Morgunblaðið - 22.07.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.07.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI FJÓRÐU tónleikarnir í tónleikaröð- inni Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju verða haldnir sunnudaginn 23. júlí kl. 17. Flytjandi að þessu sinni er org- elleikarinn Guðný Einars- dóttir. Á tónleik- unum mun Guðný leika verk eftir Dietrich Buxtehude, Georg Böhm, Jo- hann Sebastian Bach, Jehan Ala- in og Charles Marie Widor. Guðný Einarsdóttir er fædd í Reykjavík 1978. Hún stundaði pí- anónám við Tónlistarskólann í Reykjavík og orgelnám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Í vor lauk hún org- elnámi við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaup- mannahöfn. Guðný hefur haldið tón- leika bæði á Íslandi og í Danmörku og komið fram við ýmis tilefni. Vorið 2006 gegndi hún stöðu aðstoðarorg- anista í Holmens kirkju í Kaup- mannahöfn og mun í haust halda til Parísar og gegna stöðu organista við dönsku kirkjuna þar í borg. Tónleikarnir standa í klukku- stund án hlés og er aðgangur ókeyp- is. Guðný á Sumartón- leikum Guðný Einarsdóttir RÚSSNESKI sendiherrann á Ís- landi, Victor I. Tatarintsev, er nú á ferð um Norðurland, en tilgangur ferðar hans er meðal annar sá að setja nýjan konsúl fyrir Rússland, Pétur Bjarnason, í embætti. Þeir Pétur og Victor voru á ferð um Eyjafjörð í gærmorgun, en þangað hafði sendiherrann ekki komið áður. Þeir heimsóttu Dalvíkurbyggð, komu við á bæjarskrifstofunni og hittu bæjarstjórann, Svanfríði Jón- asdóttur, að máli. Sendiherrann lét vel af heimsókn sinni til Akureyrar en hann var m.a. viðstaddur setn- ingu jasshátíðarinnar Django Jazz Festival á miðvikudagskvöld. Nýr konsúll Rússa Morgunblaðið/Halldór Ingi Kynnisferð Tatarintsev, sendiherra Rússlands, Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, og Pétur Bjarnason, nýr konsúll Rússa. VAÐLABORGIR er þyrping orlofs- húsa sem nú eru að rísa á sam- nefndum stað, Vaðlaborgum, gegnt Akureyri. Fyrstu húsin, 8 talsins, eru tilbúin og búið er að leiga út 5 þeirra. Áætlanir gera svo ráð fyrir að á svæðinu verði 35 orlofshús. Það er fasteignafélagið Vaðla- borgir ehf. sem á og rekur orlofs- húsabyggðina og segir Leó Árnason framkvæmdastjóri að tekið hafi ver- ið upp annað form en áður hefur tíðkast, þe. starfsmanna- og stétt- arfélög eru með húsin á rekstr- arleigu, oftast til þriggja ára. Það er nýjung hér á landi hvað orlofshús varðar. Leó segir starfsmanna- og stétt- arfélög eiga nær 400 orlofshús um land allt og þeim fylgi mikill kostn- aður. Velji menn að taka orlofshúsin á rekstrarleigu líkt og nú er í boði hvað húsin í Vaðlaborgum varðar, séu útgjöldin þekkt stærð. Borgað er einu sinni í mánuði og er svo til allt innifalið. „Þetta er mun ódýrari og hagkvæmari leið fyrir þessi félög, það er óþarfi fyrir þau að binda mikla fjármuni í orlofshúsum,“ segir Leó. Hann nefnir að mikið hafi verið lagt í húsin, en þau hönnuðu arki- tektarnir Logi Már Einarsson og Ingólfur Guðmundsson hjá Koll- gátu. „Við lögðum líka mikið í alla innanstokksmuni, veljum vandaða og góða hluti,“ segir Leó. Í húsunum er svefnstæði fyrir 8 manns í 3 her- bergjum. Aðgengi fyrir fatlaða er gott, rennihurðir alls staðar og sturtan rúmgóð svo dæmi séu tekin. Sólpallurinn er stór og þar er heitur pottur auk þess sem gott útisýni er yfir til Akureyrar, fram í Eyjafjörð og út hann. Þá er að hefjast á svæð- inu gerð tveggja leikvalla, fótbolta- og körfuboltavalla og eins verða settir upp kastalar og fleira fyrir börnin á öðru svæði. „Við duttum niður á þessa stað- setningu eftir langa leit,“ segir hann en hún sameinar í raun veru sveit og bæ, þar sem einungis 5 mínútur tek- ur að aka til Akureyrar. Leó segir orlofshús í Eyjafirði feikilega vel nýtt og gildi það bæði yfir vetrar- og sumarmánuði. Átta fyrstu húsin af 35 risin í Vaðlaborgum Orlofshús boðin á rekstrarleigu Morgunblaðið/Margrét Þóra Vaðlaborgir Alls er gert ráð fyrir 35 orlofshúsum í Vaðlaborgum. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.