Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Brynjólfur Eyj-ólfsson fæddist í
Reykjavík 8. febr-
úar 1919. Hann lést
á heimili sínu
Grundargerði 6 í
Reykjavík 8. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
Brynjólfs voru hjón-
in Kristín Árnadótt-
ir og Eyjólfur
Brynjólfsson, sem
lengst af bjuggu á
Smyrilsvegi 28.
Systkini Brynjólfs
eru María, gift Jóni
Veturliðasyni, þau eru bæði látin;
Ásdís, gift Þorsteini Þorsteinssyni,
hann er látinn; Margrét, gift Jóni
Halldórssyni, hann er látinn; Guð-
rún, gift Þórólfi Meyvantssyni;
Ingunn, gift Valtý Hákonarsyni,
hann er látinn; Tryggvi, kvæntur
barnabarn; Eyjólfur, fyrri kona
hans var Rannveig Karlsdóttir
(látin), þau áttu þrjú börn, seinni
kona Eyjólfs er Steinunn Þóris-
dóttir, þau eiga þrjá syni, barna-
börn Eyjólfs eru ellefu; Kristín,
gift Kristjáni Jónassyni, þau eiga
þrjú börn og sjö barnabörn; Sverr-
ir, kvæntur Guðríði Ólafsdóttur,
þau eiga fjögur börn og fjögur
barnabörn; og Dagný, gift Gunn-
ari Óskarssyni, þau eiga tvö börn
og tvö barnabörn.
Brynjólfur fór ungur maður í
kaupavinnu austur í Biskupstung-
ur, fyrst með föður sínum, en
seinna einn og voru æskustöðvar
foreldra hans, Laugardalshreppur
og Biskupstungur honum einkar
kærar. Hann var um tíma bílstjóri
hjá Steindóri, en lengstan hluta
starfsævinnar vann hann hjá
Reykjavíkurborg á ýmsum vinnu-
vélum. Síðustu árin var hann véla-
miðlari Vélamiðstöðvar Reykja-
víkurborgar.
Brynjólfur verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Halldóru Gunnars-
dóttur; Haraldur,
kvæntur Erlu Helga-
dóttur; Matthías,
kvæntur Elsu
Bjarnadóttur og
Ingvar, sem lést á
unga aldri.
Brynjólfur kvænt-
ist 31. desember 1940
Svanhvíti Stellu
Ólafsdóttur, f. 27.
október 1921. For-
eldrar hennar voru
Jónína Dagný Bene-
diktsdóttir (skrifuð
Hansdóttir) og Ólafur Sæmunds-
son. Börn Brynjólfs og Svanhvítar
Stellu eru Helena Ásdís, gift Val
Waage, þau eiga eina dóttur og
þrjú barnabörn; Ólafur, kvæntur
Hrefnu Björnsdótur, þau eiga þrjú
börn, sjö barnabörn og eitt barna-
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Helena Ásdís.
Mig langar til kveðja elskulegan
tengdaföður minn, hann Binna eins
og hann var ávallt kallaður í okkar
hópi. Binni var að mörgu leyti mjög
sérstakur maður, einstaklega fjöl-
skyldurækinn, númer eitt var Stella
og börnin þeirra sex og allir í kring-
um þau. Hópurinn stækkaði mjög
hratt og þau glöddust yfir allri fjölg-
un í hópnum og voru með nöfn og
fæðingardaga allra á hreinu. Ég vil
þakka Binna fyrir alla hjálpina sem
hann veitti okkur, hann var einstak-
lega handlaginn og ráðagóður, það
var alveg sama hvaða handverk það
var, hann gat leyst það af hendi.
