Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 29
MINNINGAR
✝ ValgerðurMagnúsdóttir
fæddist í Borgarnesi
19. júlí 1916. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
14. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Magnús
Jóhannesson, f. 3.
nóvember 1880, d. 1.
febrúar 1969, og
María Ólafsdóttir, f.
7. febrúar 1887, d.
17. febrúar 1970.
Systkini Valgerðar
eru Guðmundur, f. 13. október
1906, d. 15. febrúar 1977, Ólafur, f.
29. desember 1907, d. 2. febrúar
1993, Magnús, f. 30. apríl 1909, d.
6. júní 1977, Katrín, f. 28. maí 1911,
d. 10. september 1995, Guðbjörg, f.
2. júní 1914, d. 2. nóvember 1995,
og Kjartan, f. 27. mars 1921.
Valgerður giftist 11. júní 1940
Eiði Haraldssyni frá Austurgörð-
um í Kelduhverfi, f. 26. júní 1914,
d. 6. mars 1947. Foreldrar hans
voru hjónin Haraldur Júlíus Ás-
mundsson og Sigríður Sigfúsdótt-
ir. Valgerður og Eiður eignuðust
jáni Einarssyni, f. 23. júní 1952.
Fyrir átti Árni Maron Sigríði
Kristínu, f. 2. nóvember 1938, gift
Skildi Stefánssyni, f. 11. júlí 1935.
Þegar Valgerður lést átti hún 61
barna- og barnabarnabarn.
Valgerður ólst upp í stórum
systkinahópi í Borgarnesi og lauk
þar venjubundnu barnaskólanámi.
Árið 1935 fór hún í Héraðsskólann
á Laugarvatni og lauk þaðan prófi
1937. Árið 1940 fluttist Valgerður
til Akureyrar og bjó lengstum í
Ægisgötu 29. Í byrjun árs 1965
þegar Valgerður var orðin ekkja í
annað sinn réðst hún til starfa á
saumastofunni Heklu á Akureyri
og var þar við störf til ársins 1968
en hóf þá störf hjá kjötiðnaðarstöð
KEA á Akureyri. Árið 1972 flyst
Valgerður búferlum að Álfaskeiði
102 í Hafnarfirði. Eftir að Valgerð-
ur flutti til Hafnarfjarðar starfaði
hún á Sólvangi í Hafnarfirði og
Fæðingarheimili Reykjavíkur
samtals í fjórtán ár, eða þar til hún
lét af störfum árið 1986, þá sjötug
að aldri. Frá árinu 1993 bjó Val-
gerður á Sólvangsvegi 1 í Hafnar-
firði þar sem hún hélt heimili til
dauðadags. Þegar Valgerður lést
vantaði hana 5 daga til að ná 90 ára
aldri.
Útför Valgerðar verður gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett
verður í Akureyrarkirkjugarði.
fimm börn. Þau eru:
a) María Björk, f. 3.
maí 1940, d. 10. febr.
2000, gift Ingólfi
Hansen, f. 11. ágúst
1941, b) Hildur, f. 18.
júní 1942, gift Jó-
hanni Tryggvasyni, f.
11. desember 1938, c)
Svala, f. 18. júní 1942,
gift Rudolfi Kristins-
syni, f. 14. mars 1940,
d) Sigríður Sif, f. 29.
mars 1945, gift
Rúnari Pálssyni, f. 2.
mars 1945, og e) Eið-
ur Haralds, f. 21. des. 1946, kvænt-
ur Jónbjörgu Sigurjónsdóttur, f. 4.
júlí 1949.
Árið 1950 hóf Valgerður sambúð
með Árna Maron Sigurpálssyni frá
Brimnesi í Ólafsfirði, f. 12. nóvem-
ber 1907, d. 9. des 1964. Foreldrar
hans voru hjónin Sigurpáll Sig-
urðsson og Sigríður Árnadóttir.
Valgerður og Árni eignuðust 2
börn. Þau eru: a) Páll Arnar, f. 11.
júní 1951, kvæntur Svövu Ingv-
arsdóttur, f. 16 . nóvember 1959, d.
31. mars 1993, b) Anna Margrét, f.
