Morgunblaðið - 22.07.2006, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
50% afsláttur
af öllum
sumarfatnaði
iðunn
tískuverslun
Kringlunni, s. 588 1680
Laugavegi 40, s. 561 1690
Útsala
20-80%
afsláttur
Laugavegi 40 - Sími 561 1690
RALPH LAUREN
Útsala
Nú
50%
afsláttur
af dömu- og
herrapeysum
og gallabuxum
Enn meiri verðlækkun á útsölu
Bæjarlind 6
sími 554 7030
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15
opið alla daga
RÍKISKAUP afhentu á fimmtudag
Atlantsolíu umbeðin gögn varðandi
rammasamninga um eldsneyti, olíur
og aðrar rekstrarvörur fyrir ökutæki
og vélar við Skeljung og Olíufélagið
ESSO, frá apríl 2003 í samræmi við
úrskurð úrskurðarnefndar um upp-
lýsingamál í þessum mánuði.
„Ríkiskaup vilja árétta að opinber
innkaup eru háð ströngu regluverki,
sem m.a. byggist á megin reglum til-
skipana Evrópusambandsins um
jafnræði og gegnsæi.
Þar er einnig fjallað um trúnað við
samningsaðilja varðandi viðkvæm
viðskiptamál.
Ríkiskaup leitast hverju sinni við
að feta hinn mjóa veg trúnaðar við
samningsaðila og kröfur utanaðkom-
andi fyrirtækja um viðskiptaupplýs-
ingar.
Það er ekki ætíð sjálfgefið hvað eigi
að afhenda af slíkum trúnaðarupplýs-
ingum og hvað ekki. Í málum sem
þessum er það því vinnuregla hjá Rík-
iskaupum að láta reyna á slík álitamál
hjá til þess settum úrskurðaraðila –
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
Ríkiskaup fara að sjálfsögðu eftir úr-
skurðum nefndarinnar hverju sinni.
Ríkiskaup fagna komu nýrra við-
skiptaaðilja á hvaða samkeppnis-
markaði sem er sem varðar opinber
innkaup.
Fyrirtækið Atlantsolía er þar ekki
undanskilið. Við bjóðum það velkomið
til leiks í útboði um eldsneyti, en und-
irbúningur þess hefst í haust,“ segir í
yfirlýsingu frá Júlíusi S. Ólafssyni,
forstjóra Ríkiskaupa.
Ekki ætíð
sjálfgefið
að afhenda
gögn
„VIÐ teljum ákveðið ósamræmi
vera í gögnunum sem gefa til kynna
að það sé verið að taka annars veg-
ar tiltölulega hagstæðu tilboði, og
svo hins vegar óhagstæðara tilboði,“
segir Albert Þór Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Atlantsolíu, um
rammasamning sem félaginu var
nýlega afhentur af Ríkiskaupum í
kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefnd-
ar um upplýsingamál.
Rammasamningurinn sem snýr
að eldneytiskaupum fyrir ríkið sem
Ríkiskaup gerði við Skeljung og Ol-
íufélagið árið 2003 og framlengdi á
þessu ári, var afhentur Atlantsolíu
eftir kröfu hennar. Félagið skoraði
á Ríkiskaup að framlengja ekki
samninginn við Skeljung og Olíufé-
lagið á þeim forsendum að nýtt olíu-
félag hefði bæst við.
„Við höfum óskað eftir fundi með
Júlíusi [Ólafssyni] hjá Ríkiskaupum
til að skýra þennan mun, hvers
vegna verið er að taka tilboði sem
er óhagstæðara en annað sem lá
fyrir. Það er alveg ljóst að við hefð-
um getað boðið betur en þetta óhag-
stæða tilboð,“ segir Albert er hann
er spurður um næstu skref félags-
ins í málinu.
Albert tekur einnig fram ekki sé
enn búið að fara nægilega yfir
gögnin frá Ríkiskaupum og því vilji
hann ekki fullyrða að um ósann-
gjörn vinnubrögð hafi verið að
ræða. „Það kunna að vera góð og
gild rök fyrir því af hverju tveimur
tilboðum er tekið og annað er óhag-
stæðara en hitt,“ segir Albert og
nefnir sem dæmi að kannski sé
hlutfallið milli félaganna ójafnt í
samningnum.“
Að lokum nefnir Albert að það sé
ýmislegt annað athyglisvert í gögn-
unum. „Yfirlýsingar þessara ágætu
félaga um samkeppni og samvinnu
þeirra á milli skjóta skökku við þær
upplýsingar sem við höfum hingað
til haft í höndum.“
„Ákveðið
ósamræmi í
gögnunum“
Morgunblaðið/Kristinn
Unnið er að því að breyta miðlægri stýringu á umferðarljósum á helstu
gatnamótum Reykjavíkurborgar, í samstarfi við Vegagerðina.
