Morgunblaðið - 22.07.2006, Page 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
MEIRIHLUTINN í bæjarráði
Álftaness samþykkti sl. fimmtudag
að fela bæjarstjóra að ganga frá
samkomulagi um slit á samningum
við Hjúkrunarheimilið Eir um fyr-
irhugaða uppbyggingu á miðsvæði
sveitarfélagsins. Var m.a. fyrirhug-
uð uppbygging rúmlega 100 þjón-
ustuíbúða og miðstöðvar fyrir eldri
borgara. Samþykkti bæjarráð að
hefja undirbúning að samningum
skoða skipulagið og efna til nýrrar
hugmyndasamkeppni. Eir telji sig
ekki geta beðið eftir niðurstöðu
hennar og því hafi orðið að sam-
komulagi að slíta samstarfinu.
„Þetta er allt gert í mikilli frið-
semd,“ sagði Vilhjálmur. Hann
sagði Eir hafa það verkefni nú að
byggja öryggisíbúðir í Mosfellsbæ
og einnig standi til að byggja þar
hjúkrunarheimili fyrir 40 manns,
en Mosfellsbær á aðild að Eir.
einungis farið fram á greiðslu út-
lagðs kostnaðar.
Skömm á niðurstöðu Á-listans
Guðmundur G. Gunnarsson,
fyrrv. bæjarstjóri og fulltrúi minni-
hlutans, gagnrýndi samningsslitin
á fundi bæjarráðs og segist í bókun
hafa skömm á þessari niðurstöðu
fulltrúa Á-listans.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
borgarstjóri og stjórnarformaður
Eirar, segir að bæjaryfirvöld á
Álftanesi hafi ákveðið að endur-
við Arkitektafélag Íslands um sam-
keppni um nýtt deiliskipulag svæð-
isins.
Sigurður Magnússon bæjar-
stjóri segir að ætlunin sé að ráðast í
hliðstæða uppbyggingu sem taki
mið af aðstæðum á svæðinu og m.a.
verði reistar allt að 40 þjónustu-
íbúðir fyrir aldraða á miðsvæðinu.
Fram kom á fundinum að for-
stöðumanni Eirar hefur verið falið
af stjórn Eirar að ganga frá samn-
ingsslitum og að Eir hafi ekki kraf-
ist skaðabóta vegna slita heldur
Samningum slitið við Eir
um uppbyggingu á Álftanesi
Bæjarráð | 11
Eftir Ómar Friðriksson
og Guðna Einarsson
MIÐAÐ við hvernig mál hafa þróast kæmi ekki
á óvart þótt Pólverjar yrðu fyrir valinu frekar
en Íslendingar, segir Guðmundur Jóhannes-
son, annar byggingarstjóra Íslenskra aðal-
verktaka við Grand hótel, um hvað gerist þeg-
klukkan hálfátta og unnið er til sjö á kvöldin –
og til fjögur á laugardögum. „Það fengjust
ekki Íslendingar til að vinna á þessum tímum,“
segir Gísli Guðmundsson, hinn byggingarstjór-
inn við Grand hótel. | Miðopna
ar samdráttarskeið tekur við af þeirri þenslu
sem verið hefur í atvinnulífinu að undanförnu.
Um 30 Pólverjar vinna hjá ÍAV við fram-
kvæmdir á viðbyggingu hótelsins og eru að
sögn harðduglegir. Vinnudagur þeirra hefst
Morgunblaðið/Eggert
Harðduglegir Pólverjar í byggingarvinnu
MINNKANDI eftirspurn á fasteigna-
markaði er farin að hafa nokkur áhrif á
byggingariðnaðinn. Framkvæmdir eru
enn miklar en úr þeim hefur þó eitthvað
dregið. Yfirvinna er minni en áður og hætt
hefur verið við einhver verkefni eða þeim
frestað. Í samtölum við Morgunblaðið
sögðu þeir Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og
Halldór Jónasson, félagslegur starfsmað-
ur Trésmiðafélags Reykjavíkur, að líklega
yrði töluverður samdráttur í byggingar-
iðnaði um næstu áramót. Halldór telur ein-
sýnt að nokkuð atvinnuleysi muni fylgja.
Hann gagnrýnir einnig viðbrögð stjórn-
valda. | 8
Breytt um-
hverfi í bygg-
ingariðnaði
„LANGSTÆRSTUR hluti málsins er
frá með þessum dómi Hæstaréttar,“
sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra
Baugs Group, eftir að Hæstiréttur
hafði staðfest úrskurð héraðsdóms
Reykjavíkur frá 30. júní sl. um að vísa
skuli frá dómi fyrsta ákærulið af
nítján í endurákæru Baugsmálsins.
