Morgunblaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá
30. júní sl. um að vísa skuli frá dómi 1.
ákærulið af 19 í endurákæru Baugs-
málsins. Settur saksóknari kærði úr-
skurð héraðsdóms og segir niður-
stöðu Hæstaréttar vissulega nokkuð
áfall. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar, forstjóra Baugs Group, var
hins vegar gríðarlega ánægður með
að viðamesta þætti ákærunnar hafi
verið vísað frá dómi.
Hæstiréttur hafnaði þá kröfu verj-
enda Jóns Ásgeirs, Tryggva Jónsson-
ar og Jóns Geralds Sullenbergers um
að einnig ætti að vísa frá öðrum liðum
málsins, en áður hafði Arngrímur Ís-
berg héraðsdómari vísað kröfu verj-
endanna frá í héraði. Í dómi Hæsta-
réttar kemur fram að ekki sé gerlegt
að kæra ákvörðun héraðsdóms um að
hafna frávísun málsins í heild, sam-
kvæmt lögum um meðferð opinberra
mála. Engin efni séu til að fallast á
með sakborningum að sú regla, sem
styðst við auðsæ rök, stangist á við
stjórnarskrána eða eigi ekki við
vegna jafnræðissjónarmiða, þar sem
málið sé komið til Hæstaréttar fyrir
tilstuðlan setts saksóknara. Sá hluti
kom því ekki til skoðunar.
Umfang málsins snarminnkar
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás-
geirs, sagðist gríðarlega ánægður
með úrskurð Hæstaréttar um að vísa
1. ákæruliðnum frá en þar er Jón Ás-
geir sakaður um fjárdrátt, en til vara
umboðssvik. Í rökstuðningi héraðs-
dómara kemur fram að verknaðarlýs-
ingin í ákæruliðnum sé ekki lýsing á
fjársvikum, heldur virðist sem ákært
hafi verið fyrir að stunda viðskipti
sem kunna að hafa verið óhagstæð
fyrir Baug, en mögulega hagstæð fyr-
ir Jón Ásgeir og aðra. Ekki var talið
að þar kæmi nægilega skýrt fram
hvernig verknaðurinn eigi að falla
undir skilgreiningu á fjárdrætti.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Gestur þá 18 ákæruliði sem eftir
standa, og verða líklega teknir til efn-
islegrar meðferðar eftir réttarhlé í
september, flesta varða svokölluð
formbrot, þ.e. brot sem hafi ekki vald-
ið öðrum fjártjóni eða haft slæmar af-
leiðingar í för með sér fyrir aðra en þá
ákærðu. „Langstærstur hluti málsins
er frá með þessum dómi Hæstaréttar.
Til dæmis hafði ákæruvaldið lagt
fram lista yfir áttatíu vitni sem það
hugðist leiða fyrir dóm við aðalmeð-
ferðina. Ég held að ég fari með rétt
mál þegar ég segi að meira en helm-
ingur vitnanna tengdist þessum ásök-
unum í ákærulið eitt, þannig að nú
snarminnkar umfang málsins.“
Gestur segir að krafa verjenda, um
að málinu yrði vísað frá í heild sinni,
komi til skoðunar ef málið komi í
framtíðinni til ákvörðunar hjá Hæsta-
rétti. Hægt sé að kæra frávísun máls
og hugsunin bak við það sé sú að það
sé endanlegt og málið úr sögunni,
nema að heimilt sé að kæra það til
Hæstaréttar. „Þessi hæstaréttar-
dómur er bara um það að kæruheim-
ildin sé ekki fyrir hendi.“
Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins
kom fram hjá Jóni Ásgeiri að máls-
kostnaður hjá Baugi vegna málsins
væri kominn vel á annan milljarð
króna. Hann útilokaði ekki að sóst
verði eftir því, að málinu loknu, að
kostnaður vegna réttarhaldanna
verði endurgreiddur Baugi.
Ekki stór hluti af málinu í heild
Sigurður Tómas Magnússon, sett-
ur saksóknari í Baugsmálinu, segir
það vissulega nokkuð áfall að fyrsta
ákærulið nýrrar ákæru í málinu hafi
verið vísað frá í Hæstarétti í dag, en
segir liðinn þó aðeins einn af nítján.
„Það má alltaf búast við þessu þegar
sakarefnin eru flókin og umfangsmik-
il, að þá finnist ekki rétta leiðin. Þetta
var stærsti einstaki liðurinn en þetta
er ekki stór hluti af málinu í heild,“
sagði Sigurður og bætti við að engu sé
bætt við það sem héraðsdómarinn var
með og ekkert við því að segja.
Ákært á ný?
