Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 16
Mývatnssveit | Sigurgeir Jónasson, bóndi í Vog-
um, horfir ánægður á sláttuvélina vinna sitt verk á
túninu hans í Vinkilsrjóðri. Þeir eru að hefja slátt
á heimatúnum þessa dagana, Vogabændur. Aðrir í
sveitinni hafa ekki byrjað slátt enda skemmdir á
túnum víða. Nokkrir sækja hins vegar heyskap
niður í dali og bæta sér þannig upp tjónið í bráð.
Sigurgeir segir túnið hafa verið það fyrsta sem
hann braut til ræktunar, með hesti og plógi, nýút-
skrifaður búfræðingur frá Hvanneyri. Þaðan kom
hann með verðlaun fyrir dugnað.
Að sögn sveitunga hans hefur dugnaðurinn ekk-
ert minnkað í áranna rás nema síður sé og það
ættu þeir að þekkja.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Hefja slátt á heimatúnum
Í Vinkilsrjóðri
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Tólf sækja um Norðurþing | Alls bárust
tólf umsóknir um stöðu sveitarstjóra
Norðurþings og eru umsækjendur eft-
irfarandi: Arinbjörn Kúld viðskiptafræð-
ingur, Ásmundur Richardsson viðskipta-
fræðingur hjá Neytendasamtökunum,
Friðfinnur Hermannsson fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga, Garðar Jóhannesson fram-
kvæmdastjóri MT-bíla, Guðmundur
Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri
Kerhóls hf., Helgi S. Harrýsson fram-
kvæmdastjóri Marvin ehf., Jón Óskar
Þórhallsson skrifstofustjóri Opinna
kerfa ehf., Óskar Marinó Sigurjónsson
bílstjóri, Róbert Trausti Árnason rekstr-
arráðgjafi, Sigríður Hrönn Elíasdóttir
ráðgjafi, Veturliði Þór Stefánsson sendi-
ráðsritari og Sigurjón Benediktsson
tannlæknir.
Umhverfisverðlaun | Fyrirhugað er að
veita viðurkenningu fyrir fallegustu lóð
og snyrtilegasta umhverfi á einkagarði,
stofnun, sveitabýli eða fyrirtæki í Dal-
víkurbyggð. Þetta hefur ekki verið við-
haft áður hér í byggðarlaginu.
Sett hefur verið saman 5 manna nefnd
sem mun á næstu dögum fara um byggð-
arlagið og skoða garða einstaklinga og
umhverfi fyrirtækja og vonast nefnd-
armenn eftir góðum viðtökum að því er
fram kemur á vef sveitarfélagsins.
Stefnt er að því að tilkynna valið á
Fiskidaginn mikla og veita viðkomandi
viðurkenningarskjöl. Íbúar í Dalvík-
urbyggð eru hvattir til að taka þátt og
um leið stuðla að því að komið verði á
skemmtilegri hefð í byggðarlaginu.
Kynjaskipting | Athyglisvert er að
skoða kynjaskiptingu í nýjum nefndum
hjá Sveitarfélaginu Skagafirði segir á
vef þess. Ef skoðaðir eru aðalfulltrúar í
nefndum og ráðum eru 48% fulltrúa kon-
ur og 52% karlar. Séu hins vegar vara-
fulltrúar taldir með eru 55% fulltrúa
konur og 45% karlar. Í sveitarstjórn
voru kosnar þrjár konur og sex karlar.
Tvær nefndir eru eingöngu skipaðar
konum, félags- og tómstundanefnd og
menningar- og kynningarnefnd, en ein
nefnd, atvinnu- og ferðamálanefnd er
eingöngu skipuð körlum.
Fimm nefndarformenn eru karlar en
fjórum nefndum er stýrt af konum.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Eigendur Fjöru-hússins á Helln-um í Snæfellsbæ,
hjónin Kristján Gunn-
laugsson og Sigríður Ein-
arsdóttir, hafa fest kaup á
farþegabát sem er af
gerðinni Arctic Blue. Er
báturinn harðbotna, inn-
fluttur frá Noregi og hef-
ur fengið nafnið Tanja.
Að sögn Kristjáns fer bát-
urinn mjög vel með far-
þega en alls er rými fyrir
sjö farþega og stenst bát-
urinn allar öryggiskröfur
Siglingamálastofnunar.
Nýttur til
skoðunarferða
Þetta er fyrsti báturinn
af þessari tegund á Ís-
landi sem er skráður sem
farþegabátur en hann
verður notaður í útsýn-
isferðir við Hellna og
Arnarstapa þar sem má
finna einhverjar helstu
náttúruperlur landsins,
fjölbreytt fuglalíf og stór-
brotið klettabelti strand-
arinnar. Þar að auki má
nýta bátinn til að fara
hvalaskoðunarferðir en
hvalurinn er oft við fjöru-
borðið við Arnarstapann.
Þá sést Snæfellsjökull frá
sjó, oft glæsileg sjón, að
sögn Kristjáns, en þangað
er gott að sækja sér kraft
og innblástur.
Á myndinni hér að ofan
má sjá Kristján sigla nýja
bátnum og fékk ungur
piltur, Jakob Alfonsson,
að koma með. Blíðviðri
var og náttúran naut sín
vel, en í baksýn má svo sjá
hið fræga fjall Stapafell.
