Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐHÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ UPPGRÆÐSLUAMTÖKIN Gróður fyrir fólk í land- námi Ingólfs (GFF) og Olís skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning um uppgræðslustarf í nágrenni Litlu kaffistofunnar. Við landgræðsluna er notast við ýmiss konar lífræn úrgangsefni. Garðaúrgangur er notaður til að græða upp skíðabrekkur í Bláfjöllum og rofabörð á Bolaöldum og molta úr lífrænum neysluúrgangi hefur verið notuð sem meðgjöf og áburður í uppgræðsluverk- efninu. Kjötmjöl og hrossatað, sem fellur til í miklu magni ár hvert endar jafnframt á starfssvæði GFF sem áburður. Fjöldi aðila leggur uppgræðslustarfinu lið. Verktaka- fyrirtæki lána vinnuvélar og leggja til efni og þjónustu af ýmsu tagi. Nemendur vinnuskóla Reykjavíkur og Kópa- vogs leggja hönd á plóg með starfsframlagi sínu. Unga fólkið fæst þó ekki einvörðungu við uppgræðsluna sjálfa heldur er verkefnið lagt upp sem samþætting umhverf- ismála og upplýsingatækni. Að sögn framkvæmdastjóra GFF, Björns Guðbrands Jónssonar, er áhersla lögð á að kenna ungmennunum hina vísindalegu aðferðafræði. „Við reynum að venja krakkana við ákveðna aðferð og vera henni trúir. Þeir afla upplýsinga og fylgja þeim eft- ir. Ungmennin hafa sýnt þessari vinnu meiri áhuga en hefðbundinni garðavinnu og á góðum degi fíla þau þetta í botn.“ Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sótti upp- græðsluliðið heim og plantaði birkiplöntu á bakhlaði Litlu kaffistofunnar með sömu vistvænu aðferð og nem- endur vinnuskólanna. Jónína sýndi verkefninu mikinn áhuga og var ekki annað að sjá en að ráðherrann félli vel í kramið hjá unga fólkinu. Morgunblaðið/Eggert Féll í kramið Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra var vel tekið af frökkum uppgræðsluhópi GFF. Uppgræðsla í nágrenni Litlu kaffistofunnar Hvolsvöllur | Hjónabandið hélt úgáfutónleika sína í Sögusetrinu á Hvolsvelli á dögunum við góðan orðs- tír. Voru tónleikarnir haldnir til að fagna útgáfu nýs tólf laga hljómdisks sem Hjónabandið hefur sent frá sér og ber heitið Diskur ársins. Hjónakornin Jón Ólafsson og Ingi- björg E. Sigurðardóttir, rekstrarað- ilar Kaffi Langbrókar í Fljótshlíð, og Jens Sigurðsson og Auður Halldórs- dóttir, kennarar á Hvolsvelli, skipa hina bráðfjörugu hljómsveit, og eru lög og textar frumsamin. Aðspurð um tilurð laganna á hljómdisknum segja hljómsveitameðlimir þau hafa orðið til á undanförnum árum við hin ýmsu tilefni. Á tónleikunum komu fram auk Hjónabandsins, söngflokkurinn Trill- urnar sem er skipaður þeim Auði og Ingibjörgu auk Ingibjargar Erlings- dóttur, tónlistarkennara. Þær syngja ýmis lög í eigin útsetningum. Auk þess stigu afkomendur Hjónabands- ins á stokk við mikinn fögnuð. Ómar Smári og Andri Geir Jónssynir hófu leikinn með hljómsveit sinni, Synir hans Jóns míns, og Kristín Anna Jensdóttir tróð upp í kjölfarið og flutti frumsaminn texta við lag föður síns sem annaðist undirspil. Hamingjuríkt Hjónaband Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Hjónabandið í sveiflu Frá vinstri: Jón Ólafsson, Auður Fr. Halldórsdóttir, Ingibjörg E. Sigurðardóttir og Jens Sigurðsson á útgáfutónleikunum. Grindavík | Húsfyllir var á styrktartónleikum Kaldalónsklúbbsins í Grindavíkurkirkju þriðju- dagskvöldið 11. júlí sl. Valdimar Hilmarsson baritón og eiginkona hans, Alexandra Rigazzi- Tarling mezzósópran heilluðu gesti upp úr skón- um með fallegum söng og glæstri framkomu en Magnús Gilljam annaðist píanóleik. Valdimar er Grindvíkingum að góðu kunnur, enda sonur Hilmars Helgasonar, skipstjóra