Í ákæruliðnum er Jón Ásgeir sak-
aður um fjárdrátt, en til vara um-
boðssvik, í atburðarás sem endaði
með að Baugur eignaðist Vöruvelt-
una, sem átti og rak 10–11-verslanirn-
ar. Sigurður Tómas Magnússon, sett-
ur saksóknari, kærði úrskurð
héraðsdóms en Hæstiréttur staðfesti
hann í gær með tilvísun til forsendna
Arngríms Ísberg héraðsdómara.
Komst hann að þeirri niðurstöðu að í
1. ákærulið hafi ekki verið lýst auðg-
unarbroti heldur viðskiptum sem
kunni að hafa verið óhagstæð fyrir
Baug hf. en hagstæð Jóni Ásgeiri. Þar
sem ekki hafi komið skýrt fram
hvernig verknaðurinn sem lýst er í
ákærunni falli undir skilgreiningu á
fjárdrætti hafi því verið óhjákvæmi-
legt að vísa liðnum frá.
Verjendur Jóns Ásgeirs, Tryggva
Jónssonar og Jóns Geralds Sullen-
berger kærðu einnig ákvörðun hér-
aðsdóms um að hafna kröfu um frá-
vísun málsins í heild sinni en kærunni
var vísað frá á þeirri forsendu að
ákvörðunin væri ekki kæranleg til
Hæstaréttar samkvæmt lögum um
meðferð opinberra mála.
Úrskurður héraðs-
dóms staðfestur
Viðamesta ákærulið í
endurákæru Baugs-
málsins vísað frá dómi
Viðamesta | 4
TINNA Pétursdóttir, grafískur umbúðahönnuður, hefur
náð góðum árangri á Ítalíu þar sem hún hefur verið við
nám í Mílanó undanfarin ár og m.a. fengið góða umfjöllun
í ítölsku tímariti, auk þess sem flaska sem hún hannaði er
nú komin í framleiðslu fyrir ítalska gæðavatnsfyrirtækið
Norda, en flaskan hafði áður fengið önnur verðlaun í
hönnunarkeppni.
„Í sumarbyrjun fékk ég tölvupóst frá ítalska fyrirtæk-
inu Norda sem framleiðir gæðavatn,“ segir Tinna. „Þar
var mér boðið að vera viðstödd afhjúpun flösku í Mílanó
sem ég hafði hannað í einni keppninni og valin hafði verið
undir framleiðslu fyrirtækisins.“
Hún segir þetta hafa komið sér verulega á óvart enda hafi enginn látið
hana vita að þetta væri á döfinni. „En svo sannarlega var þetta óvænt
ánægja,“ segir Tinna sem komst því miður ekki í hófið til heiðurs flöskunni,
sem hlotið hefur nafn hönnuðarins – Tinna.
Ilmvatnsglas sem Tinna hannaði úr svörtu gleri fyrir hina ofurríku, þar
sem glasið eitt getur kostað tugi þúsunda, hlaut 2. verðlaun í annarri keppni
og voru Tinna og hönnunin í kjölfarið tekin til umræðu hjá ítalska fagtíma-
ritinu Imagine. | Daglegt líf
Tinna Pétursdóttir
Hannar flöskur
fyrir ítalskt vatn
ÞORGERÐUR Katrín
Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra
mun gegna embætti
forsætisráðherra dag-
ana 24. júlí til 7. ágúst
næstkomandi í fjar-
veru Geirs H. Haarde
forsætisráðherra sem
þá verður erlendis í
sumarleyfi.
Eftir því sem næst
verður komist mun þetta vera í fyrsta
skipti sem kvenmaður mun gegna emb-
ætti forsætisráðherra hér á landi.
Þorgerður
Katrín for-
sætisráðherra
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
ÍSLANDSVINIR hafa slegið upp tjald-
búðum á tjaldsvæðinu við Snæfellsskála
annað árið í röð en í gærkvöldi voru þar
saman komnir um hundrað manns vegna
fyrirhugaðrar Íslandsvinagöngu um
Kárahnjúkasvæðið í dag.
Göngunni mun ljúka með þögulli mót-
mælastöðu við Kárahnjúkastíflu en hún
markar upphaf Fjölskyldudaga Íslands-
vina sem standa til 31. júlí næstkomandi.
Tilgangur daganna er að gefa fólki kost á
að upplifa náttúru Kárahnjúkasvæðisins
áður en áformað er að fylla Hálslónið í
haust.
Íslandsvinir
komnir að
Kárahnjúkum
♦♦♦
♦♦♦