Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 32
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÓVARGADÝRIÐ INNRA
MEÐ MÉR ER SVANGT!
MÁ BJÓÐA ÞÉR FERSKT
SALAT MEÐ ÁVÖXTUM
HVERS KONAR ÓARGADÝR
HELDURÐU AÐ ÉG SÉ?
HVAÐA GAGN
ER Í ÞESSUM
SNJÓ?
HANN ER EKKI
EINU SINNI
3 CM DJÚPUR!
HANN ER
FALLEGUR
JÁ, EN SKÓLANUM ER
EKKI AFLÝST VEGNA
FALLEGS SNJÓS!
AF HVERJU
LÍKAR ÞÉR HANN
EKKI?
ÉG
VEIT
ÉG ER BARA EKKI
HRIFIN AF
NOTUÐUM FÖTUM
BRETA-
DROTTNING
ÁTTI
ÞENNAN
KJÓL
SKUNKUR
MEIG Á HANN
GRÍM MINN!
HVAÐ Á
ÉG AÐ
GERA,
LÆKNIR?
TAKTU ÞESSA ÞVOTTAKLEMMUR
OG HRINGDU SVO AFTUR Í MIG Í
FYRRAMÁLIÐ
HANN SPÁÐI AÐ ÉG YRÐI
BEÐIN AÐ HALDA ÞENNAN
FYRIRLESTUR EN ÉG HEF
EKKI HEYRT NEITT FRÁ
NEFNDINNI
KANNSKI ÆTTI ÉG AÐ
SENDA ÞEIM BRÉF
EN AUÐVITAÐ VERÐ
ÉG BEÐIN AÐ HALDA
FYRIRLESTURINN...
...KANNSKI ÞARF ÉG BARA
AÐ ÝTA AÐEINS Á EFTIR
ÖRLÖGUNUM
ÆTLARÐU AÐ
HALDA ÁFRAM
MEÐ MYNDINA
ÁN KRAVEN?
AUÐVITAÐ, KRAVEN
ER EKKERT
MERKILEGUR LENGUR
ÞAÐ EINA SEM ÉG
ÞARF ERT ÞÚ
...OG SVO
KÓNGULÓAR-
MAÐURINN
AUÐVITAÐ
MIG?
HANN ER KASTARINN
OKKAR, BESTI KYLFINGURINN
OG FYRIRLIÐI
JÁ, VIÐ ERU MEÐ
FREKAR SLÆMAN
GRUNN
Í RAUN OG
VERU ÞÁ ER
KALLI
GRUNNURINN
AÐ LIÐINU
OKKAR
Dagbók
Í dag er miðvikudagur 19. júlí, 200. dagur ársins 2006
Víkverji var að reynaað koma sér á
lappir í gærmorgun er
honum svelgdist um
stund á morg-
unkaffinu. Kveikt var
á sjónvarpinu í eldhús-
inu og flutningur í
gangi á fréttum NFS.
Greint var frá fyr-
irhuguðum fjöl-
skyldubúðum Íslands-
vina við Kárahnjúka
og rætt við talsmenn
þeirra. Er fréttinni
lauk var aftur skipt yf-
ir á morgunhressan
fréttaþulinn, er sagði
eitthvað á þessa leið: Gott mál á ferð-
inni.
Víkverja finnst ekkert verra en að
heyra fréttaþuli gefa fréttamálum
einkunn eða ljá þeim persónulega
skoðun sína. Vilji NFS skapa sér ein-
hvern trúverðugleika, þá gerir hún
það ekki með þessum hætti. Varla
hefur þulurinn verið að tjá skoðanir
sínar á því hve þetta var vel flutt
frétt. Víkverji skildi ummælin ekki
þannig. Fjölskyldubúðir við Kára-
hnjúka eru í sjálfu sér hið besta mál,
enda mikilvægt að sem flestir Íslend-
ingar kynni sér þessar stór-
framkvæmdir fyrir austan, en frétta-
menn eiga ekki að tjá þær skoðanir
sínar í fréttatímum.
Víkverji greindi á
dögunum frá aldinni
kunningjakonu sem
gerði heiðarlega til-
raun til að fá öku-
skírteini sitt endurnýj-
að. Stóðst hún ekki
sjónpróf hjá lækninum
sínum en hún sætti sig
ekki alls kostar við
það, þó hún væri svo
gott sem hætt að
keyra. Nú hefur Vík-
verja borist til eyrna
að hún hafi ekki gefist
auðveldlega upp, held-
ur gengið á fund ann-
ars læknis. Eitthvað hefur sjónin
verið betri (eða læknirinn svona góð-
hjartaður) því hún stóðst augnskoð-
unina á þeim bænum og gat fengið
ökuskírteinið endurnýjað. Tók hún
gleði sína á ný, enda getur vinkona
okkar ómögulega hugsað sér að
kveðja þennan heim próflaus, eins og
Víkverji greindi frá síðast.
Loks má Víkverji til með að hrósa
Sjónvarpinu fyrir hestaþættina
Kóngur um stund. Þátturinn á mánu-
dagskvöldið um ferð Íshesta um
Þingeyjarsýslur var stórskemmti-
legur. Nafntogað og hresst fólk með í
för sem fékk að finna fyrir því, sumir
meira en aðrir.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Mannlíf | Inga Dóra brosti sínu blíðasta þar sem hún seldi vegfarendum á
Laugaveginum skinnskó og ýmislegt glingur. Eflaust myndu margir kaup-
menn bæjarins vilja skipta við hana og fá í sinn hlut áhyggjuleysið og látlaust
verslunarplássið, sólarmegin í mannlífinu.
Skósali í sólskinsskapi
Morgunblaðið/Jim Smart
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleik-
urinn öfundar ekki. (I. Kor. 12, 4.)