Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðríður Gísla-dóttir fæddist í
Seldal í Norðfirði
hinn 24. maí 1940.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja hinn 16. júlí
síðastliðinn. Hún
var dóttir hjónanna
Gísla Friðrikssonar
í Seldal, f. 22. okt.
1909, d. 18. des.
1998, og Sigrúnar
Dagbjartsdóttur, f.
29. apríl 1918, frá
Hjalla á Vestdals-
eyri. Guðríður var elst níu systk-
ina. Þau eru: Elsa, látin, maki var
Gylfi, þeirra börn voru Ásta Sig-
rún og Gísli; Páll, látin, maki Her-
dís, þau ólu upp son Herdísar,
Þóri; Ína Dagbjört, maki Víglund-
ur, þeirra dætur eru Sigrún og
Dagbjört; Hallgerður, maki Árni,
þeirra börn eru Sigríður, látin,
Dætur Guðríðar og Ingólfs eru
Ingileif Ingólfsdóttir, f. 24. okt.
1963, maki Guðmundur Franz Jón-
asson, f. 14. des. 1961, börn þeirra
eru Franz Guðmundsson, f. 14.
nóv. 1989, Þorbjörn Guðmunds-
son, f. 25. apríl 1991, og Eyrún Ósk
Guðmundsdóttir, f. 10. feb.1995,
og Iðunn Ingólfsdóttir, f. 9. ágúst
1968, maki Lúðvík Rúnarsson, f.
21. júní 1963, börn þeirra eru Guð-
mann Rúnar Lúðvíksson, f. 6. sept.
1990, og Eva María Lúðvíksdóttir,
f. 1. júlí 2000.
Guðríður fór í Húsmæðraskól-
ann á Laugum. Hún flutti kornung
suður á land. Síðan flutti hún aust-
ur aftur árið 1969 og bjó þar til
ársins 1982. Þá flutti hún á höf-
uðborgarsvæðið og síðustu 18 árin
hafa þau búið í Vogum á Vatns-
leysuströnd.
Hún vann mikið við fiskverkun-
arstörf og verslunarstörf en síð-
ustu árin hefur hún unnið við að-
hlynningu aldraðra á Vífils-
stöðum.
Guðríður verður jarðsungin frá
Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu-
strönd í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Guðlaugur Jón og
Eldjárn; Friðrik.
maki Birgitta, þau
skildu, þeirra börn
eru Bella og Philip;
Jóhanna, maki Vig-
fús, þeirra börn eru
Vigfús, Friðrik, Jak-
ob og Jóna Guðlaug,
Vigfús á áður Emil;
Hulda, maki Jón
Gunnar, þeirra börn
eru Sigurjón Gísli,
Guðbjörg og Páll;
Stefanía, maki Gavin,
þeirra börn eru Zoe,
Dagbjartur, Tanja og Sebastian.
Guðríður giftist 21.mars 1964
Ingólfi Sigurjónssyni, f. 21. mars
1941. Foreldrar hans voru Sigur-
jón Guðmundsson frá Hemlu í V-
Landeyjum, f. 21. mars 1898, d. 15.
feb. 1959, og Ingileif Auðunsdóttir
frá Arnarhóli í V-Landeyjum, f. 14.
janúar 1905, d. 30. ágúst 1982.
Elsku mamma/amma. Þetta er
skrýtið líf. Fyrir tveimur mánuðum
vorum við að skipuleggja utanlands-
ferð þar sem þú ætlaðir að fara í þína
fyrstu ferð til útlanda með flugvél.
Það var mikil tilhlökkun og búið að
skipuleggja allt frá fyrsta degi til
þess síðasta. Þú hafðir svo gaman af
því að ferðast og það voru fáir stað-
irnir á landinu sem þið hjónin höfðuð
ekki farið á. Það eru margar
skemmtilegar minningar sem við eig-
um frá ferðalögum okkar saman þar
sem þú fórst fremst í skipulagn-
ingunni. Það varð enginn svangur
sem fór í útilegur með ykkur. Það var
séð fyrir öllu svo um munaði. Nú ert
þú farin í þitt síðasta ferðalag. Þú
varst einstaklega góð mamma,
tengdamamma og amma, það er mik-
ill missir fyrir okkur sem sjáum eftir
þér í þetta ferðalag. Þú hafðir gaman
af því að segja krökkunum sögur,
lesa fyrir þau og alltaf var hægt að
plata þig í það að spila á spil og not-
færðu Guðmann og Eva sér það
óspart, það var sama hvað amma var
beðin um, því var öllu reddað ef
nokkur möguleiki var á. Líka ef ein-
hver var ekki með eitthvað á hreinu,
þá var hringt í þig og yfirleitt varst
þú með svar við öllu á reiðum hönd-
um. Þú greindist með krabbamein í
júní og fljótlega kom í ljós að lítið var
hægt að gera en á þér var varla hægt
að finna að þú værir veik, þú kvart-
aðir aldrei, sagðist bara taka því sem
að höndum bæri, og allan tímann var
stutt í húmorinn.
