Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 11
FRÉTTIR
RÍKISSTJÓRNIN ræddi skýrslu
formanns matvælaverðsnefndar á
fundi sínum í stjórnarráðinu í gær. Í
samræðum við blaðamenn eftir fund-
inn lagði forsætisráðherra nokkra
áherslu á að finna þyrfti sáttagrund-
völl þegar tekist væri á um hvort
hægt væri að grípa til breytinga á
landbúnaðarkerfinu, í því skyni að
lækka matvælaverð. Hins vegar úti-
lokaði hann ekkert um hvað tillögur
ríkisstjórnarinnar myndu fela í sér.
Ekki reynt á ágreining
„Við ræddum skýrsluna en höfum
enn ekki tekið afstöðu til einstakra
þátta í henni. Við munum gera það á
næstu vikum og gera það upp við
okkur hverju af þessu er grundvöllur
fyrir að hrinda í framkvæmd,“ sagði
Geir. Hann segist telja að ýmsar
gagnlegar upplýsingar séu í skýrsl-
unni. „En það liggur fyrir að það eru
deildar meiningar um þessi mál úti í
þjóðfélaginu og eins áreiðanlega inn-
an stjórnmálaflokkanna.“
Aðspurður um hvort ágreiningur
sé innan ríkisstjórnarinnar segir
hann ekki farið að reyna á það ennþá
en að það muni koma í ljós. „Við í for-
sætisráðuneytinu munum eðli máls-
ins samkvæmt hafa forystu um sam-
vinnu við hin ráðuneytin sem fyrst og
fremst eiga hlut að máli, það eru fjár-
mála-, landbúnaðar-, viðskiptaráðu-
neytið og ef til vill fleiri. Við reynum
að gera okkur grein fyrir því hvað
hægt sé að gera innan þess svigrúms
sem ríkissjóður hefur,“ sagði Geir en
ljóst er að nokkur kostnaður fylgir
sumum af tillögunum sem settar eru
fram í skýrslunni. Hins vegar telur
hann að lækkun matvælaverðs hefði
jákvæð áhrif á verðbólgu þegar og ef
slíkt kæmi til framkvæmda.
„Auðvitað ríkir samkeppni“
„Svo eru þarna einnig tillögur um
að lækka gjöldin á sælgæti og gos-
drykki undir því yfirskini að um sé
að ræða matvæli. Við vorum ekki
mjög hrifin af þeirri hugmynd í rík-
isstjórninni,“ sagði hann jafnframt
og efaðist um að slíkt teldist til mat-
væla þótt menn legðu sér það til
munns.
Geir sagði skatta og gjöld ekki
endilega úrslitaþátt varðandi verð-
lag. „Auðvitað skipta þeir máli en
líka önnur atriði eins og samkeppn-
isumhverfi á markaði. Það er ekki
endilega víst, jafnvel þótt skattur
yrði lækkaður á t.d. sælgæti, að það
hefði áhrif til verðlækkunar því það
er markaðsástandið sem ræður því.“
Segir ekki til um eigin
forgangsröðun ennþá
Aðspurður hvort hann sé sammála
því að hörð samkeppni ríki á smá-
sölumarkaði með matvöru hérlendis
svarar hann: „Auðvitað ríkir sam-
keppni á þessum markaði.“
Flestar af tillögunum í skýrslunni
kalla á lagabreytingar. Um það hvort
frumvarp um lagabreytingar til
lækkunar matvælaverðs gæti komið
fram á næsta þingvetri segir Geir
allt geta gerst í þeim efnum.
En hefur hann sjálfur áhuga á að
hrófla við landbúnaðarkerfinu? „Ég
held að það sé ýmislegt þar sem bet-
ur megi fara. En ég vil hins vegar
standa vörð um landbúnaðinn, það
hefur minn flokkur alltaf gert og
stjórnarflokkarnir eru í sjálfu sér
ágætlega samstíga um það. Hitt er
annað mál að það eru breytingar í að-
sigi í landbúnaðinum, að hluta til
vegna alþjóðlegra samninga. Við
þurfum að undirbúa okkur og það
hefur landbúnaðurinn verið að gera.
Hvort hægt er að gera eitthvað enn
meira er spurning sem við þurfum að
taka afstöðu til,“ segir Geir sem þó
vildi ekki segja til um hvað hann
sjálfur myndi setja í forgang.