Morgunblaðið/Alfons
Farþegabáturinn Tanja í
útsýnisferðum frá Hellnum Rúnar Kristjánssoná Skagaströnd lasum það í liðinni
viku að Kristján Bersi
Ólafsson væri á leið í frí
vestur á firði og orti:
Bersi fer í vesturveg,
vill að ýmsu gæta.
Megi dvölin dásamleg
dug og heilsu bæta.
Kirkjuból í Bjarnardal,
bærinn góðra versa,
gleður alltaf gildan hal,
glæðir orku Bersa.
Og Rúnar bætir við:
Bersi af yndi bestu hresstur
brátt mun standa,
snúinn heim úr Hvestu hvesstur
hvössum anda.
Steindór Andersen,
formaður Kvæðamanna-
félagsins Iðunnar, fór á
fund bræðranna Hans
Kristjáns Árnasonar og
Einars Árnasonar í sól-
skinsveðri á Austurvelli
og kom í hug:
Fjárhag efla mættu meir
menntun suma þvingar
blankir jafnan bræður tveir
báðir hagfræðingar.
Af blankheitum
og bræðrum
pebl@mbl.is
Hólmavík | Töluvert hefur verið um gesti á
tjaldsvæðinu á Hólmavík það sem af er
sumri, þó ekki hafi viðrað sérstaklega vel
síðustu vikur. Umsjónarmaður þess býst
við mikilli umferð ferðamanna næstu tvær
vikur að því er fram kemur á vefnum
strandir.is.
Tjaldsvæðinu hefur verið mikið hrósað
af gestum þetta árið, enda er það vel búið
og síðustu vikur hafa starfsmenn hrepps-
ins staðið sig afar vel við að ganga frá ýms-
um lausum endum.
Búið er að setja upp tröppur yfir skjól-
garða, snúrur og merkingar. Umsjónar-
maður tjaldsvæðisins segir það eitt af þeim
bestu á landinu, skjólsælt og vel búið og
rétt við hliðina á sundlauginni sem sé ótví-
ræður kostur.
Sundlaugin hefur reynst vel
og er ágætlega sótt
Sundlaugin á Hólmavík er einmitt
tveggja ára nú um þessar mundir.
Laugin hefur reynst afar vel og verið
ágætlega sótt á þeim stutta tíma sem hún
hefur verið í notkun.
Úlfar Heintze Pálsson, umsjónarmaður
hennar, segir í samtali við vefinn að gesta-
komur í laugina í sumar séu heldur færri
en á sama tíma í fyrra, en aðsókn hafi að
vísu verið að glæðast síðustu vikur.
Úlfar segir að gestirnir láti ætíð mjög
vel af heimsókninni í laugina, sem er 25
metra keppnislaug, en auk hennar eru
tveir heitir pottar, busllaug og gufubað.
Töluverður
ferðamanna-
straumur
Ísafjarðarbær | Bæjaryfirvöldum í Ísa-
fjarðarbæ barst á dögunum bréf frá Gáma-
þjónustu Vestfjarða þar sem m.a. kom
fram að gámaþjónustan væri tilbúin til að
ganga til samninga við Ísafjarðarbæ um
sorphirðu og gámahreinsun í Ísafjarðarbæ
til eins árs ef núverandi verð fyrir þjón-
ustuna hækki um 10%, þar sem einungis sé
boðið upp á samningstíma til eins árs.
Á vef Bæjarins besta segir að fyrirtækið
hafi ekki fallist á að ganga til samninga um
urðun óbrennanlegs sorps til eins árs. Bæj-
arráð samþykkti með tveimur atkvæðum
gegn einu að ganga til samninga við fyr-
irtækið á grundvelli þessa tilboðs.
Oddviti Í-lista bókaði að hann væri mót-
fallinn tilboðinu.
Vilja sorphirðuna
ef verðið hækkar
♦♦♦
Rangárþing ytra | Á aukafundi
hreppsnefndar Rangárþings ytra,
sem haldinn var á mánudag, var far-
ið yfir þær tuttugu umsóknir sem
bárust um starf sveitarstjóra. Eftir
vandlega skoðun var að endingu
komist að þeirri niðurstöðu að ráða
til starfsins Örn Þórðarson, sem
starfað hefur sem ráðgjafi hjá At-
vinnuþróunarsjóði Suðurlands und-
anfarin ár.
Örn mun taka strax til starfa og
kvaðst hann í samtali við fréttaritara
Morgunblaðsins hafa mikinn áhuga
og hlakka til. Örn býr sem stendur
ekki í bænum en reiknað er með að á
því verði fljótlega breyting.
Örn tekur við starfinu af Guð-
mundi Inga Gunnlaugssyni sem hef-
ur verið sveitarstjóri á Hellu í sam-
fleytt sextán ár. Fyrst var
Guðmundur hjá Rangárvallahreppi
og síðan hjá Rangárþingi ytra eftir
sameiningu þriggja sveitarfélaga á
svæðinu.
Guðmundur hefur verið ráðinn
bæjarstjóri í Grundafirði og var hon-
um á fundinum þakkað fyrir sam-
starfið á liðnum árum og óskað far-
sældar í nýju starfi.
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Nýr sveitarstjóri Á aukafundi hreppsnefndar á mánudag var Örn Þórðarson
ráðinn sveitarstjóri í Rangárþingi ytra. Hann flytur í bæinn innan skamms.
Nýr sveitarstjóri
í Rangárþingi ytra