Morgunblaðið - 22.07.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 45
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI
TAKTU AFSTÖÐU.
GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND
SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER
ANISTON OG VINCE VAUGHN VAR
HREINLEGA Á KOSTUM.
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
KVIKMYNDIR.IS
VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ.
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS. BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU
S.U.S. XFM 91,9„SANNKALLAÐ AUGNAYNDI OG ÞRUSUGÓÐ SKEMMTUN Í
ÞOKKABÓT, EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS“
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR.
M.M.J. KVIKMYNDIR.COM
eeee
SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU
MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ
V.J.V. Topp5.is
H.J. MBL.
eee
FRÁBÆR SUMARMYND HLAÐIN SPENNU
OG MÖGNUÐUM ATRIÐUM.
Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON
MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA.
OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 12 - 2 - 4 - 6
OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10
SUPERMAN kl. 12:30 - 3:50 - 4:50 - 7 - 8 - 10:10 - 11:10 B.I. 10.ÁRA.
SUPERMAN LUXUS VIP kl. 3:20 - 8 - 11:10
THE BREAK UP kl. 8 - 8:15 - 10:20
BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 12 - 2 - 3 - 5:30
FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 10:30 B.I. 12.ÁRA.
16 ÁRA
10 ÁRA
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 1 - 3 - 5 - 7 DIGITAL SÝN.
OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 1 - 3 - 5 - 7 - 9 - 11:15 DIGITAL SÝN.
SUPERMAN kl. 2:40 - 5:50 - 9 - 11 B.I. 10.ÁRA. DIGITAL SÝN.
THE BREAK UP kl. 9
SUMARMYNDIN frá tölvuteiknimyndadeild Dream-
Works (Shrek, Madagascar) í ár er gamanmynd með
náttúruverndarívafi og fjallar um viðskipti manna og
villtra dýra á nýrri öld. Hún hefst þegar þvottabjörninn
Rúni er að stelast í sælgætisbirgðir bjarnarins Víglunds
sem liggur enn í vetrardvala í hýði sínu. Ekki tekst betur
til en svo að Rúni vekur Víglund sem bregst hinn versti
við og ekki batnar skapið þegar nammibirgðirnar fara
forgörðum í átökunum. Hótar björninn að myrða Rúna,
verði hann ekki búinn að útvega nýjar innan viku.
Nú er úr vöndu að ráða en Rúni er slóttugur og tekst
að plata hjörðina í skóginum, sem telur m.a. skunk,
skjaldböku, pokarottur o.fl., til að hjálpa sér að safna
nýjum birgðum á fölskum forsendum og kemur dýr-
unum í leiðinni á sykurát og ruslfæði mannheima.
Gerðið sem myndin dregur nafn sitt af er mannanna
verk, þráðbeint og ónáttúrulegt og engin furða að dýra-
ríkið handan þess falli í stafi er það blasir við þeim, ný-
vöknuðum af vetrardvalanum. Handan þess er borgin
búin að teygja úr sér, þar sem áður var gnótt berja,
ávaxta, hneta og annarra lífsnauðsynja, er komið út-
hverfi með öllum sínum fylgifiskum. Steinkumböldum,
malbiki, mengun, húsdýrum og ekki síst óþekktarormum
og gróðafíklunum, foreldrunum. Í þeirra huga eru villi-
dýrin ógeð sem á að hengja, grýta, skera og skjóta.
Sissa, forkólfur nýbúanna og húseigendafélagsins, ræð-
ur til starfans svæsnasta meindýraeyði sem sögur fara af
og mætir hann hinn vígreifasti með morðtæki sín og tól
til að útrýma skógarbúum.
Þrátt fyrir alvarlega undirtóninn ræður grínið ríkjum
í Over the Hedge, tölvuteikningarnar eru skýrar og fal-
legar og greinilega unnar af snjöllum fagmönnum. Per-
sónurnar eru misjafnar eins og gengur, með Rúna,
skemmtilega ísmeygilegan bragðaref og sérhags-
munasegg í fararbroddi. Meindýraeyðirinn er einnig
fyndinn fugl, sem minnir í útliti á blöndu af Bill Murray í
Kingpin og Randy Quaid í Brokeback Mountain. Tónlist-
aratriðin, sem eiga það til að vera ansi fyrirferðarmikil
hjá teiknimyndagerðarmönnum, eru í blessunarlegu lág-
marki, íslensku raddirnar falla vel að fígúrunum og
myndin snoturt fjölskyldugaman. Boðskapurinn fyrr-
greindi missir hinsvegar marks þegar tekur að líða á og
fer að lokum út um víðan völl, sem er mikill skaði.
Skemmtanagildið er til staðar á nokkrum, góðum sprett-
um og óhætt að mæla sérstaklega með myndinni fyrir
yngri börnin og syfjaðar ömmur og afa.
