Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TVEIR fyrrverandi kaupmenn sem
voru við veiðar í Leirvogsá í fyrra-
dag, þeir Júlíus Jónsson og Eiríkur
Sigurðsson, veiddu að sögn Júlíusar
tvo af þeim þremur löxum sem þeir
fundu í ánni. „Það hefur verið mjög
rólegt í Leirvogsá fyrstu dagana,“
sagði Júlíus. „En kannski er að ræt-
ast úr þessu núna, veiðivörðurinn í
Korpu sagði að 50 laxar hefðu geng-
ið í ána í gærmorgun, kannski hefur
komið ganga í Leirvogsá um leið.“
Leirvogsá hefur síðustu ár verið
með bestu meðalveiði á laxi á stöng
yfir landið.
Kropp hefur verið í Stóru-Laxá,
einn og einn fiskur að nást á land, en
veiðimenn hafa séð til fiska á göngu
síðustu daga. Veiðimenn sem veiddu
á svæði 3 í fyrradag náðu einum á
spún við Stapa, en sáu fiska á tveim-
ur eða þremur öðrum stöðum.
Fréttir berast af einum og einum
stórum laxi, nálægt tuttugu pund-
unum. Einn slíkur veiddist á dög-
unum á maðk í Efri-Kistu í Miðfjarð-
ará.
Veiðin hefur heldur betur glæðst í
Gljúfurá í Borgarfirði; eftir að hafa
gefið níu laxa fyrstu vikurnar var
hollið sem lauk veiðum í gær komið
með tíu laxa og veiddust þeir víða í
ánni.
Veiðin á Seglbúðasvæðinu í Gren-
læk var mjög góð fyrstu dagana. Um
70 fiskar komu á land, aðallega væn-
ar bleikjur. Þá berast þær fregnir
einnig frá Strengjum, sem fara þar
með veiðina, að sjóbleikja sé að gefa
sig í Breiðdalnum. Þar eru um 300
komnar á land og slangur af urriða.
12 punda urriði í Aðaldal
Lesandi sendi okkur frásögn af
Jóni Gunnari Benjamínssyni, sem
var við veiðar í Mjósundi ofan Æð-
arfossa í Laxá í Aðaldal. Hann setti í
vænan urriða á Dimmbláar-
keilutúpu, sem heyrir ekki til tíðinda
í sjálfu sér á þessu gjöfula veiði-
svæði, heldur hitt að þegar farið var
að gera að fiskinum kom í ljós að í
maga þessa sex punda silungs var
fleira en mýpúpur og hornsíli, nefni-
lega tveir æðarungar. Annar hálf-
meltur en hinn hafði nýlega orðið
ránfiskinum að bráð.
Og meira af stórurriða í Laxá.
Hannes Reynisson veiddi einn tólf
punda urriða við Heiðarenda fyrir
helgina. Fiskurinn tók mjög vel í og
héldu menn að hér væri um lax að
ræða.
Oft veiðast töluvert stórir urriðar
í Laxá, en þá oftast sex til átta pund.
Tólf pund er mjög sjaldgæft, að sögn
Atla Vigfússonar á Laxamýri.
Í dag hefst veiði í mörgum lax-
veiðiám, einkum norðanlands og
austan.
Æðarungar í maga urriðans
Eiríkur Sigurðsson og Júlíus Jónsson með laxana sem komu úr Leirvogsá.
Hannes með 12 punda urriðann sem
hann veiddi í Laxá í Aðaldal.
veidar@mbl.is
STANGVEIÐI
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands-
björg stendur fyrir verkefni nú í
sumar sem gengur út á að fjórar
björgunarsveitir verða staðsettar á
hálendinu í sjö vikur, eða frá 30.
júní til 18. ágúst. Þar munu sveit-
irnar aðstoða ferðamenn og veita
þeim upplýsingar í þeim tilgangi að
fækka slysum en á hverju ári verða
nokkur slík á hálendinu. Einnig
munu björgunarsveitirnar, í sam-
vinnu við Vegagerðina, merkja vöð
og aðrar hættur.
„Það hefur orðið mikil aukning á
útköllum björgunarsveita yfir sum-
artímann og við viljum gera okkar
besta til að geta brugðist við því,“
segir Jón Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Landsbjargar um
verkefnið. „Það munu á hverjum
tíma verða fjórar björgunarsveitir á
mismunandi stöðum á hálendinu, á
Kjalvegi og nágrenni, Sprengi-
sandsleið, Fjallabaksleiðum og á
svæðinu norðan Vatnajökuls.“ Jón
segir að björgunarsveitirnar séu að
vanda skipaðar sjálfboðaliðum en
fleiri hafi boðið fram krafta sína en
nauðsyn var á og því hafi ekki
skapast vandamál við að manna
þær.
Mikill ávinningur
Markmið verkefnisins verður
fjórþætt. Að hafa björgunarsveitir
til reiðu á hálendinu, að merkja vöð
og aðrar hættur á hálendinu, að
fækka slysum og að veita ferða-
mönnum aðstoð og upplýsingar.
Þannig munu björgunarsveitirnar,
til dæmis, verða í betri stöðu til að
koma þeim ferðamönnum til hjálpar
sem fest hafa bíl sinn í miðri á og
veita þeim upplýsingar um hvernig
best sé að fara yfir til að koma í
veg fyrir slík mistök í framtíðinni.
Að sögn Landsbjargar er mikill
ávinningur í því að hafa björgunar-
sveitir staðsettar uppi á hálendinu.
Þá er hægt að hefja rannsóknar-
vinnu, skipuleggja fyrstu leit og
koma á tengslum við síðasta þekkta
stað á mun skemmri tíma en ella.
