Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 20
júlí TÖLVUBÚNAÐUR hefur nú verið þróaður af sérfræðingum við Cambridge-háskóla í Bret- landi sem les í hugarástand fólks. Frumgerðin er til sýnis á tæknisýn- ingunni Royal Soc- iety sem nú stendur yfir í Lund- únum, en þar er gest- um m.a. boðið að taka þátt í tilraun, sem lýtur að því að „tilfinningatengd“ tölva greinir lundarfar og hugar- ástand fólks út frá svip- brigðum þess, að því er fram kemur í netútgáfu Daily Tele- graph. Frumkvöðlarnir vænta þess að nýi búnaðurinn komi meðal annars til með að gagnast við sölutækni þar sem honum er ætlað að skyggnast inn í hug- arfylgsni kúnnanna til að greina skap og lundarfar hverju sinni. Búnaðurinn þekk- ir nú þegar um tuttugu andlits- hreyfingar og greinir sérkenni á borð við skegg og gleraugu. Bresku sérfræðingarnir vinna nú með bandarískum kollegum sínum við þróun búnaðar, sem gerir t.d. einhverfu fólki, sem að öllu jöfnu á erfitt með að lesa úr tilfinningum annarra, auðveldara fyrir en ella. Tölvur lesa í hug- arástandið  TÆKNI Tölvan á að lesa úr svipbrigðum. Ígarðinum hennar Heklu Bjark-ar Guðmundsdóttur eru fal-legar steyptar lóur og kindur úr tré, hvort tveggja skúlptúrar sem hún gerði sjálf. ,,Draumurinn er að fylla garðinn af slíkum skúlptúrum,“ segir listakonan og brosir. Skúlptúrarnir koma upp- haflega úr málverkum Heklu sem iðulega eru af kindum, hestum og lóum staðsettum í litríkri, íslenskri náttúru. ,,Mig langar að gera meira af skúlptúrum og mun gera það þegar tími vinnst til. Það verða hér tjaldur og lóa, hestar og kindur úti um allan garð.“ Hekla er hálfgerð sveitakerling eins og hún orðar það sjálf kímin á svip. ,,Ég er alin upp í sveit og kann vel við mig þar. Mér finnst ágætt að hafa borgina í hæfilegri fjarlægð. Nú bý ég í nokkurs konar sveit í borg og það er stórfínt. Ég þarf að vera í návígi við íslensku náttúruna. Hún veitir mér raunverulegan inn- blástur eins og sjá má í myndunum mínum. Náttúran og íslensku dýrin. Þau skipta mig máli og þess vegna ef til vill mitt yrkisefni. Ég er reyndar ekki með nein húsdýr en ég á eina kind, hana Ömmu Sillu, en hún er til heimilis hjá foreldrum mínum fyrir austan fjall.“ Villt og ósnortin garðtýpa Hefur Amma Silla komið í bæ- inn? ,,Já, hún hefur komið einu sinni en henni leist ekkert á hann og fór aftur í sveitina,“ segir Hekla og hlær. ,,En talandi um heimkynni. Það er svo einkennilegt að í eina skiptið sem ég hef ekki náð mér al- mennilega á strik með pensilinn var þegar ég fór eitt sinn utan í þeim tilgangi að mála. Vinnuaðstaðan var frábær og svo sannarlega nóg rými. En umhverfið fannst mér vera frá- hrindandi og kalt, flísalagt, stein- steypt og fá græn svæði. Ég sakn- aði virkilega íslensku náttúrunnar og hef stundum velt því fyrir mér hvort það hafi haft þessi áhrif. Hér heima get ég gengið út í garðinn úr vinnustofunni minni, sem jafnframt er tengd heimilinu, og bæði lóan og tjaldurinn syngja frá morgni til kvölds. Ég sé líka vel til fjalla, hér eru hæðir og hólar og endalaust af grænu lyngi og grasi. Það er ynd- islegt enda mála ég oft úti í garði þegar veður leyfir.“ En hvernig garðtýpa myndirðu segja að þú værir? ,,Ég er þessi villta, ósnortna garðtýpa. Mér finnst villt náttúra fallegust. Það sem flestum öðrum finnst vera illgresi það finnst mér vera langskemmtilegustu blómin t.d. njóli, fíflar og sóleyjar. Mig hef- ur líka alltaf dreymt um það sem ég kalla móóttan garð, þ.e. að hafa skipulagðan móa við húsið og svo matjurtagarð. Þá hef ég mikinn áhuga á skógrækt en ég safna t.d. birkifræjum á haustin og set niður á vorin í garðinn minn, sem er reynd- ar nær því að vera tún á borgarvísu, enda landareignin nær hektari að stærð. Þetta er svona bóndakonu- garður enda dugir ekkert minna en lítill