Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LAGT er til að keyptar verði þrjár
nýjar, stórar og langdrægar björg-
unarþyrlur fyrir Landhelgisgæsluna
en að TF-LIF þyrla Gæslunnar verði
seld og TF-SIF verði áfram hjá
Gæslunni, samkvæmt skýrslu með
tillögum um framtíðarskipulag
þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi.
Skýrslan var kynnt í ríkisstjórninni í
gær af Birni Bjarnasyni dómsmála-
ráðherra. Stefnt er að því, að ákvörð-
un um útboð um kaup á nýjum þyrl-
um verði tekin í september eða
október.
Skýrslan var unnin af þeim Stefáni
Eiríkssyni, þáverandi skrifstofu-
stjóra dómsmálaráðuneytis, Leifi
Magnússyni, verkfræðingi og Georg
Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgis-
gæslunnar. Vinna þeirra byggðist á
þeirri ákvörðun, sem dóms- og
kirkjumálaráðherra kynnti í ríkis-
stjórn 24. mars 2006, að þyrlusveit
Landhelgisgæslu Íslands yrði efld í
áföngum, fyrst með leigu á þyrlum og
nánu samstarfi við nágrannaþjóðir og
síðan til langframa með kaupum eða
leigu á nýjum þyrlum.
Ríkisstjórnin samþykkti í maí, að
samið yrði um leigu á tveimur þyrl-
um, annarri af Super Puma gerð og
hinni af Dauphin gerð, til viðbótar
þeim tveimur þyrlum, sem Landhelg-
isgæslan rekur nú. Hefur verið geng-
ið frá leigusamningum vegna þessara
þyrlna og taka þeir gildi 1. október
2006. Jafnframt hefur verið gengið
frá samningi við fyrirtækið Norsk
Helikopter um leigu á fullbúinni
Super Puma björgunarþyrlu frá og
með 1. maí 2006.
Ekki unnt að fá þyrlur
fyrr en 2010–2015
Í skýrslunni er fjallað um það,
hvernig þyrlum Landhelgisgæsla Ís-
lands skuli búin til langframa og er
megintillagan, að með útboði verði
leitað eftir kaupum á þremur nýjum,
stórum, langdrægum björgunarþyrl-
um, en auk þess verði Dauphin-þyrl-
an TF-SIF áfram í rekstri. Talið er,
að miðað við stöðu á alþjóðlegum
þyrlumarkaði sé ekki við því að bú-
ast, að unnt verði að fá nýjar þyrlur,
sem fullnægi þeim kröfum, sem gera
verði, fyrr en á árunum 2010 til 2015.
Gert er ráð fyrir að fullnægjandi
starfsgeta þyrlubjörgunarsveitarinn-
ar verði tryggð með leiguþyrlum þar
til nýjar þyrlur verða keyptar.
Þá er lagt til að viðbragðsáætlanir
þyrlubjörgunarsveitar verði endur-
skoðaðar og sveigjanleiki í störfum
hennar aukinn. Ferðir varðskipa með
þyrlueldsneyti verði skipulagðar með
björgunarverkefni í samvinnu við
þyrlur í huga. Þá verði rætt við norsk
stjórnvöld um samstarf við kaup á
nýjum, stórum, sérhönnuðum björg-
unarþyrlum. Stefnt verði að því að út-
boðsauglýsing verði birt eins fljótt og
kostur er.
Þá gerir starfshópurinn ráð fyrir
því, að unnið verði að nánu samstarfi
þjóða við Norður-Atlantshaf um sam-
vinnu í leit og björgun á hafinu, þar á
meðal með samnýtingu á þyrlukosti.
Framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu kynnt í ríkisstjórn
TF-LIF verði seld og
þrjár þyrlur keyptar
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Lagt er til að björgunarþyrlan TF-LIF verði seld og TF-SIF verði áfram hjá
Gæslunni, í skýrslu um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustunnar.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
SJÓSUNDKAPPINN
Benedikt S. Lafleur
ætlar að synda svo-
kallað Reykjavík-
ursund næstkomandi
laugardag en þá mun
Benedikt synda í
þremur áföngum
meðfram strand-
lengju höfuðborg-
arinnar alls rúmlega
20 kílómetra leið.
