Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 15 ERLENT B&L verslun og varahlutir Brú Shell Fossháls Kaíró. AFP. | Skiptar skoðanir eru meðal araba á Hassan Nasrallah, leiðtoga Hizbollah-samtakanna, eftir að Ísraelar hófu loft- árásirnar á Líbanon. Margir líta á Nasrallah sem hetju fyrir að bjóða Ísraelum birginn en aðrir gagnrýna hann fyrir glæframennsku. Leiðtogar araba- ríkja, álitsgjafar og fólk á götunum virðast vera á báðum áttum um Nasrallah. „Hizbollah er meist- ari í andspyrnu. Hiz- bollah er rödd arab- ískrar reisnar,“ skrifaði Mustafa Bakri í egypska dagblaðið Al- Osboa. „Hizbollah- menn eru verndarar palestínsku þjóðarinnar hér í þessum heims- hluta.“ Dagblöð í fleiri arabalöndum hafa tekið í sama streng og farið lofsam- legum orðum um Nasrallah fyrir að standa uppi í hárinu á Ísraelum sex árum eftir að Hizbollah „sparkaði ísraelskum hersveitunum út úr suðurhluta Líbanons“, eins og eitt blaðanna orðaði það. „Nýja hetjan okkar“ Mótmælagöngur hafa verið skipu- lagðar í Kúveit, Írak, Sýrlandi og á svæðum Palestínumanna til stuðn- ings Hizbollah sem hefur svarað loft- árásum Ísraela með því að skjóta flugskeytum á borgina Haifa og bæi í Ísrael. Í Egyptalandi hafa mót- mælin þó verið miklu fámennari en í aðdrag- anda innrásarinnar í Írak þegar 140.000 manns söfnuðust sam- an til að láta í ljós stuðning við Íraka og Saddam Hussein, sem margir litu á sem hetju arabaheimsins fyrir að bjóða Bandaríkjastjórn birginn. „Við höfum and- styggð á arabískum stjórnvöldum. Þessi maður er nýja hetjan okkar,“ sagði egypsk blaðakona sem hélt á mynd af Nasrallah á fremur fámennum mótmælafundi í Kaíró í fyrradag. „Ráðamennirnir færa okk- ur ekki frið, heldur gera okkur að þrælum Vesturlanda sem styðja ríki síonista.“ „Nasrallah er mikill baráttu- maður, en hver er tilgangurinn með þessum þjáningum?“ sagði 42 ára ríkisstarfsmaður sem fylgdist með mótmælunum. „Hizbollah getur ráð- ist á Haifa, eða Tel Aviv. Hvað svo? Ef stríð blossar upp þá sigra Ísrael- ar. Hvorki Nasrallah né Sýrland get- ur sigrað Ísrael og Bandaríkin, það vita allir.“ Ríkisstjórnir nokkurra arabalanda hafa gagnrýnt Nasrallah, ekki síður en Ísraela, fyrir „glæframennsku“ sem gæti leitt til allsherjarstríðs í Mið-Austurlöndum. „Með því að kveikja ófriðarbál, sem leiðir til lítils ávinnings, missa menn sjónar á því meginmarkmiði Palestínumanna að stofna sjálfstætt ríki,“ sagði Hosni Mubarak, forseti Egyptalands. Arabísk hetja eða glæframaður? Skiptar skoðanir á leiðtoga Hizbollah  ) * + + ) *  / + ) *  ,"- ./! ' ' #! " " - 0  "  !'  %- 1 "-   2   -" - " * #"  0"2"  ,  3 - 4- $5'6  #-5" -   ! 4-  02  - 0   -" 0     #"    ! "#$ P  $ $5' 7 + 8 2E   //. // "O# E  /.  / 9'' :1 2E  // 63/ *O# E  / 0# **E  # 6+1 2E  // 63/ *O# E  / 0# **E  # 6*; <06 2E  // 63/ *O# E  / 0# **E # =6 - 0  > 63/ *O# E  / 0# **E   # %  & '  % 9 <  ? , ? @ A B  6  C D                .   #($( Q/* * */O . * O2 ?*  =O2 # 4 2 +  =2 6 P$ ;  *#/  #2  RP  / # $ 2 # # ** # *#  /     S0 2 3 A   $3 A   /  2 &4T  4T 2 = ! "  #$% & '   ( )* )  -  Hassan Nasrallah Peking. AFP. | Hagvöxtur í Kína á öðrum fjórðungi þessa árs var 11,3 prósent, en það er hraðasti vöxtur hagkerfisins í um áratug. Þetta kom fram í opinberum töl- um kínverskra stjórnvalda í gær, en það kom sérfræðingum á óvart að þetta fjórða stærsta hagkerfi heims skyldi vaxa jafn hratt á tímabilinu. Vöxturinn er einkum rakinn til mikilla fjárfestinga, meðal annars í nýjum verksmiðjum og búnaði, en margir hagfræðingar telja að grípa þurfi til vaxtahækkana til að slá á þensluna. Útlánsvextir voru síðast hækkaðir í apríl, eftir að tilkynnt var um 10,3 prósenta hagvöxt á fyrsta fjórðungi þessa árs. Lítil verðbólga Hvað snertir aðgerðir kínverska seðlabankans til að slá á þensluna segja sérfræðingar að ein af ástæð- unum fyrir því að bankinn hafi enn ekki gripið til strangra aðhaldsað- gerða nú sé sú að verðbólga í landinu sé lág um þessar mundir. Þannig hækkaði vísitala neyslu- verðs aðeins um 1,4 prósent á öðrum fjórðungi ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá var viðskiptajöfn- uður við útlönd jákvæður um sem nemur um 61,4 milljörðum Banda- ríkjadala, eða sem svarar um 4.650 milljörðum íslenskra króna. Kínversk stjórnvöld létu í júlí- mánuði 2005 undan miklum þrýst- ingi helstu viðskiptaríkja sinna og endurskoðuðu gengi júansins um 2,1 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Í þetta sinn er óvíst hvort stjórnvöld muni endurtaka leikinn og jafnframt hækka vexti. Methag- vöxtur í Kína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.