Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 27

Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 27 UMRÆÐAN LANDSBANKINN er minn við- skiptabanki. Ég komst að því fyrir til- viljun nú fyrir nokkrum dögum að það kostar mig 95 kr. að hringja í bankann minn, bara til að athuga stöðuna á mínum eigin reikningi. Þ.e. á venjuleg- um vinnutíma bankamanna. Fólkið sem svarar í símann er auðvitað á launum hjá bankanum, þessi þóknun bankans er alfarið eitthvað sem bank- inn hirðir af sínum viðskiptamönnum. Þetta er bara sjálftaka fjár, en kallast þjónustugjöld. Lítum aðeins nánar á málið. Það er: Þú kaupir tékkhefti á 320 kr., 25 blöð. Eitt ávísanablað kost- ar því 12,80 kr. Af hverjum tékka sem innleystur er tekur bankinn 49 kr. í þóknun. Kostnaður sem reikningseig- andi ber af því að nota tékka er því 61,80 kr. á hvern tékka! Þú stendur fyrir framan gjaldkera í banka og bið- ur um úttekt af debetkorti þínu í reiðufé, það kostar 13 kr. Þú hringir til að athuga hvort launin þín hafa verið lögð inn á reikning þinn, það kostar 95 kr. Sumir átta sig sjálfsagt ekki á þessu og hringja jafnvel nokkrum sinnum um hver mánaðamót, og það eru auðvitað helst þeir lægst launuðu sem athuga hvort þeir geti nú farið að borga reikningana sína og eiga fyrir matarinnkaupunum og borga 95 kr. í hvert sinn. Þú notar debetkortið þitt í verslunum og það kostar 13 kr. í hvert sinn. Þú leggur inn á reikning ein- hvers í þínum eigin viðskiptabanka, nú eða öðrum banka, og það kostar 100 kr., svo fremi sem það er ekki um maka eða barn þitt að ræða, sem er með reikning í Landsbankanum. Notir þú greiðsluþjónustu bankans kostar hver greiðsla 80 kr. Þú ferð í hrað- banka og merkilegt nokk, það kostar ekki neitt. Þetta er eina þjónustan sem ég veit um sem bankarnir bjóða upp á, sem kostar ekkert. Tvisvar sinnum hringdi ég í þjónustufulltrúa bankans og fékk þær upplýsingar að símtal við bankann um stöðu reiknings kostaði 60 kr. Síðan bað ég um að fá sent í pósti yfirlit yfir þjónustugjöld bankans og þá kom í ljós að kostnaðurinn var ekki 60 kr. heldur 95 kr. Mér hefði þótt betra að fá rétt svör við svo ein- faldri spurningu. Orðrétt stendur í lið 7.3: Staða og færslur lesnar upp í síma af starfs- manni kr. 95.- (gildir frá 01.06.06, hringt var um 20. júní). Þetta er nú bara svona þetta daglega amstur fólks í bankanum sínum. En svo á hinu mánaðarlega yfirliti er ófrávíkjanlega liður sem heitir „þjónustugjöld“. En lítum á – þar kemur bara fram einhver upphæð. Athugum nánar; reikningur okkar í bankanum er skuldfærður án samþykkis þess sem er greiðandi. Athugið að aldrei hefur verið aflað samþykkis þess aðila sem á að borga , né viðurkenningar af nokkru tagi fyrir „skuldinni“. Svo vantar sundurliðun á „reikninginn“ – „skuldfærsluna“, sem er enginn formlegur reikningur, bara fjárhæð sem einhliða, án samþykkis „skuldara“, er tekin út af bankareikn- ingi viðkomandi viðskiptamanns. Ég bara spyr, er þetta löglegt? Mér hefur skilist að skuldi maður eitthvað og greiðslu sé krafist, þá sé nauðsynlegt fyrir skuldareiganda