Sundið verður há-
punkturinn á und-
irbúningi Benedikts
fyrir sund sem hann
ætlar að ráðast í yfir Ermarsundið
einn dag á tímabilinu 30. ágúst til 5.
september undir yfirskriftinni
„Synt gegn mansali – til varnar
sakleysinu“.
Benedikt hefur Reykjavík-
ursundið í Nauthólsvík kl. 03 að-
faranótt laugardags „Ég hef verið
að þróa þetta Reykjavíkursund
undanfarin tvö ár. Ég mun synda í
þremur áföngum á einum degi um-
hverfis Reykjavík eins og hægt er,“
segir Benedikt.
Hann ætlar að synda þetta
ósmurður í köldum sjónum. „En tek
pásur á milli áfanganna og hlýja
mér í heitum pottum. Aðalviðkomu-
staðurinn verður við bækistöðvar
Lýsis [við Örfirirsey] um kl. 13 á
laugardaginn, en þar lýkur öðrum
áfanga sundsins, sem er erfiðasti
hluti þess.“
Benedikt ætlar svo að ljúka sund-
inu við Bryggjuhverfi í Grafarvogi
milli kl. 19 og 20 á laugardags-
kvöldið.
Menn úr Björgunarsveitinni Ár-
sæli munu fylgja Benedikt alla leið-
ina og Stefán Ingi, aðstoðarmaður
Benedikts, mun hjálpa honum að
landi. Þá mun Jón Karl Helgason
kvikmyndagerðarmaður taka sund-
ferðina upp. Benedikt tengir sundið
hugsjón um baráttu gegn mansali
og safnar áheitum. Rennur ágóði af
söfnunarfénu í Sjóð Sakleysis. Er
honum er ætlað að styrkja þau
verkefni sem sporna gegn al-
þjóðlegri klámvæðingu, einkum
mansali og kynferðislegri misnotk-
un á konum og börnum.
Sjósundkappinn Benedikt S. Lafleur
undirbýr Ermarsundssundið af kappi
Benedikt S. Lafleur sjósundkappi.
Ætlar að synda 20 km
við strendur Reykjavíkur
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
TENGLAR
..............................................
http://www.ermasund.is
FLUGMÁLASTJÓRN Keflavík-
urflugvallar fól á dögunum einkaað-
ilum að annast öryggisleit á farþeg-
um sem koma til landsins frá löndum
sem eru utan Evrópusambandsins
(ESB). Sýslumanninum á Keflavík-
urflugvelli hafa borist kvartanir
vegna eftirlitsins og starfsmenn
embættisins hafa verið inntir eftir
því hverju það sæti að farþegar þurfi
að ganga í gegnum öryggisleit sem
framkvæmd er af einkaaðilum við
komuna til landsins. Að sögn heim-
ildarmanna Morgunblaðsins hefur
málið einnig valdið nokkru uppnámi
meðal annarra öryggisstarfsmanna
flugvallarins, svo sem tollvarða og
lögreglumanna, sem telja eftirlitið
þess eðlis að opinberir starfsmenn
eigi að annast það. Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra tekur undir
skoðanir starfsmanna flugvallarins,
en í samtali við blaðið sagðist hann
telja að eftirlit af þessu tagi væri
best komið undir stjórn lög-
reglustjóra.