23. janúar 1954, gift Jóhanni Krist-
Mig langar til að minnast elsku-
legrar tengdamóður minnar Valgerð-
ar Magnúsdóttur sem andaðist 14.
júlí, aðeins fimm dögum fyrir 90 ára
afmælisdag sinn.
Það eru 43 ár liðin frá því að ég
kynntist þér, kæra Valgerður. Ég
flaug norður til ykkar Árna og fjöl-
skyldu á 2. dag jóla árið 1963, í raun til
að opinbera trúlofun okkar Sifjar.
Það var óneitanlega nokkur kvíði í
mér, ég var ekkert viss um það hvern-
ig tekið yrði á móti mér svo ungum og
óreyndum.
Strax á flugvellinum á Akureyri
heilsa ég Árna. Það var hlýtt og nota-
legt handtak. Er í Ægisgötuna kom
heilsaðir þú mér með ekki minni
hlýju. Allur ótti hvarf þá strax um að
tengdamæður væru miður góðar kon-
ur. Þú hefur verið mér einstaklega
góð, aldrei hef ég fengið frá þér annað
en blíðu og notalegheit.
Strax eftir fyrstu nóttina í gesta-
stofunni þurfti ég að biðja Valgerði
tengdamóður mína bónar. Í stofunni
var nefnilega „stofuklukka“ sem hafði
einstaklega hátt er hún sló. Ég vakn-
aði á hálftíma fresti við klukkuna alla
nóttina og var því ósofinn þessa fyrstu
nótt á heimi tengdamömmu. Ég man
hvað þú brostir fallega til mín er ég
spurði þig hvort ekki mætti slökkva á
klukkunni tímabundið. Það var auð-
sótt mál.
Það var skemmtileg tilviljun að
móðir mín Ingibjörg Jónsdóttir og
Valgerður voru saman í skóla á Laug-
arvatni sem ungar konur. Líklega
hefur þær ekki grunað þá að börn
þeirra ættu eftir að rugla saman reyt-
um sínum 30 árum síðar. Oft áttu þær
fjörugar samræður um skólavistina á
Laugarvatni.
Lífið var ekki alltaf dans á rósum
hjá Valgerði tengdamóður minni.
Fyrri mann sinn, Eið Haraldsson,
missti hún aðeins 30 ára gömul árið
1947 frá 5 börnum. Þau voru þá ný-
flutt í einbýlishús sem þau byggðu við
Ægisgötu 29 á Akureyri. Þetta voru
erfiðir tímar fyrir ekkju með ung
börn en af miklum dugnaði, útsjón-
arsemi og nægjusemi tókst henni að
sjá fyrir barnahópnum og halda hús-
inu.
Seinni mann sinn Árna Sigurpáls-
son missti hún 1964. Þá voru börn
Árna og Valgerðar bæði ófermd.
Elsta dóttirin Björk og Reynir sonur
hennar voru þá einnig búsett í Æg-
isgötunni.
Það var erfiður tími hjá Valgerði er
hún fylgdi Björk dóttur sinni til graf-
ar árið 2000 en Björk var aðeins 59
ára gömul er hún lést eftir stutta spít-
alalegu.
Valgerður var trúuð kona og lifði
samkvæmt því. Sif hefur fengið þessi
lífsgildi með móðurmjólkinni og gefið
það frá sér til mín og barna okkar,
hreinskilni, staðfestu, hógværð, vænt-
umþykju, umburðarlyndi, umhyggju
og ekki síst trúna á hið góða í okkur
sjálfum. Valgerður lifði eftir þessum
lífsreglum. Allt sem maður gerði fyrir
hana fékk maður margfalt til baka.
Í minningunni voru ferðirnar til
tengdamömmu á Akureyri á hverju
sumri ævintýraferðir. Dætur okkar
hlakkaði alltaf til að hitta ömmu á Ak-
ureyri sem bakaði bestu kleinur í
heimi og dýrindis pönnukökur með
sultu sem búin var til úr rabarbara úr
garðinum í Ægisgötunni. Það var
yndislegt að koma til tengdamömmu,
alltaf tekið á móti manni sem höfð-
ingja.