Elsku mamma/amma, við gætum
verið í marga daga að skrifa um allar
þær ánægjustundir sem við áttum
saman. Við munum varðveita þær
minningar vel. Þín verður sárt sakn-
að.
Guð blessi þig og varðveiti.
Elsku pabbi, Inga, amma og okkar
nánasta fjölskylda, megi guð gefa
okkur öllum styrk til að takast á við
þessa miklu sorg.
Iðunn, Lúðvík,
Guðmann Rúnar
og Eva María.
Gullnir fjallatoppar
skýjanna
boða vorkomu
eftir snöggan
en harðan vetur
logagyllt
opna þau faðminn
bjóða þjáðum
himneskan frið.
Þannig var það að Guðríður systir
mín greindist með sjúkdóm fyrir um
mánuði síðan sem dró hana til dauða
eins og hendi væri veifað. Þannig er
lífið. Við vitum ekki hvað er handan
við hornið og erum við áminnt um
það á stundum sem slíkum.
Gurra var elst okkar systkina.
Hún var farin að heiman til að sjá
fyrir sér um 16 ára aldur. Dugnaður
og sjálfstæði voru alla tíð hennar
fylgifiskar.
Á unglingsárum mínum bjuggu
Gurra og Ingólfur ásamt dætrum
sínum á Neskaupstað. Ég varð þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að eiga inngöngu
hjá þeim alla tíð. Aldrei var talið
nema sjálfsagt að við yngri systurnar
borðuðum hjá þeim, hversu oft sem
við komum. Þannig var það einnig
með öll mín eldri systkini og maka
þeirra. Þau létu eins og þau ættu í
okkur hvert bein.
Hjálpsemi einkenndi Gurru og öll
þau ár sem hún bjó á Neskaupstað
var hún ætíð boðin og búin að rétta
foreldrum okkar og föðurbræðrum
hjálparhönd við búskapinn. Ingólfur
lagði þar einnig óeigingjarna hönd á
plóg og voru handtökin hans við
smíðar í Seldal ófá. Gurra kom til
dyranna eins og hún var klædd, virt-
ist stundum hrjúf á yfirborði, en und-
ir niðri sló hjarta mýkra en mjöll.
Síðustu árin sem hún lifði vann hún
fulla vinnu við umönnun aldraðra.
Veit ég að sú vinna átti vel við hana
og sannfærð er ég um að skjólstæð-
ingar hennar hafa átt þar góðan mál-
svara.
Ég varð þeirra forréttinda aðnjót-
andi að vera með Gurru síðustu dag-
ana. Kom þá í ljós hvaða styrk hún
bjó yfir. Hún var æðrulaus, sló á létta
strengi, lét sem ekkert væri þar til
yfir lauk.
Nú skiljast leiðir í bili. Ég kveð
kæra systur með þakklæti fyrir allt.
Hún dvelur nú á lendum eilífðarinn-
ar. Þess óska ég að hún sé þar umvaf-
in himneskum friði.
Ingólfi, Ingu, Iddu, Gumma, Lúlla,
Guðmanni, Evu, Eyrúnu, Bjössa og
Frans votta ég mína dýpstu samúð
og vona að þau finni með tíð og tíma
leið til að fylla tómarúmið sem nú
hefur myndast. Megi minningarnar
orna ykkur í sorginni.
Stefanía Gísladóttir.
Ég dag kveð ég frænku mína, hana
Guðríði, en hún var alltaf kölluð
Gurra af okkur í fjölskyldunni. Hún
dó 16. júlí eftir stutta en snarpa
sjúkralegu. Gurra var elst af níu
systkinum frá Seldal.
Gurra giftist Ingólfi Sigurjónssyni
og eignuðust þau tvær dætur, Ingi-
leif og Iðunni. Þau bjuggu fyrstu hjú-
skaparárin sín í Garðabæ, en fluttu
síðan til Neskaupstaðar 1969. Fyrstu
mánuðina á Norðfirði bjuggu þau á
æskuheimili mínu. Gurra og mamma
voru systur og mjög samrýndar.
Móðir mín dó 1974 og var það henni
mikill missir.
