Morgunblaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist í
Þjóðólfshaga í
Holtahreppi í Rang-
árvallasýslu 23. júlí
1904. Hún lést á
dvalarheimilinu
Lundi á Hellu laug-
ardaginn 15. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Anna
Guðmundsdóttir, f.
18. nóvember 1876 í
Miðhúsum í Hvol-
hreppi, d. 27. maí
1962, og Jón Jóns-
son, f. 5. ágúst 1867 í Bjóluhjá-
leigu, d. 5. september 1953, bóndi
í Bjóluhjáleigu og á Hrafntóftum.
Systkini Guðrúnar sem upp kom-
ust eru: Kristinn, f. 19. júní 1903,
d. 27. október 1997, Ingibjörg, f.
3. apríl 1906, Ingólfur, f. 15. maí
1909, d. 18. júlí 1984, Sigríður, f.
27. júní 1911, og Ragnar, f. 24.
ágúst 1915, d. 24. nóvember 1992.
Guðrún giftist 7. maí 1933
Gunnari Jónssyni frá Skorrastað í
Norðfirði, f. 12. mars 1904, d. 6.
desember 1995. Þau voru fyrsta
búskaparárið í Gunnarsholti, síð-
an fjögur ár á Selalæk, en reistu
árið 1938 nýbýlið
Nes á bakka Ytri-
Rangár norðan
kauptúnsins á
Hellu.
Synir Guðrúnar
og Gunnars eru: 1)
Jóhann, f. 20. sept-
ember 1935, kvænt-
ur Eddu Þorkels-
dóttur. Börn þeirra
eru Lilja, Guðrún,
Anna Hrönn og Jó-
hann Gunnar. 2) Jón
Bragi, f. 26. mars
1937, kvæntur Stef-
aníu Unni Þórðardóttur. Börn
þeirra eru Kristín, Gunnar, Þórir
og Guðjón. 3) Kristinn, f. 25. jan-
úar 1942, kvæntur Unni Einars-
dóttur. Börn þeirra eru Eiður
Einar, Guðni Gunnar, Guðlaugur
Unnsteinn, Áslaug Anna og Krist-
rún Sif. Afkomendur Guðrúnar
eru 43 talsins.
Guðrún hélt heimili í Nesi allt
til þess er hún flutti út í túnjaðar-
inn í Lundi fyrir tæpum átta ár-
um.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Oddakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Látin er í hárri elli föðuramma
mín, Guðrún Jónsdóttir í Nesi.
Amma varð tæplega 102 ára og allt
fram á síðasta dag var hugsunin
skýr en líkaminn var hins vegar
þrotinn að kröftum.
Amma bjó alla tíð í Rangárþingi,
lengst af í Nesi við Hellu. Í Nesi
stunduðu afi og amma búskap í
marga áratugi en afi vann jafnframt
við innheimtustörf fyrir Rafmagns-
veitur ríkisins. Pabbi og mamma
byggðu sér hús í landi Ness og átti
ég því láni að fagna að búa alla mína
bernsku örstutt frá heimili ömmu og
afa í Nesi.
Það voru forréttindi að alast upp í
þessari nánd við afa og ömmu. Ég
var heimagangur í Nesi og með því
að fylgjast með afa og ömmu við
dagleg störf lærðist ýmislegt sem
nýst hefur mér í gegnum tíðina. Afi
leyfði mér að taka þátt í bústörf-
unum strax og honum sýndist að ég
gæti ráðið við verkefnin. Ömmu var
ekki alltaf rótt þegar afi var með
strákinn í verkefnum sem kölluðu á
vélanotkun eins og traktora og hey-
blásara, en afi lagði mikla áherslu á
varkárni og allt gekk þetta vel. Ég
var alltaf velkominn að Nesi, amma
var yfirleitt heima og ég hugsa með
mikilli hlýju til þessara uppvaxt-
arára. Amma var afbragðskokkur og
ekki stóð á því að bjóða strák að
borða, oft fyrirvaralaust.