Fyrir liðlega 33 árum ákvað Val-
gerður að flytja frá Akureyri. Mér
þótti vænt um þegar hún bað okkur
um aðstoð við að finna íbúð fyrir sig í
Hafnarfirði og var hreykinn af því að
hún tengdamamma valdi heimabæ
minn til að búa í. Hún eignaðist fal-
lega íbúð við Álfaskeið og bjó þar til
ársins 1993 en þá keypti hún íbúð á
Sólvangsvegi 1. Eftir að Valgerður
flutti til Hafnarfjarðar voru samfund-
ir tíðari, gott var að koma í heimsókn
til hennar, þiggja kaffi og meðlæti og
spjalla um lífið og tilveruna. Hún
fylgdist vel með og hafði skoðanir á
mönnum og málefnum líðandi stund-
ar. Valgerður bar mikla umhyggju
fyrir afkomendum sínum og hafði
áhuga á öllu sem þeir tóku sér fyrir
hendur. Var minni hennar einstakt og
gat hún t.d. rakið afmælisdaga og ald-
ur allra afkomenda sinna sem orðnir
eru tæplega 70.
Það þótti sjálfsagt á heimili Val-
gerðar að „taka slátur“, eiga í frystin-
um hollan mat s.s. innmat og sviða-
hausa og í geymslunni tunnu með
súrum mat.
Valgerður var snillingur í gerð slát-
urs og kenndi hún dætrum sínum
réttu handtökin við að sauma vambir
og réttu blönduna við gerð lifrarpylsu
og blóðmörs. Eftir sláturgerðina var
soðin lifrarpylsa og blóðmör svo allir
gætu nú borðað þennan fína mat sem
tengdamamma átti mestan þátt í að
gera.
Þetta eru í minningunni stórveisl-
ur. Sá siður að hafa súrt slátur með
grjónagraut á laugardögum hefur
haldist hjá okkar fjölskyldu fram á
þennan dag eins og Valgerður hafði á
sínu heimili.
Valgerður var mikil prjónakona.
Allir afkomendur hafa notið góðs af
því.
Litlir sokkar og vettlingar á ung-
börnin m.a. svo listilega gerðir að un-
un var að sjá.
Það verður tómlegra við matar-
borðið hjá okkur í Fagraberginu í
framtíðinni.
Þú hefur verið hluti af okkar fjöl-
skyldu. Það hafa verið forréttindi að
vera með þér þessar stundir, sækja
þig á Sólvangsveginn, eiga með þér
rólegt spjall um fjölskylduna og mál-
efni dagsins enda hugurinn skýr og
minnið óskert fram á síðasta dag.
Þetta voru ómetanlegar stundir sem
ég mun geyma í huga mínum um
ókomna framtíð. Þú varst sannarlega
höfðinginn er þú komst í heimsókn í
Fagrabergið.
Nú kveð ég þig, kæra Valgerður, í
hinsta sinn með virðingu og þökk fyr-
ir allt.
Far þú í friði.
Þinn tengdasonur
Rúnar Pálsson.
Tengdamóðir mín, hún Valgerður
Magnúsdóttir, var góð og heiðarleg
kona. Ég mun minnast hennar með
eftirsjá, því þótt aðeins væru fáeinir
dagar í níutíu ára afmælisdaginn
hennar, þegar hún féll frá var hún
samt ennþá visst sameiningartákn
fjölskyldunnar. Hún sá um að fjöl-
skyldan héldi sambandi og hittist
reglulega, t.d. með því að bjóða fjöl-
skyldunni til veislu á merkilegri af-
mælisdögum sínum og nú var búið að
fá glæsilegt húsnæði í Hafnarfirði til
þess að halda uppá níutíu ára afmæl-
isdaginn hennar sem hefði verið hinn
19. júlí. Einnig var hún dugleg að
mæta í afmæli eða matar- og kaffiboð
eða veislur hjá fjölskyldunni hvort
heldur börn, barnabörn, barnabarna-
börn eða makar áttu í hlut.
