Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK THE LAKE HOUSE kl. 6 - 8:15 - 10:30 CARS M/ENSKU TALI kl. 6 - 8:30 - 11 BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 6 - 8:30 KEEPING MUM kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.I. 12.ÁRA. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 6:10 - 8:20 B.I. 14.ÁRA. SLITHER kl. 11 B.I. 16.ÁRA. MI : 3 kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA. FRÁ FRAMLEIÐENDUM „THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“ SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eeee V.J.V, Topp5.is HVERNIG ÁTTU AÐ HALDA Í ÞANN SEM ÞÚ HEFUR ALDREI HITT. FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is eeee VJV, Topp5.is S.U.S. XFMeee Kvikmyndir.is eee S.V. MBL. eee L.I.B. Topp5.is KVIKMYNDIR.IS FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR ENDURGERÐINA AF „DAWN OF THE DEAD“ eee VJV, Topp5.is eee Kvikmyndir.is eeee V.J.V, Topp5.is HVERNIG ÁTTU AÐ HALDA Í ÞANN SEM ÞÚ HEFUR ALDREI HITT. FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA LAKEHOUSE kl. 8 - 10 BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 2 - 5 CARS M/ENSKU TALI kl. 2 - 5 KEEPING MUM kl. 8 - 10 B.I. 12 ÁRA FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.I. 12 CLICK kl. 1 - 3:15 - 5:45 - 8 - 10:10 B.I. 10 BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 1 - 3:15 Skemmtistaðurinn NASA viðAusturvöll var troðfullur áfimmtudagskvöldið þegar hljómsveitin HAM steig þar á svið á sínum fyrstu eigin tónleikum í hálfan áratug, eða frá því sveitin kom fram á tónleikum á Gauki á Stöng 14. júní árið 2001. Síðan þá hefur HAM komið opinberlega fram í tvígang – hún hitaði upp fyrir Rammstein í Laugardalshöll árið 2001 og spilaði ásamt fjöl- mörgum öðrum listamönnum á Náttúrutónleikunum í Höllinni í upphafi þessa árs.    Eins og margir vita lagði HAMupp laupana eftir fræga tón- leika í Tunglinu 4. júní árið 1994. Þá naut sveitin engra gríðarlegra vinsælda, en hún naut hins vegar þeim mun meiri virðingar á með- al afmarkaðs hóps fólks. Þessi hópur mætti á flesta tónleika HAM, keypti plöturnar og hélt í henni lífinu. Það var svo ekki fyrr en HAM hætti að hún fór að njóta einhverra vinsælda fyrir al- vöru, þá varð hún að einhvers konar költ-hljómsveit sem þótti töff að hlusta á – og þykir greini- lega enn. Á tónleikunum á fimmtudaginn voru vissulega margir gamlir HAM-aðdáendur, en einnig mátti sjá fólk sem vissi trúlega ekki hvaða hljómsveit HAM var þegar hún hætti. Þar á meðal voru stórir hópar ungs fólks sem hafa ef til vill uppgötv- að HAM eftir að hafa séð kvik- myndina Sódóma Reykjavík, þar sem sveitin lék stórt hlutverk. Til samanburðar má nefna að hljóm- sveitin Todmobile er í hálfgerðu „comebacki“ þessa dagana, en menn virðast einhvern veginn ekki vera eins æstir yfir því og endurkomu HAM. Með fullri virð- ingu fyrir hinni ágætu hljómsveit Todmobile þá virðist ekki vera flott að hlusta á hana. En það er töff að fíla HAM.    Þeir Sigurjón, Óttarr, Björn,Arnar, Jóhann og Flosi komu á svið um klukkan ellefu og hófu tónleikana með nýju lagi sem hlotið hefur nafnið „Í ham“, en að sögn hljómsveitarmeðlima var lagið samið um síðustu helgi. Það heyrðist strax frá fyrstu mínútu að sveitin er í gríðarlega góðu formi, vel æfð og mjög þétt. Eftir hina óvæntu opnun tóku kunn- uglegri tónar við og lög eins og „Dimitri“, „Animalia“ og „Bulldo- zer“ fengu að hljóma, áheyr- endum til ómældrar gleði. Stemn- ingin var gríðarleg, fremst voru þeir sem njóta vildu tónleikanna til hins ítrasta með því að „slamma“ í takt og kasta sér út í skarann, en aftar voru svo þeir sem rólegri voru (og eldri). Ann- að nýtt lag, „Veður gott“ hljóm- aði svo skömmu fyrir uppklapp, kröftugt lag en kannski ekki á meðal þess besta sem komið hef- ur frá sveitinni. Næstsíðasta lagið var svo hið besta á tónleikunum, lagið „Musculus“ en síðasta lag fyrir uppklapp var þriðja nýja lagið þetta kvöld, lagið „Svik- semi“ sem heyrst hefur í útvarp- inu að undanförnu, en hljómar hins vegar mun betur á tón- leikum. Eftir stutt en kröftugt uppklapp tóku þeir félagar þrjú lög, „Svín“ og hið frábæra „Mani- festo“, en það hefur líklega ekki komið neinum á óvart að síðasta lagið var mesti slagari sveit- arinnar fyrr og síðar, lagið „Partýbær“. Allt ætlaði um koll að keyra enda útfærslan flott, en þó hefði mátt heyrast meira í orgelinu sem gerir mikið fyrir lagið. Í stuttu máli var annars um mjög góða tónleika að ræða og sveittir tónleikagestir gengu út á Austurvöll með bros á vör.    Það sem HAM hefur fram yfirmargar aðrar góðar hljóm- sveitir er að hún hefur sitt eigið „sánd“, það hljómar engin önnur hljómsveit eins og hún. Þessi kostur er gulls ígildi í dag þegar hver hljómsveitin hljómar eins og sú næsta, sérstaklega á sviði rokktónlistar. Í viðtali hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu gaf Sigurjón Kjart- ansson í skyn að mögulega væri von á nýrri plötu frá HAM. Nú er bara að bíða og sjá hvort ekki verði af því, og vonandi að sveit- in geti staðið undir þeim miklu væntingum sem til hennar eru gerðar. Endurkoma költ-sveitar ’Það sem Ham hefurfram yfir margar aðrar góðar hljómsveitir er að hún hefur sitt eigið „sánd“, það hljómar engin önnur hljómsveit eins og hún. ‘ Morgunblaðið/Jim Smart Óttarr Proppé og Sigurjón Kjartansson voru í ham á NASA á fimmtudagskvöld. jbk@mbl.is AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.