Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 1
Sigur Rós kom tónleikagestum í óskiljanlegt ástand í Hróarskeldu | 50 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA VEGALENGDIR VIÐ ALLRA HÆFI! Rígmontnir Íslendingar Lesbók | …mælir með  Okkar maður, okkar silfraði heimur  Börn | Sumarævintýri í sveitinni  Verðlaunaleikur  Myndasögur Íþróttir | Þýskaland í fjögurra liða úrslit  Öryggisgæsla hert MIKIL gleði ríkti í Þýskalandi í gær vegna sigurs Þjóðverja á Argent- ínumönnum, 4:2, í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum lauk með jafntefli, 1:1, í heimsmeistarakeppninni í fót- bolta. Hundruð þúsunda manna fylgjast hér með leiknum við Brand- enborgarhliðið í Berlín. „Við erum sannfærðir um að við getum orðið heimsmeistarar,“ sagði einn þýsku leikmannanna, Torsten Frings. „Hvers vegna ættum við ekki að komast alla leið úr því að við sigr- uðum Argentínumenn?“ | D2 Reuters „Við getum orðið heimsmeistarar“ ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánsvextir sjóðsins hækki um 0,10 prósent og verði 4,95%. Lán með sérstöku uppgreiðsluálagi verða með 0,25% lægri vöxtum eða 4,70%. Vextir Íbúðalánasjóðs eru nú hærri en vextir húsnæðislána viðskiptabankanna þriggja. Hjá Glitni og Landsbankanum eru vextirnir 4,90%, en lægstir eru þeir hjá KB banka eða 4,75%, sem er 0,20 prósentum lægra en hjá ÍLS. Hækkunin kemur í kjölfar tilkynningar ríkis- stjórnarinnar fyrr í vikunni þess efnis að frá og með deginum í dag muni annars vegar hámarkslán sjóðsins lækka úr 18 milljónum króna í 17 milljónir, og hins vegar lánshlutfall lækka úr 90% í 80%. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs byggist á ávöxt- unarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 29. júní sl., ásamt vegnum fjármagnskostnaði upp- greiðslna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboði íbúðabréfa og uppgreiddra ÍLS-veðbréfa eru 4,25%. Þá hefur stjórn Íbúðalánasjóðs lagt það til við fé- lagsmálaráðherra að hækka vaxtaálag sjóðsins um 0,10% og hefur ráðherra fallist á þá tillögu. Við breytingarnar verður vaxtaálag vegna rekstrar 0,25%, varasjóðs 0,20%, og uppgreiðsluáhættu 0,25% eða samtals 0,70%. Vextir Íbúðalánasjóðs hækka í 4,95% í kjölfar verðbréfaútboðs Vextir sjóðsins eru núna hærri en vextir viðskiptabankanna Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is 21 ÁRS gamall hermaður, Bashir Ali, sem er hálfur Íslendingur og hálfur Breti og gegnir herþjónustu í breska hernum í Afganistan, slapp naum- lega þegar hann og félagar hans lentu í átökum við liðsmenn talibana í landinu á dögunum. Að sögn breska blaðsins Daily Mail lentu mennirnir í hörðum skotbardaga og féllu tveir breskir hermenn í átökunum. Torfi Geirmundsson, faðir Bashir Ali, segir son sinn atvinnuhermann í fallhlífasveit breska hersins og hafi hann hlotið þjálfun sem leyniskytta. Bashir hafi verið við störf í Afganist- an í tvo mánuði. Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla hafi Bashir sloppið með skrekkinn, en skot hafi hafnað í byssubelti hans. Torfi segir að áður en Bashir hélt til Afganistan hafi hann starfað fyrir breska herinn í Írak um þriggja mánaða skeið og verið við gæslu við landamæri Sýrlands. Svo hafi hann dvalist í Bretlandi skamma hríð áður en hann hélt til Afganistan. „Þetta eru fyrstu raunverulegu átökin sem hann lendir í,“ segir Torfi. Bashir hefur búið í Englandi alla ævi en þeir Torfi halda reglulegu sambandi og hefur Bashir komið af og til í heimsókn til Íslands. Frá því að hann hélt til Afganistans hafa þeir feðgar verið í tölvupóstsamskiptum, að sögn Torfa. „Hann varð 21 árs 26. júní síðastliðinn. Ég hef verið að reyna að ná sambandi við hann vegna afmælisins en tókst ekki. Ég fékk pata af því að eitthvað hefði gerst og las þetta svo í [bresku] blöðunum,“ segir Torfi. Íslendingur slapp naumlega úr skotárás Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „TIL ÞESS að hægt sé að breyta Háskóla Íslands í frambærilegan rannsóknaháskóla þar sem boðið er upp á samkeppnisfært framhalds- nám í mörgum vísindagreinum þarf fyrst að gjörbylta bókasafnsmálun- um því að ekki er hægt að stunda rannsóknir af neinu viti á háskóla- stigi án þess að auðvelda aðgang að helstu verkum, tímaritum, skýrslum og greinargerðum innan hinna ólíku fræði- og vísindagreina sem kenndar eru við skólann,“ segir Guðni Elís- son, dósent í almennri bókmennta- fræði við Háskóla Íslands, í grein í Lesbók í dag. Guðni ber saman þær upphæðir sem Háskóli Íslands ver til rita- kaupa og fjárhæðirnar sem úrvals- skólar á borð við Harvard-háskóla leggja í bókakaup. Samanburðurinn er Háskóla Íslands ekki hagstæður. Árið 2004 varði Harvard-háskóli u.þ.b. 7,5 milljörðum króna til bóka- kaupa en á þessu ári mun Háskóli Ís- lands verja 36 milljónum króna til þess að kaupa bækur. Bylta þarf bókasafns- málum HÍ  Lesbók | 6 AÐGERÐUM á einkasjúkrahúsum í Danmörku fjölgaði um 33% á síðasta ári. Þessi þróun stafar af því að danska ríkið greiðir kostnaðinn af aðgerðum á einkasjúkrahúsunum ef biðin eftir aðgerðum á ríkissjúkra- húsunum er lengri en tveir mánuðir. Í fyrra gengust 27.000 Danir undir aðgerð á einkasjúkrahúsunum á kostnað ríkisins. Fréttavefur danska ríkisútvarps- ins hefur eftir Kjeld Møller-Peter- sen, prófessor í heilsuhagfræði, að það sé af hinu góða að danskir sjúk- lingar hafi áttað sig á þeim mögu- leika að leita til einkasjúkrahúsanna vegna biðlistanna. „Orðrómur hefur verið á kreiki um að á ríkissjúkra- húsunum hafi menn ekki verið sér- lega duglegir við að upplýsa sjúk- linga um tveggja mánaða regluna. En það virðist ekki skipta máli og það er gleðilegt.“ Berlingske Tidende segir að búist sé við að þessum aðgerðum haldi áfram að fjölga. Stjórnvöld vinni þess vegna að því að stytta biðlista og spara þannig um leið fjármuni. Dönsk einkasjúkra- hús í sókn ♦♦♦ Lesbók, Börn, Íþróttir í dag NOTKUN farsíma við akstur er að minnsta kosti jafnhættuleg og ölvunarakstur – ef ekki hættulegri – samkvæmt rannsókn vísindamanna við Utah- háskóla í Bandaríkjunum, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Rannsóknin staðfestir einnig þá niðurstöðu fyrri rannsókna að einu gildi hvort ökumenn noti hand- frjálsan búnað eða ekki. Vísindamennirnir segja að nú séu komnar nægar sannanir fyrir hættunni til að réttlæta bann við allri farsímanotkun við akstur. Farsímar jafnhættulegir og ölvun við stýrið STOFNAÐ 1913 176. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.