Ævi tengdamóður minnar var ekki
bara dans á rósum. Hún varð fyrir
þeirri sorg að missa tvo eiginmenn,
fyrst Eið Haraldsson sem hún hafði
eignast með fimm börn og á sama
tíma stóðu þau í húsbyggingu við Æg-
isgötu á Akureyri. Hvað það varðaði
varð gæfan Valgerði hliðholl og gat
hún með góðra manna hjálp haldið
húsinu. Síðan missti hún seinni mann
sinn Árna Sigurpálsson, en þau höfðu
eignast saman tvö börn.
Valgerður flutti suður 1974 og bjó
við Álfaskeið í Hafnarfirði til 1985 en
fluttist þá að Sólvangsvegi eitt í Hafn-
arfirði og nú fyrir fáeinum dögum var
hún að flytja á Hrafnistu í Hafnar-
firði.
Tengdamóður minni þótti gott að
koma í kirkju og nutum við þess
stundum saman. Hún var félagslynd
og naut þess að fara með eldra fólkinu
í stutt ferðalög og einnig að spila á spil
og spjalla. Hún hafði gaman af því að
prjóna og það var ánægjuleg stund
hjá börnunum þegar þau fengu send-
ingu frá langömmu sem voru prjóna-
vettlingar eða sokkar í fallegum lit-
um. Hún hlakkaði til þess að fara á
Hrafnistu í Hafnarfirði og þegar ég
ásamt fleirum var að aðstoða hana við
flutninginn sýndi hún mér allar að-
stæður og útsýnið frá svölunum henn-
ar sem var frábært en þó huldi skýja-
breiða Snæfellsjökul þannig að við
sáum hann ekki þá en það hefði verið
gaman því þaðan eða frá Snæfellsnesi
og Borgarnesi var einmitt uppruni
Valgerðar. Megi Guð blessa minningu
góðrar konu. Ég votta börnum,
barnabörnum, barnabarnabörnum,
bróður og tengdabörnum samúð mína
og virðingu.
Jóhann Tryggvason.
VALGERÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Val-
gerði Magnúsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Bergþóra Eiðs,
Matthildur, Þór Guðmundsson.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALGARÐUR STEFÁNSSON,
Bræðraborgarstíg 23,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 20. júlí kl. 13.00.
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir,
Ásdís Ingibjargardóttir,
Guðlaugur Valgarðsson, Guðrún Helga Stefánsdóttir,
Lárus Valgarðsson,
Valgerður R. Valgarðsdóttir,
Ingibjörg Helga og Auður Olga Skúladætur,
Ísold og Silfrún Una Guðlaugsdætur,
Veronika Sesselju Lárusdóttir,
Áslákur Hrafn og Iðunn Rannveig Thorarensen.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR S. ÁRMANNSSON
byggingarmeistari,
Seljugerði 4,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 20. júlí kl. 15.00.
Viktoría V. Ólafsdóttir,
Anna María Guðmundsdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Ármann Ólafur Guðmundsson, Lilja Pálsdóttir,
Gunnar Örn Guðmundsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BERGSTEINN JÓNSSON
prófessor,
Snorrabraut 56,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn
21. júlí kl. 13.00.
Guðrún Þórey Jónsdóttir,
Auður Bergsteinsdóttir, Ólafur Árni Traustason,
Jón Bergsteinsson,
Anna Bergsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug og veittu aðstoð
við andlát og útför elskulegrar konu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HALLGERÐAR SJAFNAR HELGADÓTTUR,
Dynskógum 1,
Egilsstöðum.
Sérstakar þakkir sendum við læknum og
hjúkrunarfólki á 12B Landspítalanum Hringbraut.
Kristinn Árnason,
Árni Kristinsson,
Helgi Kristinsson, Svava Þórey Einarsdóttir,
Aðalheiður Sjöfn og Kristinn Viktor.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HALLDÓR SNORRASON
fyrrv. útgerðarmaður,
Kleppsvegi 62,
(áður Eikjuvogi 19),
sem lést sunnudaginn 9. júlí, verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. júlí kl. 13:00.
Anna Olsen,
Guðrún Halldórsdóttir, Valdimar Valdimarsson,
Sigrún Halldórsdóttir, Gylfi Bjarnason,
Snorri Halldórsson, Birna Ingvarsdóttir,
Stefán Halldórsson, Signhild B. Borgþórsdóttir,
afabörn og langafabörn.