Morgunblaðið - 22.07.2006, Page 10

Morgunblaðið - 22.07.2006, Page 10
10 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvað gera þeir sem setja peninga í hald fyrir kindur? Svarið leynist í krossgátunni. á morgun SÍÐASTA svonefnda afriðlinum af fimm hefur verið komið fyrir við ál- ver Alcoa – Fjarðaáls í Reyðarfirði. Afriðlarnir breyta rafstraumi á lín- unum frá Kárahnjúkavirkjun úr rið- straumi í jafnstraum. Þeir koma frá fyrirtækinu Fuji í Japan og eru hver um sig allt að 260 tonn að þyngd. Á vef Fjarðaálsverkefnisins segir að gífurlegt afl fari í gegnum afriðl- ana. Nefnt er að hvert ker í álverinu, en þau verða 336 talsins, krefjist álíka afls og allur kaupstaðurinn í Reyðarfirði gerði áður en umsvif jukust á svæðinu. Upplýsingamiðstöð vel sótt Alcoa – Fjarðaál og Fjarðabyggð opnuðu fyrir rúmum mánuði sameig- inlega upplýsingamiðstöð við álverið. Á vef Alcoa segir að fjöldi gesta síð- ustu daga hafi tífaldast. Haft er eftir Hildigunni Jörundsdóttur, forstöðu- manni upplýsingamiðstöðvarinnar, að síðustu daga hafi jafnmargir gest- ir komið og fyrstu tuttugu dagana sem miðstöðin var opin, en hún hóf starfsemi 10. júní sl. Frá þeim tíma hafa yfir 500 manns komið í miðstöð- ina og fræðst um álverið og svæðið í kring. Hildigunnur segir flesta gest- ina vera innlenda og erlenda ferða- menn. Margir hafi verið að hugsa til framtíðar og spurt út í atvinnumögu- leika á svæðinu. Upplýsingamiðstöð Alcoa-Fjarðaáls og Fjarðabyggðar við álverið. Síðasta afriðlinum komið fyrir í Reyðarfirði KORPÚLFSSTAÐAVEGUR, milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, var opnaður formlega í gær. Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarstjóri Reykjavík- ur, mættust á miðri brú yfir Úlfarsá og klipptu þar á borða. Áin skilur á milli sveitarfélaganna. Eftir að hafa klippt á borðann gengu þau Ragnheiður og Vilhjálmur yfir nýja göngubrú yfir ána. Nýja leiðin þykir mikil sam- göngubót milli Mosfellsbæjar og Grafarvogs. Viðstaddir nefndu t.d. að hún kæmi nemendum Borg- arholtsskóla vel og eins Graf- arvogsbúum sem leið ættu um Vest- urlandsveg. Vegbrúin yfir Úlfarsá er 55 metra löng í þremur höfum. Göngu- brúin er um 26 metra löng í einu hafi. Göngustígur var gerður norð- an við veginn frá Barðastöðum og austur yfir ána. Þá var gerð breyt- ing á reiðstíg vestan Úlfarsár og liggur hann nú undir brúna á vest- urbakka árinnar. Jafnhliða voru aðliggjandi göngustígar golfvall- arins við Korpu tengdir, að því er segir á heimasíðu Framkvæmda- sviðs Reykjavíkurborgar. Þar segir einnig að verkið hafi verið unnið í samvinnu við hestamenn, golf- klúbbinn og veiðifélag Korpu og Úlfarsár. Þess hafi verið gætt sér- staklega að ekki væri hróflað við árbökkum og árfarvegi Úlfarsár. Framkvæmdasvið Reykjavík- urborgar hafði umsjón með fram- kvæmdinni og voru verkefn- isstjórar Ólafur Ólafsson og Höskuldur Tryggvason á Mann- virkjaskrifstofu. Línuhönnun hf. annaðist hönnun vegar og brúa, út- litshönnun steyptra mannvirkja var unnin af Studio Granda og fram- kvæmdaeftirlit var í höndum VSÓ. Jarðkraftur ehf. sá um jarðvinnu og yfirborðsfrágang og ÍB verktak- ar önnuðust steypuvinnu. Morgunblaðið/Eggert Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri opnuðu Korpúlfsstaðaveg í gær. Korpúlfsstaðavegur opnaður Ljósmynd/Ellert Grétarsson Björgunarsveitin við strandstað. FIMM tonna trilla, Sif 7429, strandaði skammt frá landi á Garð- skagaflösinni milli Sandgerðis og Garðs í gærmorgun. Óskaði sjó- maðurinn eftir aðstoð björgunar- sveita Landsbjargar við að kippa trillunni á flot á ný en hann var einn á ferð með aflann, fimm