Amma var eins og áður sagði
mjög heimakær, fór helst ekki af bæ
nema brýna nauðsyn bæri til. Í Nesi
var hún hins vegar drottning í ríki
sínu, þar var hún í essinu sínu og
enginn heimsótti hjónin í Nesi án
þess að gengið væri að hlöðnu kaffi-
borði af heimalöguðu góðgæti.
Amma var alltaf jákvæð og í góðu
skapi, vildi miklu frekar horfa á
björtu hliðar mannlífsins en þær
dökku. Þrátt fyrir að vera heimakær
var amma mjög meðvituð um það
sem gerðist utan heimilis, bæði í
sínu nánasta umhverfi á Hellu en
einnig varðandi lands- og heimsmál-
in. Það var hægt að ræða við hana
ömmu um alla skapaða hluti og hún
hafði skoðanir á málunum þótt þær
skoðanir færu ekki alltaf hátt.
Síðustu árin bjó amma á Dvalar-
heimilinu Lundi við góða aðhlynn-
ingu og færum við fjölskyldan
starfsfólkinu á Lundi okkar bestu
þakkir fyrir að hugsa svona vel um
ömmu fram á síðasta dag. Kristín
systir mín á einnig miklar þakkir
skilið fyrir óteljandi heimsóknir til
ömmu undanfarin ár og hjálp við
umönnun hennar.
Elsku amma, nú ert þú komin til
hans afa og þú varst löngu tilbúin til
þeirrar farar. Við fjölskyldan þökk-
um þér samfylgdina. Guð veri með
þér.
Gunnar Bragason.
Elsku amma. Þegar pabbi hringdi
í okkur systurnar og sagði okkur að
þú hefðir ekki vaknað aftur urðum
við mjög sorgmæddar og grétum
báðar. Því þrátt fyrir að við værum
búnar að búast við þessu í langan
tíma vorum við ekki tilbúnar til að
kveðja þig þennan dag. En við vitum
að núna líður þér vel og þú hefur
fengið góðar móttökur.
Við erum svo þakklát fyrir að hafa
átt þig fyrir ömmu og tímann sem
við áttum með þér. Þegar við kom-
um til þín þá beið okkar alltaf út-
breiddur faðmur og koss á kinn. Þú
varst alltaf svo umhyggjusöm og
ljúf, við heyrðum þig aldrei kvarta
og þú barst ætíð hag annarra fyrir
brjósti.
Það var ánægjulegt að þú skyldir
fá að fylgjast með honum Sigurði
Karli vaxa og dafna. Hann fékk að
njóta góðrar langömmu sem átti allt-
af eitthvað gott í lítinn munn. Sig-
urður Karl var svo farinn að biðja
sjálfur um namminamm þegar hann
kom til þín. Þú varst alltaf svo glöð
að sjá okkur og ljómaðir þegar lítil
kríli komu til þín.
Það verður skrítið að koma austur
núna og hitta ekki hana ömmu í Nesi
því ekki fækkaði ferðunum okkar til
þín þó við værum fluttar til Reykja-
víkur. Þegar þú varst í Nesi og líka
þegar þú varst komin á Lund var
alltaf jafngott að koma til þín og það
sem hér kemur á eftir lýsir því betur
en nokkuð annað.
Húsið hennar ömmu er eins og fjársjóður
minninga, merkilegir gripir í hverju horni,
indæl lykt af heimabakstri og andrúms-
loftið er þrungið ást og friðsæld.
Áhyggjur, sársauki eða leiði hverfa eins og
dögg fyrir sólu. Húsið hennar ömmu faðm-
ar mann að sér.
(Stuart Macfarlane)
Við systurnar og Sigurður Karl
eigum ótal minningar sem við mun-
um varðveita. Kveðjum við þig með
miklum söknuði og þú átt ætíð stað í
hjarta okkar, elsku amma.
