Morgunblaðið - 22.07.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.07.2006, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARNAR vikur hefur starfshópur á vegum Reykjavík- urborgar skipulagt umhverfis- og hreinsunarátak í borginni. Nú þegar hefur aukinn kraftur verið settur í hreins- un allrar borgarinnar og vonandi hafa borg- arbúar tekið eftir því. Í dag hefst hinsvegar annar hluti átaksins: Fegrun einstakra hverfa. Við höfum ákveðið að hefja starfið í Breiðholti og munu önnur hverfi borg- arinnar fylgja í kjöl- farið. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa nú kort- lagt þá staði í Breiðholtinu sem má endurnýja og fegra. Þeir hafa tekið yfir 1.000 ljósmyndir, skráð niður upplýsingar og flutt efni á staðinn til að hægt sé að gera daginn í dag eftirminnilegan. Nýlega hélt Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri samráðs- fund með breiðhyltingum þar sem fram kom mikil ánægja með fram- takið. Við sem þar vorum fyrir hönd borgarinnar gengum af fundi með um það bil 300 skráðar at- hugasemdir. Þá hefur Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkur sent fyr- irtækjum og stofnunum í Breiðholti bréf og hvatt þau til að taka til á lóðum sínum og snyrta húsin. Ásýnd borgarinnar er mjög mikilvæg, bæði fyrir borgarbúa sjálfa sem vilja vera stoltir af hverfum sínum og eins fyrir alla þá erlendu gesti sem flytja orð- spor Reykjavíkur um víða veröld. Sóðaskapur er ekki góður vitn- isburður en það telst alltaf til tekna fyrir borg að vera talin snyrtileg og fögur. Einmitt í dag gefst breiðhyltingum tækifæri til að ríða á vaðið með því að fegra umhverfi sitt og vera öðrum hverfum til eftirbreytni. Við hjá borginni ætlum að leggja okk- ar af mörkum og von- umst til að borg- arbúar taki virkan þátt og hugi betur að umhverfi sínu. Í dag ætlum við að snyrta hverfin þrjú í Breið- holti, tína rusl, hreinsa veggjakrot, tyrfa, hnýta net í fót- boltamörk, kantskera, sópa og bæta girð- ingar, svo eitthvað sé nefnt. Borgarstarfsmenn hafa undirbúið fjölmörg verkefni og einstaklingar og hópar geta frá kl. 11 komið á þrjá staði í Breið- holti: við Breiðholtsskóla, við Breiðholtslaug við Austurberg og við Hólmasel í Seljahverfi. Þar fá sjálfboðaliðar afhent sérmerkt vesti, hanska og verkfæri. Verk- efnin bíða svo um allt hverfið. Allt er vel skipulagt og dagurinn ætti að geta orðið skemmtilegur. Það verður gaman að geta séð árang- urinn af vinnunni strax. Þegar vinnunni lýkur hittast svo allir og gleðjast yfir góðu dagsverki, því milli kl. 16 og 17 verður grillveisla á þessum þremur bækistöðvum og létt skemmtiatriði. Einnig býður Reykjavíkurborg breiðhyltingum ókeypis í sund í Breiðholtslaugina frá 16 til 20. Auðvitað er ekki hægt að gera allt á einum degi, starfsmenn borgarinnar munu halda áfram að fegra Breiðholtið og vinna eftir þeim ábendingum sem hafa borist. Til að þetta heppnist allt, þarf gott samstarf milli starfsmanna, íbúa og eigenda fyrirtækja. Von- andi getur Breiðholtið orðið öðr- um hverfum til fyrirmyndar og gefið tóninn fyrir það sem koma skal í borginni allri. Það hefur verið sérlega ánægju- legt að koma þessu verkefni á fót því allir sem einn eru áhugasamir um það og vilja leggja sig fram um að láta það heppnast. Borg- arfulltrúar munu taka þátt í þessu verkefni í dag og við hlökkum til að vinna með ykkur. Upplýsingar um átakið er hægt að nálgast á heimasíðu Umhverf- issviðs Reykjavíkurborgar: www.umhverfissvid.is Tökum upp hanskann fyrir Breiðholt Gísli Marteinn Baldursson fjallar um fegrunarátakið Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík. ’Vonandi getur Breið-holtið orðið öðrum hverf- um til fyrirmyndar og gefið tóninn fyrir það sem koma skal í borginni allri.