að sýna fram á það með lögformlegum hætti, þ.e. með sundurliðuðum reikningi, hvernig skuldin sé til orðin. Þetta gera bank- arnir ekki og komast upp með það. Allt í góðu – enginn möglar. Hvað sýna bankarnir svo í hagnað? Hærri tölur en við almúginn skiljum. Hvaðan kemur svo þessi mikli hagn- aður? Jú, frá þeim sem bankarnir stunda sjálftöku fjár frá, þ.e. við- skiptavinum bankanna, sem segja ekki neitt, bara borga möglunarlaust, t.d. ofurlaun bankastjóranna og starfs- lokasamninga sem enginn skilur. Og svo eru vextirnir og verðtrygg- ingin efni í aðra grein. Enginn, hvorki einstaklingur né fyrirtæki, á að geta tekið eitt né neitt út af bankareikningi án samþykkis eiganda reikningsins. Tökum dæmi: Laun eru fyrir mannleg mistök tvígreidd, það þarf að tala við eiganda reiknings til að fá bakfærslu. Eigandi reiknings verður að sam- þykkja það. Eins og olíufélögin komast upp með sinn þjófnað af almenningi komast bankarnir upp með það líka að stela frá almenningi. Ég hef aldrei skrifað undir neitt sem segir að ég skuldi mín- um viðskiptabanka eitthvað sem heitir „þjónustugjöld“. Þannig að þessi gjaldfærsla er að mínu mati einhliða sjálftaka fjár og því ólögleg og refsi- verð að mínu mati, þar sem samþykki „skuldara“ vantar. Ætlum við almenn- ingur í þessu landi að láta þetta yfir okkur ganga eins og þjófnað olíufélag- anna og samráð tryggingafélaganna og segja bara alls ekki neitt? Ekki orð – bara þegja þunnu hljóði og nöldra við eldhúsborðin og á kaffistofum vinnustaðanna? Bara þögn. Hvað er að? Engin samstaða? Engin andmæli. – Ekkert. Eigum við bara að láta allt þetta misrétti og óréttlæti yfir okkur ganga án mótmæla? Og ég segi mótmæla – í alvöru – sem næðu eyrum þeirra sem ráða, illu heilli, þeirra sem skammta sér ofurlaunin og ofureftirlaunin og neita að endurskoða gjörninginn. Ríkið hefur ekki ráðstafað fjár- munum á réttan hátt né staðið við gerða samninga hvað varðar aldraða í þessu samfélagi. Og er það líka bara allt í lagi? Og svo heyrir maður að fá- tækt fari vaxandi og stéttaskipting sé orðin staðreynd, hinir ríku verði ríkari og hinir fátæku verði fátækari. Er þetta það þjóðfélag sem við vilj- um? Ef ekki, gerum eitthvað i málinu og það strax! HERA HELGADÓTTIR Heiðvangi 24, Hafnarfirði. Til viðskiptavina bankanna Frá Heru Helgadóttur: FÖSTUDAGINN 7. júlí stöðv- uðust augu mín við þessa fyrirsögn í ,,Mogga“. Jú, var ekki þarna nafn og mynd af góðkunnri fréttakonu? og hjá mér kviknaði von að kannski ætl- aði hún að rjúfa einhverja glufu í það myrkviði daglegra blekkinga í frétta- flutningi, sem leggst að sál manns eins og kæfandi reykský. Því miður varð ég fyrir vonbrigðum. Ekki það, að Agnes Braga- dóttir færi þarna með ósannindi um þá ógn- arstjórn lyginnar sem ráðið hefur ríkjum í þessu fjarlæga landi, N-Kóreu, í hálfa öld. Ég hélt bara að hún myndi grípa á einhverju nær- tækara. En fyrst hún fór svona langt, hefði hún mátt minnast á banda- rískt sprengjuregn sem dundi á þessu landi í 5 eða 6 ár, áður en umrædd ógnarstjórn festi sig í sessi. Sprengjuregn, sem varð svo af- drifaríkt að ekkert hús í höfuðborg- inni var sagt óskemmt. Eins mátti nefna viðskiptabann o.fl. þvingunaraðgerðir, en nóg um það. Já, hvað meina ég með daglegum blekkingum? Til dæmis að allt tal um brottför Bandaríkjahers frá Keflavík er með þeim hætti að ætla mætti að um meiri háttar háska væri að ræða fyrir okk- ur Íslendinga. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hjá engri þjóð er síður ástæða að leita sér verndar nema e.t.v. hjá N-Kóreu. Fyrir þessari fullyrðingu ætla ég að færa nokkrar ástæður, þó ekki verði það tæmandi upptalning, raun- ar aðeins nokkur dæmi: 1) Bandaríkin setja sig á yfirþjóð- legan stall og leitast við að gera Sam- einuðu þjóðirnar að þjónustustofnun við sig á sama tíma og þau neita að greiða gjöld sín til samtakanna. 2) Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur látið myrða nokkra þjóð- arleiðtoga. T.d. Lumumba í Kongó fyrir rúmlega hálfri öld (nýlega við- urkennt) og Allende í Chile manns- aldri síðar. Marga fleiri leiðtoga hefur CIA reynt að ráða af dögum, þ.á m. Ghaddafi og Castró. 3) Bandaríkin hafa forgöngu um af- siðun með þeim hætti að leggja fé til höfuðs þeirra manna sem þau telja réttdræpa, en í reynd án dóms og laga, enda þótt um þegna annarra þjóða sé að ræða. Einnig grafa þau undan starfi Sameinuðu þjóðanna með því að koma í veg fyrir að nokkrar samþykktir SÞ varðandi Ísrael nái fram að ganga og eru þannig búnir að kalla fram þá afstöðu hjá þessum skjólstæðingum sínum að þeim leyfist allt. T.d. að taka af lífi lýðræð- islega kjörna ríkisstjórn Palestínu. (Nýleg skoð- anakönnun í Ísrael sýndi 80% fylgi við þá hugmynd samkv. frétt- um RÚV.) 4) Jimmy Carter, fyrrv. Bandaríkjaforseti, lýsti þeirri skoðun sl. vetur að stefna Bandaríkj- anna í kjarnorkumálum væri ógn við alla heimsbyggðina. (Frétt í RÚV 30/3́06) 5) Frá lokum seinni heimsstyrjald- arinnar hafa Bandaríkin háð og tekið þátt í margs konar hernaðarátökum. Herir þeirra hafa kastað ógrynni af sprengjum yfir önnur lönd. T.d. Kór- eu, Víetnam, Kambódíu, Afganistan og Írak. Flestar, ef ekki allar, þessara árása hygg ég að teljist stríðsglæpir samkv. alþjóðarétti. 6) Eiturhernaður Bandaríkjanna í Víetnam er orsök viðvarandi van- sköpunar hjá börnum á hern- aðarsvæðunum þar sem skógar voru aflaufgaðir sem kallað var (Lesbók Mbl.7.́05). Þar voru framdir stríðs- glæpir sem ekki sér fyrir endann á. 7) Síðasta dæmið sem ég tek, er um fangafjölda í Bandar, sem mun vera allt að tuttugu miljónir manna. Þegar um slíkan fjölda er að ræða hlýtur að hæfa betur að tala um fangabúðir heldur en fangelsi. Þetta eru 7 ástæður fyrir því að síst skyldum við leita vestur um haf eftir verndurum. En mál er að spyrja, vernd fyrir hverju? Er það ekki hinn yfirþyrm- andi ótti sem er óvinurinn? Hann verður ekki sigraður með byssu undir hvern kodda. Auðvitað þarf löggæslu í öllum löndum. Og eina yfirþjóðlega á veg- um SÞ, en enga yfirþjóðlega þjóð. Þeim mun fyrr, sem við segjum það í heyranda hljóði, þeim mun betra. Við skulum líka fordæma það sjónarspil sem sett var upp til að