Vinna að skilvirkari
stýringu umferðarljósa
FRAMKVÆMDIR vegna miðlægr-
ar stýringar umferðarljósa í
Reykjavík standa yfir þessa dag-
ana í samvinnu Reykjavíkurborgar
og Vegagerðarinnar. Um er að
ræða mjög umfangsmiklar fram-
kvæmdir því skipta þarf út eða
uppfæra stýribúnað umferðarljósa
á rúmlega 30 gatnamótum. Vegna
þessarar vinnu hefur eldri sam-
hæfing umferðarljósa ekki verið
virk á nokkrum stöðum í borginni
og hefur það eðlilega valdið rösk-
un á umferð. Sérstaklega hefur
þetta verið áberandi á Suðurlands-
braut. Við framkvæmdirnar er
haft náið samráð við lögreglu og
sér hún um umferðarstjórn ef þess
gerist þörf.
Ávinningur af nýja kerfinu verð-
ur mikill því það býður upp á
sveigjanlegri stillingu umferð-
arljósa eftir tíma dags og umferð-
arþunga. Þannig fæst betri stýring
á samhæfingu umferðarljósa á til-
teknum umferðarleiðum, svo-
nefndum „grænum bylgjum“.
Í nýja stjórnkerfinu sem tengt
verður seint í haust verða allar
breytingar á stillingu umferð-
arljósa gerðar miðlægt. Skynjarar
sem settir verða í götur mæla um-
ferð og miðla til stjórntölvu og
verður þannig hægt að stýra ljós-
um eftir því hvernig umferð-
arflæði breytist. Auk þess mun
kerfið vakta og tilkynna um allar
bilanir til réttra aðila. Stýritölva
fyrir umferðarljósin verður sett
upp hjá Framkvæmdasviði Reykja-
víkurborgar.
Frekari upplýsingar er að finna
á www.rvk.is/fs.
Skerpt á reglum um
löggæslu á útihátíðum
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur sent erindisbréf til lögreglustjóra
vegna útgáfu skemmtanaleyfa til
útihátíða, með sérstöku tilliti til
verslunarmannahelgar. Í bréfinu
eru reglur um hátíðarhöldin skerpt-
ar og þá sér í lagi reglur er gilda um
endurgreiðslu löggæslukostnaðar á
útihátíðum um verslunarmanna-
helgi.
Samkvæmt hinu nýja erindisbréfi
skal sá er fyrir skemmtun stendur
endurgreiða lögreglustjóra þann
kostnað sem leiðir af aukinni lög-
gæslu vegna skemmtunar umfram
það sem eðlilegt má telja. Við mat á
því hvað eðlilegt megi teljast ber lög-
reglustjóra að líta til reynslu fyrri
ára af sambærilegum skemmtunum,
þeim fjölda sem búist er við að sæki
skemmtun, viðbúnaði leyfishafa
vegna skemmtunar, hvort áfengi
verði leyft á skemmtun og hvort
skemmtunin fari fram í dreifbýli eða
þéttbýli.
Tveir lögreglumenn að jafnaði
Í bréfinu kemur fram að tveir lög-
reglumenn verði að jafnaði við al-
menn löggæslustörf í nágrenni
skemmtunar og greiðist kostnaður
af störfum þeirra af ríkissjóði. Ef
þörf er á fleiri lögreglumönnum en
tveimur, eða gestum er heimill að-
gangur að skemmtun eftir klukkan
23:30 skulu handhafar skemmtana-
leyfis endurgreiða allan löggæslu-
kostnað er hlýst af skemmtuninni.
Síðastliðin þrjú ár hefur Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra sent
lögreglustjórum viðmiðunarreglur
um útgáfu skemmtanaleyfa útihátíða
en vegna aukinnar umræðu um
drykkjulæti á útihátíðum telur
dómsmálaráðuneytið ástæðu til að
ætla að almennar reglur sem skipu-
leggjendum hátíðanna ber að fylgja
séu ekki virtar nægilega. Því hafi
verið brugðið á það ráð skerpa rétt-
arstöðuna og gefa út nýtt erindisbréf
til lögreglustjóra þar að lútandi.