Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI HARALDUR Einarsson rakari hélt upp á 80 ára afmælið sitt á dögunum og í tengslum við afmælið var stærsti krullusteinn (curling rock) heims afhjúpaður í Árborg, Manitoba. Haraldur lét gera steininn og fann honum stað í byggðinni þar sem hann ólst upp. Atorkumenn af íslenskum ættum leynast víða og einn þeirra er Haraldur Einarsson, sem býr við Winnipegvatn, rétt sunnan við Gimli. Hann hefur lengi viljað vekja athygli á árangri fram- haldsskólaliðs Árborgar sem varð Manitoba-meistari í krullu (curling) 1947 og 1948 og árangurinn varð þessi steinn, sem er fjórir metrar í þvermál og 8,5 metrar á hæð. „Það er með ólíkindum að lítill bær eins og Árborg hafi átt lið í kanadísku úrslitakeppninni tvö ár í röð og þessi steinn er reistur til að halda minningu liðsins hátt á lofti og vekja athygli á Árborg,“ segir Haraldur. David, bróðir hans, var í liðinu og Rexy, annar bróðir hans, var þjálfari þess. Haraldur fékk Frank Megyesi og Glen Zaluski, þekkta lista- menn í Komarno, skammt frá Árborg, til að gera steininn. Hann safnaði peningum til verksins innan fjölskyldunnar og sá til þess, í samráði við bæjarstjórnina, að styttunni var fundinn staður á áberandi stað í Árborg, einum „íslenskasta“ bænum í Vesturheimi. Meira en 200 manns voru við afhjúpunina og komu margir langan veg, m.a. David Einarsson frá Texas og Rexy Einarsson frá Calgary. Stærsti krullusteinn heims í Árborg Ljósmynd/Davíð Gíslason Gladys Gíslason virðir fyrir sér krullusteininn í Árborg í Manitoba. Hann er sá stærsti í heimi. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Steinþór Systkinin Guðlaug og Haraldur Einarsson. Lauga býr enn í Árborg í Manitoba. ÓLYMPÍUMEISTARALIÐ Fálk- anna í íshokkíi 1920 hefur verið tekið inn í Ólympíufrægðarsetur Kanada. Allir liðsmenn Fálkanna í Winni- peg að einum undanskildum voru af íslenskum ættum. Sögu þeirra hef- ur verið haldið rækilega á loft und- anfarin ár og forystumenn íshokkís í Kanada geta þess nú gjarnan á há- tíðarstundum að það hafi verið Fálkarnir sem brutu ísinn og lögðu grunninn að glæstum árangri Kanada í greininni. Fyrst var keppt í íshokkíi á ólympíuleikum í Ant- werpen 1920 og urðu Fálkarnir meistarar með eftirminnilegum hætti. Brian Johannesson og kona hans Carole voru fulltrúar Fálkanna í hófi kanadísku ólympíunefnd- arinnar þegar Fálkarnir voru tekn- ir inn í frægðarsetrið en einn helsti leikmaður Fálkanna, Konnie Jo- hannesson (Konráð Jóhannesson), var faðir Brians. Afkomendum ann- arra leikmanna var einnig boðið og mætti Viola Perkins, dóttir Slims Haldersos (Halldórs Halldórs- sonar), með börn sín þrjú, synina Hal og Craig og dótturina Georginu Hunt, ásamt Kathy Nicholson og dóttur hennar. Faðir Kathy var Allan Woodman, eini leikmaður Fálkanna, sem ekki var af íslenskum ættum, en þessi fram- herji var af enskum ættum. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Brian Johannesson, sonur Konnie, við sýninguna um Ólympíumeist- aralið Fálkanna í Winnipeg. Fálkarnir í frægðar- setrið KANDÍSKI strengjakvartett- inn Quartetto Constanze er væntanlegur til Íslands í lok mán- aðarins og á tón- leikum í Nes- kirkju og Reykholtskirkju flytur hann meðal annars nýfundið tónverk eftir Þórð Sveinbjörnsson (Swinburne) tónskáld, son Svein- björns Sveinbjörnssonar tónskálds. Kvartettinn skipa Ingunn Bene- diktsson (selló), Catherine Cosbey (fiðla), Michelle Zapf-Belanger (fiðla) og Katya Woloshyn (lágfiðla). Þær hafa verið við nám í konunglega tónlistarskólanum í Toronto og Glenn Gould-skólanum, en þaðan út- skrifaðist Ingunn Benediktsson sem einleikari á nýliðnu vori. Hún er dóttir Guðrúnar Jörundsdóttur og dr. Hallgríms Benediktssonar, ræð- ismanns í Calgary. Stúlkurnar hafa haldið nokkra op- inbera tónleika síðan haustið 2004 og fengið góðar umsagnir. Hérlendis halda þær tónleika í Neskirkju hinn 31.7. og í Reykholtskirkju 10.8. Á efnisskrá verður meðal annars ný- fundið verk eftir Þórð Sveinbjörns- son, tónskáld, sem bjó lengi í Calg- ary og dó þar í hárri elli fyrir um 20 árum. Fyrir um ári hafði Bjarki Sveinbjörnsson samband við dr. Hallgrím Benediktsson, ræðismann í Calgary, og bað hann að aðstoða sig við að hafa upp á verkum eftir Þórð Sveinbjörnsson. Eleanor Oltean, systurdóttir hans, athugaði málið og fann ýmislegt dót, þar á meðal strengjakvartett eftir Þórð. Að fengnu samþykki Eleanor Oltean fór Hallgrímur með gögnin til Íslands í vor og kom þeim í geymslu á Þjóð- skjalasafninu. Verkið verður tekið upp með Quartetto Constanze fyrir Ríkisútvarpið meðan á Íslandsdvöl- inni stendur. Strengjakvartettinn Quartetto Constanze með tónleika á Íslandi Flytur nýfundið tónverk vestur- íslensks tónskálds Kandíski strengjakvartettinn Quartetto Constanze er væntanlegur í tón- leikaferð til Íslands í lok mánaðarins. Kvartettinn skipa Ingunn Benedikts- son, Katya Woloshyn, Michelle Zapf-Belanger og Catherine Cosbey. Ingunn Benediktsson BLAKSAMBAND Manitoba í Kanada hefur út- nefnt Kristine Johnson blakmann ársins í sínum aldursflokki, eða í hópi blakmanna 15 ára og yngri. Kristine Johnson er af íslenskum ættum, dóttir Leonu og Dans Johnson í Winnipeg. Janis Johnson, öldungadeildarþingmaður í Ottawa, er systir Dans og foreldrar þeirra voru Doris Blöndal og Georg Johnson, læknir frá Gimli, sem jafnframt var þing- maður og ráðherra í Manitoba og fylkisstjóri Mani- toba 1986 til 1993. Kristine Johnson var í 9. bekk á liðnum vetri. Hún er í úrvalsliði Manitoba skipað leikmönnum 16 ára og yngri og leikur með því um kanadíska meistaratitilinn í Edmonton í ágúst. Hún er auk þess í úrvalsliði Vestur-Kanada í sama aldurs- flokki og tók með því þátt í alþjóðakeppni í Reno í Bandaríkjunum í lok júní þar sem það hafnaði í sjötta sæti af 175 liðum. Kristine er lægri en hinar stúlkurnar í liðinu en er engu að síður afbragðsvarn- armaður með góðar sendingar og lék alla leikina. Í mars og byrjun apríl keppti kanadískt hokkílið, Fálkarnir frá Winnipeg, í Reykjavík og á Akureyri. Kristine var ásamt systur sinni Guðrúnu meðal lyk- illeikmanna liðsins og vakti mikla athygli. Þær fóru með liðinu í kynnisferðir út frá Reykjavík og Ak- ureyri, hittu ættingja og fjölskylduvini, kynntust mörgum og sögðu eftir ferðina að hér vildu þær eiga heima. Systurnar Kristine og Sarah Guðrún Johnson léku íshokkí með liði sínu hérlendis í vetur og heimsóttu m.a. Gullfoss í Íslandsferðinni. Kristine Johnson tekur við viðurkenningunni blakmaður ársins í sínum ald- ursflokki í Manitoba. Hún er í úrvalsliði V-Kanada 16 ára og yngri. Kristine Johnson best í blaki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.