Aðspurður um hvort hann sé sam-
mála því sem ASÍ hefur haldið fram,
að afnám verndartollanna myndi
hafa úrslitaáhrif á matarverð, segist
hann heldur ekki vilja taka afstöðu
til þess núna. „Þarna eru auðvitað
mjög ólík sjónarmið á ferðinni og
menn þurfa að finna einhvern sátta-
grundvöll. Það þýðir ekki að vaða yf-
ir tilteknar atvinnugreinar með ein-
hverjum þjösnaskap.“
Ekki aðgerðir vegna olíuverðs
Aðspurður um metverð á bensíni
og hvort gripið verði til sértækra að-
gerða sagði Geir: „Ef við værum
100% viss um að þetta væri tíma-
bundin hækkun á heimsmarkaði
myndi tímabundin lækkun gjalda
koma til álita, en því miður er ekkert
sem bendir til að ástandið á heims-
markaði sé þess eðlis að verðið lækki
hratt aftur.“
Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni taka afstöðu til skýrslu um matvælaverð á næstu vikum
Morgunblaðið/ÞÖK
„Það eru breytingar í aðsigi í landbúnaðinum, að hluta til vegna alþjóðlegra samninga,“ minnti Geir á í gær.
„Ég vil standa
vörð um land-
búnaðinn“
Geir H. Haarde segir ýmislegt mega betur fara í
landbúnaðarkerfinu, en stjórnarflokkarnir séu
ágætlega samstíga um að standa vörð um landbún-
aðinn. Anna Pála Sverrisdóttir náði tali af Geir.
aps@mbl.is
„ÞETTA ER frábært hjá þér,“
sögðu starfsmenn Reykjavíkurborg-
ar við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóra er hann hafði lokið við að
hreinsa veggjakrot við gæsluvöll í
Efra Breiðholti í gær. Vilhjálmur
kynnti á gæsluvellinum fegrunar-
átak undir slagorðinu Tökum upp
hanskann fyrir Reykjavík en því
verður ýtt úr vör í Breiðholti, einu
fjölmennasta hverfi borgarinnar, nk.
laugardag. Allir sem vettlingi geta
valdið eru hvattir til að taka þátt í að
fegra hverfið sitt og er ætlunin að
tína rusl, hreinsa veggjakrot, leggja
þökur, sópa, bæta girðingar og laga
net í fótboltamörkum hverfisins, svo
dæmi séu tekin. Eru íbúar hvattir til
að mæta kl. 11 við Breiðholtslaug,
Hólmasel eða Breiðholtsskóla og
taka til hendinni ásamt forsvars-
mönnum fyrirtækja á svæðinu, borg-
arstarfsmönnum og borgarfulltrúum
sem sjálfir ætla að hjálpa til.
„Borgaryfirvöld langar að gera
meira átak en verið hefur í því að
hreinsa og fegra borgina og ekki
virðist veita af,“ sagði Vilhjálmur við
blaðamenn á gæsluvellinum í gær.
„Víða er sóðaskapur, veggjakrot og
óhirtir gæsluvellir og leiksvæði.“
Vilhjálmur sagði að átak hefði
þegar verið gert í sumar í að hreinsa
götur og gangstéttir. Eftir fegr-
unarátakið í Breiðholti um helgina
verði síðan metið hvort farið verður í
svipað átak í öðrum hverfum.
Að hreinsun lokinni á laugardag
verður boðið í kaffi og með því, sem
og skemmtiatriði kl. 16–17. „Við telj-
um að það þurfi að verða hugarvakn-
ing meðal borgarbúa, ekki aðeins
meðal borgaryfirvalda,“ sagði Vil-
hjálmur.
Hann sagði meirihlutann í borg-
inni vilja bæta stjórnsýslu hennar
þannig að hún sinni fegrun allt árið
um kring. „Við skorum á Breiðhylt-
inga og við skorum á borgarbúa að
fara að hugsa meira um þessi mál.“
Morgunblaðið/ÞÖK
„Það er eins og hann hafi ekki gert annað,“ var m.a. sagt um vinnu Vil-
hjálms Þ. borgarstjóra við að hreinsa veggjakrot í Breiðholti.
Vill vakningu
meðal borgarbúa
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt íslenska ríkið til að
greiða konu sem fæddi barn sitt á
Landspítalanum fyrir sjö árum 1
milljón króna í miskabætur vegna
stórfellds gáleysis fagfólks við fæð-
inguna. Barnið var tekið með keis-
araskurði en of lengi dróst að fram-
kvæma skurðinn og varð að nema á
brott leg konunnar vegna blæðinga.