réttlæta innrás í Írak, og við skulum alls ekki fara að uppfæra einhvers konar blekkingavef til að hanga í einhverjum kald- astríðsvörnum á Íslandi. Landið mun þakka margfaldlega fyrir sig ef við hreinsum það af allri hernaðaróværu. Hér er land tækifær- anna. Þetta eru hvorki draumórar né barnaskapur. Það er kaldur veruleiki að framtíð manna á þessari jörð ræðst af því að snúið verði af braut hervæðingar og framtíð Íslendinga ræðst af kjarki þeirra til að segja satt. Þar getum við sannarlega stigið fyrsta skrefið. Kannski er ég að gera ráðherrum okkar, þeim Geir og Valgerði, upp skoðanir. Þau hafa aldrei sagt hvaða niðurstöðu þau vildu sjá úr viðræðun- um við Bandaríkjamenn. Kannski hafa þau sagt viðsemjendunum frá draumum okkar; að við trúum ekki á blekkingar hervarnanna eða þá lygi að ein þjóð hafi rétt til að ráðskast með allar aðrar. Vonandi hefur forseti vor hvíslað þessu líka í eyrað á gamla Bush þegar hann bauð honum heim um daginn (eða var það ekki svo?) Með bestu kveðju til Agnesar og allra annarra sem vilja uppræta lygi og blekkingar. Land lyga og blekkinga Sævar Sigbjarnarson fjallar um hernaðarstefnu Bandaríkjanna ’… allt tal um brottförBandaríkjahers frá Keflavík er með þeim hætti að ætla mætti að um meiri háttar háska væri að ræða fyrir okkur Íslendinga.‘ Sævar Sigbjörnsson Höfundur er fyrrverandi bóndi og fé- lagsmálamaður á Fljótsdalshéraði. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í VERÐKÖNNUN ASÍ 27. júní sl. var greint frá útsöluverði á 40 teg- undum grænmetis og ávaxta í 12 verslunum í Reykjavík og Hafn- arfirði. Þar kemur í ljós að í 26, eða tæp- lega tveimur af hverj- um þremur tilfellum, munar meira en helm- ingi á verði sömu vöru á milli búða, og þrjár vörutegundir sem kosta hundrað krónur í einni búð, kosta á fjórða hundrað króna í annarri! Af þessum tólf versl- unum eru þrjár reknar af sama fyrirtæki og öll innkaup þeirra á ná- kvæmlega sama verði. Þær eru Hagkaup, Bónus og Tíu ellefu. Af umræddum 40 vöru- tegundum, er tuttugu og ein til í öllum búð- unum. Ef keypt er eitt kíló, eða ein eining í öll- um verslunum fyr- irtækisins, kemur eft- irfarandi í ljós. Í Bónus kosta vör- urnar kr. 3.966.- Í Hagkaupum kr. 6.385.-, eða 2.419.- krónum meira en í Bónus. Í Tíu ellefu kosta þessar sömu vörur kr. 7.763, eða 3.797 krónum meira en í Bónus, þ. e. rétt tæplega helmingi meira en í Bónus, sem samt hefur bætt sinni álagningu á innkaupsverðið. Mest úrval var í Bónus. Þar vant- aði aðeins eina af fyrrgreindum 40 vörum, útlenda tómata, enda eigum við nóg af miklu betri íslenskum, en það kostar um og yfir hundrað krón- um meira á kíló að fá þá í pökkum. Hagkaup auglýsir að þar sé skemmtilegast að versla, og það kostar töluvert að taka þátt í þeim gleðskap. Í Tíu ellefu búðinni voru fimmtán tegundir af þessum fjörutíu, ekki til eða ómerktar. Meðal þess sem ekki var til, voru gulrófur og bananar, svo ekki stafar þetta háa verð af of marg- víslegu framboði af ávöxtum og grænmeti. Sagt er að þar sé sum- staðar opið, jafnvel á næturnar, en af hverju eru