Gurra var einstök kona, glaðlynd,
GUÐRÍÐUR
GÍSLADÓTTIR
✝ Margrét Þor-steinsdóttir
fæddist á Litlu-Hól-
um í Mýrdal 22. júlí
1921. Hún lést á
heimili sínu í Stam-
ford Connecticut í
Bandaríkjunum 2.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurveig
Guðbrandsdóttir
húsmóðir frá Loft-
sölum, f. 13. apríl
1898, d. 4. mars
1988, og Þorsteinn
Friðriksson frá Litlu-Hólum,
skólastjóri í Vík, f. 13. september
1888, d. 1. júlí 1933. Systur Mar-
Verslunarskóla Íslands og útskrif-
aðist þaðan með verslunarpróf
1940.
Seinna hélt hún til Bandaríkj-
anna til frekara náms í verslunar-
fræðum, settist þar að og bjó þar
til æviloka.
Hún vann lengst af við skrif-
stofustörf og bókhald og var eft-
irsóttur vinnukraftur enda þótti
hún mjög fær í sínu fagi og sam-
viskusöm.
Einkasonur Margrétar er Thor
Crone, lögmaður í Stamford, f.
1950. Kona hans er Marybeth
Crone og börn þeirra eru Margrét
Ann, f. 1988, og Kyle, f. 1990.
Þótt Margrét byggi mikinn
hluta ævi sinnar fjarri fósturjörð-
inni hélt hún alltaf góðu sambandi
við fjölskyldu sína á Íslandi og
kom í heimsókn eins oft og auðið
var.
Útför Margrétar var gerð í
kyrrþey frá Víkurkirkju 27. maí.
grétar eru Elín Þor-
steinsdóttir, f. 1926,
Halla Valdimarsdótt-
ir, f. 1936, og Sigrún
Valdimarsdóttir, f.
1936, d. 2001.
Margrét ólst upp á
heimili foreldra
sinna á Grund í Vík
og gekk þar í barna-
og unglingaskóla.
Hún missti föður
sinn ung að árum en
móðir hennar giftist
síðar Valdimar Jóns-
syni skólastjóra í
Vík.
Leið Margrétar lá til Reykjavík-
ur þar sem hún stundaði nám í
Frá því að ég man eftir mér hefur
mér verið sagt eins og tíðkast í
Bandaríkjunum að það hafi verið
brotið blað í sögunni þegar hún amma
mín fæddist. Þetta þýðir í rauninni
ekki annað en að það hafi engin önnur
manneskja verið eins og hún. Með
tímanum hefur mér lærst að þetta er
ekki aðeins heilagur sannleikur held-
ur líka sönn lýsing á henni.
Á bernskuárum okkar vorum við
Kyle bróðir minn löngum stundum
hjá ömmu okkar að leika okkur eða
bara í pössun. Við litum ekki á ömmu
sem einhverja stranga fullorðna
manneskju sem væri áratugum frá
okkur í hugsanagangi. Við Kyle litum
á hana sem hvern annan krakka og
það held ég einmitt að hún hafi viljað.
Hvort sem við vorum í feluleik í kring-
um húsið okkar eða í bílaleik við að
taka bensín eða annað þá var það
amma sem kom ímyndunarafli okkar
af stað og leyfði okkur að vera börn.
Ég hafði sérstaklega gaman af að
skoða dótið í íbúðinni hennar ömmu.
Þó að það væri í raun ekkert annað en
venjulegir hlutir til daglegs lífs virtist
allt svo framandi og áhugavert þar.
Þó að við gerðum ekki annað en að
leika okkur að gömlu reiknivélinni
hennar eða hjálpa til að vinna eitthvað
í garðinum þá fannst okkur húsið
hennar ömmu alltaf einhvers konar
undraland.
Oft þegar ég var að fletta í gegnum
gömlu myndakassana hennar þá
stoppaði hún mig af og sagði mér sögu
um það sem á einhverri myndinni var.
Eina sögu sagði amma okkur bróður
mínum margsinnis, sögu sem lýsir
henni vel. Hún kallaði hana söguna af
því þegar hún bjargaði augunum í
Ellu.
Einu sinni þegar amma og yngri
systir hennar Ella voru krakkar aust-
ur í Vík í Mýrdal, þar sem þær ólust
upp, voru þær að renna sér saman á
sleða niður brekku fyrir ofan bæinn.
Skyndilega sá amma girðingu nálgast
og að gaddavírsstrengur stóð upp úr
snjónum í augnhæð Ellu. Þær gátu
hvorki stoppað né beygt sleðanum svo
að amma skellti höndunum yfir andlit
Ellu svo að Ella slapp en hún sjálf reif
sig illa á höndunum. Mér finnst þessi
saga lýsa eiginleikum ömmu töluvert
vel vegna þess að hún sýnir í hnot-
skurn hvernig hún vildi vernda okkur,
föður minn, bróður og mig. Okkur
kenndi hún gömul og góð gildi um
fjölskyldutryggð, áræði, sjálfstæði,
vinnusemi og umfram allt væntum-
þykju og ást.