Í samtali við fréttastofu Sjónvarps-
ins í gærkvöldi útilokaði Sigurður
Tómas ekki að endurákært yrði á ný
vegna 1. ákæruliðar málsins en ekki
náðist í Sigurð til að staðfesta það.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu
Sigurður Tómas
Magnússon
Gestur
Jónsson
Eftir Andra Karl og
Helga Snæ Sigurðsson
Vísaði frá viðamesta
þætti ákærunnar
MIÐAMÆLAR á afmörkuðum bíla-
stæðum við Landspítala – háskóla-
sjúkrahús (LSH) við Hringbraut og í
Fossvogi verða væntanlega teknir í
notkun um næstu mánaðamót, að
sögn Stefáns Haraldssonar, fram-
kvæmdastjóra Bílastæðasjóðs
Reykjavíkur.
Við LSH á Hringbraut verða um
100 bílastæði háð gjaldskyldu. Þau
verða næst innkeyrslu að sjúkrahús-
inu frá Barónsstíg, á milli kvenna-
deildar, inngangs í Kringlu og
göngudeildarinnar. Í Fossvogi verða
28 bílastæði háð gjaldskyldu og stað-
sett næst aðalinngangi sjúkrahúss-
ins. Tekið verður tekið upp nýtt
gjaldsvæði við sjúkrahúsin, gjalds-
væði 4, og verður gjaldskyldan
klukkan 8.00–16.00, mánudaga–
föstudaga.
Stefán sagði að á liðnum vetri hafi
verið útbúin um 250 ný bílastæði á
svæði LSH við Hringbraut. Nýju
stæðin eru í nágrenni geðdeildarinn-
ar og á gamla Hringbrautarsvæðinu.
Þrátt fyrir gjaldtökuna verði því
meira framboð af gjaldfrjálsum
stæðum á lóðinni en áður. Með þess-
um breytingum er verið að leysa úr
þörfum t.d. starfsmanna sem þurfa
langtímastæði og þeirra sem þurfa
skammtímastæði næst sjúkrahúsinu.
Ósk sjúkrahússins
Stefán nefndi að fjöldi fólks kæmi
til að leita sér lækninga á göngudeild
sjúkrahússins og margt af því þurfi
að fá stæði sem næst innganginum.
Til þessa hafi margir átt erfitt með
að sækja þjónustu á sjúkrahúsið
vegna erfiðleika við að finna bíla-
stæði. Hann sagði þessar breytingar
gerðar að ósk sjúkrahússins. Tekjur
af bílastæðunum munu að mestu
renna til Bílastæðasjóðs, en LSH
mun fá svolitla hlutdeild í tekjunum,
að sögn Stefáns. Hann sagði það eðli-
legt því LSH mun eftir sem áður sjá
um viðhald og rekstur á bílastæðun-
um, snjóhreinsun, merkingar og við-
hald.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hulunni verður væntanlega svipt af
miðamælum við Landspítala um
næstu mánaðamót.
Gjaldskylda
á bílastæð-
um næst
Landspítala
EINSTAKAR vörutegundir hafa
hækkað mjög mismunandi í verð-
bólguskotinu undanfarna mánuði og
sumar innfluttar vörutegundir hafa
staðið í stað eða jafnvel lækkað þrátt
fyrir mikla lækkun gengis íslensku
krónunnar gagnvart erlendum
gjaldmiðlum. Raunar er það athygl-
isvert að nokkrar innlendar vöruteg-
undir hafa hækkað verulega og langt
umfram meðaltalsverðlagshækkun á
undanförnu hálfu ári.
Þannig kemur í ljós svo dæmi séu
tekin að á undanförnu hálfu ári hef-
ur svínakjöt hækkað um 20% og
lambakjöt um tæp 10%, smjör hefur
hækkað um 18%, brauð og kornvör-
ur um 10%, ávextir um 9%, nýr og
frosinn fiskur um 14% og gosdrykkir
einnig um 14%. Þá hafa egg hækkað
um 8,5%, jógúrt um 4,5%, mjólk um
4,3% og kartöflur um 4%. Hrein-
lætis- og hreingerningavörur hafa
hækkað um 4,4%, kaffi um 10,4%,
sykur og súkkulaði um 6,2% og stór
heimilistæki um 6,9%
Aftur á móti hefur fatnaður að
meðaltali lækkað um 13% og skýra
útsölur að undanförnu ekki þá lækk-
un nema að hluta til. Almennt hefur
verð á fatnaði það sem af er árinu
verið svipað eða lægra en það var á
síðasta ári. Kvenfatnaður er til muna
lægri en karlmannafatnaður. Hann
hefur lækkað um 18% frá því í lok
ársins 2005 fram til júlí í ár sam-
kvæmt vísitölu neysluverðs á sama
tíma og karlmannafatnaður hefur
lækkað um 6% og barnafatnaður um
14%. Þá hefur verð á skófatnaði
staðið í stað á ofangreindu tímabili.
