Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 194. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Melódísk rokkhljómsveit með pönkívafi og stælum | Menning Ósáttar með jafntefli gegn Banda- ríkjunum  Breiðablik úr botnsæti  Meiddur dómari í Grindavík Okkar New York Lóan og valmúinn Hekla Björk og Pétur Gautur náttúrubörn | Daglegt líf Beirút, Jerúsalem. AP, AFP. | Um 500 þúsund manns eru á flótta eða hafa misst heimili sín í Líb- anon, að sögn Robertos Laur- entis, starfsmanns UNICEF, sem er á svæðinu. „Ástandið er bæði ógnvekjandi og hörmu- legt,“ sagði Laurenti við fjöl- miðla. Brottflutningur erlendra borgara af svæðinu er nú hafinn en þeir skipta hundruðum þús- unda. Talið er að um 40 þúsund Kanadamenn séu í Líbanon, 30 þús- und Filippseyingar, 25 þúsund Ástr- alir og jafnmargir Bandaríkjamenn, um 22 þúsund Bretar, þar af tíu þús- und með breskt og líbanskt ríkisfang og 20 þúsund Frakkar. Ekkert útlit er fyrir að átökunum linni í bráð og Ísraelar hafa lýst því yfir að átökin við skæruliða Hizboll- ah-samtakanna muni standa yfir í nokkrar vikur til viðbótar. Að minnsta kosti 227 Líbanar og 25 Ísr- aelar hafa látist í átökunum sem hóf- ust fyrir viku í kjölfar þess að liðs- menn Hizbollah-samtakanna rændu tveimur ísraelskum hermönnum. Alls létust 37 Líbanar í árásum Ísr- aelshers í gær, þar af sautján í loft- árásum hersins á herstöð utan Beirút og fleiri svæði í S-Líbanon. Hizbollah svaraði með eldflaugaárás á Ísrael þar sem að minnsta kosti einn lést. Samninganefnd Sameinuðu þjóð- anna ræddi í gær við Ísraela um hugsanlega lausn á deilunni en Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, lýsti því yfir að vopnahlé væri útilokað nema hermönnunum tveimur verði sleppt úr haldi og að líbanskar her- sveitir kæmu að landamærum ríkjanna og að afvopnun Hizboll- ah yrði tryggð. Talsmenn ísr- aelska hersins hafa ekki útilokað að herlið verði sent inn í Líb- anon. Fuad Siniora, forsætisráð- herra Líbanon, hvatti Hizbollah- samtökin til að sleppa hermönn- unum tveimur í viðtali við BBC í gær en sagði að viðbrögð Ísraela hefðu ekki verið í neinu hlutfalli við tilefnið og að Ísraelar hefðu „opnað hlið vítis og vitfirringar“ í Líbanon. Bush ásakar Sýrlendinga George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði í gær að Sýrlendingar væru að reyna að komast aftur inn í Líbanon, en sýrlenskt herlið yfirgaf landið í fyrra eftir áralanga veru. Bush sagði að ráðast yrði að rótum vandans og gera Sýrlendingum ljóst að þeir yrðu að láta af stuðningi sín- um við Hizbollah. Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að forsenda þess að vopnahléi yrði komið á væri að grundvallar- breytingar yrðu á svæðinu. Ísraelsher býr sig undir margra vikna átök í Líbanon „Ástandið er bæði ógn- vekjandi og hörmulegt“ Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is  Arabísk hetja | 15 Reuters Grikkir fara um borð í herskip á leið úr land- inu á meðan grískur hermaður fylgist með. „MAÐUR metur það svo mikils að vera Ís- lendingur, hér er hvert mannslíf svo mikils metið,“ sagði Arndís Kjartansdóttir, er hún hafði verið ásamt fjölskyldu sinni og ann- arri íslenskri fjölskyldu á nær 60 tíma löngu, linnulausu ferðalagi frá átakasvæð- inu í Beirút í Líbanon heim til Íslands. Morgunblaðið náði tali af fjölskyldunum þar sem þær biðu í biðsal Icelandair á Kastrup-flugvelli og mátti greina hjá þeim mikinn létti. „Það voru allar útgönguleiðir að lokast og allar aðalleiðir á