Flugvernd ófullnægjandi
Forsögu málsins má rekja til þess
að í febrúar sl. heimsóttu aðilar á
vegum eftirlitsstofnunar Evrópska
efnahagssvæðisins flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar og komust að þeirri nið-
urstöðu að ýmis atriði er vörðuðu
flugvernd væru ófullnægjandi. Al-
varlegustu athugasemdirnar voru
gerðar við þá staðreynd að örygg-
isleit á komufarþegum frá löndum
utan ESB var ekki fyrir hendi. Flug-
málastjórn Keflavíkurflugvallar
brást við athugasemdum eftirlits-
stofnunarinnar með því að leita sam-
starfs við tvö einkarekin örygg-
isþjónustufyrirtæki; Securitas og
Öryggismiðstöð Íslands. Að sögn
Stefáns Thordersen, yfirmanns ör-
yggissviðs Flugmálastjórnar Kefla-
víkurflugvallar, var tímarammi flug-
vallaryfirvalda til að bregðast við
vandanum, sem var til vansa fyrir
flugvöllinn, mjög knappur. Flug-
málastjórn hafi því ekki séð annan
kost færan við mönnun þeirra stöðu-
gilda sem þörf var á en að leita sam-
starfs við öryggisþjónustufyrirtækin
tvö. Stefán bendir á að þótt ekki sé
um opinbera starfsmenn að ræða
sem sæti ábyrgð að starfsmannalög-
um séu gerðar sömu faglegu kröfur
til öryggisvarðanna og gerðar séu til
annarra aðila sem sinni sambærilegu
eftirliti á alþjóðlegum flugvöllum.
Þannig hafi allir sem starfi við ör-
yggisleitina þurft að standast bæði
verkleg og skrifleg próf er varða ör-
yggisleit á flugvöllum. Stefán bendir
jafnframt á að allir starfsmenn séu
undir stöðugu eftirliti aðalvarð-
stjóra, sem er opinber starfsmaður á
vegum Flugmálastjórnar Keflavík-
urflugvallar. „Það má því segja að
við gerum sömu kröfur til þessara
starfsmanna og starfsmanna hins
opinbera og sömu faglegu forsendur
liggja ætíð að baki“ segir Stefán.
Auk þess bendir hann á að leitin sæti
eftirliti Flugmálastjórnar Íslands og
erlendra fagaðila á borð við eftirlits-
stofnun Evrópska efnahagssvæð-
isins og alþjóðaflugmálastofnunina,
sem nú hafa báðar viðurkennt fyr-
irkomulag öryggisleitarinnar í
komusal Keflavíkurflugvallar.
Vilja ekki að öryggi sé fórnað
á kostnað einkaframtaksins
Aðspurður um hvort fé flugvall-
aryfirvalda væri ekki betur varið til
annarra verkefna en öryggisleitar á
komufarþegum segir Stefán það ekki
flugvallaryfirvalda að ákveða. „Það
skiptir litlu hvaða skoðun við höfum
á því, við sem starfsmenn íslenska
ríkisins þurfum einfaldlega að starfa
eftir þeim lögum og reglum sem ís-
lensk stjórnvöld hafa samþykkt sem
landslög,“ segir Stefán.
Páll Winkel, framkvæmdastjóri
Landssambands lögreglumanna,
segir sambandið vera á móti fyr-
irkomulagi öryggisleitarinnar af al-
gjörum grundvallarástæðum. „Ör-
yggisgæsla hlýtur alltaf að eiga að
falla undir verksvið ríkisins og op-
inberra starfsmanna, þar sem hún
snýst alltaf að hluta til um að halda
uppi allsherjarreglu og standa vörð
um þjóðaröryggi“ segir Páll og bend-
ir á að einkarekin öryggisleit á Kast-
rup-flugvelli hafi fengið slæma út-
reið af hálfu eftirlitsnefndar ESB á
dögunum. Í úttektinni, sem enn hef-
ur ekki verið gerð opinber, kemur
meðal annars fram að öryggiseftirliti
á Kastrup-flugvelli sé stórlega
ábótavant og í raun sé það algjörlega
ófullnægjandi í þeirri mynd sem það
er í dag. Danskir þingmenn úr öllum
flokkum hafa krafist þess að öryggis-
málum verði komið í eðlilegt horf. Í
Danmörku var ákvörðun stjórnvalda
um að fela einkafyrirtæki rekstur ör-
yggisleitar á flugvellinum harðlega
gagnrýnd á sínum tíma og telja
margir að nú sé kominn fótur fyrir
þeirri gagnrýni. Páll segir að þróun-
in hér á landi virðist vera sú að lög-
regluvald sé í auknum mæli tekið úr
höndum lögreglu og fært í hendur
einkaaðila. Vegagerðinni hafi til að
mynda verið færðar ákveðnar vald-
heimildir sem samkvæmt öllum
grundvallarsjónarmiðum opinbers
réttarfars og refsiréttar ættu að tak-
markast við lögreglumenn. Þá hafi
sjónarmið um auknar valdbeiting-
arheimildir öryggisvarða verið viðr-
uð í skýrslu dómsmálaráðuneytisins
um verkskil einkarekinnar örygg-
isþjónustu og löggæslu. Lands-
samband lögreglumanna hafi gert al-
varlegar athugasemdir við þá
skýrslu og sem betur fer hafi ekkert
orðið af framkvæmd þeirra hug-
mynda sem þar hafi verið nefndar.
