Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 197. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 21Km 42Km Km10 Km3 MARAÞON REYKJAVÍKUR GL 19. Margræður hversdagsleiki Hulunni svipt af innsetningu Hreins Friðfinnssonar | Menning Lesbók | Sterkar stelpur og listin að lifa af  Rúnir á Ís- landi Börn | Líf og fjör á leikjanámskeiði Íþróttir | Garðar til Norrköping  Átta liða úrslit bikarkeppninnar Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is ÍSRAELAR fluttu mikinn herafla að landamærunum við Líbanon í gær- kvöldi og sögðu embættismenn í hernum að verið væri að undirbúa hugsanlega innrás landhers inn í suð- urhluta landsins til að brjóta Hizboll- ah á bak aftur. Herinn hafði fyrr um daginn kallað til starfa þrjú þúsund menn úr vara- liði hersins sem ekki gegna reglulegri herþjónustu en mæta á vettvang ef þörf krefur. Þá dreifði ísraelski her- inn bæklingum til íbúa í suðurhluta Líbanons þar sem þeir voru hvattir til að yfirgefa svæðið tafarlaust. Þús- undir Líbana í suðurhluta landsins flúðu heimili sín í gær eftir viðvörun Ísraela. Við landamærin mátti sjá langar raðir ísraelskra skriðdreka og brynvarinna ökutækja sem fluttu hermenn á staðinn. Elias Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði að her landsins myndi verjast ef Ísraelar gerðu inn- rás en líbanski herinn hefur hingað til ekki blandað sér í átökin. Rice til Mið-Austurlanda Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagðist í gær myndu halda til Mið-Austurlanda á sunnudag til að reyna að miðla mál- um. Hún vildi ekki taka undir kröfur annarra þjóðarleiðtoga um vopnahlé án tafar ef það þýddi einungis að allt færi í sama farið og áður en átökin brutust út. Sagði hún aðra leiðtoga hunsa það sem bandarísk stjórnvöld teldu rót átakanna, stuðning Írana og Sýrlendinga við Hizbollah. Ákveðið hefur verið að halda ráðstefnu í Róm á miðvikudag þar sem fulltrúar Arabaþjóða, Evrópuþjóða, Banda- ríkjanna og Sameinuðu þjóðanna ræða ástandið fyrir botni Miðjarðar- hafs. Mikill herafli fluttur að landamærunum Reuters Ísraelskir hermenn skjóta yfir landamærin að Líbanon í gærkvöldi.  Ísraelar | 14 Lundúnir. AFP. | Þrír af hverjum fjór- um breskum stangveiðimönnum vilja frekar fara í veiðitúr en sofa hjá mökum sínum, samkvæmt nýrri könnun. Þá vildi meira en helm- ingur aðspurðra í könnuninni frek- ar krækja í stóran lax eða silung en eiga ástarfund með ofurfyrirsætu. Einnig kom í ljós að stang- veiðimennirnir eyddu að meðaltali átta sinnum meira af peningum í stangveiðibúnað en gjafir handa mökum sínum. Þá viðurkenndu 46% veiðimannanna að þeir segðu ósatt um raunverulega stærð fiskanna sem þeir veiddu til að ganga í aug- un á félögunum. Eitt þúsund manns tóku þátt í könnuninni en bókaútgefandinn Totesport stóð fyrir henni. „Lík- lega eru stangveiðiekkjur víða um landið sem kannast við þetta,“ sagði talsmaður Totesport. Taka veiðina fram yfir ástarleiki Morgunblaðið/Einar Falur Stangveiðimenn vilja frekar krækja í stóran fisk en eiga ástar- fund með ofurfyrirsætu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikill viðbúnaður var á slysstað af hálfu slökkviliðs og lögreglu. Á innfelldu myndinni er bifreiðin sem valt. Í henni voru þrír far- þegar, þar af eitt ungbarn sem slapp með skrámur. Sjö fluttir á slysadeild SJÖ voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða á Suður- landsvegi við Hólmsá á sjöunda tímanum í gær. Tveir voru útskrifaðir með minniháttar meiðsl í gærkvöldi, fjórir lagðir inn til framhaldsmeð- ferðar og einn sendur í aðgerð vegna beinbrota. Vakthafandi læknir á slysadeild sagði engan í lífshættu og að líðan hinna slösuðu væri bærileg. Að sögn lögreglu er rannsókn á tildrögum slyssins á frumstigi. Talið er að bifreiðinni, sem var á leið til Reykjavíkur, hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelming og hafnað á bifreið, sem ekið var í gagnstæða átt, með þeim afleiðingum að síðarnefnda bifreiðin kastaðist út í vegkant og valt. Sjö sjúkrabílar voru sendir á vettvang og fluttu þeir alls átta slasaða, fjóra með minni- háttar meiðsl og fjóra meira slasaða. Auk þess voru tveir tækjabílar slökkviliðsins sendir á slysstað þar sem ökumaður annarrar bifreiðar- innar og farþegi hinnar sátu fastir í bifreiðunum eftir áreksturinn. Allt tiltækt lið lögreglu í Reykjavík var kvatt á vettvang, bæði til að aðstoða við flutning hinna slösuðu og til að loka Suðurlandsveginum. Lög- reglan lokaði hluta vegarins um klukkan hálfsjö og opnaði hann tveimur tímum síðar. Í millitíð- inni myndaðist mikil umferðarteppa og var um- ferð til austurs beint um Heiðmörk en til vesturs um Hafravatn. Að mati lögreglu gekk umferðin þó mun betur en við mátti búast og vill hún koma á framfæri þakklæti til ökumanna fyrir mikla þolinmæði og tillitssemi. Af vettvangi árekstursins Harður árekstur á Suð- urlandsvegi við Hólmsá Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Lesbók, Börn og Íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.