‘ Gísli Marteinn Baldursson Höfundur er formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. Í UMRÆÐU um íslenska lífeyr- iskerfið að und- anförnu hefur verið velt upp mörgum mikilvægum spurn- ingum um starfsemi þeirra og með hvaða hætti þeim er stjórn- að. Skarphéðinn Berg Steinarsson fram- kvæmdastjóri hjá Baugi group hf. og stjórnarformaður FL group hf. kallar eftir því í grein í Morg- unblaðinu að sjóð- félagar fái að velja með beinum hætti stjórnir lífeyr- issjóða og að fólk fái aukið val- frelsi um til hvaða lífeyrissjóðs það greiðir. Ég vil ítreka það, að við í VR höfum viðrað það á vett- vangi heildarsamtaka launafólks að opna á beint kjör á hluta af fulltrúum í stjórnir lífeyrissjóða. Ennfremur vil ég upplýsa að það var tillaga versl- unarmanna nú við kerfisbreytingu frá jafnri ávinnslu rétt- inda yfir í aldurs- tengda ávinnslu að fólk gæti valið frekar um hvar það vistaði sinn lífeyrissparnað til að koma í veg fyrir réttindaskerðingu við þessa kerfisbreytingu. Það varð ekki nið- urstaðan en í staðinn var gert samkomulag um viðurkenningu á gagnkvæmum réttindum á milli sjóða. Því miður eiga ekki allir líf- eyrissjóðir aðild að því sam- komulagi og því munu einhverjir launamenn, sem hafa skipt um líf- eyrissjóð á miðjum aldri, lenda í allt að 20% réttindaskerðingu. Sé það vilji atvinnurekenda að gefa eftir sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða mun ekki standa á okkur í því efni. Við erum líka hlynnt því að fólk geti fært sig á milli lífeyrissjóða verði það gull- tryggt að fyrirtækin muni ekki reyna að hafa áhrif á hvar starfs- menn visti sín lífeyrisréttindi gegn viðskiptalegri fyrirgreiðslu fyr- irtækja frá viðkomandi lífeyr- issjóði. Væntanlega munum við áfram styðja einhverja frambjóð- endur og atvinnurekendur aðra. Við eigum ekki einungis að líta til stjórna lífeyrissjóða, að mínu áliti, heldur til stjórna fyrirtækja almennt. Nú eiga lífeyrissjóðir um 13% af hlutafé í Kauphöll Íslands og hugsanlega mun það hlutfall hækka með vaxandi lífeyrissparn- aði. Víða í Evrópu eiga launamenn fast sæti í stjórnum fyrirtækja sem óháðir stjórnarmenn í nafni lýðræðis; launþegalýðræðis. Í stað þess að binda það í lög, eins og sumstaðar tíðkast, tel ég rétt að fyrirtæki eigi að sýna góða stjórn- arhætti í anda reglna Við- skiptaráðs og bjóða lífeyrissjóðum að tilnefna óháða menn í stjórnir sínar sem hefði það megin hlut- verk að tryggja góða stjórn- arhætti og líta eftir hagsmunum allra hluthafa. Ég skora á minn gamla skóla- félaga, Skarphéðinn Berg, að beita sér fyrir auknu lýðræði innan þeirra fyrirtækja sem hann starf- ar fyrir og ég skal reyna að gera það í mínum ranni. En ég vil benda honum á að það verður allt- af einhver steypubílstjóri sem mun flauta á þátttakendur í Gum- ball-kappakstrinum ef menn virða ekki umferðarreglurnar. Aukum lýðræði í atvinnulífi Gunnar Páll Pálsson vill auka lýðræði í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða ’Við erum líka hlynnt þvíað fólk geti fært sig á milli lífeyrissjóða verði það gulltryggt að fyr- irtækin muni ekki reyna að hafa áhrif á hvar starfsmenn visti sín líf- eyrisréttindi gegn við- skiptalegri fyrir- greiðslu ...