Þínar,
Kristrún Sif og Áslaug Anna.
Elsku amma. Nú ertu loksins
komin til afa, ég veit að hann hefur
tekið fagnandi á móti þér.
Það eru margar minningarnar
sem ég á frá Nesi þegar ég var lítil
stelpa. Það var ekkert betra en að
koma að Nesi og fá gult epli eða
mandarínu sem var alltaf til í ís-
skápnum. Eftir að afi dó varstu þar í
ein í smá tíma en fluttir svo yfir á
Lund. Það var ekki langt að fara. Þú
varst eiginlega bara heima.
Það verður skrítið að fara ekki
upp á Lund og heimsækja ömmu
næsta aðfangadag eins og við höfum
gert í svo mörg ár. Mér er mjög
minnisstæður skírnardagurinn
hennar Maríu Bjargar. Ég vildi að
þú yrðir við skírnina en þar sem þú
varst ekki fær um að fara komum við
bara og lét ég skíra litlu stelpuna
mína á Lundi hjá þér. Maríu fannst
ekki slæmt að sofa fyrsta lúrinn sinn
eftir að hún fékk nafn, í skírnar-
kjólnum, í rúminu hennar langalang-
ömmu sinnar.
Ég vil láta sálminn sem þú og afi
kennduð mér fylgja með:
Ó, Jesú bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mín.
(P. Jónsson)
Elsku amma, takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman
bæði í Nesi og á Lundi. Við hittumst
svo seinna, amma mín.
Þín
Þórunn Inga.
Börn vilja gjarnan heyra sömu
sögurnar endurteknar og ekki sakar
að þær séu sveipaðar dularblæ
æskuminninga foreldra þeirra.
Þannig mátti pabbi minn aftur og
aftur segja mér söguna af því hvern-
ig hún Guðrún, föðursystir mín í
Nesi, kynntist honum Gunnari sín-
um. Þó að pabbi hafi kannski skáld-
að svolítið í eyðurnar trúi ég því að
einhvern veginn svona hafi kynni
þeirra viljað til.
Pabbi ólst upp á Hrafntóftum í
Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu,
yngstur sex systkina. Hann átti
þrjár eldri systur og var Guðrún
þeirra elst en Ingibjörg og Sigríður
nokkrum árum yngri. Í daglegu tali
voru þær kallaðar Gunna, Imba og
Sigga. Á árunum fyrir alþingishátíð-
ina 1930 voru þær allar gjafvaxta og
pabbi fylgdist af áhuga unglingsins
með því þegar ungir menn renndu til
þeirra hýru auga.
Systurnar voru um margt ólíkar
og var Gunna rólegri og heimakær-
ari en hinar. Ef slegið var upp balli í
Rangárþingi bauðst hún gjarnan til
að fara snemma heim til að sinna
skepnunum á meðan Imba og Sigga
fengu sér enn einn snúning með pilt-
unum í sveitinni.
Um þetta leyti var verið að inn-
leiða ýmsar nýjungar í landbúnaði.
Meðal annars sameinuðust bændur
um að kaupa eða leigja stórvirkar
jarðvinnsluvélar, eða traktora, sem
þóttu hin mestu tækniundur. Þar
sem tækniþekking var takmörkuð í
sveitum landsins fylgdu slíkum vél-
um sérfróðir menn til að stjórna
þeim. Jarðvinnsluvélinni sem fengin
var í Djúpárhrepp stjórnaði ungur
og myndarlegur Norðfirðingur,
Gunnar Jónsson að nafni, sem með
rólyndi sínu vann traust allra sem
hann aðstoðaði.