Úthverfið og óbyggðirnar
KVIKMYNDIR
Sambíóin, Háskólabíó,
Smárabíó, Laugarásbíó
Talsett teiknimynd með íslensku og ensku tali. Leikstjórar: Tim
Johnson og Karey Kirkpatrick. Aðalraddir (ísl): Magnús Jóns-
son, Harald G. Haralds, Rúnar Freyr Gíslason, Inga María Valdi-
marsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson. Á ensku: Bruce Willis, Garry
Shandling, Steve Carell, Thomas Haden Church, Nick Nolte,
Wanda Sykes. 85 mín. Bandaríkin 2006.
Yfir gerðið – Over the Hedge Gamanmynd með náttúruverndarívafi.
Sæbjörn Valdimarsson
HIN ástsæla hljómsveit Todmobile mun spila á stærð-
arinnar tónleikum sem haldnir verða í kvöld á Seyð-
isfirði í tengslum við Listahátíð ungs fólk á Austur-
landi, betur þekkt undir nafninu LungA. Hljómsveitin
spilaði einnig á hátíðinni í fyrra og vakti mikla lukku
og hefur greinilega þótt ærin ástæða til að endurtaka
leikinn í ár. LungA er hátíð sem hefur farið vaxandi
undanfarin ár en hún var haldin fyrst árið 2000. Um er
að ræða hátíð sem stendur yfir í sex daga. Boðið er upp
á ýmiss konar listasmiðjur og viðburði þennan tíma og
svo lýkur hátíðinni með tónleikum sem eru jafnframt
hápunktur viðburðadagskrár hátíðarinnar. Allt útlit er
fyrir að tónleikarnir í ár verði stærstu einstöku tón-
leikar sem haldir hafa verið á Austurlandi en auk
Todmobile koma fram hljómsveitirnar Ghostigital, Am-
pop, Fræ, Sometime, Biggi Orchestra, Foreign Mon-
keys, Tony the Pony, Benny’s Crespos Gang og Miri.
Risatónleikar á LungA
Todmobile spilar á LungA.
ÍBÚAR í úthverfi Sydney hafa kvartað sáran undan tón-
list Barry Manilows sem notuð er til að hrekja í burt
ógæfulið úr almenningsgarðinum í hverfinu. Bæjar-
stjórnin hefur brugðið á það ráð að spila slagara með
Manilow og Doris Day hverja einustu helgi í sex mánuði
til að draga úr því að fólk safnist þar saman á kvöldin.
Að sögn ráðamanna virðist aðferðin virka vel en svip-
aðri aðferð var beitt af Bandaríkjamönnum til að hrekja
fyrrum einræðisherra Panama úr sendiráði sem hann
hafði flúið inn í árið 1989. Vegna fjölmargra kvartana
frá íbúum í nágrenni við almenningsgarðinn hefur verið
samþykkt að lækka tónlistina um nokkur desíbel.
Kvartað undan Manilow
Barry Manilow
FJÖLSKYLDUDAGUR verður í Eden
í dag, og ýmislegt skemmtilegt í boði
fyrir yngstu gestina. Trúður sprellar
fyrir börnin frá 14 til 17 og fer meðal
annars með þau í skoðunarferð um
jurtasafn staðarins og kennir þeim um
plöntur og dýr. Í garðinum býr söng-
elskt páfagaukapar sem syngja með
krökkunum á söngstund.
Birta og Bárður úr Stundinni okkar
koma kl. 16 og eiga góða stund með
krökkunum.
Skemmtun fyrir börnin í Eden
Það leynast ýmsar skrítnar og
skemmtilegar verur í Eden.
UPPSELT er í stúku á tónleika Morrissey sem fram fara
hinn 12. ágúst í Laugardalshöllinni. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Grími Atlasyni, tónleikahaldara og nýbök-
uðum bæjarstjóra Bolungarvíkur, eru enn til miðar í
stæði.
Uppselt í
stúku á Morrissey
Morrissey
Hollywood-leikarinn John Cusack hefur fengið í gegn
nálgunarbann á konu sem hann seg-
ir hafa ofsótt sig í 18 mánuði.
Konan heitir Emily Leatherman
og sakar Cusack hana um að hafa
ítrekað setið um hann og kastað
bréfum í poka með steinum og
skrúfjárni yfir á
lóð hans. Þá á
hún að hafa hótað
að skaða sjálfa
sig.
Samkvæmt úr-
skurði dóms-
yfirvalda í Los
Angeles verður
Leatherman að
halda sig í a.m.k. 500 m fjarlægð frá
Cusack, heimili hans, vinnustað, bif-
reið og skrifstofu.
Fólk folk@mbl.is