‘ Gunnar Páll Pálsson Höfundur er formaður VR. SVONEFNDIR Íslandsvinir hafa verið duglegir að tjá sig í fjölmiðlum og er málflutningur þeirra oft afar sérkennilegur fyrir þá sem þekkja vel til þeirra málefna sem þeir fjalla um. Íslandsvinirnir hafa einkum beint spjótum sínum að Kára- hnjúkavirkjun og byggingu álvers á Reyðarfirði en ein- hverra hluta vegna hafa framkvæmdir annars staðar á land- inu ekki náð að fanga hug þeirra í sama mæli. Gott dæmi um skrif Íslandsvina er bréf Helenu Stefánsdóttur sem birtist í Morg- unblaðinu 20. júlí sl. Þetta bréf Helenu ber öll einkenni hins dæmi- gerða málflutnings Ís- landsvina og get ég ekki látið hjá líða að gera athugasemdir við nokkrar staðhæfingar sem birtast í því. Helena segir í bréf- inu að lítið verði eftir af náttúrufegurð í Reyðarfirði þegar Bechtel og Impregilo hafi lokið sér af þar og sú litla náttúra sem eftir verði muni vart sjást vegna loftmeng- unar frá álverinu. Vissulega mun álver Fjarðaáls og línulagn- ir að því setja sinn svip á Reyðarfjörð en allir sem til þekkja vita að Reyð- arfjörður er stór og mikill fjörður og víðast hvar mun hin reyðfirska nátt- úra fá að njóta sín hér eftir sem hing- að til. Ýkjugoðsagnir Gert er mikið úr því að Impregilo muni fá svæði á Reyðarfirði til að geyma þar tímabundið tæki og búnað frá Kárahnjúkum áður en hann verð- ur fluttur úr landi. Allir ættu að gera sér grein fyrir því að sá mikli bún- aður sem notaður hefur verið við virkjunarframkvæmdirnar þarf að fara úr landinu að framkvæmdum loknum en þeir flutningar munu taka nokkra mánuði og fara fram um Reyðarfjarðarhöfn. Hvað varðar full- yrðinguna um áhrif loftmengunar- innar er hún ein af þeim ýkjugoð- sögnum sem andstæðingar álvers hafa haldið ítrekað fram. Í álveri Fjarðaáls verður hreinsunarbúnaður af fullkominni gerð og þeir sem hafa heimsótt álver erlendis sem staðsett eru í fjörðum gera sér grein fyrir því að fullyrðing af þessu tagi er alger- lega út í bláinn. Helena heldur því fram í bréfi sínu að álverinu á Reyðarfirði hafi verið þröngvað upp á austfirskt samfélag. Þessi fullyrðing er fjarri öllu sanni. Staðreyndin er sú að Austfirðingar höfðu barist fyrir orkufrekum iðnaði í landshlutanum í tæplega 30 ár þegar ákvörðun var tekin um byggingu ál- vers Alcoa. Austfirskt samfélag þurfti á nýjum atvinnutækifærum að halda vegna fækkunar starfa í hefð- bundnum frumvinnslugreinum og nýting orkunnar í landshlutanum til atvinnuuppbyggingar var lausn sem Austfirðingar almennt studdu af heil- um hug. Hér skal nefnt að sveitarstjórn- armenn á Austurlandi studdu bygg- ingu virkjunar og álvers nánast ein- um rómi og það sama gerði austfirsk verkalýðshreyfing og austfirsk ferða- málasamtök. Bréfritarinn þarf að kynna sér sögu baráttunnar fyrir virkjun og orkufrekum iðnaði á Aust- urlandi áður en hann heldur áfram skrifum sínum. Það er nánast móðg- un við Austfirðinga, eftir alla þá bar- áttu sem þeir hafa háð fyrir virkjun og orkufrekum iðnaði, að halda því fram að Kárahnjúkavirkjun og álveri hafi verið þröngvað upp á þá. Glæpaverk? Helena telur að ábyrgðarmenn Kárahnjúkavirkjunar verði stimpl- aðir mestu glæpamenn Íslandssög- unnar vegna þeirra fórna sem