Mikilvægt er því að björgunarsveit-
irnar verði í góðu sambandi við
skála- og landverði að minnsta kosti
einu sinni í viku. Neyðarlínan mun
svo verða upplýst um stöðu og stað-
setningu björgunarsveitanna sem
taka þátt í verkefninu. Það mun að
hluta til verða gert í gegnum nýtt
ferilvöktunarforrit sem Landsbjörg
er að þróa í samvinnu við Símann
og fleiri aðila.
Verkefnið mun að sögn ekki hafa
kostnað í för með sér fyrir Lands-
björg. Björgunarsveitirnar eru
mannaðar sjálfboðaliðum og gert er
ráð fyrir að olíukostnaður bílanna
verði greiddum með styrkjum frá
Flugleiðum, Alcan og Pokasjóði.
Ferðafélag Íslands og Útivist bjóða
upp á gistinu í skálum sínum fyrir
björgunarsveitarmenn og að auki er
verkefnið unnið í samvinnu við
Neyðarlínuna og lögregluna.
Björgunarsveitir
aðstoða ferðamenn
á hálendinu í sumar
Morgunblaðið/Eggert
Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, við höfuðstöðvarnar.
Samkvæmt talningum Ferða-
málastofu í Leifsstöð heimsóttu
rúmlega 31 þúsund erlendir ferða-
menn Íslands í maí síðastliðnum.
Er þetta aukning um 12,5% miðað
við maí í fyrra og hafa þar með
104.500 erlendir ferðamenn komið
hingað til lands frá áramótum sem
er 7,6% meira en í fyrra.
Ársæll Harðarson, forstöðumað-
ur markaðssviðs Ferðamálastofu
bendir á að á síðastliðnum 4 árum
hafi orðið næstum 70% aukning
ferðamanna í maí. Þetta sé í sam-
ræmi við þá stefnu sem unnið hafi
verið eftir, að lengja ferðamanna-
tímann og fjölga ferðamönnum ut-
an mesta háannatímans.
Það sem af er ári fjölgar ferða-
mönnum frá öllum aðal-markaðs-
svæðum en mest frá Norður-
Ameríku. Einnig hefur gestum
fjölgað frá löndum utan hinna
hefðbundnu markaðssvæða Ís-
lands.
Ferðamönnum
í maí fjölgaði
um 12,5%
AUSTANSTORMUR og úrhelli
setti allt úr skorðum hjá fólki á
tjaldstæðinu á Herjólfsdal í Vest-
mannaeyjum í gærmorgun og var
lögreglan kölluð til aðstoðar ásamt
starfsmönnum áhaldahúss bæj-
arins. Taka þurfti niður tjöld og
fellihýsi og var fólki leiðbeint með
tjaldstæði í skjóli í miðbænum. Var
hjálparliðið að sinna málum frá
klukkan 9 til hádegis en skömmu
síðar skánaði veðrið. Talsverð vos-
búð hrjáði fólkið en mikill fjöldi
gesta er í Eyjum vegna Shellmóts-
ins í knattspyrnu.
Stormur og
úrhelli í Eyjum
PERSÓNUVERND hefur kveðið
upp úrskurð vegna rafrænnar
vöktunar á veitingastað en kvört-
un þess efnis hafði borist frá
stéttarfélagi starfsmanns sem
hafði verið sagt upp störfum.
Kom uppsögnin í kjölfar þess að
tiltekin brot hans náðust á mynd-
band.
Persónuvernd taldi að vöktunin
færi fram í þágu öryggis- og
eignavörslu og væri eðlileg enda
yrðu veitingastaðir að uppfylla
margvíslegar kröfur um holl-
ustuhætti. Hins vegar taldi stofn-
unin að brotið hefði verið gegn
lögum um persónuvernd þar sem
starfsmenn hefðu ekki verið
fræddir og upplýstir um vökt-
unina, eins og skylt væri að gera.
Þessi niðurstaða er í samræmi
við fyrri úrskurði Persónuvernd-
ar um rafræna vöktun á vinnu-
stöðum.
Telur rafræna
vöktun í lagi
STÁLPAÐUR drengur á reiðhjóli
varð fyrir bíl á gatnamótum Gler-
árgötu og Þórunnarstrætis á Ak-
ureyri um hádegið í gær. Var hann
fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri með fótbrot. Lögreglan
segir ekki hafa verið um að ræða
hraðakstur á gatnamótunum en
mikil umferð hafi hinsvegar verið
þegar slysið átti sér stað, auk þess
sem drengurinn var hjálmlaus á
hjólinu.
Drengur
varð fyrir bíl
VALGERÐUR Sverrisdóttir utan-
ríkisráðherra afhjúpaði í gær
styttu eftir Steinunni Þórarins-
dóttur myndhöggvara í Vík í Mýr-
dal.
Verkið er til minningar um sjó-
menn á Íslandsmiðum undanfarnar
aldir, bæði þá sem fórust og þá sem
bjargað var og einnig björg-
unarmenn þeirra. Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpaði
annað verk sömu gerðar fyrir viku í
Hull á Englandi en fjölmargir
breskir sjómenn hafa látist á mið-
unum hér við land. Listamaðurinn
sagði við það tilefni að verkin
spegli hvort annað yfir hafið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Til minningar
um sjómenn
á Íslands-
miðum
BÍLL valt á Snæfellsnesvegi,
skammt austan við Langá, síðdeg-
is í gær. Einn farþegi var í bílnum
auk ökumanns. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni í Borg-
arnesi fór betur en á horfðist og
hvorki ökumaður né farþegi slös-
uðust alvarlega en báðir voru í bíl-
beltum. Bifreiðin er aftur á móti
gjörónýt.
Bílvelta á
Snæfellsnesvegi