Að mati dómsins hefði fagfólkið átt
að gera sér grein fyrir þeirri hættu
sem að steðjaði við það að of langur
tími leið frá því að útvíkkun lauk þar
til barnið fæddist. Skaðabótakröfu
konunnar upp á 2,5 milljónir kr.
vegna ættleiðingar var hins vegar
vísað frá dómi, en fram kom að kon-
an hugðist eignast þrjú börn.
Í greinargerð Reynis Tómasar
Geirssonar, forstöðulæknis kvenna-
deildar LSH, segir að um leitt slys
hafi verið að ræða sem varð vegna
einlægrar tilraunar til þess að hjálpa
við að láta ósk um eðlilega fæðingu
rætast og barn fæðast um leggöng.
Í álitsgerð nefndar um ágreinings-
mál um heilbrigðisþjónustu segir að
ljóst sé að konan hafi verið látin
rembast of lengi þar sem brestur
kom í legið við áreynsluna. Taldi
nefndin það ámælisvert hve konan
hafi verið látin rembast lengi án þess
að nokkur framgangur yrði í fæðing-
unni.
Í bréfi landlæknis um málið sagði
þá að of langur tími hefði liðið frá
lokum útvíkkunar þar til barnið
fæddist, eða 6 tímar. Hefði hæfilegur
tími átt að vera helmingi styttri.
Kristjana Jónsdóttir héraðsdóm-
ari dæmdi málið. Guðmundur Yngvi
Sigurðsson hdl. flutti málið fyrir
konuna og Skarphéðinn Þórisson
ríkislögmaður fyrir stefnda.
Ein milljón
í bætur
Fagfólk sýndi gáleysi
við fæðingu barns
AÐ MATI Samtaka ferðaþjónust-
unnar ber brýna nauðsyn til að
lækka matarverð á Íslandi. Þetta
kemur fram í ályktun sem samtökin
sendu nýverið frá sér. Segja samtök-
in ófremdarástand ríkja í samkeppn-
ismálum veitingastaða vegna skatt-
kerfisins þar sem sama varan sé seld
með mismunandi virðisaukaskatti.
Í samtali við Morgunblaðið sagðist
Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri samtakanna, fagna nýrri
skýrslu matvælanefndar ríkisstjórn-
arinnar. Hins vegar segir hún það
auðvitað ákveðin vonbrigði að ekki
hafi náðst samstaða í nefndinni um
breytingar. Að sögn Ernu er veit-
ingasala einn af stóru stoðunum und-
ir ferðaþjónustuna hérlendis, því all-
ir ferðamenn þurfi jú að borða og því
gríðarlega mikilvægt að geta selt
mat á þokkalegu verði. Bendir Erna
á að veitingamenn hafi lagt mikla
áherslu á að tollar verði afnumdir og
að öll sala matvæla sé í sama virð-
isaukaþrepi, sama hvar og hvernig
hún sé seld. Segir Erna ekki eðlilegt
að nákvæmlega sami skyndibitinn
lendi í tveimur ólíkum skattþrepum
eftir því hvar hann sé seldur og af
hverjum.
Að sögn Ernu er mikilvægt að
skattkerfið verði einfalt, sanngjarnt
og gegnsætt, því það leiði samtímis
til minni undanskota. Segir hún veit-
ingamenn lengi hafa bent á slæma
stöðu sína en þeir eru ásamt öðrum
fyrirtækjum í ferðaþjónustu í mikilli
samkeppni á alþjóðavettvangi.
„Samtökin skora því á ríkisstjórnina
að koma þessum brýnu hagsmuna-
málum jafnt almennings sem at-
vinnulífsins í viðunandi horf sem
allra fyrst,“ segir Erna og tekur
fram að hún vænti þess að þetta
verði eitt fyrsta mál komandi þings.
Hvetja til lækk-
unar matvæla-
verðs sem fyrst
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra hefur skipað stýrihóp til að
vinna að forathugun og eftir atvikum
forhönnun og hönnun hafnar í
Bakkafjöru. Meðal þess sem hópn-
um er falið að kanna er að Siglinga-
stofnun verði falið að ljúka nauðsyn-
legum frumrannsóknum í Bakka-
fjöru, fram fari þarfagreining á nýrri
ferju, sem sigla skal milli Vest-
mannaeyja og Bakkafjöru, þannig að
tryggt verði að hún anni flutnings-
þörf. Kannað verði hvort hagkvæmt
sé að byggja stærri höfn í Bakka-
fjöru en Siglingastofnun gerir ráð
fyrir í athugunum sínum. Skal hóp-
urinn einnig láta meta hvers konar
skip henti til siglinga á þessari leið.
Stýrihópnum er falið að taka strax til
starfa.
Stýrihópur kanni
höfn í Bakkafjöru