tonn af fiski. Engin hætta var talin vera á ferðum og fóru bátar frá Lands- björgu á vettvang en kallið barst rétt um klukkan átta um morg- uninn. Náðist báturinn á flot með flóð- inu skömmu eftir hádegi með að- stoð lögreglu og félaga í hjálpar- sveitunum Ægi í Garði og Sigurvon í Sandgerði. Bátur strandaði nærri Sandgerði LÖGREGLAN á Húsavík handtók í gærdag karlmann á fimmtugsaldri eftir að fíkniefni fundust í fórum hans. Forsaga málsins er sú að lögreglu barst vísbending um að ætluð fíkni- efni væru í sendingu sem barst í bæ- inn. Beið lögregla eftir að pakkinn yrði sóttur og handtók þá karlmann- inn. Reyndust fimm grömm af ætluðu amfetamíni í sendingunni. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur maðurinn áður komið við sögu hennar. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Amfeta- mín gert upptækt á Húsavík Í RITSTJÓRNARGREIN nýj- asta heftis læknisfræðitímaritsins The New England Journal of Medicine er talsvert fjallað um Íslenska erfðagreiningu (ÍE) og rannsóknarvinnu fyrirtækisins. Í greininni kemur fram að þrátt fyrir að erfðafræðin hafi ekki skilað læknavísindum jafnmiklu og búist var við í lok síðustu ald- ar, hafi að undanförnu fundist erfðavísar sem án efa gegni mik- ilvægu hlutverki í myndun al- gengra sjúkdóma. Í því samhengi er uppgötvana ÍE sérstaklega getið og fjallað um hvernig ein- stakar ættfræðiupplýsingar og einsleitni á Íslandi hafi skapað fyrirtækinu kjöraðstæður til rannsókna. Fyrirtækið hafi á undanförnum árum gert mikil- vægar uppgötvanir m.a. á erfða- vísum sem tengjast hjartaáföll- um, heilablóðföllum og nú síðast sykursýki. Aðferðir við geymslu og greiningu skipta höfuðmáli Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, segir að þrátt fyrir að einangrun lands- ins og ættfræðilegur bakgrunnur hafi haft talsverð áhrif á árangur fyrirtækisins í erfðafræðirann- sóknum, skipti aðferðir fyrirtæk- isins við geymslu og greiningu upplýsinga höfuðmáli. „Þeir sem eru að keppa við okkur eru í aka- demískum deildum sem hafa ekki sama infrastrúktúr og við til að geyma og greina upplýsingar. Við njótum stærðarhagkvæmni auk þess sem við höfum alltaf lagt áherslu á að rannsóknir okk- ar byggjast á greiningu upplýs- inga sem liggja í fólki og flutn- ingi þeirra frá kynslóð til kynslóðar“ segir Kári. Hann seg- ir að til þess að halda utan um upplýsingarnar hafi verið hönnuð hugbúnaðarkerfi sem séu einstök á sínu sviði auk þess sem töl- fræðideild fyrirtækisins sé geysi- lega öflug og sennilega sú stærsta í heiminum. „Við höfum nýtt okkur sérstöðu samfélags- ins, það er ekki spurning, en ofan á það höfum við búið til kerfi sem eru einstök í sinni röð og gera okkur kleift að vinna með gríð- arlegt magn upplýsinga“ segir Kári. Gaman að fá staðfestingu á vel unninni vinnu Í nýjasta hefti The New Eng- land Journal of Medicine eru jafnframt birtar niðurstöður rannsókna á sykursýki 2 þar sem uppgötvanir ÍE um tengsl ákveð- ins erfðavísis við sykursýki eru staðfestar af hópi bandarískra vísindamanna. Kári segir alltaf gaman þegar fyrirtækið fái stað- festingu á því að vinna þess sé góð og greinin í tímaritinu sé í raun staðfesting á gæðum þeirr- ar vinnu sem unnin er innan veggja Íslenskrar erfðagreining- ar. „Ef ég man rétt hafði móðir mín heitin alltaf gaman af því þegar okkur börnunum þótti maturinn hennar góður. Ég held að þetta sé nákvæmlega sama til- finning,“ segir Kári að lokum. Fjallað um rannsóknir ÍE í tímaritinu New England Journal of Medicine Ættfræði og eins- leitni skapa kjörað- stæður til rannsókna Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.