á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. Valdimar lauk námi við Nýja tónlistarskólann í Reykjavík 1999 og eft- ir útskriftina hélt hann til Lundúna til frekara náms. Árið 2003 útskrifaðist Valdimar úr Guild- hall School of Music and Drama með meistara- gráðu úr óperudeild. Hann stundar nú nám við Mozart-háskólann í Salzburg. Eins og gefur að skilja hefur námið verið söngvaranum dýrt og hélt Kaldalónsklúbburinn þessa tónleika í því augnamiði að styrkja þennan unga og efnilega söngvara. Sjálfur lét Valdimar vel af aðstæðum í Grinda- víkurkirkju, sagði hljóminn berast vel um húsið og gott væri að heyra í sjálfum sér. Daginn eftir tónleikana glöddu Valdimar og Alexandra svo vistmenn Víðihlíðar með söng sínum og var ekki að spyrja að frábærum undirtektum. Frábærar undirtektir Hjónakornin Valdimar Hilmarsson baritón og eiginkona hans, Alex- andra Rigazzi mezzósópran, heilluðu tónleika- gesti upp úr skónum í Grindavíkurkirkju. Húsfyllir á styrktartón- leikum Kaldalónsklúbbsins Reykjanesbær | Aðsókn í sundmiðstöðina við Sunnubraut í Keflavík hefur ríflega tvöfald- ast á fyrstu sex mánuðum árs- ins miðað við fyrri helming ársins 2005. Gestir á þessu tímabili í ár eru rúmlega fimm- tán þúsund en þeir voru um sjö þúsund á sama tímabili í fyrra. Um síðustu áramót tók bæj- arstjórn þá ákvörðun að frá og með þeim tíma yrði aðgangur í sund ókeypis fyrir öll börn á grunnskólaaldri. Fyrir þann tíma var ókeypis fyrir yngri börn og verður svo áfram. For- eldrar og aðrir virðast í aukn- um mæli fylgja yngri kynslóð- inni því tekjur af miðasölu til fullorðinna hafa aukist um 13% það sem af er ári, miðað við fyrra ár. Óvænt tekjuaukning Mestra vinsælda hjá unga fólkinu nýtur Vatnaveröldin svokallaða sem opnuð var í maí sl. Þar sem skammt er liðið síðan hún var tekin í notkun má líklegt telja að munur á að- sókn síðari helming ársins samanborið við síðasta ár verði enn meiri en milli fyrstu sex mánaða áranna. „Við erum mjög bjartsýn og vonumst til að þetta verði mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið. Það hefur komið okkur á óvart hve marg- ir Reykvíkingar og Hafnfirð- ingar hafa komið hingað,“ seg- ir Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður íþrótta- miðstöðvar Njarðvíkur, sem áður en það tæmist úr þeim yf- ir þá sem undir standa. Þær stöllur gátu þó ekki gef- ið sér mikinn tíma til að spjalla þar sem leiðbeinendurnir voru búnir að kalla krakkana upp úr til að borða nesti. Að vísu reyndist það leiðbeinendunum hægara sagt en gert að smala krökkunum saman, en þau virtust skemmta sér kon- unglega við að busla í lauginni. laugina hitti blaðamaður fyrir þær Birtu Rós Davíðsdóttur og Berglindu Ástu Kristjáns- dóttur, sem voru í sundferð með félögum sínum og leið- beinendum á leikjanámskeiðinu sem þær sækja. Aðspurðar sögðu þær að skemmtilegast væri í Vatna- veröldinni og að þar væri sér- staklega gaman að standa und- ir fötunum sem fyllast af vatni tók á móti blaðamanni er hann sótti sundmiðstöðina heim á dögunum. „Það kom okkur ekki á óvart að aðsóknin myndi aukast en tekjuaukningin var heldur óvænt. En ásamt því að vera með ókeypis aðgang fyrir börn þá er fullorðinsgjaldið með því lægsta sem gerist á landinu, 220 krónur,“ segir Hafsteinn. Í skoðunarferð sinni um Frítt í sund og tekjur aukast Ljósmynd/Jóhann Magnús Í Vatnaveröld Birtu Rós og Berglindi Ástu þykir gaman í Vatnaveröldinni og sérstaklega að fötunum sem fyllast af vatni og að endingu tæmast. Þar er frítt í sund fyrir börn á grunnskólaaldri og yngri. Eftir Jóhann Magnús Jóhannsson johaj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.