Þegar við Óli keyptum okkar
fyrstu íbúð, bauðst hann til að smíða
innréttingarnar fyrir okkur. Og nú
rúmlega fjörutíu árum síðar, þegar
við keyrum framhjá gömlu íbúðinni
okkar, vitum við að hún stendur enn
vel fyrir sínu, svo vel var hún smíð-
uð. Einnig var hann rennismiður
góður og renndi stóla fyrir öll börnin
sín, og einnig renndi hann kolla fyrir
litlu börnin í fjölskyldunni. Það var
alveg sama hvað hann tók sér fyrir
hendur, allt gat hann. Eftir að hann
hætti að vinna fór hann að rækta
blóm í sólstofunni og færði okkur
stjúpur í kassavís. Svona var Binni,
alltaf að hjálpa öllum börnunum og
Stella með sínar góðu ráðleggingar.
Þau í sameiningu höfðu alltaf
nægan tíma fyrir sitt fólk.
Það stytti honum mjög stundir, að
um áttrætt lærði hann á tölvu, og
þrátt fyrir að vera farinn að missa
sjón, gat hann með hjálp tölvunnar
lesið Moggann á netinu og fylgst
með börnunum og barnabörnum.
Einna skemmtilegast þótti honum
að skoða myndir sem honum voru
sendar, en þær var hann kominn upp
á lag með að stækka á skjánum.
Seinustu árin voru honum erfið,
Binni veiktist og missti nær alveg
sjón, og við það varð hann ekki alveg
eins og hann átti að sér að vera.
Hann andaðist á heimili sínu 8. júlí
sl.
Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum
hreinu,
þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól.
Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir,
þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól.
(Óskar Ingimarsson.)
Elsku Binni, ég þakka samfylgd-
ina. Hvíl í friði.
Hrefna Björnsdóttir.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund kemst maður ekki hjá því að
rifja upp minningar og samveru-
stundir með honum Binna afa, en
það var hann var iðulega kallaður
bæði í persónulegum samskiptum
eða við binniafi@simnet.is. Binni afi,
sem var bæði tengdafaðir minn og
vinur, var einstakur persónuleiki,
skemmtilegur og úrræðagóður.
Það er af mörgu að taka þegar lit-
ið er til baka, en sérstaklega er mér
minnisstætt að hann þurfti ávallt að
hafa eitthvað fyrir stafni, hvort sem
hann var að dytta að einhverju fyrir
hana Stellu sína eða að hjálpa okkur
einhverjum úr barnaskaranum. Öll
eigum við börnin minnismerki eftir
hann Binna afa sem búin voru til í
rennibekknum í bílskúrnum í
Grundargerði 6, en hann var búinn
til úr því sem tiltækt var, m.a. hlut-
um úr gamalli saumavél.
Á efri árum lét hann ekki staðar
numið, heldur tók sig til við að rækta
sumarblóm sem hann gaf öllum
börnunum á hverju vori eða dytta að
rennunni uppi í stiga og gera börnin
og Stellu skelkaða yfir tiltækinu.
Þegar Binni afi var orðinn sjóndapur
á efri árum og átti erfitt með að lesa
blöðin á prenti gafst hann ekki upp,
heldur tók hann uppá því á níræð-
isaldri að fylgjast með fréttum með
stóru letri gegnum tölvuna.
Binni hafði mikla frásagnarhæfi-
leika og var vel minnugur á það sem
gerðist í æsku. Á síðustu árum þegar
við sátum saman rifjaði hann gjarn-
an upp atburði og fékk mig í lið með
sér til að „grúska“ og afla frekari
heimilda um athyglisverða atburði
úr minningunni.
Þegar ég horfi til baka sé ég
Binna afa, barngóðan innan um
stóra barnahópinn sinn á heimili
þeirra Binna og Stellu, en það voru
yfir 60 manns samankomnir þegar
mest lét í Grundargerði 6, húsinu
sem einkenndist af einstöku hugviti
og útsjónarsemi.
Ég minnist þess sérstaklega þeg-
ar Binni og Stella heimsóttu okkur
fjölskylduna til Sviss. Þá var Elvar
okkar tveggja ára og naut þess vel
að vera með þeim, en þær samveru-
stundir eru okkur dýrmætar í minn-
ingunni. Binni hafði ánægju af að
ferðast með okkur, en hann sagði oft
að ekkert jafnaðist á við bílferðina
kringum Genfarvatn.