„Öryggisfyrirtæki eru óneitanlega
rekin í hagnaðarskyni og þar með
eru öryggissjónarmið hugsanlega
fyrir borð borin,“ segir Páll. Hann
tekur fram að hann hafi ekkert á
móti einkavæðingu sem slíkri og í
raun sé það hans mat að víða mætti
stuðla að meiri einkavæðingu. Verk-
efni er lúti að öryggi borgaranna séu
þó þess eðlis að þeim sé alltaf betur
borgið í höndum opinberra aðila.
„Við getum ekki heldur gleymt því
að allt aðrar kröfur eru gerðar lögum
samkvæmt til opinberra starfs-
manna en til starfsmanna einkafyr-
irtækja. Ég tala nú ekki um lög-
reglumenn og tollverði, en þar er um
að ræða embættismenn sem miklar
kröfur eru gerðar til,“ segir Páll.
Haft var samband við Jóhann R.
Benediktsson, sýslumann á Kefla-
víkurflugvelli, vegna málsins og vildi
hann ekki tjá sig um það. Hann vís-
aði til þess að flugvallarstjóri sæi um
framkvæmd þessa afmarkaða verk-
þáttar og hann þyrfti því að svara
fyrir framkvæmdina.
Opinbert eftirlit auðveldar
samvinnu í löggæslumálefnum
Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður
Tollvarðafélags Íslands, segir að
þótt langt sé síðan öryggisleitin hafi
heyrt undir tollayfirvöld valdi að-
gerðir Flugmálastjórnar Keflavík-
urflugvallar félaginu miklum áhyggj-
um, ekki síst þegar litið sé til þeirrar
útreiðar sem öryggisleitin á Kast-
rup-flugvelli hafi fengið á dögunum.
„Það hefur sýnt sig að þegar verk-
efni á borð við þetta eru boðin einka-
aðilum getur það haft hættu í för
með sér. Vinnubrögðin eru ekki hin
sömu og okkur þykir furðulegt að ör-
yggisleit fari fram við þessar að-
stæður.“ Guðbjörn bendir jafnframt
á að það auðveldi alla samvinnu ör-
yggisyfirvalda á flugvellinum ef op-
inberir starfsmenn annist örygg-
isleitina. „Best væri að öryggisleitin
heyrði undir sýslumann og næstbesti
kosturinn væri sá að flugmálastjórn
annaðist framkvæmdina,“ segir Guð-
björn og fagnar því að málið hafi
fengið opinbera umræðu, enda um
mikilvægt mál að ræða sem nauðsyn-
legt sé að almenningur átti sig á.
Skiptar skoðanir á öryggisleit
einkaaðila á Keflavíkurflugvelli
Morgunblaðið/Friðrik Ársælsson
Öryggisleitarhliðin í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem komufarþegar
frá löndum utan Evrópusambandsins (ESB) þurfa að ganga í gegnum.
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is