Húsgögn og heimilisbúnaður hefur
hækkað um 3,4% og lítil heimilistæki
um tæp 3%, ostar hafa hækkað um
2% og kjúklingakjöt hefur lækkað
um 2%.
Mikill gengislækkun krónunnar
Sé litið til annarra útgjaldaliða
heimilisins kemur í ljós að hiti og
rafmagn hefur nánast staðið í stað.
Bílar hafa hins vegar hækkað í verði
að meðaltali um tæp 11% og eigið
húsnæði um rúm 10% og bensín um
tæpt 21%. Flugfargjöld innanlands
hafa hins vegar staðið í stað og far-
gjöld til útlanda hafa hækkað um
5%. Póstburðargjöld hafa hækkað
um 8,2% að meðaltali, en símakostn-
aður hefur staðið í stað. Sjónvörp,
myndbandstæki og tölvur hafa
hækkað um 5%, bækur um 4% og
dagblöð og tímarit um 10%. Verð á
pakkaferðum til útlanda er óbreytt.
Miðað er við hækkun á vísitölu
neysluverðs í desember til og með
júlímánuði eða á fyrrihluta þessa
árs. Á tímabilinu hækkaði vísitala
neysluverðs að meðaltali um 5,7% og
vísitala neysluverðs án húsnæðis um
4,7%. Það er meðaltalshækkun verð-
lags á þessu tímabili og gott að hafa
það til hliðsjónar þegar ofan-
greindar breytingar á verðlagi eru
skoðaðar. Gengi íslensku krónunnar
hefur h.v. lækkað um 24–25% á ofan-
greindu tímabili gagnvart sterlings-
pundi og evru og um 16–17% gagn-
vart japönsku jeni og Bandaríkjadal.
Mismunandi verðhækk-
anir í verðbólguskotinu
!
"
!
#
!"
!#
$ %$& $'&
(&)*
+% $,
''
- #,
$& $& "
. ,$& $ #
/"0
1
!2$3 # 4
!*5
6 $ *"
6 $ *"7$8 $3 4
92
: 4 "
;
2
'
4
: $& $3 # , 7
- $3 # 4
<
= ' $ $ )
> '# $& $3
!2'
= )
1"
9
.&
: # )?$: &' $@ )
& $! , $@ )
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
OLÍUFÉLAGIÐ lækkaði verð á
bensínlítra snemma í gær um 1,10
krónur og fylgdu önnur olíufélög í
kjölfarið. Ástæða lækkunarinnar var
sögð lækkandi heimsmarkaðsverð
og einnig sterkari staða krónunnar
gagnvart bandaríkjadal.
Lægst er nú bensínverðið í sjálfs-
afgreiðslu hjá Orkunni, eða 130
krónur lítrinn af 95 oktana bensíni.
Hjá Ego kostar lítrinn 130,10 krón-
ur, hjá Atlantsolíu 130,20 krónur,
Olíufélaginu og Olís 131,30 og hjá
Skeljungi 131,50 krónur.
Verð á 95 oktana bensíni í sjálfs-
afgreiðslu lækkaði úr 137,80 krónum
í 136,50 krónur hjá Olíufélaginu og
Skeljungi en fyrir nokkrum dögum
hækkaði verðið um 3,40 krónur.
$%"
< + .9 / ! 9 ; A ; 9 9
Olíufélögin
lækka
bensínverð
JONATHAN Motzfeldt, formaður
grænlenska landsþingsins, er enn
haldið sofandi í öndunarvél á gjör-
gæsludeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss við Hringbraut.
Samkvæmt upplýsingum frá vakt-
hafandi lækni er Motzfeldt þó á hæg-
um batavegi og nokkrar líkur á að
reynt verði að vekja hann um
helgina. Þá er vitað að mein hans er
lungnabólga.
Motzfeldt
á batavegi SJÖ ára drengur var fluttur á slysa-
deild Landspítala – háskólasjúkra-
húss eftir að ekið var á hann þar sem
hann gekk yfir gangbraut á Miklu-
braut við Lönguhlíð á sjötta tíman-
um í gærdag. Við höggið kastaðist
drengurinn til, hafnaði í götunni en
slapp nokkuð vel miðað við aðstæð-
ur. Við skoðun á slysadeild kom í ljós
að drengurinn hafði fótbrotnað og
var hann útskrifaður eftir að gert
hafði verið að sárum hans.
Ekið á sjö ára
dreng á gangi
♦♦♦
♦♦♦