Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 21 DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Síðustu Evrópurútu- ferðirnar 2006 Aðeins nokkur sæti laus! Evrópurúta 9: Aðventuferð til Trier 29. nóv. - 3. des. Evrópurúta 10: Aðventuferð til Trier 3.- 10. desember Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Trier er elsta borg Þýskalands og ber þar hæst minjar frá dögum Rómverja en þeir settust þarna að um Kristsburð. Það voru einmitt þeir sem kynntu vínviðinn við Mósel og síðan hefur Móseldalurinn verið eitt merkasta vínræktarsvæði Norður-Evrópu. Það er löng hefð fyrir jólamarkaði í Trier og svíkur stemningin þar engan. Gamli bærinn er tiltölulega lítill og að mestu varðveittur fyrir fót- gangandi, sem gerir hann enn meira aðlaðandi og auðveldan yfirferðar. Allar helstu verslanakeðjur Þýskalands eru til staðar. Fyrir utan íslenska fararstjórn eru innifaldir á glæsilegu hóteli (sem er rétt við göngugöturnar) ríkulegir morgunverðir (hlaðborð) auk aksturs og flugvalla- skatta. Á herbergjunum eru sjónvörp með mörgum stöðvum á ýmsum tungu- málum. Fimm kvöldverðir með fararstjóra á margvíslegum veitingastöðum og eitt danskvöld og m.a. skoðunarferðir til Mets í Frakklandi, Rudesheim við Rín- arfljót og jólamarkaðir skoðaðir. Svo er farið á jólamarkaðinn til Bernkastel (möguleiki á siglingu) og til vínbónda með tilheyrandi vínsmökkun og kvöldmat, hrein veisla er innifalin. Keyrsla er í algjöru lágmarki og er í höndum hins kunna Grétars Hanssonar. Verð í ferðina: Kr. 93.900 í tvíbýli og aukalega kr. 9.000 í einbýli. Lágmúla 4, s. 585 4000 Akureyri, s. 460 0600 Vestmannaeyjum, s. 481 1450 www.urvalutsyn.is Friðrik G. Friðriksson fararstjóri Grétar Hansson bílstjóri FLUGVELLIR geta verið ein- staklega leiðinlegir staðir og ekki hvað síst fyrir börn – því eftir að spennunni við að vakna snemma og halda af stað í ferðalag sleppir tekur oftast við löng bið og enn lengri bið- raðir. Breska dagblaðið Times birti á dögunum nokkrar hugmyndir um hvernig gera megi biðina bærilegri fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina.  Fylgjast með fólkinu. Flug- vellir bjóða upp á nær óendanleg tækifæri til að fylgjast með fólkinu í kringum mann og því má prufa þar eftirhermuleikinn. Einn úr fjöl- skyldunni velur sér einhvern til að herma eftir og apar síðan eftir öllum hans hreyfingum – hvort sem er að lesa blaðið, veifa höndum út í loftið eða æða fram og til baka – á meðan að hinir fjölskyldumeðlimirnir reyna að geta hverjum hann hermir eftir. Það borgar sig þó að passa vel að sá sem hermt er eftir verði þess ekki var.  Landafræðileikurinn. Hentar vel fyrir eldri börn. Fyrsti leikmaður segir þannig nafn á landi, borg eða bæ, t.d. Kaupmannahöfn og sá næsti þarf að nefna stað sem byrjar á síð- asta staf í því nafni, t.d. Noregur o.s.frv. Bannað er að endurtaka nöfn eða taka of langan tíma til umhugs- unar og ef maður verður andlaus ætti flugvöllurinn að búa yfir hafsjó vísbendinga.  Pappírsflugvélar. Það er hægt að búa til pappírsflugvélar og sjá hversu langt þær geta flogið, t.d. hvort flugvélin nær að komast alla leið að sjálfsalanum. Það borgar sig þó ekki að gefa frá sér nein brot- lendingarhljóð á meðan að leikið er – því ekki er víst að flughræddir samferðamenn kunni að meta slík tilþrif.  Litir og leikir. Það er líka góð lausn að ferðast alltaf með liti og pappír, því það má alls staðar setjast niður og lita, eða fara í leiki á borð við nafnaleikinn Hengda manninn þegar drepa þarf smá tíma. Að gera flugvallar- biðina bærilegri  BÖRN FRÆGIR rokkarar eru víst sérvitr- ir þegar það kemur að því að velja sér hótel til að dvelja á. Sum hótel hafa fengið á sig þann stimpil að vera rokkhótel en á þeim dvelja rokkstjörnur oft á ferðum sínum. Þessi hótel eru líka vinsæl hjá ungu fólki að dvelja á, því hver vill ekki sofa í sama rúmi og uppáhalds rokk- stjarnan gerði? Á ferðavef New York Times var fyrir skemmstu bent á nokk- ur rokkhótel sem vert væri að athuga á ferða- laginu. Þannig er Phoenix- hótelið í San Francisco mikið heimsótt af rokkurum, sem og Park East í Milwaukee og Hotel Congress í Tucson. Bönd sem spila í Austin í Texas dvelja þá oft á Austin Motel og í London hefur Portobello-hótelið verið heimili Bono í U2 og fleiri. Í New York hafa Rihga Royal og Paramount hins vegar vinninginn. Höfuðborg rokkhótela er þó líklega Los Angel- es, þar sem Park Plaza Lodge og Continental Hyatt House á Sunset Strip, sem í dag nefnist Hyatt Wear Hollywood, Grafton on Sunset og Hollywood Roosevelt Hotel standa upp úr. Þess má geta að rokkhót- elin eru yfirleitt staðsett nálægt tónleikastöðum, hljóðverum eða í svalasta hverfi borgarinnar. Rokkbönd og hótel eiga sér langa sögu saman, sem oft snýst um stanslaust partíhald og eign- arspjöll á hótelher- bergjum. Fræg er þannig sagan af því þegar meðlimir Led Zeppelin keyrðu inn í anddyrið á Chateau Marmont-hótelinu á mótorhjólum, sem og þegar Keith Moon, trommari Who, negldi húsgögnin í herberg- inu sínu við loftið. Reyndar virðast rokkhótelunum fara fækkandi og fer því kannski hver að verða síðastur að kynnast slíkri stemningu, enda er það víst orðin nokkur klisja að tónlistarmenn á ferð þurfi að upp- fylla rokklífsstílinn. Nútíma rokk- stjarna virðist sömuleiðis vera við- ráðanlegri en sjónvarps-brjótandi forverar hans, því í dag vilja rokk- arar frekar hafa hraðvirka net- tengingu og líkamsrækt á hótelinu heldur en aðgang að bar allan sól- arhringinn. Rokk og ról-hótel  FERÐALÖG Golden Gate-brúin er kenni- leiti San Francisco. Þar í borg gista rokkarar helst á Phoenix-hótelinu. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.