starfsmenn hefðu ekki verið fræddir og upplýstir um vökt- unina, eins og skylt væri að gera. Þessi niðurstaða er í samræmi við fyrri úrskurði Persónuvernd- ar um rafræna vöktun á vinnu- stöðum. Telur rafræna vöktun í lagi STÁLPAÐUR drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl á gatnamótum Gler- árgötu og Þórunnarstrætis á Ak- ureyri um hádegið í gær. Var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri með fótbrot. Lögreglan segir ekki hafa verið um að ræða hraðakstur á gatnamótunum en mikil umferð hafi hinsvegar verið þegar slysið átti sér stað, auk þess sem drengurinn var hjálmlaus á hjólinu. Drengur varð fyrir bíl VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra afhjúpaði í gær styttu eftir Steinunni Þórarins- dóttur myndhöggvara í Vík í Mýr- dal. Verkið er til minningar um sjó- menn á Íslandsmiðum undanfarnar aldir, bæði þá sem fórust og þá sem bjargað var og einnig björg- unarmenn þeirra. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpaði annað verk sömu gerðar fyrir viku í Hull á Englandi en fjölmargir breskir sjómenn hafa látist á mið- unum hér við land. Listamaðurinn sagði við það tilefni að verkin spegli hvort annað yfir hafið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Til minningar um sjómenn á Íslands- miðum BÍLL valt á Snæfellsnesvegi, skammt austan við Langá, síðdeg- is í gær. Einn farþegi var í bílnum auk ökumanns. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Borg- arnesi fór betur en á horfðist og hvorki ökumaður né farþegi slös- uðust alvarlega en báðir voru í bíl- beltum. Bifreiðin er aftur á móti gjörónýt. Bílvelta á Snæfellsnesvegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.