Amma mun alltaf skipa sérstakan
sess í hjarta mínu. Umhyggja hennar
fyrir fjölskyldunni og öll vinnan sem
hún lagði á sig vegna þeirra sem hún
elskaði meira en sjálfa sig er nú orðin
og mun alltaf verða mín fyrirmynd í
lífinu.
Margret Ann Crone.
Mig langar til að minnast Mar-
grétar mágkonu minnar með nokkr-
um orðum. Hún á það svo sannarlega
skilið af mér. Hjálpsemi hennar og
umhyggja fyrir okkur Sigrúnu systur
hennar þegar við bjuggum um nokk-
urra ára skeið í námunda við hana í
Bandaríkjunum var alveg einstök.
Margréti þótti innilega vænt um syst-
ur sína og var svo stolt af henni og það
fluttist yfir á okkur, mig og dæturnar.
Henni var fjölskyldan afar mikils
virði, hún var hreykin af því að vera
Íslendingur, dáðist að öllu sem ís-
lenskt var og mátti ekki heyra neitt
misjafnt um Ísland eða Íslendinga.
Sjálfsagt á þar að einhverju leyti við
að fjarlægðin geri fjöllin blá og menn-
ina mikla því að árum saman átti hún
þess ekki kost að heimsækja fjöl-
skyldu sína á Íslandi. Það var óneit-
anlega töluvert meira fyrirtæki að
skreppa milli Ameríku og Evrópu fyr-
ir hálfri öld síðan en það er í dag.
Helstu samskiptin voru bréf og póst-
urinn var stundum lengi á leiðinni. En
það var litið á það sem meiri háttar
viðburð þegar jólapakkarnir frá henni
Möggu í Ameríku voru að koma. Hún
hafði síðan ómælda ánægju af því
þegar samgöngur og aðstæður fóru
að batna og samskiptin að aukast.
Nokkru eftir að Margrét kom til
Bandaríkjanna eignaðist hún soninn
Thor. Einstæð móðir í Bandaríkjun-
um fyrir 50 árum átti ekki kost á
þeirri aðstoð og styrk frá samfélaginu
sem við þekkjum að minnsta kosti hér
á Íslandi í dag. Líf hennar var því oft
erfitt en dugnaður, þrotlaus vinna og
kjarkur hjálpuðu henni við að takast á
við öll vandamál og hún gafst aldrei
upp. Mér hefur stundum dottið í hug
það sem Halldór Laxness lætur Jón
Hreggviðsson segja um Snæfríði Ís-
landssól: „Ég átti aleinasta við þann
staf sem ekki getur brotnað heldur
réttist úr beygjunni þegar átakinu
sleppir og er þá orðinn jafn beinn og
fyrr.“
Einkasonurinn var Margréti allt og
hún lagði mikið á sig til að hann gæti
hlotið þá bestu menntun sem hugur
hans stóð til. Mörgum árum ef ekki
áratugum saman sparaði hún hvern
eyri fyrir háskólamenntun Thors og
hún var vissulega stolt af því að sjá
hann verða vel metinn lögmann í
heimaborg þeirra Stamford. Hún var
mjög náin syni sínum og konu hans
Marybeth og naut umhyggju þeirra
síðustu árin. Barnabörnin, nöfnu sína
Margret Ann og Kyle, dáði hún og
elskaði. Síðari árin kom öll fjölskyldan
oft til Íslands og ferðaðist um og hitti
stórfjölskylduna. Þessar ferðir voru
Margréti ákaflega mikils virði eins og
okkur öllum sem þekktum hana.
Margrét var smávaxin og grönn
kona en maður tók ekki svo mikið eft-
MARGRÉT
ÞORSTEINSDÓTTIR
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
AUÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Hraunsholtsvegi 1,
Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 19. júlí.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu-
daginn 27. júlí kl. 15.00.
Páll J. Egilsson,
Egill Pálsson,
Guðmundur Þór Pálsson,
Björgvin Már Pálsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HERMANÍA KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR,
Skálagerði 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn
24. júlí kl. 13.00.
Andrea Danielsen, Páll Ragnarsson,
Sigurþór Charles Guðmundsson, Málfríður Sjöfn Hilmarsdóttir,
Bjarni Ólafur Guðmundsson, Martina Gudmundsson,
Þórarinn Guðmundsson, Guðbjörg Ívarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.