traktor með vagni í heyskap- inn,“ segir listmálarinn sem í þeim töluðu orðum vippar sér í sætið á traktornum og byrjar að slá túnið. Dýrin og náttúran eru yrkisefnin Morgunblaðið/Ásdís Hekla Björk Guðmundsdóttir listmálari er mest fyrir villta og ósnortna garða. Enda finnst henni villt náttúra fallegust. Hér er hún ásamt lóunum sem hún steypti og eru í garðinum fyrir framan húsið hennar. HEKLA BJÖRK Mér finnst gott að fara út ígarð með trönurnar ásumrin þegar veður leyfir og þá er auðvitað nærtækt fyrir mig að mála blómin því á veturna mála ég einkum uppstillingar eins og ég hef reyndar mest gert af í gegnum tíðina og er þekktastur fyrir,“ segir Pétur Gautur listmálari og brosir. „En í garðinum á sumrin grípur mig einhver frelsistilfinning sem skilar sér á léreftið.“ Og eru mótífin í garðinum? „Já, við höfum gróðursett töluvert af valmúa, sem er aðalmyndefnið mitt, í garðinum okkar en hann er nú loksins að taka við sér eftir nokkur ár. Ég er afskaplega hrifinn af valmúanum, bæði hinum íslenska (papaver naudicaule) og þeim austurlenska, sem er risavalmúi (papaver orientale). Mér finnst hins vegar sá íslenski svo skemmtilegur karakter, ef hægt er að segja svo- leiðis um plöntu. Hann er sko enginn dekurdúlla, heldur harðger og vill ekki láta of mikið hafa fyrir sér. Valmúinn vex því ekki í of frjóum jarðvegi en vex svo jafnvel í sandi. Það var konan mín, Berglind Guð- mundsdóttir, garðyrkju- og lands- lagsarkitekt, sem benti mér á þann íslenska og sýndi mér hvað hann er fallegt blóm en sumir líta á hann sem arfa eða illgresi. Íslenski valmúinn sáir sér víða og hann er til í nokkrum litum. Gulur og appelsínurauður eru algengastir, þá hvítur en rauður er sjaldgæfastur. Valmúinn er verulega myndrænn og fallegur.“ Rómantísk garðtýpa Nú þegar þú hefur gert íslenska valmúann ódauðlegan í málverkum þínum, hvernig hafa verkin mælst fyrir? „Ég byrjaði nú á þessu sjálfum mér til ánægju og var svolítið feim- inn við að sýna myndirnar en fólk tók þeim mjög vel og þær urðu strax nokkuð vinsælar. Ég vil helst hafa lifandi valmúa sem mótíf því það verða einfaldlega fallegustu mynd- irnar til með þeim hætti. Valmúinn lifir ekki lengi í vatni í vasa, drepst eiginlega samstundis. Ég hef reynt að nota valmúa gerða úr silki sem fyrirmynd en mér finnst það ekki koma jafnvel út. Ég mála valmúann yfirleitt í beðunum en beðin í garð- inum okkar eru hlaðin með háum vegghleðslum. Ég kem mér því bara fyrir nálægt þeim og mála,“ segir Pétur Gautur og veifar penslinum í átt að einu valmúaknippinu. En hvernig garðtýpa myndirðu segja að þú værir? „Ég er þessi rómantíska garðtýpa. Ég hef voðalega gaman af því að vera með fjölskyldunni og góðum vinum í garðinum, borða góðan mat og drekka góð vín og svo að vinna í honum. Ég nota garðinn aldrei til þess að liggja í sólbaði,“ segir list- málarinn sem greinilega er vel menntaður í garðyrkjufræðunum því hann fer með heilu þulurnar af nöfnum á trjám, runnum og fléttum sem munu væntanlega prýða garð- inn á næstu árum. „Þetta er gamall verðlaunagarður hér í Hafnarfirði og ég er búinn að segja Berglindi að stefna á annan bikar,“ segir Pétur Gautur og skellihlær. Listmálararnir Pétur Gautur og Hekla Björk Guðmundsdóttir eru mikil nátt- úrubörn og nota oft tækifærið þegar vel viðrar og draga trönurnar út í garð- inn sinn og mála þar. Unnur H. Jóhannsdóttir átti skemmtilegt spjall við þetta náttúrulega listafólk dag nokkurn þegar sólargeislarnir fundu sér leið fram hjá skýjunum og skutu hlýjum geislum sínum yfir sólþyrsta Íslendinga.  MENNING | Mála listaverkin í garðinum þegar vel viðrar Gerir valmúann ódauð- legan í myndlistinni Pétur Gautur segir frelsistilfinningu grípa sig í garðinum á sumrin. Daglegtlíf PÉTUR GAUTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.