virkj- unin krafðist. Það er álitamál hvaða verk mannanna eru glæpaverk. Ég hefði til dæmis álitið það glæp- samlegt að láta þá nei- kvæðu byggðaþróun sem átti sér stað á Aust- urlandi halda áfram án aðgerða. Kára- hnjúkavirkjun og álver- ið hafa snúið þeirri þró- un við og breytt allri hugsun í landshlut- anum. Austurland var áður landshluti í vörn og stöðnun og samdráttur einkenndi samfélagið en nú er Austurland lands- hluti í sókn og uppbygg- ing og bjartsýni ein- kennir mannlífið. Að mínu mati er það ekki glæpsamlegt að stuðla að þessari breytingu. Ég fer þess á leit við hina svokölluðu Íslands- vini að þeir horfi einnig til þessa sjónarmiðs þegar þeir vega og meta glæpaverkin. Helena segir í bréfinu að atvinnutækifæri séu óteljandi og bygging virkjunar og álvers á Austurlandi sé vitn- isburður um skamm- sýni og hugmyndaskort stjórnvalda á því sviði. Bréfritarinn ætti að kynna sér baráttu aust- firskra sveitarstjórnarmanna fyrir atvinnuuppbyggingu í landshlut- anum. Margar hugmyndir hafa vakn- að en ótrúlega erfitt hefur reynst að hrinda þeim í framkvæmd. Íbúar annars staðar á landsbyggðinni þekkja þessa baráttu einnig mætavel. Það kom aldrei til greina þegar upp kom sá möguleiki að nýta austfirska orku til atvinnusköpunar að hafna þeim möguleika. Eins og fyrr segir höfðu Austfirðingar sjálfir lengi bar- ist fyrir orkufrekum iðnaði og öllum er ljóst að slík starfsemi kallar á fjöl- þætta atvinnustarfsemi af öðru tagi. Það hefur líka sýnt sig að eftir að virkjunar- og álversframkvæmdir hófust á Austurlandi hefur þjónustu- og iðnaðarstarfsemi af öllu tagi tekið mikinn fjörkipp. Hávær minnihlutahópur Helena segir að framkvæmdirnar á Austurlandi eigi sér stað gegn vilja flestra. Hvaðan í ósköpunum hefur bréfritari þetta? Á sínum tíma voru framkvæmdar skoðanakannanir um afstöðu fólks til virkjunar og álvers á Austurlandi og reyndist meirihluti yfirleitt styðja framkvæmdaáformin. Mjög mikill meirihluti Austfirðinga studdi þessi áform og eins og fyrr segir voru austfirskir sveitarstjórn- armenn nánast einhuga um málið og fjölmörg félagasamtök studdu það eindregið. Mikill meirihluti var fyrir málinu á Alþingi þannig að full- komlega löglega hefur að öllu verið staðið. Það kann að vera erfitt fyrir bréfritara að horfast í augu við þá staðreynd, sem flestum er ljós, að svonefndir Íslandsvinir og stuðnings- menn þeirra eru einungis hávær minnihlutahópur. Ég vil gjarnan bjóða Helenu Stef- ánsdóttur í heimsókn og eiga við hana gott spjall. Í því spjalli myndi ég útskýra afstöðu mína til umræddra framkvæmda og fara yfir það hvers vegna framkvæmdirnar eru aust- firsku samfélagi nauðsynlegar. Við gætum líka rætt um þær fórnir sem framkvæmdir mannanna krefjast og velt því fyrir okkur hvenær slíkar fórnir eru réttlætanlegar. Vafasamur málflutn- ingur Íslandsvina Smári Geirsson skrifar um virkjunar- og álversfram- kvæmdir á Austurlandi Smári Geirsson ’Það er nánastmóðgun við Aust- firðinga, eftir alla þá baráttu sem þeir hafa háð fyrir virkjun og orku- frekum iðnaði, að halda því fram að Kárahnjúkavirkj- un og álveri hafi verið þröngvað upp á þá.‘ Höfundur er bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. Sagt var: Stúlkan draup höfði. RÉTT VÆRI: Stúlkan drúpti höfði. (Ath.: Menn drúpa höfði en drjúpa því ekki.) Gætum tungunnar ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.