Það var ánægjulegt að fá þau
hjónin í heimsókn til okkar. Binni sat
ávallt í sama stólnum við gluggann
og naut þess að sjá yfir Elliðavatnið,
Bláfjöllin og Grindarskörð. Binni
var áhugasamur um stjörnufræði og
gladdi það okkur þegar hann gat séð
Síríus á himninum fyrr á þessu ári,
en hann vissi nákvæmlega hvenær
það myndi verða.
Í dag er snjórinn horfinn úr fjöll-
unum og skyggnið gott um Grind-
arskörð. Binni sest ekki oftar við
gluggann hjá okkur, en minningin
um góðan tengdaföður lifir. Um leið
og ég þakka fyrir allar góðar sam-
verustundirnar með tengdaföður
mínum óska ég þess að hún Stella
öðlist styrk til að njóta lífsins eins og
hann Binni lagði svo mikið uppúr
alla tíð.
Gunnar Óskarsson.
Í dag er til moldar borinn Brynj-
ólfur Eyjólfsson afi minn eða Binni
afi eins og hann var ávallt kallaður.
Binni afi fæddist á Nýlendugötunni
en flutti ungur að árum að Smyr-
BRYNJÓLFUR
EYJÓLFSSON
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
BJÖRN ST. HÓLMSTEINSSON
fyrrverandi útgerðarmaður frá Raufarhöfn,
síðast til heimilis á Grandavegi 47,
Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund þriðju-
daginn 11. júlí, verður jarðsunginn frá
Raufarhafnarkirkju föstudaginn 21. júlí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag aðstandenda alzheimer-
sjúklinga.
Jónína Ósk Pétursdóttir,
Jóhanna Björnsdóttir,
Pétur Björnsson, Margrét Þorvaldsdóttir,
Hólmsteinn Björnsson, Þorgerður Ása Tryggvadóttir,
Guðrún R. Björnsdóttir,
Lilja V. Björnsdóttir, Jón Ómar Finnsson,
Birna Björnsdóttir, Ríkharður Reynisson
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
REBEKKA SIGRÍÐUR ÞÓRODDSDÓTTIR,
Skarðshlíð 29b,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugar-
daginn 15. júlí.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
20. júlí kl. 13.30.
Gunnþór Kristjánsson,
Jakobína Þórey Gunnþórsdóttir,
Kristján Gunnþórsson, Jónína Helgadóttir,
Þóroddur Gunnþórsson, Lilja Marinósdóttir,
Sveinmar Gunnþórsson, Kristín Pálsdóttir,
Eyþór Gunnþórsson, Soffía Valdimarsdóttir,
Jóhanna Gunnþórsdóttir, Brynjólfur Lárentsíusson,
Ragnar Gunnþórsson, Sigrún Geirsdóttir,
Haraldur Gunnþórsson, Hallfríður Hauksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN CLAESSEN,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
17. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnlaugur Claessen, Guðrún Sveinbjörnsdóttir,
Helga Kristín Claessen, Ragnar Hinriksson,
Júlíus S. Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn,
SVEINN HALLDÓRSSON
framkvæmdastjóri,
Ofanleiti 5,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 18. júlí.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Gunnlaug Emilsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn,
BRAGI EINARSSON,
Krókabyggð 1,
Mosfellsbæ,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 17. júlí.
Karen Mellk og fjölskylda.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSLAUG JÓNÍNA EINARSDÓTTIR,
Goðabyggð 2,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu-
daginn 16. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Haraldur Helgason,
Inga Ólafía Haraldsdóttir, Jón Gunnar Gunnlaugsson,
Helga Stefanía Haraldsdóttir, Kjartan Kolbeinsson,
Bergljót Ása Haraldsdóttir, Sveinn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sonur okkar elskulegur,
ÁRNI HEIMIR JÓNSSON,
Kárastíg 10,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 16. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ólöf E. Árnadóttir,
Jón Ólafsson.