Þetta sumar kom að því að halda
átti ball, kannski um töðugjöldin, og
systurnar þrjár á Hrafntóftum létu
sig ekki vanta. Eins og endranær
var þar mikið fjör en þegar gamanið
stóð sem hæst þurfti einhver að fara
heim til að sinna búverkum. Þá bar
það til tíðinda að Gunna tilkynnti að
hún ætlaði að dvelja lengur á ballinu
og að hinar systurnar yrðu að sjá um
mjaltirnar það kvöldið. Það kostaði
töluverða rekistefnu því hvorki
Imbu né Siggu langaði heim en þær
urðu að koma sér saman um hvor
tæki að sér verkin.
Gunna lét hins vegar áhyggjurnar
lönd og leið. Hún hafði hitt Gunnar,
Norðfirðinginn myndarlega, og það
fór vel á með þeim. Áreiðanlega
dönsuðu þau polka, vals og ræl svo
lengi sem tónar harmónikunnar óm-
uðu þessa sumarnótt. Svo mikið er
víst að upp frá því voru þau par og
jafnan nefnd í sömu andránni. Sam-
vistir þeirra voru farsælar og entust
þar til Gunnar lést fyrir rúmum ára-
tug. Frá því ég man eftir mér
bjuggu þau í Nesi á bökkum Ytri-
Rangár. Þau voru frændrækin og
heimili þeirra stóð stórum frænd-
garði opið. Þar var fólki mætt með
gestrisni, umhyggju og hlýju.
Þegar ég var sjö ára naut ég þess
að fá að dveljast í Nesi á meðan for-
eldrar mínir fóru til útlanda. Mér
fannst mikið til þess koma að fá að
sofa í sama herbergi og amma mín
og afi höfðu búið í síðustu æviárin
sín. Ég var þar ekki ein því ég deildi
herberginu með þremur frænkum
mínum, sonardætrum Gunnu og
Gunnars. Ég man ekki eftir að neitt
væri bannað nema að fara niður að á.
Það var aftur á móti harðbannað.
Minningar mínar frá þessari dvöl
eru litaðar sól á heiðum himni, ilm-
andi grængresi, hvítum bæ með
rauðu þaki og nýbakaðri jólaköku. Á
matmálstímum gat verið mann-
margt við eldhúsborðið sem hallaði
örlítið með gólfborðunum og engan
þekki ég sem fór þaðan svangur.
Gunna í Nesi er nú látin, næstum
102 ára að aldri. Síðast hitti ég hana
á 101. afmælisdegi hennar fyrir
tæpu ári. Ég kveð hana með virð-
ingu og þakklæti í huga. Jóhanni,
Braga, Kristni og fjölskyldum þeirra
sendum við Gísli okkar bestu kveðj-
ur.
Þorgerður Ragnarsdóttir.
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna and-
láts eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
RANNVEIGAR FRIÐRIKU
KRISTJÁNSDÓTTUR,
áður til heimilis
á Boðahlein 5,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Hrafnistu,
Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun.
Kristján Þorkelsson,
Kristján E. Kristjánsson, Áslaug Gísladóttir,
Brynhildur Kristjánsdóttir, Stefán Sigurðsson,
Auður Kristjánsdóttir, Roger Olofsson,
Alfa Kristjánsdóttir, Sigmar Þormar,
Bárður Halldórsson,
Grétar Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR,
Rjúpufelli 42,
Reykjavík,
áður Vestmannabraut 10,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 13G
Landspítalanum Hringbraut og líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Einar Ottó Högnason,
Magnús Hörður Högnason, Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Guðmundur Ingi Einarsson,
Kristín Högna Magnúsdóttir.
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
HERMANNS HELGASONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- og
hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir einstaka
umhyggju.
Jóna G. Hermannsdóttir, Haraldur Árnason,
Sigurður Hermannsson, Vilborg Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSLAUG JÓNÍNA EINARSDÓTTIR,
Goðabyggð 2,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 26. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknar-
stofnanir.
Haraldur Helgason,
Inga Ólafía Haraldsdóttir, Jón Gunnar Gunnlaugsson,
Helga Stefanía Haraldsdóttir, Kjartan Kolbeinsson,
Bergljót Ása Haraldsdóttir, Sveinn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.