landi, sjóleiðin og loft- leiðin voru þegar orðnar ófærar. Þetta var mjög erfitt enda eru Íslendingar ekki vanir slíkri frelsissviptingu,“ sagði Arndís og vildi koma á framfæri þökkum til utanrík- isráðuneytisins og Hreins Pálssonar, starfsmanns þess, sem flaug út til Dam- askus í Sýrlandi til að taka á móti fjölskyld- unum. Gott að finna fyrir stuðningi Alma Hannesdóttir, sem var ásamt manni sínum og ungri dóttur í Líbanon, sagði að Íslendingar hefðu staðið sig vel í að koma fólki heim. „Við hefðum aldrei komist burt án hjálp- ar. Íslendingarnir hjálpuðu okkur frá A til Ö og það er ótrúlegt að finna hve vel þjóðin stendur á bak við okkur.“ Alma sagðist hafa fundið fyrir nokkurri hræðslu vegna fjög- urra mánaða dóttur þeirra hjóna. „Maður var auðvitað hræddur enda lítið barn í spilinu. Það var nú aðallega þess vegna sem við ákváðum að fara. Annars hefði maður kannski haldið þetta út í smá tíma.“ „Hefðum aldrei komist burt án hjálpar“ Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is  Íslendingar ekki | Miðopna ÍSLENSKU fjölskyldurnar tvær sem staddar voru í Líbanon þeg- ar árásir Ísraelsmanna hófust komu heim um níuleytið í gær- kvöldi eftir um 60 tíma linnu- laust ferðalag. Hér má sjá ættingja taka vel á móti Ölmu Hannesdóttur en nokkur fjöldi ættingja, ásamt Sigríði Snævarr frá utanríkis- ráðuneytinu, var saman kominn í Leifsstöð í gær. Morgunblaðið/Jim Smart Komin heim eftir um 60 tíma ferðalag ur til að mynda borist nokkur fjöldi kvartana frá farþegum sem telja eft- irlitið furðu sæta ekki síður en sú staðreynd að starfsmenn einkafyrir- tækis annist það. Framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna og formaður Tollvarðafélags Íslands eru sammála um það að með því að fela eftirlitið einkaaðilum séu flugvallaryf- irvöld að bjóða hættunni heim. Ör- yggisþjónustufyrirtæki séu óneitan- lega rekin með það fyrir augum að skila hagnaði og því mögulegt að óæskileg sjónarmið ráði för við eft- irlitsstarfsemi þeirra. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagðist telja að eftirlit af þessu tagi væri best komið undir stjórn lög- reglustjóra og Páll Winkel, fram- kvæmdastjóri Landssambands lög- reglumanna, benti á að einkarekin öryggisleit á Kastrup-flugvelli hefði fengið slæma útreið af hálfu eftirlits- nefndar ESB á dögunum. Þar kemur fram að öryggiseftirliti sé stórlega ábótavant og algjörlega ófullnægj- andi í þeirri mynd sem það er í dag. SECURITAS og Öryggismiðstöð Ís- lands annast nú framkvæmd örygg- isleitar á Keflavíkurflugvelli á þeim farþegum sem eru að koma til lands- ins frá löndum utan Evrópusam- bandsins. Flugmálastjórn Keflavík- urflugvallar fól einkaaðilunum leitina í kjölfar úttektar Eftirlitsstofnunar Evrópska efnahagssvæðisins þar sem fram kom að öryggisleit á viðkomandi farþegum væri ófullnægjandi. Að sögn Stefáns Thordersen, yfir- manns öryggissviðs Flugmálastjórn- ar Keflavíkurflugvallar, var ekki ann- ar möguleiki fær í stöðunni, þar sem flugvallaryfirvöld fengu skamman tíma til að bæta ráð sitt og athuga- semd eftirlitsstofnunarinnar hafi ver- ið flugvellinum til vansa. Hefur valdið fjaðrafoki Ráðstöfun Flugmálastjórnar hefur valdið nokkru fjaðrafoki, bæði meðal farþega og opinberra öryggisstarfs- manna flugvallarins. Sýslumanns- embættinu á Keflavíkurflugvelli hef- Einkaaðilum falin öryggis- leit í Leifsstöð Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is  Skiptar skoðanir | 6 Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.