næturhrafnarnir ekki látnir greiða sjálfir fyrir þá þjón- ustu? Mikið hefur verið rætt um, hvers vegna verðlag á matvörum þurfi að vera miklu hærra á Íslandi en í öðr- um löndum. Um síðustu áramót setti forsætisráðherra á stofn nefnd færustu manna þjóðarinnar á sviði viðskipta og versl- unar, í það vandasama verkefni að komast að orsökum þessa dul- arfulla máls, og koma með tillögur til lausnar á því. Í sex mánuði hefur nefndin unnið baki brotnu. Álit nefnd- armanna eru að minnsta kosti eins mörg og þeir, og tók formað- urinn sig því til og kom með sínar tillögur til lausnar vandans. Þar koma fram til- lögur að lausn málsins, sem spara „vísitölu- fjölskyldunni“ 50 þús- und krónur á ári, og ef henni verður gefinn kostur á að kaupa útlenda mjólk og kjöt, sparar hún rúmar 80 þúsund krónur í viðbót, eða alls kr. 131.400.- á ári. Vísitölufjölskyldan Ég hrökk við! Er hún lifandi ennþá? Ég hélt að hún hefði lognast útaf um leið og þær tvö hundruð verslanir í hverfum borgarinnar sem verðlagsyfirvöld héldu í ánauð við að þjónusta hana fyrir ekki neitt. Ólíkt því sem nú er, fór öll pökkun vöru fram í búðunum, og ég á skjalfesta sönnun, sem sýnir auglýst innkaups- verð og útsöluverð á ýsuflökum, sem var ein af aðalfæðutegundum fjöl- skyldunnar. Álagning verslunar- innar dugði ekki fyrir beinum kostn- aði umbúða sem verslunin varð að pakka vörunni í! Auðvitað tapar ríkið um það bil 5 þúsund milljónum króna á ári í minnkuðum skatttekjum, og auk þess nokkur þúsund milljónum, sem þarf að greiða bændum aukalega, lík- lega atvinnuleysisbætur o.fl. Það þykir mjög jákvætt að for- stjórar þeirra þriggja fyrirtækja sem skipta með sér mestöllum innflutn- ingi og matvörusölu í landinu, virðast ánægðir með tillögurnar, enda eng- inn áhugi nefndarmanna fyrir að for- vitnast um hvað verslunin tekur sér stóran hlut af söluverði vörunnar. Ennþá er það svo að nokkrar af þeim grænmetistegundum sem nefndar eru í fyrrnefndri skýrslu ASÍ eru ræktaðar á Íslandi. Ef ein- hverjum nefndarmanna hefði dottið í hug að grennslast fyrir um, hvað sá aðili sem framleiðir vöruna fengi í sinn hlut, hefði hann eflaust komist að því hvað verslunin tekur í sinn hlut, en nú fer engin pökkun né merking fram í verslunum. Við gömlu hjónin, tæplega áttræð, erum svo seinþroska, að við erum ekki ennþá farin að stunda vínveit- ingahúsin, svo þar með missum við af 10.900 króna kjarabót sem felst í lækkun verðs á áfengi, svo mér datt í hug, fyrst spekingarnir fundu þessa milljarða sem ríkið þarf ekkert að nota, hvort ekki væri fyrirhafnarm- inna að hækka ellilaunin um u.þ.b. fimm þúsund kr. á mánuði til hvors okkar, því þá getum við ráðið sjálf hvað við gerum við þessa Guðsgjöf sem nefndin hefur fundið með hálfs árs þrotlausri vinnu. Vísitölufjölskyldan er ekki dauð Óskar Jóhannsson fjallar um vöruverð Óskar Jóhannsson ’Mikið hefurverið rætt um, hvers vegna verðlag á mat- vörum þurfi að vera miklu hærra á Íslandi en í öðrum lönd- um. ‘ Höfundur er fyrrverandi kaupmaður í Sunnubúðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.